Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Vinnukonustéttin birtist á ný á heimilum landsmanna eftir áratuga fjarveru í árslok 1994 þegar settar voru skýrar reglur um au-pairvistaskipti. Hulunni var þá svipt af stétt erlendra kvenna sem á síðustu árum hefur verið fengin hingað til lands í þeim tilgangi einum að sinna heimilisstörfum og bamauppeldi fyrir íslenskar fjöl- skyldur. Helgi Þorsteinsson ræddi við húsbændur o g hjú. Vinnukonustéttin VINNUKONUSTÉTTIN hvarf að mestu leyti af heimilum íslendinga eftir seinni heimsstyijöld. I staðinn kom að- keypt heimilishjálp í tímavinnu. Um 1990 varð vart mikillar aukningar í fjölda svonefndra au-pairstúlkna en þá voru ekki til neinar sérreglur um aðbúnað eða vinnutíma þeirra. „Sannanlega var oft verið að flytja inn fólk sem au-pair sem greinilega var ekki annað en vinnukonur," segir Guðrún Ólafsdóttir, varafor- maður Starfsmannafélagsins Sókn- ar. „Samkvæmt erlendum reglum um au-pair er ætlast til að viðkom- andi sé undir ákveðnum aldri, stundi tungumálanám meðan hann dvelst á landinu, vinni takmarkaðan vinnutíma og sé eins og einn af fjöl- skyldunni. En um 1990 verður hol- skefla í innflutningi á fólki undir þessum formerkjum og í mörgum tilfellum var einfaldlega verið að flytja inn ódýrt vinnuafl. Við létum því þýða fyrir okkur útlendar reglur um au-pair, því hér á landi voru ekki til neinar slíkar reglur, og fór- um í félagsmálaráðuneytið og bent- um á þetta vandamál.“ Upp frá þessu fór félagsmála- ráðuneytið að hafa til hliðsjónar reglur Evrópuráðsins varðandi leyfi til au-pair-vistráðningar og í árslok 1994 voru ákveðin skilyrði um þess- ar ráðningar lögfest. Þá verður fyrst skýr munur á vinnukonum og au-pair. Vinnukonur nútímans á Islandi eru frá Filippseyjum, Sri Lanka eða öðrum Asíulöndum. Áætlað er að fáeinir tugir kvenna frá þessum löndum starfi hér við heimilishjálp og búi á heimili vinnuveitandans. Erfitt er að fá nákvæmar upplýs- ingar um fjölda þeirra og hagi því þær eru ekki skráðar sérstaklega sem starfsstétt við veitingu at- vinnuleyfa. Þó er ljóst að í fyrra voru veitt að minnsta kosti tólf ný leyfi vegna vinnukvenna og átta leyfí voru framlengd. Tólf þessara kvenna eru frá Filippseyjum og átta frá Sri Lanka. Á þessu ári hafa verið veitt að minnsta kosti fimm framlengingar eða ný leyfi vegna vinnukvenna. Gildistími atvinnu- leyfa er mislangur og því má gera ráð fyrir að útlendu vinnukonumar séu allnokkuð fleiri en fram kemur í ofangreindum tölum. Mest virðist vera ráðið í þessi störf á haustin og á því atvinnuleyfum þessa árs eflaust eftir að fjölga töluvert. Duglegar, áreiðanlegar og lítið fyrir skemmtanalíf Konurnar eru í mörgum tilfellum hingað komnar til að sjá börnum sínum eða ættingjum farborða og margar koma til landsins í gegnum skyldmenni sem þegar eru komnir. Aldur þeirra er misjafn, allt frá átján ára til rúmlega fimmtugs. Meðalaldurinn er mun hærri en hjá au-pairstúlkum, sem einnig virðast vera vinsælar um þessar mundir þrátt fyrir lagabreytinguna, og í samtölum við vinnuveitendurna kemur fram að þeir telja aldurinn til meginkosta vinnukvennanna. Sumar ungu Au-pairstúlknanna séu komnar til þess eins að skemmta sér. Samdóma álit þeirra sem ráðið hafa til sína asískar vinnuvkonur og Morgunblaðið hefur rætt við, er að þær séu duglegar og áreiðanleg- ar. Einnig fer af þeim það orð að þær fari lítið út að skemmta sér, því þær vilji safna peningunum handa fjölskyldunum heima fýrir. í samtölum við Morgunblaðið lýstu vinnukonur allar yfír ánægju með stöðu sína hér á landi og sögðu vinnuveitendur koma vel fram við sig. Ungt athaf nafólk sœkist eftir vinnukonum Um vinnuveitendur