Morgunblaðið - 14.06.1997, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Rangfærslum Guðmundar Haga-
lmssonar um Æsumálið svarað
í HÉRAÐSFRÉTTABLAÐINU
Vestra á ísafirði og í Morgunblað-
inu þann 11. júní sl. birtist opið
bréf til mín og Reynis Traustason-
ar fréttastjóra á DV, ritað af
Guðmundi Hagalínssyni, fyrrum
bónda í Hrauni á Ingjaldssandi,
um sjóslysið á Arnarfirði þegar
Æsa ÍS 87 frá Flateyri fórst þar
> í blíðskaparveðri. í þessari tíma-
mótaritsmíð Guðmundar er farið
samhengislaust um víðan völl.
Rauði þráður greinarinnar virðist
þó illgirni, heift og rangfærslur
sem ekki er hægt að sitja undir.
Það er því ekki úr vegi að reyna
að tína til einhveijar staðreyndir
hvað varðar þá hlið þessa bréfs
sem að mér snýr, Reynir er áreið-
anlega fullfær um að skýra sína
hlið.
Ég hef aldrei legið á þeirri skoð-
un minni að sjóhæfni Æsunnar
var léleg en ég hef ekki sagt að
hún hafi verið hættuleg líkt og
Guðmundur gerir mér upp með
tilvitnun í DV þann 9. maí sl. en
þar segi ég m.a. orðrétt: „Þetta
skip var alltaf afar lélegt sjóskip
og það hvarflaði ekki að mér að
ganga á stöðuleika þess með því
að eyða úr fremri tönkum þess.“
Skoðun mína um sjóhæfni skipsins
setti ég fram jafnt við útgerð
skipsins sem og aðra sem málið
varðaði, að vísu yfirsást mér að
nauðsynlegt væri að koma þessum
upplýsingum til bóndans í Hrauni
á Ingjaldssandi. Það sem Guð-
mundur virðist ekki skilja er að
sjómenn jafnt og aðrir verða að
haga sér eftir aðstæðum hveiju
sinni. Meðan ég var skipstjóri á
skipinu var ég yfirleitt heppinn
með áhöfn og hafði vélstjóra sem
gjörþekkti skipið. Róbert vélstjóri
passaði ávallt upp á það að vatnst-
ankar skipsins væru hafðir fullir,
með því fékkst 7 tonna kjölfesta
fram í skipið. Þá sá vélstjórinn til
þess, í samvinnu við skipstjóra,
að sjó væri dælt í stafnhylki þeg-
ar ástæða var til og bætti með
því 7-8 tonnum við kjölfestuna
fremst í skipinu. Það er alþekkt
að dæla þurfi olíu, vatni og sjó á
milli tanka í skipum eftir aðstæð-
um hverju sinni til að auka sjó-
hæfni þeirra. Til að mynda hafði
Æsa enga aðra kjölfestu en þá
sem var í tönkum skipsins og
mikilvægt að nýta þá vel vegna
hins mikla þunga uppi á þilfari
sem óhjákvæmilega fylgir kúfisk-
veiðum, enda hafði skipið botnt-
anka, þ.e. olíu, vatn og stafn-
hylki, sem tóku vel yfir 40 þúsund
lítra. Rétt væri að Guðmundur
rannsakaði hvernig birgðastaðan
var á botntönkum skipsins, þann
dag sem það fórst, m.a. olíutönk-
um, úr því að hann virðist hafa
óheftan aðgang að olíuafgreiðslu-
nótum útgerðarinnar. Það hefur
komið fram við sjópróf að dreng-
urinn sem var vélstjóri á skipinu
þennan örlagaríka dag, sonur
Guðmundar, vissi ekki einu sinni
hvað stafnhylki er eða til hvers
það var notað, svo vitnað sé til
sjóprófa þar sem Kristján Guð-
mundsson, framkvæmdarstjóri
sjóslysanefndar, yfirheyrir Hjört
Rúnar Guðmundsson vélstjóra.
Þar kemur fram orðrétt:
„KG:, Var sjór í stafnhylki?
HRG: Já, eða ég sá ekki mælin'gu
á því, en ég las í véladagbók, ég
veit ekki hvaða dag það var, dælt
í stafnhylki í einhveijar mínútur.
