Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 33
stofunni niðri á Lindargötu og beið
eftir því að fá að tala við Guðmund
og biðja hann ásjár.
Hann reyndi að leysa vanda hvers
þess manns, sem til hans leitaði og
þá oft, því miður, meira af vilja en
mætti, þannig að hans eigin fjár-
hagur beið stórtjón af.
I nokkur ár sátum við sitt hvoru
megin við samningaborðið og ég
játa það fúslega að ég kveið því,
þegar ég átti að ræða við goðsögn-
ina Guðmund Jaka í fyrsta sinn.
Sá beygur reyndist óþarfur, því
í ljós kom að Guðmundur var ljúfur
maður, fastur fyrir, en velviljaður,
sem þekkti innviði atvinnulífsins
betur en flestir aðrir og hafði að
auki það jarðsamband við sína
menn að hann vissi nákvæmlega
hvar hann stóð hverju sinni og
hveiju hann þurfti að ná fram, til
að fá samningana samþykkta af
sfnum mönnum.
Við samningaborðið virtist mér
skoðun hans vera:
Við stöndum hér frammi fyrir
ákveðnu vandamáli og það er okkar
hlutverk að leysa málið. Og þá var
„bara að sippa sér í það“, eins og
hann orðaði það.
Það var Guðmundi jafnan mikið
metnaðarmál að fá Dagsbrúnar-
menn til að samþykkja þá samn-
inga, sem hann hafði undirritað og
vitnaði þá gjarnan til Eðvarðs, þess
formanns Dagsbrúnar, sem samn-
ingar hefðu aldrei verið felldir fyrir.
Hann þurfti oft að skrifa undir
samninga, sem hann var ekki full-
komlega ánægður með, en þegar
hann hafði skrifað undir þá barðist
hann eins og ljón og lagði allt und-
ir til að fá þá samþykkta, því hann
áleit að á sér hvíldi sú drengskapar-
skylda að fá þá samþykkta.
Og þetta tókst honum.
Eins og Eðvarðs, mun hans verða
minnst sem formanns Dagsbrúnar,
sem jafnan tókst að fá þá samninga
samþykkta, sem hann hafði gert.
Oft er það svo að menn sammæl-
ast um að skilja einhver óafgreidd
mál eftir til næstu samninga, án
þess að fyrir því sé til neinn stafur.
Þetta var aldrei neitt vandamál,
þegar Guðmundur átti í hlut, því
treysta mátti hveiju því orði, sem
hann lofaði, enda jafngilti ádráttur
frá honum skriflegum samningi.
Hann sagði einfaldiega:
„Þetta er satt, þessu var lofað,“
og eftir það hreyfði enginn neinum
mótmælum, hvorum megin borðs,
sem menn sátu.
Guðmundur hafði mikinn metnað
fyrir hönd síns félags, Dagsbrúnar,
og mesta hrós sem hann gat sagt
um nokkurn mann var:
„Hann er Dagsbrúnarmaður.“
Allt, sem ég kynntist í fari Guð-
mundar í kjarasamningum, sann-
færði mig um hversu mikið lán og
hve mikil nauðsyn það er hverri
þjóð að eignast sterka, heiðarlega
verkalýðsleiðtoga.
Guðmundur var hafsjór af sögum
og afburða sögumaður og bjargaði
mörgum samningafundum með því
að koma með einhveija dæmisögu,
sem hitti beint í mark. Enginn sem
heyrði til hans þegar honum tókst
best upp, mun nokkurn tíma gleyma
því.
Guðmundur var skapmikill, en
hafði hamið skap sitt aðdáunarlega
vel. Ég sá hann einu sinni reiðast
ofsalega og missa stjóm á skapinu
andartak og er sannfærður um að
sú sjón mun aldrei gleymast neinum
þeirra, sem viðstaddir voru.
Það er mjög sjaldgæft að menn
bindist vináttuböndum eftir að full-
orðinsaldri er náð, en þó að við
Guðmundur höfum sést fyrst á
miðjum aldri taldi ég hann til trún-
aðarvina minna og vona að hann
hafi líka litið á mig sem vin sinn.
Nú er þessi vinur minn mér horf-
inn og vildi ég óska þess að við
hefðum getað átt fleiri stundir sam-
an, en eitt veit ég og það er, að
ég mun sakna hans það sem ég á
eftir ólifað.
