Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 52
-J* 52 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Eitt verd Eittverd ^índesíf RG2240 H:140 B:50 D:60 cm Kælir:181 Itr. Frystir: 40 Itr. #indesífRG íiso • H: 85 B:51 D:56 cm • Kælir:! 34 Itr. ^índesíl- RG2190 H:117 B:50 D:60 cm Kælir: 134 Itr. Frystir: 40 Itr. / sumarbústaðinn Grillofn meó helluborbi • HæS:33cm • Breidd: 58cm • Dýpt:34 cm Verðfrá: cpözZ) stgr. AEG Þilofnar 5 stærðir Umbobsmenn um land allt Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi.Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal Vestfiröir: Geirseyrarbúöin.Patreksfirði.Rafverk, Bolungarvík. Straumur.ísafiröi.Norðurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavfk.Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi.Skagfiröingabúö.Sauöárkróki.KEA, Siglufirði. KEA, Ólafsfiröi. KEA byggingavörur.Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvfk. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Lóniö, Þórshöfn.Urö, Raufarhöfn. Verslunin Ásbyrgi, Kópaskeri. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum.Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi.Verslunin Vfk, Neskaupstaö.Kf. Fárkrúösfirðinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn.KASK, Djúpavogi.Kf Stðöfiröinga, Stöövarfiröi.Hjalti Sigurösson, Eskifiröi. Suðurland: Klakkur.Vík. Rafmagnsverkstæði KR, Hvolsvelli.Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn.Brimnes, Vestmannaeyjum. Roykjanes: Stapafell, Keflavfk. Rafborg, Grindavík. FIT, Hafnarfiröi MYNDBOND/KVIKMYNDIR/UTVARP-SJONVARP LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Sjónvarpið ►21.10 Addams-fjöl- skyldan (The Addams Family, 1991) e r fyrri bíómyndin um kjarna- flölskylduna sem stútar öllum meðal- stöðlum um slíkar fjölskyldur. Teiknimyndasögurnar og sjónvarps- þættirnir um þessa fjölskyldu þekkja margir og bíómyndirnar hafa notið vinsælda enda er kolsvartur hroll- vekjuhúmorinn oft frumlegur í besta máta. Þó hafa bíómyndimar ekki fundið skerpuna sem einkenndi íjöl- skylduna í fyrri miðlunum tveimur og þessi mynd er ekki eins góð og sú síðari, Addams Family Values, sem sýnd var fyrir nokkrum vikum. En leikhópurinn er fínn - m.a. Anj- elica Huston, Raul Julia, Christopher Lloyd. Leikstjóri Barry Sonnenfeld. ★ ★ Sjónvarpið ►22.55 Útlagaher- sveitin (Guns Of Honor, 1993); seinni hluti myndar frá því í gær- kvöldi. Stöð2 ►lö .00 Jim heitinn Henson bylti brúðuleik í sjónvarpi með Prúðuleikurunum og bíómyndir hans eru flestar prýðisskemmtun. í Töfra- kristallinn (The Dark Crystal, 1983) skapar hann stórfenglegan ævin- týraheim með blandaðri og mikilli tækni en söguþráðurinn mætti vera Addams-fjölskyldan stútar öllum meðalstöðlum um kjarnafjölskylduna. ferskari: Barátta góðs og ills um yfirráðin í heiminum - hvað annað? ★ ★‘/2 Stöð 2 ^21.00 Góður og gamal- dags neðansjávarhasar er til staðar í Ógnir í undirdjúpunum (Crímson Tide, 1995), eins konar kafliátatil- brigði við Uppreisnina á Caine. Denzel Washington ogekki síst ■ Gene Hackman sýna fyrirtakstilþrif í hlutverkum tveggja yfirmanna í bandarískum kjarnorkukafbát sem verða andstæðingar en ekki sam- heijar í baráttu við rússneska kjarn- orkuvá. Ekkert kemur á óvart en flest skemmtir prýðilega. Leikstjéri Tony Scott. ★ ★ ★ Stöð2 ►22.55 Þijársögurúr stríðinu, þ.e. Víetnamstríðinu eru sagðar i Sfðustu dagar í Vietnam (Vietnam War Story: The Last Days, 1989), sú fyrsta gerist í bandarísk- um herbúðum, númer tvö meðal þeirra norður-víetnömsku hermanna sem sitja um sömu búðir og sú þriðja í bandaríska sendiráðinu í Saigon. Athyglisverð hugmynd en umsagnir liggja ekki fyrir. Leikstjórar Luis Soto, Sandy Smolan og David Bur- ton Morris. Aðalleikarar jafnlítt þekktir og leikstjórarnir. Stöð 2 ►O .20 Sú föngulega ljóska og frambærilega leikkona Virginia Madsen fæst við fræðilega rannsókn á sögufrægum raðmorðingja og rofna smátt og smátt mörkin milli veruleika og martraðar í hrollvekj- unni Goðsögnin (Candyman, 