Morgunblaðið - 14.06.1997, Síða 38

Morgunblaðið - 14.06.1997, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KATRÍN KARLSDÓTTIR + Katrín Karls- dóttir fæddist á Fitjum í Staðarsveit í Strandasýslu 24. ágúst 1926. Hún lést á heimili sínu í Búðardal 7. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Pétur Karl Jónsson, f. 22. júní 1899, d. 23. okt. 1968, frá Víðivöllum í Strandasýslu, og Guðrún Níelsdóttir, f. 8. júní 1894, d. 17. jan. 1989, frá Goðdal í Strandasýslu. Katrín eignaðist sex systkini, tvö fæddust andvana, hin eru Ingi Níels, f. 21. mars 1929, d. 20 maí 1976, Jón Svanberg, f. 11 júní 1931, Pétur Hoffmann, f. 1. apríl 1936, Eggert Sigurðs f. 1. apríl 1936, og fósturbróð- ir Kristján Ingibjörn Jóhann- son, f. 13. okt. 1945. Hinn 18. nóvember 1953 giftist Katrín eftirlifandi manni sínum Vigfúsi Baldvins- syni, f. 7. febrúar 1925, frá Femri-Hundadal í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Baldvin Sumarliðason, f. 7. ágúst 1884, d. 6. des. 1959, frá Fremri- Hundadal, og Guðrún Vigfús- dóttir, f. 4. júní 1882, d. 10. ágúst 1967, frá Dalsmynni í Mýrasýslu. Börn Katrínar og Vigfúsar eru: 1) Guðrún, f. 6. júní 1954, í sambúð með Ár- sæli Þórðarsyni, f. 19. des 1949. Barn þeirra er Elfa, f. 11. des. 1975, í sambúð með Jónasi K. Árnasyni, sonur þeirra er Brynjar Atli, f. 26. janúar 1994. 2) Ingibjörg, f. 9. des 1957, í sambúð með Guð- mundi Eyþórssyni, f. 6. ágúst 1952. Börn þeirra Vigfús Baldvin, f. 7. nóv 1980, Birkir Rafn, f. 14. des.1984, og Anna Rósa, f. 28. mars 1987. 3) Edda Bára, f. 28. janúar 1963, gift Jónasi Theodóri Sig- urgeirssyni, f. 30. júní 1960. Börn þeirra Erla Björk, f. 9. október 1980, Sævar Þór, f. 22. nóvember 1983, og Arnar Ingi, f. 3. október 1992. Katrín ólst upp á Fitjum til 1937, flyst þá að Vatnshorni og býr þar til ársins 1948 og á Hólmavík til 1952. Árið 1952 flytur fjölskylda hennar að Breiðabólsstað í Sökkólfsdal í Dalasýslu. Árið 1953 flytur hún til Búðardals og bjó þar til æviloka. Fyrir utan að ann- ast uppeldi barna og hafa hönd í bagga með dætrunum með barnabörnin vann Katrín þjá Kjötpokaverksmiðjunni Dal h.f. Einnig vann hún sem ráðskona hjá Vegagerð ríkis- ins í Búðardal af og til í nokk- ur ár. Útför Katrínar fer fram frá Kvennabrekkukirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í fullkomleika alheimsins er öllu afmörkuð stund og staður. Laugar- daginn 7. júní sl. var öllum á óvart stundaglas Katrínar Karlsdóttur tæmt. Enn og aftur erum við minnt á hversu örstutt bilið er milli lífs og dauða og áður en varir er komið að kveðjustund. Á slíkum stundum streyma minningamar fram og síðast en ekki síst þakkir til þessarar trygg- lyndu vinkonu minnar. Katrín vakti yfir velferð ástvina sinna, sífellt að hjálpa og hlúa að þar sem þess var þörf. Einnig var hún ávallt boðin og búin ef hún gat á einhvem hátt orðið að liði, ekki bara mér og mín- um, heldur því samferðafólki sínu hér, sem hún vissi að á einhvem hátt þarfnaðist hjálpar. Og fæstir vissu um öll þau kær- leiksverk og hljóðlátu fómfýsi er hún bar í brjósti. Þar var ekki gum- að að neinu, heldur virtist sem hún fengi satt sitt kærleiksríka hjarta með verkum sínum. Ég kynntist Katrínu fyrst er ég fluttist vestur í Dali árið 1954 þar sem eiginmenn okkar voru samstarfsmenn. Einnig vomm við stofnendur að kvenfélag- inu Þorgerði Egilsdóttur og áttum saman mörg áhugamál. Áramótin 1974 verða þau hjónin Vigfús og Katrín nágrannar mínir er þau flytja í sama hús og hafa búið þar æ síðan. Betri og trygglyndari ná- granna var vart hægt að hugsa sér, ég vissi að yfir mér var vakað og ekki hvað síst eftir lát eigin- manns míns og seinna í veikindum mínum. Öllum stundum seint og snemma litu þau til með mér og ástvinum mínum. Enginn er einn sem slíkan hefur átt að. Ekki fóru blómin heldur varhluta + Hjartkær systir mín, HÓLMFRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR pianókennari, Laugarásvegi 44, lést á heimili okkar föstudaginn 13. júní sl. Dóra Sigurjónsdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ARTHÚRS VILHELMSSONAR, Birkilundi, Grenivik. Kristjana Jónasdóttir, Vilhelm Arthúrsson, Inga Ingólfsdóttir, Díana Arthúrsdóttir, Jóhannes Siggeirsson, Agnes