Ég veit ekki hvernig næsta gaml-
árskvöld á eiginlega að ganga fyrir
sig, án þess að við tölum saman í
klukkustund eða svo, því það er svo
ótal margt, sem ég á ósagt við hann.
Ég á eftir að sakna þess að geta
ekki lengur ieitað ráða hjá honum
og ég á líka eftir að sakna þess að
nú getur hann ekki lengur sagt
méj til syndanna, þegar þörf krefur.
ísland er fátækara þegar slíkur
sonur sem Guðmundur var íslandi
er horfinn, en mest er þó sú sorg
og sá missir, sem Elín, sólargeislinn
í lífi hans í meira en hálfa öld og
stoð hans og stytta, sem aldrei
brást, stendur nú skyndilega
frammi fyrir.
Um leið og við minnumst og
söknum góðs vinar sendum við
Steffí þér, Elín, hugheilar samúðar-
kveðjur og þætti okkur vænt um
að þú nefndir nafn okkar, ef þér
er einhvern tíma einhvers vant.
Davíð Sch. Thorsteinsson.
Mig langar að minnast vinar
míns, Guðmundar J., en við vorum
leikbræður í æsku. Fluttum í gömlu
verkamannabústaðina við Ásvalla-
götu, Bræðraborgarstíg og Hring-
braut 5 til 6 ára gamlir árið 1932
og bjuggum í sama stigagangi hvor
á móti öðrum. Við lékum okkur
saman, fórum í barnaskóla og Ingi-
marsskólann. Rerum með Pétri
Hoffmann á grásleppu- og rauð-
magaveiðar og lentum í ýmsum
svaðilförum, sem ekki verða raktar
hér. Guðmundur varð snemma for-
ingjaefni og þeir sem áttu undir
högg að sækja, áttu öruggt skjól
hjá honum.
Við lékum okkur í fótbolta á
gúmmískóm eða strigaskóm og
Guðmundur varð einu sinni íslands-
meistari í 3. flokki. Við fórum þá
út á KR-völl, þar sem búið var að
velja lið félagsins og þeir voru að
máta búningana. Við skoruðum á
þá og unnum þá glæsilega. Sigurð-
ur Halldórsson, sá snjalli KR-leið-
togi, breytti þá liðinu og lét okkur
Verkó-bísana mynda kjarnann. Við
höfðum aldrei leikið í búningi eða
knattspyrnuskóm, en þegar Sigurð-
ur spurði okkur hvaða stöðu við
vildum spila, sagði Guðmundur J.:
„Ég er nú vanur að vera haff-bakk
senter og fyrirliði“, en það þótti
toppurinn þá. Það varð úr og við
urðum íslandsmeistarar. Guðmund-
ur hætti skömmu síðar í fóbolta og
fór í glímu og varð mjög liðtækur
þar. Eg fékk að finna fyrir því, því
hann æfði sum fangbrögðin á mér.
Við fórum síðan að vinna við Hita-
veituna og í Bretavinnunni við að
leggja flugvöllinn í Vatnsmýrinni.
Síðar skildu leiðir. Guðmundur fór
til vinstri en ég til hægri, en ég
fylgdist með honum úr fiarlægð.
Hann fór að vinna fyrir Dagsbrún
og verkalýðshreyfinguna og þar
vann hann sín stærstu afrek. Hann
stóð í harðvítugum vinnudeilum og
hafði ávallt sigur að lokum með sem
minnstum herkostnaði. Hann samdi
aldrei af hræðslu en var heldur
ekki hræddur við að semja. Guð-
mundur var ekki langskólagenginn
maður, en mjög vel lesinn og fróður
og stóð aldrei á gati í íslenskum
bókmenntum og sögu. Hann hafði
ekki mikil völd eða auðæfi á bak
við sig, en hann beitti mannviti og
skörpum gáfum, þannig að and-
stæðingar hans virtu hann og mátu.
Eitt hafði hann fram yfír aðra
menn. Hann var snillingur í því að
tala menn til og hafði samninga-
tækni af bestu gerð á valdi sínu.
Þessir eiginleikar Guðmundar komu
sér oft vel þegar þurfti að semja
við æstan húseiganda, þar sem fót-
bolti hafði lent í rúðu og brotið
hana. Venjulega enduðu deilurnar
þannig að við fengum boltann aftur
og húseigandinn varð vinur okkar.
