Morgunblaðið - 14.06.1997, Síða 56
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Fiskaflinn
nærri 1,6
milljónir
tonna
FISKAFLI innan lögsögu okkar og
á Reykjaneshrygg var í lok
maímánaðar orðinn 1,4 milljónir
tonna. Auk þess var afli utan
lögsögu orðinn um 184.000 tonn.
Heildaraflinn er því að nálgast 1,6
milljónir tonna. Það er með því
mesta sem veiðzt hefur á einu ári,
en enn eru þrír mánuðir eftir af
fiskiveiðiárinu. Á sama tíma í fyrra
vai' aflinn innan landhelgi og á
Reykjaneshrygg 1.366.000 tonn.
Þorskafli á þessu fiskveiðiári var
orðinn rúmlega 160.000 tonn um
mánaðamótin, sem er um 22.000
tonnum meira en árið áður. Helztu
sveiflurnar í afla eru í loðnu, þar
sem aflinn er nú um 900.000 tonn,
sem er um 100.000 tonnum meira en
í fyrra. Afli utan lögsögu er nú í
heildina 195.000 tonn að meðtöldum
úthafskarfa, en það er um 23.000
tonnum meira en í fyiTa. Rækjuafli
á Flæmska hattinum er nú aðeins
brot af því, sem var í fyrra, en
rækjuafli á Dohmbanka er nær
fjórfalt meiri nú, um 2.200 tonn. Þá
hafa veiðst um 182.000 tonn af
norsk-íslenzku síldinni, sem er
aukning um tæp 50.000 tonn.
---------------
Flugvélar
saknað um tíma
NEYÐARÁÆTLUN var sett af
stað um sjöleytið í gærkvöldi eftir að
flugvél skilaði sér ekki á áætluðum
tíma á Egilsstaðaflugvöll. Hafði
flugvélin lent í Kverkfjöllum, sam-
kvæmt áætlun, og ekki komist aftur
í loftið vegna veðurs. Þrír menn vom
í áhöfn vélarinnar. Símasamband frá
Kverkfjöllum er erfitt og gátu
mennirnir þess vegna ekki látið vita
af sér. Það tókst þó um síðir eða
hálftíma eftir að neyðaráætlunin var
sett af stað. Leit var þá ekki hafin að
mönnunum.
/21
Sóknardögum krókabáta
fækkar verulega á næsta ári
SOKNARDÖGUM krókabáta
fækkar verulega á næsta ári sam-
kvæmt spá sem sjávarútvegsráðu-
neytið hefur gert um fjölda sóknar-
daga á næsta fiskveiðiári. Sam-
kvæmt hlutfallstengingu smábáta
við heildarþorskaflaheimildir, sem
samþykkt var sl. vor, verða veiði-
heimildir krókabáta á næsta fisk-
veiðiári um 30.302 tonn, sem er um
41% aukning á tveimur fiskveiðiár-
um.
Krókabátar í sóknardagakerfinu
fengu úthlutað 84 sóknardögum á
yfirstandandi fiskveiðiári, eftir að
breytingar á lögum um stjórn fisk-
veiða krókabáta voru gerðar vorið
1996. Fjöldi sóknardaga á næsta
fiskveiðiári ræðst síðan af heildar-
afla sóknardagabátanna á þessu
fiskveiðiári og leyfilegum heildai’-
þorskafla á næsta fiskveiðiári.
Krókabátum er skipt í tvo flokka,
línu- og handfærabáta og hand-
færabáta, eftir val sem fram fór á
síðasta ári.
Fóru 214% framyfir
áætlaðan afla
Samkvæmt spánni verður króka-
bátum í línu- og handfærakerfi
heimilt að róa samtals 19 daga á
næsta fískveiðiári. Afli þessara
báta er nú þegar orðinn um 5.767
tonn, sem er 214% umfram þann
þorskafla sem þeim er ætlaður.
Áætlanir um heildarþorskafla
þessara báta á yfirstandandi fisk-
veiðiári eru um 10.321 tonn, en
þorskaflaheimild bátanna er á
þessu ári 1.839 tonn. Krókabátum
sem eingöngu róa með handfæri
verður úthlutað 32 sóknardögum á
næsta fiskveiðiári samkvæmt
spánni. Þeir hafa nú þegar aflað
3.117 tonna það sem af er fískveiði-
árinu, sem er um 22% umfram við-
mið. Áætlaður afli handfærabát-
anna á öllu fiskveiðiárinu er um
8.317 tonn en þorskaflaheimildin
er 2.554 tonn.
Formaður Landssambands smá-
bátaeigenda segist ekki eiga von á
að spáin gangi eftir, þar sem enn
eigi eftir að taka tillit til ýmissa
þátta varðandi veiðarnar. Áðstoð-
armaður sjávarútvegsráðherra
segir hinsvegar að ekki megi
vænta breytinga á núgildandi lög-
um þar sem vandkvæðum sé bund-
ið að hækka heildarveiðiheimildir
til þessara báta.
■ Heimilt verður/29
Sumarhátíð í
Hljómskála-
garðinum
LEIKSKÓLARNIR Barónsborg,
Grænaborg, Laufásborg,
Lindarborg og Njálsborg efndu í
gær til sumarhátíðar í
Hljómskálagarðinum í
Reykjavík. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri
ávarpaði börnin, farið var í leiki
^ og mikið sungið og trallað.
' Börnin komu saman á
Skólavörðuholtinu við styttu
Leifs heppna og gengu þaðan í
skrúðgöngu í lögreglufylgd í
Hljómskálagarðinn. Vildi
Jóhanna Thorsteinsson
leikskólastjóri Laufásborgar
koma á framfæri þakklæti til
unglinga í Vinnuskólanum fyrir
veitta aðstoð.