Ég hef aldrei pælt í þessum stafn-
hylkjum. Ég veit ekki hvort það
er kæruleysi í mér eða hvað, en
ég hafði aldrei spáð í það. Ég hafði
velt fyrir mér þessum krönum nið-
ur í vélarrúmi til að dæla í stafn-
hylkið, en ég hafði aldrei spáð í
hvaða magn væri á þeim.
KG: Það hafði verið dælt bæði
í og úr því? HRG: í stafnhylki,
það stóð i véladagbókinni fyrrver-
andi vélstjóra, eða einhveijum
fyrrverandi vélstjórum, eða hvað
það hefur verið. Ég man ekki
dagsetninguna á því, en ég man
bara að ég rak augun í þetta,
dælt í stafnhylki. Það hefur ekki
lekið neitt úr þessu stafnhylki.
Ég veit ekki hvar aftöppunin á
Aðför að
hjónabandinu
IÐULEGA hefur
verið bent á það órétt-
læti að hjón og sam-
býlisfólk fái miklu
lægri ellilífeyri og
bætur tengdar honum
en einstaklingar sem
búa einir. Þótt það sé
að nokkru leyti rétt-
lætanlegt, þar sem
einhver fjárhagslegur
ávinningur er að því
að tveir búi saman, er
þessi munur orðinn
alltof mikill. Það hefur
stöðugt sigið á ógæfu-
hliðina hjá hjónum.
1. september 1987
var bætt við nýjum
bótaflokki, sérstakri heimilisupp-
bót og fylgdi sú útskýring að með
þessu yrðu bætur almannatrygg-
inga til einstaklinga, sem búa einir
eða hafa sáralitlar tekjur, aldrei
lægri en lágmarkslaun.
En hvemig átti þá að tryggja
hjónum lágmarkslaun? Þáverandi
5tryggingaráðherra, Guðmundur
Bjarnason, lét þau ummæli falla
að hjónum, sem væru illa stödd,
yrði bætt það upp með svokallaðri
heimildaruppbót eða frekari upp-
bót. En aldrei birtist nein reglu-
gerð þar að lútandi og þessi upp-
bót er aðeins greidd þeim, sem
hafa verulegan lyfja- og læknis-
kostnað og er þá tekjutengd.
Undanfarin ár hafa hjón ekki
notið hærri tryggingabóta en 70%
af því, sem einstaklingar fá, en
með hækkun heimilisuppbótar til
einhleypra 1. maí sl. er það komið
' niður í 66%. Er þessi mikli mismun-
ur algjörlega óviðunandi. Það má
. . samt ekki skilja orð mín svo, að
við sjáum ofsjónum yfir því, sem
einhleypir fá, síður en
svo. Þeir fá ekki einu
sinni lágmarkslaun,
eins og talað var um,
þegar sérstaka heimil-
isuppbótin komst á
1987.
Astandið er orðið
svo alvarlegt hjá hjón-
um, sem hafa ein-
göngu tryggingabæt-
ur og jafnvel smá-
greiðslur úr lífeyris-
sjóði, að fólk á áttræð-
is- og jafnvel níræðis-
aldri talar í fullri al-
vöru um að skilja, að-
eins til að komast af.
Þetta fólk er algjör-
lega í sjálfheldu, því þótt það sé
heilsuhraust og gæti unnið er því
Hjónabandið hefur verið
kallað hornsteinn sam-
félagsins. Margrét
Thoroddsen spyr,
hvort það sé einskis
metið lengur.
hafnað af vinnumarkaðnum.
Er hjónabandið, sem talið hefur
verið hornsteinn þjóðfélagsins, þá
einskis metið lengur? Væri ekki
full ástæða til að prestar landsins
létu eitthvað frá sér heyra um
hvernig vegið er að hjónabandinu,
jafnt hjá ungum sem öldnum?
Höfundur er í stjórn Félags eldri
borgara ogfélagi í AHA-hópnum.
Margrét
Thoroddsen
Tvö dæmi um misháar tryggingabætur einstaklings og hjóna:
Dæmi 1
Hér er miðað við ellilífeyrisþega, sem hefur engar aðrar tekjur en trygg-
ingabætur.