Sama var upp á teningnum þegar
sanna þurfti sakleysi okkar þegar
lögreglan hafði staðið okkur að
verki við að hanga aftan í bílum.
Ávallt fór þetta vel, þökk sé sann-
færingarkrafti og samningslipurð
Guðmundar J., sem oftast gat sýnt
viðsemjendum okkar að það eru
tvær hliðar á hveiju máli og
kannske væri okkar fallegri. Þessa
sömu tækni notaði Guðmundur í
harðvítugum deilum við vinnuveit-
endur, sem flestir eða allir urðu
vinir hans að lokum, sbr. Albert
Guðmundsson o.fl.
Guðmundur var drengskapar-
maður. Enginn hefur lyft höfði
verkamannsins hærra á þessari öld
en hann. Enginn hefur fórnað sér
í þágu verkalýðsins sem hann. Oft
fékk hann á sig skráveifur og oft-
ast úr eigin liði, en lét það sig litlu
skipta. Vissi sem var að það gustar
oft á tindinum. Fyrir hönd gömlu
Verkó-bísanna vil ég kveðja Guð-
mund J. Hann var sá besti og vann
landi sínu og þjóð meir en flestir
aðrir. Við erum stoltir af honum.
ísland hefur eignast margar hetjur.
Guðmundur J. er ein þeirra.
Ég votta eftirlifandi konu hans,
Elínu, börnum og öðrum ástvinum
dýpstu samúð.
Ólafur H. Hannesson.
Kveðja frá Lúðrasveit
verkalýðsins
Guðmundur Jaki er allur. Fallinn
er frá merkismaður með sterka rétt-
lætiskennd sem tilbúinn var að beij-
ast af einurð fyrir hagsmunum lítil-
magnans. Þannig viljum við minn-
ast Guðmundar Jóhanns Guð-
mundssonar.
Við í Lúðrasveit verkalýðsins leit-
uðum í mörgu til Guðmundar um
áratuga skeið. Stundum þurfti hann
að tala við bankastjóra fyrir okkur
eins og þegar sveitin eignaðist sitt
fyrsta húsnæði, stundum vantaði
peninga til reksturs sveitarinnar nú
eða einfaldlega að skipuleggja
þurfti eitthvað fyrir 1. maí, baráttu-
dag verkalýðsins. Ávallt var Guð-
mundur bóngóður og augljóst að
hann bar hag sveitarinnar fyrir
brjósti. Félag Guðmundar, Dags-
brún, hefur og um langt skeið stutt
myndarlega við starf sveitarinnar
og má ætla að þar hafi hlutur Guð-
mundar í ákvörðunum ekki verið
hvað minnstur.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við Guðmund og þökkum
enn og aftur hans hlýhug í okkar
garð alla tíð. Aðstandendum Guð-
mundar vottum við okkar innileg-
ustu samúð.
F.h. Lúðrasveitar verkalýðsins,
Torfi Karl Antonsson,
formaður.
Kveðja frá Vinnuveitenda-
sambandi íslands
Hann var foringi, hár og þrek-
vaxinn, raddsterkur og skapmikill
en næmur og blíðlyndur. Hann varð
goðsögn í lifandi lífi, táknmynd
öflugrar verkalýðshreyfingar og
talsmaður sinna félaga. Hann brú-
aði reynsluheima fátæktar og ör-
yggisleysis áranna um og eftir stríð
og tæknisamfélags nútímans. Það
varð hans hlutverk að tryggja félög-
um sínum hlut og rými í þessu
nýja samfélagi.
Leiðir okkar Guðmundar lágu
saman að samningaborðinu, hvor
að sinni hlið, og þar hittumst við
afar oft í hálfan annan áratug. Og
enn oftar lágu þó leiðir saman í
tengslum við margvísleg önnur við-
fangsefni. Ég kynntist því Guð-
mundi vel og skynjaði, hygg ég,
hvað hann vildi sækja fyrir félags-
menn sína öll þessi ár. Það var ör-
yggi; öryggi um atvinnu, afkomu,
húsnæði, menntun barna, öryggi
fyrir fjölskylduna á þeim sviðum
sem mestu varða. Það var allt þetta
sem Guðmundur J. vildi tryggja
félagsmönnum sínum.