1992). Höfundurinn, Bernard Rose, gerir hér allsnarpan og óvenjulegan trylli. Siguijón Sighvatsson framleiddi. ★ ★l/2 Árni Þórarinsson Tæknin og tuttugasta öldin TUTTUGASTA öldin hef- ur verið öld stórstígra framfara, sem komið hafa í gusum yfir Vest- urlönd og feykt burtu flestu sem fyrir var, svo nú þykjast menn sjá fyrir að í stað hrossaaldar komi tölvuöld og síðan einhver önnur öld, þar sem öllu er bylt sem áður var á tölvuöld og svo koll af kolli, uns afkomendur okk- ar, klónaðir sem óklónaðir, mega þakka fyrir að standa bara í tvo fætur og hafa tvö augu í stað þriggja. Framfarir, þótt góðar séu, eru nefnilega svona framreiknaðar dálítið hrollvekjandi. Á sínum tíma var talað af andagt um iðn- byltinguna. Hún kom aldrei til íslands. Við höfum hins vegar tekið þátt í öllum tæknibyltingum síðan. Við vorum fljótir til að sýna kvikmyndir í kvik- myndahúsum og fljótir að tileinka okkur símann eftir að hafa opnað Marc- oni - fyrirtæki, sem tók við skeytasendingum þráðlaust í byrjun aldarinnar og áður en við stigum af baki hestinum. Við komum upp útvarpi fyrir 1930, en byrjuðum mörgum árum áður að rafvæða fjölbýlli staði. Þannig höfum við orðið sam- stiga öðrum þjóðum í framförum. Hins vegar berum við illa að hafa verið sviptir fjarlægðinni við önn- ur lönd, en það fylgir hinni nýrri þróun. Fjarlægðin var okkar land- her og þjóðarvörður. Við erum fegin að hún skuli að mestu horf- in, en þá er eftir að sjá hvað um okkur verður í hafi þjóðanna. Er okkar forn-germanska tunga ekki að verða heldur gamaldags? Eru ekki þau ókjör af erlendu menn- ingarefni, sem flengir 260 þúsund manns á hveijum degi í gegnum sjónvarp og útvarp að verða held- ur þung í skauti? í afdal hvín djassinn, kvað Auden fyrir stríð um íslendinga. Hvað skyldi hann kveða núna ef hann mætti? SSjónvarp og útvarp eru vandmeðfarin tæki í höndum þeirra sem eiga að stjórna þeim. Kok- hreysti og ósvífni þeirra í garð SJONVARP A LAUGARDEGI hlustenda þess efnis að þeir geti bara lokað fyrir ef þeim líki ekki dagskráin, firrir ekki stjórnendur ábyrgð á verkum sínum. Það er t.d. augljóst að áhugamenn um einstakar greinar íþrótta eru yfir- leitt alltof áhrifamiklir um efnis- val frá íþróttum. Körfuboltinn er dæmi um þetta. Þá byggist popp- æðið í sjónvarpi og útvarpi mikið á áhugamennsku, sem er nýtt til hins ýtrasta í þágu milljarða iðn- aðar í heiminum. Heimatökin hér á landi og víðar eru hæg, þar sem helstu poppkóngar eiga sjón- varps- eða útvarps- stöðvar. Fyrir þá er „beatið" ekki annað er hringl í peningum. Á mánudagskvöld- um hafa verið sýndir í Ríkissjón- varpinu þættir um helstu einkenni aldarinnar sem er að líða. Þetta hafa um margt verið ágætir þætt- ir; nú síðast var einn um frjáls- ræðið. Það var nú heldur dapurleg saga. Við vorum einkum leidd um þróunarsvið Vesturlanda eftir 1968, þegar ungt fólk reis upp heima hjá sér og gerði byltingu í skólum án þess að vita hvað það vildi og hópaðist saman með gít- ara til að, eins og það sagði sjálft, „make love not war“. Bítlarnir og Elvis Presley sáu um undirleik- inn. Fólk hefur ekki náð sér enn og fer væntanlega í körina sárt og leitt yfir að hafa misst sjálft heimsljósið - popptaktinn í tilver- unni. V I sambandi við neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! ”ið tókum hinni nýju tækni tveimur örmum, útvarpi, sjónvarpi og tölvum svo eitthvað sé nefnt. Tölvan hefur án efa mesta þýðingu fyrir tímanlega velferð okkar. Sjónvarpið hefur hins veg- ar úrslitaáhrif á það hvernig við hugsum í framtíðinni. Blöð hafa það líka þótt á annan hátt sé. í sjónvarpi stöndum við hið næsta manninum sem er að kyrkja kon- una sína. Þar erum við oní hvers manns koppi. Ókunnur maður er að drepa unga stúlku í húsa- sundi. Hann á að vera að skemmta okkur samkvæmt siðfræði sjón- varpsins. Afleiðingin er að ein- hver náungi misþyrmir unglingi í Austurstræti. Er hann að skemmta mér? Svona getur farið fyrir þjóð og tilfinningu hennar með tímanum. Indriði G. Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.