1. júní 1997 Einstaklingur: Hvort hjóna:
Ellilífeyrir 14.186 kr.
Tekjutrygging 26.101 kr.
Heimilisuppbót 12.480 kr.
Sérstök h.uppbót 6.104 kr.
Samtals: 58.871 kr.
12.767 kr., 10% lægra
26.101 kr.
0 kr.
0 kr.
38.868 kr.
(Jlæmi II
Hér er miðað við eftirlaun úr lífeyrissjóði að upphæð kr. 26.755.
Einstaklingur: Hvort hjóna:
14.186 kr. 12.767 kr.
26.101 kr. 22.489 kr.
12.480 kr. 0 kr.
0 kr. 0 kr.
52.767 kr. 35.256 kr.
Tekjutrygging skerðist ekki hjá einstaklingnum en aftur á móti um
3.612 kr. hjá hvoru hjóna, þar sem skerðingarmökin hjá einstaklingi eru
26.755 kr., en hjá hvoru hjóna aðeins 18.729 kr.
Ellilífeyrir
Tekjutrygging
Heimilisuppbót
Sérstök h.uppbót
Samtals:
ISLENSKT MAL
Baggalútur hefur nokkuð
mismunandi merkingu: 1)
„kúlulaga smásteinn úr ljós-
grýti“ [líparíti]. 2) dordingull.
3) „drengsnáði“. Enn er þess
að geta, sem áður er fram kom-
ið hér í þáttunum, að Stefán
Þ. Þorláksson vildi hafa þetta
orð um erlendan einfæran
ferðamann sem bograðist undir
bakpoka. Hann kunni illa orðinu
„bakpokalýður" um þess konar
menn.
Ekkert er nýtt undir sólinni,
og sannast það hér enn, því að
sá lærði Jón Guðmundsson úr
Grunnavík (alias Jón Grindvic-
ensis) þýddi orðið baggalútur
„sá sem bograr undir byrði“.
Sjá Islenska orðsifjabók As-
geirs Blöndals.
★
Halldór Kristjánsson frá
Kirkjubóli sýnir móðurmálinu
hviklausa rækt. Hann sendir
mér bréf sem hér fer á eftir
með þökkum birt. Stundum er
hann enn meiri vandlætari en
umsjónarmaður, en bréf hans
er ekki verra fyrir það:
,,Heill og sæll, Gísli!
Eg held að það sé að verða
liðin tíð að hafa stjórn á mönn-
um og málefnum. Þeim fjölgar
óðum sem nefna það stjórnun.
Hversu gamalt er orðið
stjórnun?
Útvarpið sagði nýlega að
menn biðu „hagstæðari veður-
skilyrða". Ég hélt þeir væru að
bíða betra veðurs.
„Það er eftir enn að vinna
ærið marga seiga þraut,
það er eftir enn að fmna
ýmsan góðan förunaut."
Svo kvað skáldið [Jón
Trausti] á morgni þessarar ald-
ar. Nú hygg ég að meiri hluti
þeirra sem skrifa í blöð vildu
segja; það á eftir. Það leiðist
mér að heyra.
Og enn segir útvarpið okkur
að maður sem fluttur var með-
vitundarlaus í sjúkrahús hafi
„gengist undir aðgerð þar“.
Meðvitundarlaus göngumst við
ekki undir neitt. En þegar í
sjúkrahúsið kom var gert að
sárum eða meiðslum mannsins.
Ég held að ekki spillti að
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
905. þáttur
minna menn á það að orðalag-
ið að leggja eitthvað af mörk-
um til hins eða þessa er frá
þeim tíma að mörkin voru pen-
ingar, 1 mark 8 skildingar, 12
mörk einn ríkisdalur. Það er
sjálfsagt engin ástæða til að
finna að því þó að leggja eitt-
hvað af mörkum nái nú yfir
allskonar liðsinni, svo sem góð-
ar óskir og hverskonar liðs-
yrði. Vera má þó að einhver
kysi að orða mál sitt öðruvísi
ef hann hefði upphaflega merk-
ingu í huga.
