Morgunblaðið - 14.06.1997, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 14.06.1997, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ1997 37 fylgi með og í stórfjölskyldunni var alltaf nóg að tala um „systurnar", þá vissu allir við hveijar var átt. Missir Möggu er því mikill, þegar hún nú sér á bak systur sinni. Viss- an um að þær muni sameinast aftur þó síðar verði og það að nú trúum við því að Kidda hafi að nýju fengið starfsorku í öðrum heimum léttir sysjurmissinn. Ég, bróðursonur systranna, man fyrst eftir Kiddu er ég sem strákur kom í sveitina til að dvelja sumar- langt hjá ömmu Sigríði í Stóru- Sandvík. Við sumarbörnin fundum fljótt hve kærleiksrík Kidda var, hún hafði einstakt lag á okkur börn- unum. Annað sem öllum varð strax ljóst, var hve mikili dýravinur Kidda var, hún talaði til dýranna og þau virtust skilja. Sérstaklega voru kind- urnar henni hugljúfar, ekkert var þeim of gott og kötturinn hennar varð alla katta elstur, bjó að kær- leika hennar í full 22 ár. Öllum leið vel í návist Kiddu. Eins og áður segir fluttust syst- urnar til Reykjavíkur um 1960 og hefst þá nýtt tímabii í lífi þeirra. Ótrúlegt var hvað þeim virtist létt að aðlagast lífinu í borginni, stund- uðu vinnu af slíkri samviskusemi að til þess var sérstaklega tekið, aldrei mátti missa dag úr og ekki var farið heim fyrr en öllu var vand- lega lokið. Á heimili systranna í Stóragerði 36 ríkir kærleikurinn ofar öllu, þar bjuggu þær að slíkri reisn og höfðingsskap að erfitt er að lýsa í eftimælagrein sem þess- ari. Leiðir allra í stórfjölskyldunni liggja um Stóragerðið, þaðan fara allir ríkari en þeir koma, af kærleika og gleði og fólk gjarnan leyst út með gjöfum. Það var sama hvar Kidda fór, í návist hennar ríkti kærleikurinn, aldrei heyrði ég hana halla máli nokkurs manns, frekar var fært til betri vegar. Ef samborgarar okkar, sem af einhverjum orsökum hafa orðið undir í lífsbaráttuni, báðu hana um aðstoð, þá var hún auðfúslega veitt, eitt sinn var Kidda stödd í verslun á Laugaveginum og inn kom maður sem ekki hafði lengur lánst- raust, þá spurði Kidda verslun- armanninn hvort hún mætti ekki borga „lítilræðið" fyrir ókunna manninn. Okkur, sem umgengist hafa syst- urnar nú síðustu tvö árin, var orðið Ijóst að heldur var farið að halla undan fæti hjá elsku Kiddu, líkam- lega bar hún sig vel en minnið og tjáningunni hafði hrakað. Einkenni um háan aldur hennar urðu ekki umflúin og því var það kærleikrík gjöf til okkar elsku frænku að fá að yfirgefa þennan heim með þeirri reisn sem einkennt hafði líf hennar, hún fékk að deyja á heimili sínu, helgasta véi systranna, í sátt við allt og alla að loknum löngum og giftusömum starfsdegi. Í mínum huga leikur enginn vafi á því að nú er elsku Kidda komin á þann stað þar sem henni líður vel, ég sé hana fyrir mér hjá öllum vinunum sem horfnir eru á undan henni til annarra heima og sem fjár- hirði á himnum hjá öllum dýrunum sínum. Ég tel reyndar að hún hafi sent mér skilaboð um sína góðu líð- an, því nóttina sem Kidda dó dreymdi mig hana, geislandi af gleði og kærleika. Elsku Magga, við óskum þess að góður Guð styrki þig nú er þú þarft að skilja við þína elskulegu systur um tíma. Elsku Kidda! Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún H. Ólafsdóttir, Hersir Oddsson. Móðursystir mín, Kistín Hannes- dóttir frá Stóru-Sandvík, lést 3. júní, 10 dögum vant í 87 árin. Hún var 13 árum eldri en sá sem hér rifjar upp lífshlaup hennar, en frá tveggja ára aldri var ég hjá ömmu minni í Stóru-Sandvík öíl sumur, þar til tví- tugsaldri var náð. Fyrstu sumurin var ég þar í fóstri á meðan móðir mín var að afla heyja fyrir mjólkurk- úna og hestana, en við áttum heima á Eyrarbakka. I því sjávarþorpi, sem öðrum þorpum keppti fólk að því marki að vera sjálfu sér nægt með mjólk og helst einnig með farar- skjóta, því að bíll til einkanota tíðk- aðist ekki. Auk þess áttum við 10-15 kindur og brátt urðu kýmar þijár. Það kom því í hlut tveggja yngstu systranna, Möggu og Kiddu úr Sandvíkurhópnum, að passa mig og ala upp. Aldursmunur á mér og yngsta bróðurnum,_ Ögmundi, voru að eins fímm ár. Ég varð því eins og einn af þessum stóra barnahópi, en hafði þó þá sérstöðu að vera fyrsta barnabarn þeirrar konu ,sem þá var orðin ekkja með 12 börn. Mér er tjáð að það hafi að mestu komið í hlut Möggu, það erfiða hlut- verk að gæta mín fyrstu sumurin. Ég dreg það ekki í efa að Kidda, sem var þremur árum eldri, hafi ekki verið langt undan.ef á þurti að halda. Kidda frænka mín reynd- ist síðar vera einstaklega nærgætin, bæði við menn og skepnur. Kindur og hestar voru þó í mestu uppá- haldi. Þegar hún náði þroska varð hún tápmikil, fönguleg og falleg stúlka. En um 25 ára aldur veiktist hún af berklum, sem var á þeim tíma mesta heilsufarslega vá, sem vofði yfir ungum íslendingum. Það breytti að sjálfsögðu miklu í lífs- hlaupi Kiddu. Varð það henni mikið áfall að leggjast inn á berklahælið á Vífilsstöðum. Eftir tæplega árs dvöl þar hillti undir útskrift, en í Sandvík voru aðstæður ekki góðar, þar sem flest fólkið svaf í einni baðstofu. Þá vildi svo heppilega til að foreldrar mínir voru að flytja frá Eyrarbakka til Reykjavíkur.en Magnús Torfason, sýslumaður, launaði þeim dygga þjónustu með þvi að gefa þeim upphæð, sem nægði fyrir litlu sumarhúsi við Sandvík. Var það reist - að sjálf- sögðu heimasmíðað - það sama vor og Kidda fékk að fara frá Vífilsstöð- um. Sumarhúsið var stækkað sem nam einu litlu herbergi svo að Kidda mætti dvelja þar út af fyrir sig. Þarf ekki að orðlengja það, að hún náði fullri heilsu, svo góðri heilsu, að fáar konur stóðust henni snúning í heyskap, smalamennsku og öðrum útiverkum. Hún ásamt Möggu yngri systur sinni vann á búi móður sinn- ar, en með samstilltu átaki barn- anna, mági (frænda) og svilkonunni (Kötu) gat húsmóðirin búið áfram og haldið saman íjölskyldunni. Þar unnu allir fyrir einn og einn fyrir alla. Þessi samheldni leiddi síðar til umsvifamikils búreksturs, auk framleiðslu á byggingarefni úr vikri, en sú aukabúgrein féll vel að bú- skapnum. Auk þess upphófst um- svifamikil kartöflu- og gulrófna- rækt. Magga og Kidda, en þær voru alltaf nefndar báðar í sömu andrá, héldu uppi mikilli reisn ásamt mág- konum og bræðrum í mörg ár. Eft- ir að móðirin lést vildu þær ekki þrengja að mágkonu sinni Hrefnu, en þær bjuggu í sömu íbúð og Ög- mundur og Hrefna. Höfðu sameigin- legt eldhús með einni eldavél. Eftir á að hyggja, undrast maður að slíkt sambýli gæti gengið svo snurðu- laust sem raun bar vitni, þegar til