Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ kwnm*’1*. 4\v ItKvw' •W*«* fmí***^' Uv^*<v^v {i^« wwv W* vltrwKl ^ |* K* Á Jónsmessunni fyrir 80 árum leit Kristinn Olsen flugstjóri dagsins ljós. Ævi drengsins varð --------------------7------------------------ samstiga flugsögu Islands. Hann hefur verið mótandi um framvinduna með djörfu framtaki og stjórnunarstörfum og flaug frá upphafí flestum þeim flugvélum sem þar komu við sögu, frá sjóvélunum litlu að stóru Rollsunum. Rósemi Kristins og úrræðasemi var viðbrugðið á hverju sem gekk. Eg var svo heppinn, var bara viðkvæðið er Elín Pálmadóttir impraði við ______hann á ýmsum uppákomum á þeirri________ ævintýralegu vegferð. VIÐ göngum um stóra húsið hans Kristins Olsen niðri við sjóinn í Arnarnesinu, þar sem álft kemur daglega til að þiggja mat af höfðingjanum sem þar býr. Flug- vél rennir sér lágt yfír fjörðinn á leið inn á Reykjavíkurflugvöll hand- an fjarðarins og aðeins eitt nes kemur í veg fyrir að við sjáum utar við strandlengjuna staðinn þar sem hann fæddist 24. júní 1917. „Ég fæddist á Pormóðsstöðum þar niðri við sjóinn og gekk því í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi,“ segir hann. „Gekk með fjörunni þar sem engin hús voru þá nema tveir þrír bæir. í skólann hafði ég með mér byssu, sem ég faldi niðri í fjöru á skólatímanum. Skaut endur og skarfa og fleiri fugla. Pabbi sálugi var góð skytta og mikið í veiði og ég byrjaði snemma. Pegar ég skaut fyrstu rjúpuna mína var ég ekki nema sjö ára gamall og þá veiddi ég líka fyrsta laxinn í Þjórsá, þar sem pabbi veiddi í 25 sumur. Leigði veiðirétt af Kálfafellskirkju og lét laxinn í Reykhúsið á Grettisgötunni. Hann var með bát, veiddi grásleppu og rauðmaga, og maður ólst upp við þetta og lærði af honum. Hann veiddi líka rjúpur og seldi til Nor- egs og sjálfur seldi ég tvær endur í viku til konu á Suðurgötunni. Pabbi var Norðmaður, hét Jentoft Ger- hard Hagelund Olsen, og starfaði sem verkstjóri í lýsinu hjá Alliance við Þormóðsstaði. Hafði komið til Islands til að kenna íslendingum að veiða lax í kílnót inni á Sundum. Við vorum átta systkinin, fjórar stelpur og fjórir strákar, ég elstur. Við hjálpuðum pabba með grásleppuna, að vaska og setja í poka. Fyrir 100 saltaðar grásleppur fékk hann eitt lamb. Skipti við bændur austur í Landsveit. Ég man að einu sinni fékk hann 27 lömb, sem var líka slátrað heima hjá okkur. Var góð búbót fyrir stórt heimili. Við hjálp- uðum eins og gengur til við kart- öfiurækt og fleira." Þetta hafa verið kartnir strákar. Hafa kannski stundum teflt á tæpt vað? Ekki tekur Kristinn undir það. Vill meina að allt lífið sé tilviljun og heppni eða óheppni. „Ég er alveg klár á því að ég hefi verið heppinn," segir hann og rifjar upp atvik þegar þeir bræður, hann og Gerhard, voru 14-15 ára gamlir. A heimilinu var bátur með smámótor, hálft annað hestafl. Strákamir ætluðu á sjó í sæmilegu veðri til að skjóta fugla. Þeir voru búnir að koma bátnum niður í fjöruna, voru að ýta honum úr vör og setja hann í gang þegar mótorinn springur. Ekki um annað að gera en að róa aftur í land. Þeir eru að setja upp bátinn þegar allt í einu skellur á brjálað veður, iðulaus stórhríð og sjórinn eftir því, varla stætt. Þessi ofsabylur var á norð- austan og stóð af landi. Kristinn segir alveg útilokað að þeir hefðu sloppið lifandi hefðu þeir verið á sjó. Alltaf jafn rólegur „Oft hefi ég rekið mig á að þetta líf er tilviljunum háð,“ segir Krist- inn og nefnir annað dæmi frá því hann var við flugnám í Kanada. Hann hafði farið með norskum fé- laga sínum til veiða hjá frænda hans sem bjó í kofa við White Mouth vatn langt fyrir norðan Winnipeg. Þeir óku á Fordbíl Kristins og voru komnir í nánast engu skyggni út á vatnið, sem karlinn fullyrti að væri beinfrosið. „Úti á vatninu opnaði Harald dymar sín megin og þóttist heyra brak í ísnum. Mér fannst ís- inn vera farinn að ganga í bylgjum og í sömu svifum sáum við blátt vatn beint framundan. Isinn var far- inn að bresta undan okkur. Það varð okkur til lífs að ég beygði ofur- rólega frá. Ef ég hefði reynt að stoppa eða beygja snöggt þá hefð- um við sokkið, farið í ískalt vatnið í grimmdarfrosti og farist." Hann viðurkennir þó að ekki hafi það verið einber tilviljun, heldur ekki síður að hann hélt ró sinni. Hefur Kristinn alltaf verið svona ró- legur? Já, hann