Morgunblaðið - 14.06.1997, Side 46
46 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
iKji WÓBLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
FIÐLARINN Á ÞAKINU eftir Bock/Stein/Harnick
I kvöld uppselt — á morgun örfá sæti laus — fim. 19/6 uppselt — fös. 20/6 — lau.
21/6 — fös. 27/6 — lau. 28/6. Síðustu sýningar leikársins.
Litla sviðið kl. 20.30:
LISTAVERKIÐ eftir Yazmina Reza
í kvöld uppselt — á morgun uppselt — fim. 19/6 — fös. 20/6 nokkkur sæti laus
— lau. 21/6 — fim. 26/6 — fös. 27/6. Síðustu sýningar leikársins.
Miðasalan eropin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnu-
dags kl. 13-20 og til kl. 20.30 þegar sýningar eru á þeim tima.
Einnig er tekið á móti simapöntunum frá kl. 10.00 virka daga.
©
öperukvöld Ðtvarpsins
Rás eitt, í kvöld kl. 19.40
Johann Adolf Hasse;
Attilio Regolo
Bein útsending frá
óperunni í Dresden
1 aðalhlutverkum:
Michael Volle, Helene Schneider-
man, Markus Schfer, Derek Lee
Ragin, Randall Wong, Carmen
Fuggiss og Sibylla Rubens.
Cappella Sagittariana hljómsveitin
í Dresden leikur.
Frieder Bernius stjórnar.
Söguþráöur á síðu 228 í Textavari og á
vefsíðum Útvarpsins: http://www/ruv.is
Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI
í kvöld kl. 23.30, örfá sæti laus
sun 22. júní kl. 20.00, hátíðarsýning.
Loftkastalinn, Seljavegi 2.
Miöasala í síma 552 3000, fax 562 6775.
Miðasala opin frá kl. 13-18. Lokað sunnud.
Leikhúömatöeðill:
A. HANSEN
— ba?ði fyrir og eftir —
HAFNARFJARÐARLEIKHUSIÐ
J^HERMQÐUR
OG HAÐVÖR
Forsýning 15. júní kl. 20 Uppselt
Frumsýn. 16. júní kl. 20. Uppselt
2. sýn. 19. júní kl. 20
3. sýn. 20. júní kl. 20. Örfá sæti
4. sýn. 21. júní kl. 20 Örfá sæti
Miðasala mán.—fös. 13 — 19
og lau. 12-16. Veitingar eru í
höndum Sólon Islandus.
IftMitnmtum j
yiWSWBOEMIfflWmHlfiiSlHB íiiil 1475
________FÓLK í FRÉTTUM___
Buckley var allsgáður
Þ- TÓNLISTARMAÐURINN Jeff Buc-
kley var hvorki drukkinn né undir áhrif-
um eiturlyfja þegar hann lést þann 29.
júní, að sögn læknis sem krufði líkið.
Jeff var sonur þjóðlagatrúbadorsins
Tims Buckley, sem lést af heróín-
neyslu árið 1975,28 ára, tveimur
árum yngri en sonurinn varð. Jeff
skaust upp á stjörnuhimininn með
frumrauninni „Grace“ árið 1994
og hlaut hún mikið lof gagnrýn-
enda. Hann drukknaði í Miss-
issippi-ánni, en hann var stadd-
ur í Memphis til að taka upp
aðra liljómplötu sína sem átti að
heita „My Sweetheart the Drunk“.
Upptökur voru nýhafnar þegar
slysið varð.
Buckley og vinur hans Keith Foti
höfðu verið að hlusta á tónlist við ána
um kvöldið. Buckley „óð út í vatnið, lagð-
ist á bakið og lét sig fljóta um syngj-
andi,“ segir Richard True lögreglufull-
trúi. „Þá sigidi bátur framhjá og vinur
hans sneri sér til að forða útvarpstæk-
inu frá því að blotna. Þegar hann
leit aftur út á vatnið var Buckley
horfinn."
