Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1997 41 _________BRÉF TIL BLAÐSIIMS___ Vöm gegn umhverfissamtökum Frá Jóni Pálma Pálmasyni: NÚ ER stærsta ógnin við lífríki íslands umhverfissamtök ýmiskon- ar. Þar ræður almenn fáfræði sem er stjórnað af nokkrum einstakling- um íslenskum sem erlendum. Ef við ætlum að vera fiskútflutnings- þjóð áfram og jafnvel vaxa í því sambandi verðum við að byggja upp almennan trúverðugleika á að við misbjóðum hvorki náttúru né náttúruauðlindum svo sem lífríki sjávar og gera það þannig að ekki verði um villst að vel sé að málum staðið. Vil ég að sett sé á stofn vottunar- stofnun sem myndi hljóta samþykki sem flestra með tíð og tíma og sé þessi stofnun íjárhagslega sjálf- stæð og gefi út umhverfisvæna stimplun þá helst í formi merkimíða á umbúðir sem eingöngu sá aðili fær sem er ekki að nýta ofveidda stofna og yrði að stíla nokkuð inn á Hafrannsóknarstofnun í því sam- bandi. Þessi vottun yrði að vera svo ströng að til dæmis fiskur úr Bar- entshafi fengi hana ekki eins er með þann fisk sem er ekki innan sjálfbærrar nýtingar hér við strönd- ina og eru það allmargir stofnar sem er gengið á og eru þar af leið- andi ekki sjálfbærir. Þetta fyrirkomulag yrði mjög gott að kynna erlendis í söluátökum og þá gott að geta bent á merki á vörunni sem sannar þessa vottun. Merki vottunarstofunnar myndi segja í stuttu máli frá því fyrir hvað það stæði á viðkomandi tungumáli og því að vinnsluferlið sé umhverfisvænt og að orkan sé náttúruvæn en ekki olía eða kjarn- orka. Þessi stofnun getur ekki vott- að heilu sölusamtökin, en einstaka aðila innan þeirra er hægt að votta og geta stóru sölusamtökin sett þessi skilyrði um sér merkta vöru. Þessari vottunarstofu væri sett það eina takmark að vera hærra skrifuð heldur en þau umhverfís- samtök sem eru farin að taka að sér að mæla með einni vöru en fordæma aðra, sem er eingöngu gert í drottnunarskyni, og með því að byija nógu snemma getum við kannski varist því að ráðist sé á allar okkar sjávarafurðir og þær gerðar tortryggilegar í augum al- mennra neytenda. Stóru samtökun- um myndi ekki líðast það að ráðast á önnur sem eru í að votta sam- bærilega hluti en gerðu það bara ýtarlegar. Nú er þetta næsta fjáröflunar- leið umhverfissamtaka víða um heiminn að fá greitt fyrir vottun um hitt og þetta og ef við byijum að borga verður ekki aftur snúið og við verðum alltaf háðir duttlung- um þeirra en ef við höfum okkar eigin stofnun sem nýtur trausts víða um heiminn og þolir að vera skoðuð ofan í kjölinn af öðrum samtökum hljótum við að geta var- ið þessa hagsmuni okkar betur og kannski nýtt okkur herferðir þeirra erlendis í auglýsingaskyni fyrir okkur til dæmis auglýsing sem hefur komið á sjónvarpsstöðinni MTV þar sem tveir sjómenn eru að keppast við að ná síðasta fiskin- um úr fjörunni hún myndi virka vel á undan annarri sem benti á að fiskur svona merktur sé alltaf af sjálfbærum stofnum frá íslandi. Svona herferð myndi draga tenn- urnar úr auglýsingaherferð ofstæk- ishópa vegna þess að við myndum ná því fram sem þeir ætluðu að auglýsa seinna fyrir sig og þar af leiðandi nota þeirra auglýsingar fyrir okkur. En þetta kostar líka allt peninga og ekki er til áhættufjármagn á íslandi svo að við getum starfað með öðrum þjóðum a.m.k. hér á Norðurlöndum þar sem við á með rétta vottun hveiju sinni. Ef stjórnvöld styddu við þetta til að koma því á stað og á fram- færi erlendis myndi þetta ná al- þjóða viðurkenningu á fáum árum og þá ýta öðrum út sem hafa það eitt í hyggju að mjólka peninga út á stimpil sem á að verða dýrari og dýrari með hverju ári. Þeir eru nú þegar byijaðir að bjóða vottun gegn vægu gjaldi og eru bara að flokka úr fyrirtæki sem eru sér þóknanleg. Ef ekki verður aðhafst verður ómögulegt í náinni framtíð að selja fisk nema með vottun frá umhverf- issamtökum og eigum við að vera upp á þá komnir eins og reynsla okkar af vinnubrögðum þeirra er í hvala-, sela- og nú bræðslufisks- málinu. En allur bræðslufiskur er ofveiddur að þeirra mati. Með tíð og tíma getur svona stofa orðið sjálfri sér nóg um fjár- magn en fyrst í stað þarf að aug- lýsa upp fyrir hvað vottað er og um áreiðanleika stofnunarinnar en svo gerist þetta að sjálfu sér þegar fyrirtæki eru með söluátak erlendis og vitna í að þeirra vara sé vottuð bæði sem umhverfisvæn og sjálf- bær af virtri vottunarstofu. Tel ég að það þurfi að setja svona stofnun á laggirnar núna á þessu ári og svo þarf