asísku kvennanna liggja ekki fyrir ná- kvæmar upplýsingar. Sumum er það nokkurt feimnismál að hafa vinnukonu á heimili sínu, að minnsta kosti er það ekkert sem þeir vildu bera í fjölmiðla þegar leitað var eftir. Einnig vildu sumir vinnuveitendurnir hafa nokkur áhrif á það hvort talað væri við konurnar sjálfar. Langflestir vinnu- veitendanna eru búsettir á höfuð- borgarsvæðinu, einkum í grónari hverfum Reykjavíkur og hlutfalls- lega margir búa í Garðabæ. „Þeir sem taka til sín þjónustu- fólk virðast öðru fremur vera ungt fólk á framabraut og svo kannski fólk sem kemur frá heimilum þar sem það kynntist í eigin uppvexti að vinnukonur væru til staðar," segir Halldór Grönvold, skrifstofu- stjóri hjá Alþýðusambandi íslands. „Eftirspurnin virðist aukast eftir því sem atvinnuástandið batnar, konur fara meira út á vinnumarkað- inn og ijárráð fólks verða rýmri.“ Þar sem vinnukonustéttin var útdauð á Islandi er ekkert verka- lýðsfélag sem telur sér skylt að taka að sér málefni asísku kvenn- anna. Starfsmannafélagið Sókn hafði málefni þeirra með höndum í nokkur ár uppúr 1990, en baðst að lokum undan því. „Það var ekki nokkur leið fyrir okkur að hafa eft- irlit með því að farið væri að kjara- samningum, lögum eða reglum,“ segir Guðrún. „Við báðum því um að þessi bikar væri frá okkur tek- inn. Ég held að það sé ekki skortur á fólki hér á landi til þessara starfa. Það er bullandi atvinnuleysi meðal Sóknarfélaga. Niðurstaðan hlýtur að vera sú að fólk gerir þetta vegna þess að það vill ekki borga umsam- in laun og fær sér þess vegna ódýrt vinnuafl með þessum hætti.“ Nútfma þrælahald? Halldór segir að undanfarið hafi vaknað nokkrar áhyggjur af hag kvennanna. „Okkur hafa borist upplýsingar um aðstæður sem eru með þeim hætti að við teljum mikil- vægt að betur sé fylgst með því sem er að gerast. Lýsingarnar er á þá leið að þetta sé í einhvetjum tilfellum nánast nútíma þrælahald. Dæmi eru um að konur hafi búið við ákaflega lélegt atlæti og slæmt húsnæði og reglur um launa- greiðslur virðast ekki alltaf virtar. Jafnvel hefur það verið þannig að fólk fari betur með hundana sína en þessa einstaklinga. Eitt dæmi sem mér dettur í hug er stúlka sem var ráðin í vist en var rekin út á guð og gaddinn um jólin. Henni var sagt að fjölskyldan vildi gjarn- an fá hvíld og frið, hún skyldi finna sér einhvern annan samastað í 3-4 daga. Svo fór að einhver vinkona hennar miskunnaði sig yfir hana. Við heyrum einnig sögur af því að vinnutími er mjög óeðlilegur. Dæmi eru um að þessir einstaklingar séu kallaðir til vinnu jafnt á nóttu sem á degi. Það er ekkert algilt í þessu. En ef eitt svona dæmi getur við- gengst í lengri tíma þarf að gera eitthvað í málinu." Varnarlaust gagnvart mlsnotkun Halldór segir ASÍ hafa verið í samstarfí við útlendingaeftirlitið og félagsmálaráðuneytið að undan- förnu til að skýra reglur um at- vinnuleyfisveitingar vegna þessa hóps. „Einnig viljum við búa til ein- hvers konar eftirlitskerfi til að fylgj- ast með því hvort eitthvað komi upp á. Þetta fólk er ákaflega varnar- laust gagnvart allri misnotkun ein- faldlega vegna þess að það býr inná heimili atvinnurekanda og er kannski ekki í miklum félagslegum samskiptum út fyrir heimilið. Oft á tíðum stendur það frammi fyrir því að ef það gerir eitthvað mál vegna vondra aðstæðna verði það að fara úr landi og þá bíði eitthvað ennþá verra í heimalandinu. Oft eru þess- ar konur sendar út af fjölskyldum til að sjá foreldrum og systkinum farborða heima hjá sér. Fjölskyld- urnar heima fyrir treysta á að þær sendi peninga. Þær láta því bjóða sér býsna margt áður en þær koma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.