Foti tilkynnti hvarf vinar síns
um kl. 22 þetta kvöld. Lögreglan
leitaði dögum saman að líki
söngvarans og voru notaðir bátar,
þyrlur og kafarar. Farþegi á
ferðamannaskipi kom svo auga á
það 4.júní.
Buckley hafði samið meira en
tólf lög á plötuna „My Sweethe-
art the Drunk“. Hann hafði mar-
goft frestað upptökum til að fín-
pússa lögin, en platan átti að
koma út snemma á næsta ári.
JEFF Buckley lést af
slysförum.
Morgunblaðið/HG
ÞEGAR ráðuneytisstjórarnir Helgi Ágústsson og Árni Kolbeinsson mættu á veitingastaðinn Pavi-
ljongen til strákanna á Sigurði gripu þeir tækifærið og skáluðu fyrir veittri aðstoð íslenzkra stjórn-
valda. Fremst á myndinn sjást þeir Helgi og Árni, síðan koma árvökulir fulltrúar fréttastofu
> Sjónvarpsins og Utvarpsins, en að baki þeirra skála skipverjarnir.
FÉLAGARNIR Ingibergur Sigurðsson og Friðrik Sigurðsson
voru ánægðir með móttökurnar í Bodö,
„svo langt sem þær náðu.“
HELGI Ágústsson var á visss-
an hátt við stjórnvölinn þó að
ekki tæki hann yfir sljórn
skipsins.
SIGURÐUR Sigurðsson var
orðinn „heimsfrægur“ í Bodö
eftir allar myndirnar sem
birtust af honum og Sigurði
Einarssyni, föður hans, er
þeir heilsuðust yfir lunningu
skipsins við komuna til Bodö.
ÚTGERÐARMAÐURINN
Sigurður Einarsson gaf sér
engan tíma á Paviljongen,
enda var algengasta sjónin að
sjá hann í farsímanum.
Strákunum vel
tekið í Bodö
SKIPVERJARNIR á Sigurði VE
kunna vel við sig í Bodö i Norð-
ur-Noregi, þrátt fyrir að þeir
hafi verið fluttir þangað nauð-
ugir af norsku strandgæzlunni.
Veðurblíðan í Bodö var með ein-
dæmum og því sjálfsagt að
skreppa frá borði og vinsæll við-
komustaður var veitingastaður-
inn Paviljongen í göngugötu
bæjarins, rétt ofan við bryggj-
una. Það þótti ekki amalegt að
sitja þar í blíðunni, láta sólina
baka sig og njóta þeirra veiga
sem í boði voru.
Strákarnir á Sigurði voru
greinilega aufúsugestir hjá
frændum okkar þarna norðan
heimskautsbaugs, en Bodö er um
100 kílómetrum norðar en
Grímsey. Meint brot þeirra á lög-
um og reglum um stjórn og eftir-
lit veiða innan lögsögu Jan May-
en virtist ekki alvarlegt í augum
flestra bæjarbúa enda er sjávar-
útvegur lítill sem enginn á staðn-
um. Strákarnir nutu því dvalar-
innar eftir föngum og það var
ekki laust við að þeir hefðu alveg
geta hugsað sér eins og eitt kvöld
í Bodö til viðbótar enda ekkert
um að vera á síldarmiðunum.
Dvölin var því eftir allt bara
ánægjuleg, þó að niðurstaða
málsins væri þeim öllurn mikil
vonbrigði og fannst þeim norsk
yfirvöld allt of einstrengingsleg
í málin. Þeim þótti á hinn bóginn
gott að finna hinn mikla stuðning
íslenzkra stjórnvalda og voru
mjög ánægðir með að ráðuneytis-
sljórarnir Helgi Ágústsson úr
utanríkisráðuneytinu og Árni
Kolbeinsson frá sjávarútvegs-
ráðuneytinu skyldu koma á stað-
inn þeim til liðsinnis.