Arthúrsdóttir, Ólafur Arason, barnabörn og barnabarnabarn. af natni hennar frekar en annað sem hún lagði rækt við, þar voru grænir fingur að verki. Hún hafði einnig til að bera djúp tengsl við æskustöðvar sínar á Fitjum í Stað- arsveit og átti þaðan margar hug- ljúfar minningar. Ég og fjölskyldan mín þökkum af alhug fyrir að hafa átt Katrínu Karlsdóttur að öll þessi ár. Megi ljós kærleikans styrkja og styðja Katrínu og ástvini hennar um ókomnar stundir. Og því varð allt svo hljótt við helfrep þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðm.) Kristjana Ágústs- dóttir, Búðardal. Með örfáum línum viljum við minnast elsku ömmu okkar Katrín- ar Karlsdóttur sem við söknum svo sárt og eigum svo margt að þakka. Alltaf var gott að leita til ömmu og afa á Miðbrautinni þegar eitt- hvað bjátaði á eða við þurftum um lengri eða skemmri tíma að dvelja annars staðar en heima hjá okkur. Kleinumar hennar ömmu eru þekktar langt útfyrir fjölskylduna því hún var alltaf gefandi það sem hún taldi öðrum koma vel. Það var reyndar ekki bundið við kleinur, enginn sem við þekkjum bakaði oftar bæði brauð og kökur sem svo margir fengu að njóta. Amma pijónaði og saumaði mikið á okkur krakkana, sérstaklega voru vin- sælar sokkabuxur og ullarbolir. Það var eins með það sem hún pijónaði, hún gaf það þangað sem hún vissi um þörf fyrir það. Það eru eflaust margir sem sárt sakna Kötu ömmu vegna þess sem hún gaf þeim. Hún gaf svo miklu meira en veraldleg gæði því hverri gjöf fylgdi svo jákvætt hugarfar. Þetta hugarfar ömmu lýsti sér líka vel í því hvemig hún talaði um annað fólk, alltaf dró hún fram það já- kvæða í fari þess sérstaklega ef umsögn ananrra var neikvæð. Ef amma vissi af veikindum í fjöl- skyldunni eða í sínum stóra vina- hópi fór hún aldrei að sofa á kvöld- in án þess að hafa vitjað sjúklings- ins eða hringt til að fullvissa sig um líðan hans. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og kveðjum þig, elsku amma, og biðjum Guð að styrkja elsku afa, fjölskyldu okkar og okkur sjálf. Hvíli elsku amma okkar í friði. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu bijósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Þín barnabörn og barnabamabarn. Mér brá við sunnudagskvöldið sl. þegar minn góði vinur Vigfús Baldvinsson tjáði mér að hún Katr- in væri látin. Mitt í notalegu taii þeirra hjóna um hvernig þau ætluðu að nýta laugardaginn til þarfra verka á heimilinu, hvarf Katrín til annars heims, sem er ofar öllu. Það er ekki í mannlegu valdi að skýra hvers vegna hvert og eitt okkar er kallað héðan. En öll verðum við að lúta því og eitt sinn skal hver deyja enda þótt vart sé unnt að skilja hvers vegna klukkan glymur á stundum. Styrkur sá sem Vigfús Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins i bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- jýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallinu- bil og hæfilega linuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sln en ekki stuttnefni undir greinunum. hefur sýnt á liðnum dögum er að- dáunarverður, ber keim af því hver maðurinn er, sem viðurkennir að enginn fær sín örlög flúið. Katrín hafði mikla tilfinningu fyrir okkar ástkæra landi. Ylhýra málinu beitti hún af næmi og ein- stakri hógværð. Strandasýsla átti alltaf sterk ítök í hennar huga eins og svo margra sem hafa alist upp við fegurð fjallanna, óblíða vetrar- veðráttu og þá miklu andstæðu sem sumarið getur verið með feg- urð og veðurblíðu á Ströndum. Dalasýslan var samt sem áður hennar heimabyggð og þar voru böndin sterkust og tryggðin mest eins og raun ber vitni. Umhyggju hennar fyrir öllu lifandi mátti skynja af tali hennar og virðingu fyrir öllu því sem lífsandann dreg- ur. Mér sem þessi orð rita eru minn- isstæð fyrstu kynni af heimili Katr- ínar og Vigfúsar þegar ég kom þangað í fyrsta sinn árið 1989 í fylgd með forvera mínum í starfi Eiði Guðnasyni, núverandi sendi- herra íslands í Noregi. Ekki var við annað komandi en að þiggja dýrindis veitingar hjá Katrínu og þeim hjónum eins og svo oft síðar þegar ég hef átt leið í og um Búð- ardal. Á Miðbraut 7 hafa þingmenn Alþýðuflokksins sótt fróðleik og upplýsingar um langt skeið og ég