Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Grettir Tommi og Jenni R-listinn áminntur um sannsögli Frá Karli Ormssyni: ALFREÐ Þorsteinsson, fulltrúi R-listans í borgarstjórn, hefur áhyggjur af því í Morgunblaðinu 29. maí að Sjálfstæðisflokkurinn í borgastjórn Reykjavíkur hafi eng- an forustumann. Sjálfstæðisfólk hefur alltaf verið svo lánsamt að geta valið sér góða forustu sem enginn styr hefur staðið um. Það er meira en aðrir geta státað af. Alfreð reynir að telja fólki trú um að samstaða sé með öllum fulltrú- um R-listans í borgarstjórn. Sann- leikurinn er sá að nær öllum málum sem þessi grúppa hefur komið ná- lægt í valdatíð sinni hefur hún klúðrað. Skal nú drepið á nokkur dæmi til sönnunar um samstöðu R-lista grúppunar. Atvinnuleysinu átti að útrýma, það hefur aldrei verið meira. Strætisvagnadeilan fræga, sem sennilega átti einn stærstan þátt í að koma þessu fólki til valda, hefur snúist upp í andhverfu sína. Nær allt í kringum strætó hefur verið klúður. Málið um gamla Mið- bæjarskólann var klúður. Kaupin á Asmundarsal, sem barnaheimili, voru klúður enda var það húsnæði selt snarlega. Leikskólinn, sem átti að rísa í skrúðgarði við Akurgerði, var klúður enda var hætt við hann. Hundruð mótmælaundirskrifta um leikskóla við Hæðargarð voru hunsuð og þeim klúðrað. Hörðum mótmælum við byggingu leikskóla í Laugarneshverfi var ekki sinnt, því var klúðrað. Hörð mótmæli voru í Seljahverfi þar sem á að leggja stofnbraut í miðju íbúðar- hverfi, því er ekki sinnt. Miðborg- arsamtökin hafa mótmælt stöðu- mælahækkunum og gjaldtöku á laugardögum, telja reyndar að verslun leggist af í miðbænum verði ekki snúið snarlega af braut R-listans. Það er ekki hlustað á þau. Hundruð manns mótmæltu skriflega háhýsum í Laugarnesi. Það ver ekki hlustað á það og háhýsin rísa þar gegn vilja fólks- ins. Við Miklubraut og Lönguhlíð hafa hundruð manna mótmælt vinnubrögðum í mengunarmálum. Mótmælt hefur verið auknum akstri í gegnum Heima-, Voga- og Langholtshverfi þar sem átt hefur að leggja hraðgötu um Skeiðarvog. Mótmælt hefur verið fyrirhuguðum hraðakstri frá Ægisíðu inn á Suðurgötu. Um leið hefur R-lista meirhlutinn hætt við svokallaðan Hlíðarfót, (stórkostlega sam- göngubót) sem átti að liggja sunn- an Fossvogskirkjugarðs og tengj- ast Kringlumýrarbraut. Þúsundir kjósenda hafa mótmælt, með und- irskriftum, í fjölmiðlum, á fundum úti sem inni, verkum R-listans. Nokkrir borgarfulltrúar R-listanns hafa sagt sig úr nefndum vegna frekju og yfirgangs félaga sinna. Má nefna Helga Pétursson og Gunnar Inga Gunnarsson. Svo eru menn að tala um einingu. Alfreð skal bent á að þegar menn tala um óeiningu hjá öðrum eru menn að fela eigið ósamkomulag. Það er bókstaflega hlægilegt að sjá borgarstjóra skrifa um að, „sé vafí á einhverju," eigi viðskiptavinurinn að njóta vafans, það er örugglega ekki svo í reynd hjá núverandi meirihluta í borginni. Að lokum, „getur Alfreð Þorsteinsson sagt með sanni að einhugur ríki hjá R-lista grúppunni?" Vert er að minna kjósendur til borgarstjórnar á að festa sér vel í minni öll þessi mótmæli við verkum R-listans, og svara því í kjörklefanum að ári. KARL ORMSSON deildarfulltrúi. Afram KR! Frá Halldóri Guðmundssyni: ÞAÐ gladdi mig að lesa í Morgun- blaðinu um daginn að leikmenn KR hefðu ákveðið að byija að vinna aftur. Hinn langi kafli þar sem lið- ið vann lítið sem ekkert var afar dapuriegur og endaði eins og al- þjóð veit með því að hinn geðþekki þjálfari liðsins þurfti að taka afleið- ingunum og hætta. En nú hefur KR-liðið axlað ábyrgð sína og ákveðið að byija að vinna. Því ber að fagna - á vellinum. HALLDÓR GUÐMUNDSSON, Ægisíðu 50. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Öllum sem glöddu mig á 90 ára afmœlisdegi mínum 25. maí sl. með nœrveru, blómum, gjöfum og heillaóskum sendi ég hjartanlegar kveðjur og þakkir. Kvenfélaginu Brynju og Leikfélagi Flateyrar fœri ég sérstakar þakkirfyrir einstaka rausn, veitingar og söng, sem mun gera mér oggestum mínum daginn minnisverðan. Guð blessiykkur öll! María Jóhannsdóttir, Flateyri. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.