Morgunblaðið/Jim Smart
Andlát
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON
Kaupþing fær
starfsleyfí fjár-
festingarbanka
VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur
veitt Kaupþingi hf. starfsleyfi fjár-
festingarbanka. Fyrirtækið hefur
þó ekki í hyggju að hefja lánastarf-
semi hér innanlands, heldur hefur
starfsleyfið fyrst og fremst þýðingu
gagnvart erlendum aðilum. Þannig
opnast nú betri aðgangur að er-
lendum lánsfjármörkuðum og fyrir-
tækið mun njóta þar töluvert hag-
stæðari kjara en áður. Jafnframt
mun starfsleyfið auðvelda félaginu
að markaðssetja verðbréfasjóði
sína í Lúxemborg meðal erlendra
fjárfesta.
Starfsleyfið hefur verulega þýð-
ingu fyrir verðbréfasjóði Kaupþings
í Lúxemborg. Tveir af sjóðunum,
sem fjárfesta í íslenskum verðbréf-
um, verða sérstaklega markaðssett-
ir meðal erlendra aðila. „Ef við eig-
um að geta selt þá sjóði til erlendra
sjóðastjómenda, einstaklinga og
fyrirtækja þá þurfum við að koma
fram sem alvöru fjármálafyrirtæki,"
sagði Bjarni Armannsson, forstjóri
Kaupþings, í samtali við Morgun-
blaðið. „Þegar við hefjum sölu á er-
lendu sjóðunum til þessara aðila
mun breytingin í fjárfestingarbanka
skila sér í aukinni sölu. Eignir sjóða
okkar í Lúxemborg eru nú samtals
um 3 milljarðar króna. Það sýnir
e.t.v. stefnu fyrirtækisins að í heild
sinni eru verðbréfasjóðir okkar nú
um 10-11 milljarðar, en þar af er
meira en helmingur í erlendum fjár-
festingum."
■ Skapar/28
Guðmundur tók mikinn þátt í
stjórnmálum og var þingmaður
Reykjavíkur fyrir Alþýðubandalagið
1979 til 1987, borgarfulltrúi á árun-
um 1958 til 1962 og varaborgarfull-
trúi 1962 til 1964. Guðmundur var í
miðstjóm Sósíalistaflokksins 1953 til
1956 og í miðstjóm Alþýðubanda-
lagsins óslitið frá 1956 til 1987.
Guðmundur gegndi fjölmörgum
trúnaðarstörfum um ævina. Hann
sat í hafnarstjórn Reykjavíkur um
árabil, var í stjórn Framkvæmda-
nefndar byggingaráætlunar frá
1965 til 1977, stjórn Verkamanna-
bústaða í Reykjavík 1974 til 1982,
auk fjölmargra annarra nefnda og
ráða á vegum verkalýðshreyfingar-
innar. Guðmundur sat í síldarút-
vegsnefnd 1991 til 1994. Þá var
hann í stjórn SAA frá stofnun
þeirra samtaka og í stjórn Verndar
frá 1983 til 1989. Guðmundur sat
allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
sem fulltrúi Alþingis og var einnig
fulltrúi ASÍ hjá Alþjóðavinnumála-
stofnuninni í Genf frá 1986 til 1991.
Guðmundur sinnti nokkuð rit-
störfum og eftir hann liggja einnig
tvær endurminningabækur skráðar
af Ómari Valdimarssyni, sem komu
út 1989 og 1990.
Einn helzti forystu-
maður verkalýðshreyf-
ingarinnar undanfarna
áratugi, Guðmundur
Jóhann Guðmundsson,
fyrrverandi formaður
Dagsbrúnar og Verka-
mannasambands Is-
lands og fyrrverandi
alþingismaður, er lát-
inn sjötugur að aldri.
Guðmundur var stadd-
ur í Bandaríkjunum
síðastliðinn fimmtudag,
12. júní, þegar hann
lést.
Guðmundur fæddist
22. janúar árið 1927 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Sólveig Jó-
hannsdóttir frá Svignaskarði í
Borgarfirði og Guðmundur Halldór
Guðmundsson sjómaður frá
Hrafnseyrarhúsum í Arnarfirði.
Eftirlifandi eiginkona Guðmundar
er Elín Torfadóttir, fóstra og kenn-
ari. Eignuðust þau fjögur börn sem
öll eru á lífi en þau eru, Gunnar Örn
dýralæknir, Sólveig fulltrúi, Guð-
mundur Halldór deildarstjóri og
Elín Helena fulltrúi.
Guðmundur stundaði ýmis verka-
mannsstörf á árunum 1941 til 1953
og var nokkur sumur
lögregluþjónn á Siglu-
firði. Árið 1953 varð
Guðmundur J. starfs-
maður verkamannafé-
lagsins Dagsbrúnar og
tók einnig sæti í stjórn
félagsins. Guðmundur
J. var varaformaður
Dagsbrúnar frá 1961
til 1982 og formaður
félagsins frá 1982 til
1996. Guðmundur var
formaður Verka-
mannasambands ís-
lands frá 1975 til 1991.
Hann átti sæti í mið-
stjórn Aiþýðusambands Islands,
stjórn fulltrúaráðs verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík frá 1953 og var
um árabil í samninganefndum
Verkamannasambandsins og Dags-
brúnar. Guðmundur var einn af
helstu forystumönnum íslenskrar
verkalýðshreyfingar áratugum
saman og þátttakandi í gerð
margra stærstu kjarasamninga
sem gerðir voru á vinnumarkaði.
Guðmundur var meðal þefrra sem
forystu höfðu um gerð svokallaðra
þjóðarsáttarsamninga í febrúar ár-
ið 1990.