þess er litið að þar á bæ voru í mörg ár haldin námskeið á vegum Búnaðarfélagsins með átta til tíu bændaefnum, í nokkrar vikur á hveijum vetri og síðan margir ungl- ingar í sumarvinnu, sem þær hændu að sér svo að úr varð ævilangur vinskapur. í ársbyijun 1961 fluttu þær syst- ur til Reykjavíkur og höfðu Kötu með sér. Fljótlega eignuðust þær hlýlegt heimili í Stóragerði 36, þar sem brátt varð miðstöð Sandvíkur- fjölskyldunnar og ætíð veitt af mik- illi rausn. Unga fólkið frá Sandvík átti þar sínar orlofsnætur um hveija páska í mörg ár. Þær urðu sannar- lega barnmargar og áttu feikilega stóra fjölskyldu. Báðar héldu þær órofa tryggð við Sandvíkurheimilið, eftir að þær fluttu að heiman. Til marks um þann sess, sem Kidda skipaði má geta þess að hún eign- aði sér eina kind úr fjárhópnUm. Hún hét ekki neitt, var bara kölluð Kindin hennar Kiddu. Kindin sú hafði þá sérstöðu að hún fékk óá- reitt að ganga í túninu. Um leið og hún heyrði málróm Kiddu, kom hún hlaupandi á móti henni, enda átti hún von á góðgæti og blíðu. Að leiðarlokum eru það æði margir, skyldir sem óskyldir, sem af alhug þakka henni samfylgdina. Hannes Finnbogason. Þær eru bjartar bernskuminning- arnar sem ég á um Möggu og Kiddu í Stóru-Sandvík, þó ekki væri fyrir annað en þær mundu eftir afmælis- deginum mínum. Sá dagur lenti annars inni í miðri sláturtíð og var lítið gert með hann. Nema hvað að skilaboð komu frá Stóru-Sandvík reglulega að koma frameftir og líta til þeirra systra. Þar beið á hveijum afmælisdegi ný bók, afmæliskveðjur og kossar og allsheijar blessunarorð um bjarta framtíð. Nú veit ég ekki hvort þau bless- unarorð hafi dugað, en hitt veit ég að frá barnæsku batt ég órofa vin- áttubönd við þær systur og kveð Kiddu nú í dag. Aðrir munu efa- laust tíunda það betur, hversu ómælt hún vann fyrir Stóru-Sand- víkurheimilið, hugsaði um móður sína uns hún var öll, hélt svo til Reykjavíkur með Möggu þar sem risnan hélt áfram og þær tóku upp eins konar sendiherrastörf og veislu- móttöku fyrir fólkið í Stóru-Sandvík og allt nágrennið. Ekki munaði þær systur um að taka á móti heilu bún- aðarfélagi í kvöldveislu og þótt minni hópar væru. En mér ber að þakka það ná- grenni sem var hér milli bæja; eins gott og óbrotgjarnt sem hugsast gat. Þar áttu þær systur mikinn hlut að máli. Þær lögðu allt sitt fram til að móðir þeirra, Sigríður Kr. Jóhannsdóttir, héldi reisn sinni til hinstu stundar. Og utan húss var Kidda heldur ekki neitt blávatn. Hún var alhliða hæf í öllum búskapnum vakin og sofin við að hlynna að mjólkurkúnum. í Qárbúskapnum var enginn færari í systkinahópnum nema kannski hann Siggi en til sam- ans báru þau systkini ábyrgð á sauð- burðinum. Svo hafði Kidda eitt framyfir þau öll hin. Hún átti reið- hest. Gott ef hann hét ekki Dreyri og þá var völlur á Kiddu er hún smalaði Sandvíkurheiðina á Dreyra. Þegar allt féð var svo að komast í innrekstur og köllin gengu á milli þeirra Kiddu og Sigga fann ég smám saman út þau sannindi, að sauðijárræktin hér á íslandi mun aldrei fara fram í kyrrþey. Þegar Sigríður dó 1959 fannst þeim systrum að nú hefðu þær innt af hendi skyldur sínar við fólk sitt og ættaijörð. Þær keyptu sér vand- aða íbúð við Stóragerði í Reykjavík og stunduðu vinnu við ýmis kjötiðn- aðarfyrirtæki. Það