Með kveðju og þökkum.“
Ég reyni aðeins að svara
spurningu H. Kr. Elsta dæmi,
sem ég fékk um stjórnun í
safni Orðabókar Háskólans, er
úr Guðbrandsbiblíu, pr. 1584.
Þar segir svo í Saltaranum
(Davíðs sálmum): „Sólina deg-
inum til stjórnunar, því að hans
miskunnsemi varir eilíflegana.“
Skemmtilegt að sjá þarna
áhersluviðskeytið -na aftan í
eilíflega. Svo má geta þess að
hliðarmyndin sljórnan er
ævagömul. í guðsorðabókinni
Stjórn (frá 13. öld) er þetta:
„Var hans aptann í syndaligum
lifnaði Sauls konungs og ferlig-
um framferðum þess fólks, sem
undir hans stjórnan var.“
★
Mér sýnist sem verulegur
árangur hafi náðst í baráttunni
gegn „leiða“ í dönsku merking-
unni = hafa forystu fyrir, fara
fyrir. Ég held það sé áreiðan-
lega minna um það tal nú en
var, að þessi eða hinn „leiði“
framboðslista, eins og þar færu
reikul börn eða örvasa gamal-
menni. Þessu þarf að fylgja
fast eftir, og ekki gera
orðabækur okkar ráð fyrir
dönsku merkingunni í sögninni
að leiða, auk heldur ekki
Slangurorðabókin. [En ég er
varla búinn að skrifa þetta,
þegar ég verð var við gagn-
sókn.]
En þá er það lýsingarháttur
nútíðar af leiða sem oft er í
lýsingarorðs stað. Menn hafa
heyrst tala um „leiðandi“ félög
eða fyrirtæki. Þarna er mjög
auðvelt að setja „forystu“ (for-
ustu) í staðinn. Það er jafnmörg
atkvæði og „leiðandi". Þá gæt-
um við til dæmis sagt að NN
væri forystufélag á þessu sviði
o.s.frv. Margt fleira kemur til
greina. Einhveijum kynni að
detta í hug að Eimskip væri
aðalfélagið í millilandasigling-
um, og þá erum við komin með
tvö atkvæði í staðinn fyrir þijú.
Mestu skiptir að reyna á þan-
þol móðurmálsins og nýta sér
auð þess í stað þess að klifa á
erlendum slettum. Hugarleti sú,
sem lýsir sér í klisjutali og
tuggumáli, er ákaflega leiðin-
leg, og menn ættu að setja
metnað sinn í að láta ekki
„hanka sig á grundvallaratrið-
um“. Fyrst er að nenna að
hugsa, og síðan er að læra að
tala sem vandaðast og fjöl-
breytilegast mál. Það er svo
út af fyrir sig mikill vandi að
kunna að „sletta“. Lesi menn
bækur Halldórs Laxness og
sjái og finni hvað hann gerir
það af mikilli list. Hluti af stíl-
töfrum hans er í því fólginn,
en það geta fáir svo vel fari.
Auk þess er ailt að því sannað,
þó ei sé til fullnustu kannað,
að snillingar mega,
já, og allt að*því eiga,
það sem oss, þessum nafnlausu, er bannað.
★
„Æ er þá einginn endir á
vanitate, sagði Jón Marteins-
son. Láttu mig í friði meðan ég
er að borða þetta villidýr og
drekka þennan borgundara.
Síðan héldu þeir áfram að
borða. Þegar þeir höfðu lokið
villidýrinu og borgundaranum
og kellíngin hafði borið fyrir
þá púns í kollu sagði Jón Mar-
teinsson:
Nú skal ég segja þér hvernig
biskupsdóttir er legin.“
(Halldór Laxness: íslands-
klukkan.)
Auk þess er tuggan „vakt-
hafandi læknir“ orðin mjög
hvimleið. Fyrra orðið er oftast
óþarft, en einnig má segja vakt-
læknir eða læknir á vakt. En
Guðrún Guðlaugsdóttir fær plús
fyrir að muna eftir orðinu gjö-
full (Mbl. 8. júní) þegar dönsku-
slettan „gefandi" ríður hvar-
vetna húsum.