Guðmundur lifði mikið breyt-
inga- og reynsluskeið íslensks sam-
félags, sem á einum mannsaldri tók
út þroska í atvinnu-, efnahags- og
menningarlífi sem aðrar þjóðir hafa
gengið í gegnum á mörgum öldum.
Það þarf því engan að undra að
Guðmundur og samferðamenn hans
hafí reynt margt til að bæta mann-
lífið. Raunar má segja að fram yfir
miðjan síðasta áratug hafi á ísiandi
verið rekið tilraunaeldhús í efna-
hagsstjórn þar sem m.a. aðilar
vinnumarkaðar reyndu margvísleg-
ar uppskriftir að velmegun. Sumt
gafst vel, annað miklu síður en
mesti árangurinn varð þó sá lær-
dómur sem eldasveinarnir drógu af
reynslunni.
Það var afar áhugavert að starfa
með Guðmundi þessi ár. Framan
af var áherslan á almennar launa-
hækkanir, því meira þeim mun
betra. En verðbólgan breytti þess-
um áherslum og hann hafði forystu
fyrir því innan Dagsbrúnar að
breyta samningum félagsins með
þróun sérsamninga fyrir hin ýmsu
starfssvið Dagsbrúnarmanna.
Grunnurinn var aukin framleiðni
gegn hækkunum til hlutaðeigandi
starfsmanna. Hafnarverkamenn
voru höfuðliðsmenn Guðmundar og
hagsmunir þeirra voru honum ofar-
lega í huga. Þar voru líka stigin
fyrstu skrefin á þessari braut ný-
sköpunar gamalla starfa. Guð-
mundur var mjög áfram um að fé-
lagsmenn hans sætu ekki eftir í
þeirri þróun og væru hlutgengir í
nýjum störfum. Hann fagnaði
tækniframförum en vildi líka að
félagsmenn hans nytu ávaxtanna.
Hann var áhugamaður um heil-
brigðismál, lífeyrismál og trygging-
ar en ekki síður húsnæðismál enda
þátttakandi í júnísamkomulaginu
1963 sem markaði upphaf að stór-
felldum endurbótum í húsnæðismál-
um. Þetta var honum alla tíð mikið
hugðarefni og hann leit á húsnæðis-
málin sem einn mikilvægasta þátt-
inn í að tryggja öryggi og reisn
sinna félagsmanna. Hann var fyrir-
greiðslumaður í þess orðs bestu
merkingu og ég hygg að þeir sem
hann taldi raunverulega þurfa á
aðstoð sinni að halda hafi sjaldnast
farið erindisleysu á hans fund.
Hann hringdi og skrifaði kröfuhöf-
um til að biðja mönnum í erfiðleik-
um griða. En svo bóngóður og hann
var mönnum í erfíðleikum var hann
á hinn bóginn manna harðastur
gagnvart þeim sem misnota reyndu
atvinnuleysistryggingar eða önnur
slík úrræði. Hann var að þessu leyti
af gamla skólanum.
Mestan áhuga hafði Guðmundur
þó á atvinnumálum almennt. Hann
sagði mér að mesta breytingin á
sínum ferli hafí verið þegar verka-
menn fengu fastráðningu á höfninni
1964 og gamla verkamannaskýlið
glataði hlutverki sínu. Hann var
brenndur af atvinnuleysisárunum
og mátti ekki tii þess hugsa að at-
vinnuleysi festi rætur hér á nýjan
leik. Honum var það því mikið al-
GUÐMUNDUR kom víða við, var m.a. í íslensku sendinefndinni á ailherjarþingi Sameinuðu þjóðanna
í kringum 1980 ojg er hér í hóp með Kornelíusi Sigmundssyni, Gerði Steinþórsdóttur, ívari Guð-
mundssyni, Birgi Isleifi Gunnarssyni, Árna Tryggvasyni, Tómasi Tómassyni og Magnúsi Magnússyni.
ÞJÓÐARSÁTTARSAMNINGARNIR hafa löngum verið eignaðir
Einari Oddi Kristjánssyni, Guðmundi J. og Ásmundi Stefánssyni.
Hér hittast þeir Einar Oddur og Guðmundur á Borginni 1991.