var nú bara til þess að hafa í sig og á, en áfram lifðu þær fyrir ætt sína og uppruna. Engu Iík finnst mér heimsókn sem ég gerði þeim seinni part dags eins vorið 1989, þá nýkominn úr upp- skurði. Fyrst var gott kaffi, en eitt- hvað fannst þeim systrum ég vera rotinpúrulegur. „Nú leggur þú þig,“ skipaði Magga, og svo fór að gestur- inn gerði það sem hann hafði aldrei gert áður: Hann sofnaði á miðjum heimsóknartímanum. Svo þegar hann vaknaði, var búið að slá upp dýrlegri veislu „a la Magga og Kidda.“ Þær systur voru yfirleitt nefndar í sömu andrá, og Magga fyrst. Kannski dró Kidda sig meira til hlés, en hún átti alltaf_ sinn sjálfstæða gamansama tón. Ég sá til dæmis muninn á þeim systrum á áttræðis- afmæli Möggu þegar hún var kvödd út í „Vatnaskóginn“ okkar og heiðr- uð þar. Mikið fannst henni sá skóg- ur orðinn fallegur, og svo höfðum við komið þar upp ræktaðri flöt, m.a. fyrir gjafafé þeirra systra, og kölluðum auðvitað „Systraflöt". Magga leit á tijátoppana og dáðist að en Kidda leit til jarðar og sagði. „Hvað ósköp er orðið loðið hérna. Það þarf að loka nokkrar rollur héma inni og láta þær bíta upp grasið.“ Þá þagði Magga. Kæra Magga mín og þið frænd- systkini öll. Eg veit að nú er slitinn strengur í btjóstum ykkar er Kidda er horfin sjónum. Möggu þökkum við einstaka umönnun við Kiddu síð- ustu misserin. Hún var kletturinn sem aldrei brotnaði og gefi nú guð henni marga fagra daga. Páll Lýðsson. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN PÁLSSON vélstjóri, Mjósundi 16, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 16. júní kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á SÍBS (Samband íslenskra berklasjúklinga). Stefán J. Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Jóhann Þórarinsson, Páll Jónsson, Dóra Jónsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Gunnlaugur L. Jónsson, Auður H. Jónsdóttír, Vigdís Á. Jónsdóttir, Baldur Ingólfsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir, FINNUR BENEDIKTSSON, Ljósheimum 6, Reykjavík, sem lést 5. júní sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Ólöf Jóhannsdóttir. Þórhildur Hinriksdóttir, Sigurjón Þórðarson, Finnur Dór Þórðarson, Guðrún Benediktsdóttir. Þórður Sigurjónsson, Ólöf Dís Þórðardóttir, Harpa Rún Þórðardóttir, + SVANHILDUR TESSNOW, Maríubakka 24, Reykjavík verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu- daginn 16. júní kl. 13.30. Sölvi Jónasson, Haukur Sölvason og fjölskylda. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NJÁLLSTEFÁNSSON, Mýrargötu 20, (áður Blómsturvöllum 14), Neskaupstað, lést í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudagsins 12. júní sl. Jarðarförin auglýst síðar. Auðbjörg Njálsdóttir, Jóhann Hjálmarsson, Brynhildur Njálsdóttir, Þorleifur Már Friðjónsson, Ingólfur Njálsson, Guðbjörg Þórisdóttir, Jón Nóason, barnabörn og barnabamaböm. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS SMITH vélfræðingur, Hvassaleiti 149, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánu- daginn 16. júní nk. kl. 15.00. Sigríður Smith. Þóra Björk Smith, Sólveig Smith, Sigurður Kjartansson, Alla Dóra Smith, Einar Ingimarsson, Magnús Jón Smith, Ólöf Inga Heiðarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.