þekki að ráð þeirra hjóna hafa gefist vel. I júlí á síðasta sumri, nánár til- tekið á afmælisdegi konu minnar, komum við hjón saman í heimsókn að Miðbraut 7 í Búðardal. Móttök- ur voru ákaflega hlýjar. Þó ekki væri nefnt tilefni ferðalags okkar, var eins og Katrín skynjaði að eitt- hvað sérstakt bæri til og því verð- ur ekki gleymt. Það er ekki í anda Katrínar að rekja upp með mærð mannkosti hennar, en hógværð, lítillæti og drenglyndi eru einhveij- ir mestu kostir sem fólki eru gefn- ir og þeim var Katrín prýdd. Kæri Vigfús og dætur, allir ætt- ingjar og vinir. Ég votta ykkur dýpstu samúð fyrir mína hönd og konu minnar. Ég ber einnig samúð- arkveðju þeirra fjölmörgu jafn- aðarmanna sem þekkja til þín, Vigfús, og ykkar hjóna. Gísli S. Einarsson. GUÐBJARTUR FINNBJÖRNSSON + Guðbjartur Finnbjörnsson fæddist á ísafirði 15. maí 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 27. maí. Kæri vinur minn. Nú ert þú farinn til æðri heimkynna. Ég er eiginlega ekki ósátt við það, vegna þess ill- víga sjúkdóms sem þjáði þig og ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér þar sem þú ert núna. Vissulega söknum við þín. Þú sem að vart alltaf svo ljúf- ur og rólegur. Ég tel að ég hafi aldrei átt betri vin, á vissu tíma- bili ævi minnar, enda er sonur minn ekki skírður nafninu þínu að ástæðulausu. Þú varst alltaf svo rólegur og kyrrlátur, en hugsaðir því meira. En ég man einnig eftir þeim tímum þegar þú spilaðir á harmonik- kunna og við skemmt- um okkur við gleði og söng. Við vissum öll að þú áttir góða konu, sem er gædd sérstak- lega fallegri söng- rödd. Eftir að þú veiktist, sást kannski best hvað hún Dísa þín var sérstök. Hún var þér stoð og stytta í gegn um veikindi þín. Þér þótti mjög vænt um hana, því þegar ég sagði þér að ég væri að láta biðja fyrir þér, sagðir þú ætíð: „Láttu biðja fyrir Dísu minni líka.“ Reyndar kvartaði hún Þórdís aldr- ei, þrátt fyrir alla erfiðleikana, allt vildi hún gera fyrir Burra sinn. Guðbjartur, kæri vinur minn. Þakka þér fyrir að geta hlustað í gamla daga. Þú lifir í minningum mínum. Guðrún Flosadóttir, (Dúna). SÆUNN JÓNSDÓTTIR + Sæunn Jónsdóttir fæddist á Hofi í Vesturdal 23. októ- ber 1924. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi 28. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Askirkju 5. júní. Hinn 28. maí sl. barst mér sú fregn að Sæunn móðursystir mín væri dáin eftir langvarandi og oft erfið veikindi. Þegar ég fór að hugsa til baka minntist ég löngu liðins samtals okkar þar sem ég hafði lofað að skrifa um hana minningargrein. Þetta hafði að vísu verið sagt í gríni en festist þó í minni. Sæunn, eða Unna eins og hún var alltaf kölluð heima, og Eyþór maður hennar reistu nýbýlið Vest- urhlíð sem er næsti bær við Hof þar sem ég ólst upp. Ég man allt- af hvað var gott að heimsækja Unnu í Vesturhlíð. Það var mikill samgangur á milli bæjanna og mörg verkin unnin saman. Börnin hennar Unnu voru eins og systkini okkar á Hofi, einkum þau elstu. Ég man hvað það var gaman þeg- ar Unna kom í heimsókn því þá fylltist bærinn af gleði og oft spil- uðu þau pabbi Marías og við krakk- arnir fylgdumst spennt með. Þá var oft mikið hlegið. Alltaf fylgdi ég henni úr hlaði og oft labbaði ég með henni alla leið því að það var svo gaman að spjalla við hana um alla heima og geima. Hún var oft eins og ein af okkur krökkunum og gaman að vinna með henni því hún var alltaf kát og hún kunni mikið af ljóðum og sögum. Örlögin höguðu því svo að haust- ið 1965 þegar Unna og Eyþór fluttu suður keyptum við, ég og maðurinn minn, af þeim Vestur- hlíð. Þar bjuggum við í níu ár en höfum nú gert húsið upp og notuð það sem sumarbústað. Þó að húsið sé lítið er þar mjög góður andi og alltaf gott að koma þangað. Hratt líður stund hér á jörð og nú er lokið þeim tíma sem við Unna átt- um saman. Hún hefur nú kvatt okkur en þó að ég hafi lengi átt von á því er samt erfitt að trúa að ég sjái hana ekki aftur í þessu lífi. Elsku frænka, far þú í friði. Megi friður Guðs blessa þig. Hafðu þökk fyrir allt, já, allt. Börnum þínum og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar bestu samúð- arkveðjur. Margrét.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.