kveðst hafa verið heppinn með það, en nefnir óðara fleiri dæmi þar sem heppni hafi bjargað. I Kanada var hann eitt sinn að koma niður úr skýjum í snjókomu með mótorana báða stopp og ekkert nema skógur og klettar undir. Allt í einu sá hann hvítan blett til hægri og beygði þangað. Þá kom sér vel að hafa verið í sviffluginu. Á milli var vegur, girðing og síma- lína. Hraðinn var svo lítill og munaði svo mjóu að hann næði inn á þennan blett að hann þorði ekki annað en stinga sér undir símalínuna. Sleit efsta girðingar- strenginn með stélhjólinu og lenti með hjólin uppi í kafsnjó á túni, á eina blettinum sem þama var á stóru svæði. Eins og að lenda í dúnsæng, segir hann. Hann hringdi og var sagt að ganga á næsta bæ og taka lestina til Winnipeg. Þar var þá annar flug- stjóri með sína dáta. í þessu veðri fóru 4 af vélum þeirra niður af 7. Enginn fórst en margir stórslösuð- ust. Kristinn minnist á að svifflugið hafi hjálpað, sem sýnir að hann var strax sem strákur kominn í snert- ingu við flugtá á þessum fyrstu ár- um flugvéla. „Á túnblettinum í mýr- inni fyrir neðan Háskólann voru Hollendingar og fleiri með flugvél- ar. Það var svo stutt fyrir okkur strákana að fara að við vorum alltaf að sniglast í kringum þá. Síðan var ég í svifflugi á Sandskeiðinu. Tók A, B og C próf í því.“ Var það kannski strax þar sem hann ákvað að gerast flugmaður? „Ég veit það ekki. Ég var búinn að ganga frá kaupum á 12 tonna dekk- bát að austan, ætlaði að stunda sjó- inn. Einhvem veginn breyttist það. Og við ákváðum fjórir félagamir að skella okkur vestur í flugskóla Konna Jóhannessonar í Kanada að læra að fljúga. Fórum fyrst saman Jóhannes Snomason, Sigurður Ólafsson, Kjartan Guðbrandsson og ég. Alfreð Elíasson kom svo skömmu seinna og fleiri.“ Enn einu sinni nefnir Kristinn heppnina í lífinu í ferðinni til Kanada. Þeir félagar vora búnir að útvega sér frítt far vestur með flutningaskipinu Eddu. En þurftu á síðustu stundu að fá vegabréfsárit- un því siglt var til Bandaríkjanna. Þar sem svo naumt var að þeir næðu skipinu höfðu þeir tryggt sér til vara far með Heklunni 10 dögum síðar. Eddan lá í Hafnarfirði. Á síð- ustu stundu komu þeir með blautar myndir í bandaríska sendiráðið sem afgreiddi þá í hvelli og munaði ekki nema mínútu að þeir kæmust um borð í Edduna áður en hún sigldi. Ferðin var áfallalaus. Heklan var aftur á móti skotin niður og flestir fórast sem þar vora um borð. „Ég segi það enn einu sinni og er harður á því að þetta líf sé tilviljunum háð.“ í brölti og brasi Strákarnir byrjuðu snemma að bjarga sér sjálfir hvað sem upp á kom, sem ekki hefur kannski síður dugað Kristni vel í lífinu en skóla- setur. „Sem unglingur byrjaði ég líka að brölta í bílabransanum, enda hægt að komast í verkstæði. Fyrsta bílinn keypti ég fyrir 130 krónur. Það var bara grind og mót- or, sem maður fór að smíða hús á. Við urðum að fara á reiðhjóli með brúsa í bæinn til að kaupa bensín, því við vorum of ungir til að geta keyrt á bensínstöð. Einu sinni komu tveir samstarfsmenn pabba labbandi eftir veginum. Við lögðum KRISTINN 7 ára gamall með föður sínum. Þá veiddi hann sinn fyrsta lax og líka fyrstu rjúpuna. ÞETTAljóö SSISStoSní á Morgnnblaðið/Ól.K. Mag. LOFTLEIÐAMENN urðu fyrstir til að gera Lúxemborg að áfangastað. Fyrsta Loftleiðaflugvélin lendir á nýjum Findelflug velli 22. maí 1955. Efst stendur Alfreð Elíasson, þá Kristján Guðlaugsson, Sigurður Magnússon, Sigurður Helgason, Agnar Kofoed Hansen, flugstjórinn Kristinn Olsen og Ingólfur Jónsson samgönguráðherra. spýtu yfir að aftan svo karlamir gætu setið þar með lappimar aftur af. í beygju rann spýtan til og karlarnir duttu af. Meiddu sig ekki því hraðinn var lítill. Þá tók pabbi gamli fram- hjólin undan bflnum svo að við gætum ekki leikið okkur á honum. Pabbi var svo mikill mixari og góður smiður. Maður hafði tækifæri til að bjarga sér með því að komast í verkfærin hans. „ Komu með flugvél heim Eftir að hafa verið í Flugskóla Konna í Winnipeg og tekið sín próf, fóra þeir félagar að fljúga fyrir her- inn. Heimsstyrjöldin var í fullum gangi og Kristinn flaug mikið með unga Nýsjálendinga sem verið var að æfa til að varpa sprengjum áður en þeir yrðu sendir í stríðið. „Það var mikil og góð reynsla, næturflug á tveggja hreyfla vélum. Við vorum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.