að fara yfir það með erindrekum okkar sem fara erlendis á vegum opinberra stofn- ana hvernig kynna skal þessa stofnun og innanlands koma af stað umræðu um þessi mál á sem víð- ustum grundvelli. Stóru sölusam- tökin geta haft hag af því að styðja við þetta þar sem það hlýtur að vera auðveldara að kynna sig sem umhverfisvæn en að fá á sig ein- hvern óhróður síðar og þá að þurfa að þvo af sér skítinn með misjöfn- um árangri. Og vildi ég nú sjá einhveija framsýni af hálfu þeirra sem málið snertir. Þessi vágestur sem erlendu umhverfissamtökin eru er ekki orð- inn mjög sýnilegur hérlendis enn, en stækkar örugglega hratt eða hver man ekki eftir því að hvalaum- ræðan fór líka hægt af stað og virtist bara ofstopi nokkurra manna og hefði betur verið brugð- ist rétt við þá. Ég skrifa þetta bréf í þeirri von að við íslendingar sjáum að við getum stjórnað umræðunni í þess- um málum og er þá vel. JÓN PÁLMIPÁLMASON, vélstjóri. Gerðhömrum 17, 112 Rvík. Hófgerði - Kópavogi - Einbýli Til sölu lítið einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr, samtals um 115 m2. Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu með suðurgluggum, tvö herbergi, eldhús og baðherbergi. Parket. Húsið er klætt að utan með Steni-klæðningu. Stór lóð um 900 m2. Mjög gott umhverfi fyrir börn. Stutt í skóla. Laust 1. júlí nk. Ekkert áhvílandi. Verð 8,9 millj. Spítalastígur - Rvík/2ja herb. Snotur og björt 2ja-3ja herb. um 50 m2 efri hæð ásamt geymslurisi og 1/2 kjallara í bárujárnsklæddu timburhúsi. Sérinngangur. íbúðin er talsvert endur- nýjuð. Hátt til lofts. Stór, gróin lóð. Mikið áhv. Verð: Tilboð. Reynsla oö pers* OPIÐ HÚS í DAG! BOÐAGRANDI 6 Glæsileg 3ja herb. 90 fm íbúð á 3. hæð í stand- settu vel staðsettu húsi með góðu útsýni. Parket á flestum gólfum. Gott skipulag. Sjón er sögu ríkari. Áhv. 3.580 þús. Verð 7,8 millj. Laufey ogTómas taka á móti þér og þínum í dag milli 14 og 17. GIMLI GIMLI GIMLI OPIÐ HUS I DAG! FANNAFOLD 173 - EINBÝLI Glæsilegt 159 fm einbýli á einni hæð ásamt 43 fm bílskúr. Húsið er mjög vel staðsett innst í botn- langa. Glæsilegt og óvenju stórt eldhús með vönduðum tækjum. 4 góð sefnherbergi. Nánast fullbúin eign. Líttu á verðið! 13,2 millj. Áhv. Byggsj. rík. og önnur mjög hagstæð lán, alls kr. 7,7 millj. Halldór og Sigrún taka á móti þér og þínum í dag milli kl. 13 og 17. GIMLI GIMLI GIMLI Frábær fyrirtæki Farfuglaheimili á Stór-Reykjavíkursvæðinu, húsnæði og rekstur. Veitingastaður í Fenunum, sem byggir á íssölu og hamborgurum. Gott verð, laus strax Pizzastaður, mjög góð staðsetning, góð velta, allt í fullum rekstri. Góð af- koma, miklir möguleikar Veitingastaður í miðborginni. Tekur 125 manns, mjög vinsæll og vaxandi. Verð 7 millj. Vinsæll matsölu- og vínveitingastaður til sölu í miðborginni. Mjög þekktur og mikill annatími framundan Fataverslun á einum fjölmennasta verslunar- stað landsins, er með eigin innflutning. Tilheyrir stórri verslunarkeðju á Norðurlöndum. Fyrirtæki tengt fiski, kvótasala. SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. VESTURBÆR - KÓPAVOGI Nr. 8425. Glæsilegt og vandað einbýli/tvíbýli við Huldubraut, Kópavogi. í húsinu eru tvær sjálfstæðar íb. með sérinngangi og innbyggðum bílskúr. Stærð samtals 365 fm. Eignin getur selst í einu eða tvennu lagi. Allar nánari uppl. á skrifstofu. SKAFTAFELL V/NESVEG Nr. 6576. Steinsteypt 97 fm einb. á tveimur hæðum við Eiðistorg Húsið er talsvert endurnýjað, gler og gluggar, eldhús o.fl. Ath. skipti á lítilli íbúð möguleg. Áhv. 2,3 millj. byggsj. Verð 7,2 millj. Kjöreign Ármúla 21, sími 533 4040, Dan V.S. Wiium, hdl., lögg. fasteigna sali. Opið í dag frá kl. 12-15. EK3NAMIÐLUMN Sími ö}{{{ 9090 • Fax S»}{ 9095 • Síðmm'ila 2 I ! j Selvogsgrunn - Glæsieign Þetta einstaklega vandaða einbýlishús á einum af eftirsóttustu stöðum borgarinnar er nú til sölu. Hér er um að ræða eign í sérflokki. Skipulag hússins er bæði glæsilegt og hagnýtt en það er teiknað af Skarphéðni Jóhannssyni. Á fyrstu hæð eru m.a. glæsilegar stofur með arni, bókaherbergi sem og mjög gott eldhús með vönduðum tækjum. Á annarri hæð eru m.a. 3. svefnherbergi með snyrtingu og auk þess hjónaherbergi með baðherbergi og fataherbergi innaf. Mjög rúmgóðar suðursvalir eru útaf annarri hæð. Glæsilegur stigi er á milli hæðanna. Möguleiki er á 2-3ja herbergja íbúð með sérinngangi I kjallara. Glæsilegur gróinn garður. Verð 24,9 millj. 7069.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.