Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1997 17 SKAGAFLOKKURINN ásamt Valgeiri Skagfjörð. Skagaleikflokkurinn til Noregs HÓPUR unglinga í Skagaleik- flokknum á Akranesi lagði af stað til Lofoten í Noregi 17. júní. Síðast- liðið sumar komu 13 ungir áhuga- leikarar frá Loftoten í heimsókn á Akranes og tóku þau þátt í nám- skeiði með unglingum úr Skaga- leikflokknum. Þau gistu hjá félags- mönnum og dvöldu hér í vikutíma. Nú eru átta unglingar á aldrin- um 14-19 ára í Skagaleikflokknum að fara til Lofoten og endurgjalda heimsóknina. Valgeir Skagfjörð var fenginn til að skrifa verk fyrir hópinn og leikstýra því „Leitin ei- lífa“ er nafnið á leikritinu sem byggir á gömlu þjóðsögunni um Galdra-Loft en látið gerast í dag. Það er því í gegnum Netið sem Loftur kemst í samband við öfl myrkursins en ekki Rauðskinnu Gottskálks biskups. I Noregi sýnir hópurinn verkið á Nord-Kalott leiklisthátíðinni í Leknes á Lofoten. Eftir hátíðina verður unnið í leiksmiðju með norskum, græn- lenskum og færeyskum ungling- um. Afrakstur hennar verður sýnd- ur í Harstad sem hluti af Festspil- lenda í Nord-Norge (FINN). Leik- hópurinn kemur svo heim 1. júlí. Skilaboð til Dimmu sýnd í Ólafsvík Ólafsvík. Morgunblaðið. FRUMSÝNING á leikritinu Skila- boð til Dimmu eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur var í Kaffí- leikhúsi Gistiheimilis Ólafsvíkur 13. júní sl. Er þetta ný uppsetning á leikritinu sem er einþáttungur. Leikstjóri var höfundur en leik- ari var Anna Sigga Ólafsdóttir sem er heimamaður og hefur ekki fengist við leikarastörf áður sem heitið getur. Tókst henni vel upp og voru áhorfendur ósparir á klappið að sýningu lokinni. Ein- þáttungurinn var sýndur þrisvar sinnum og fjöldi manns sótti sýn- ingar. Á frumsýningu las höfundur úr verkum sínum sem voru stuttar smásögur. Til stendur að fara með verkið um Snæfellsnesið í sumar. Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum ELÍSABET Jökulsdóttir las úr verkum sínum á frumsýn- ingu í Ólafsvík. ♦ ♦-» Tónleikar á Fá- skrúðsfirði Fáskrúðsfirði. Mor^unblaðið. HJÓNIN Elín Osk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson héldu tónieika í félagsheimilinu Skrúði á Fáskrúðs- firði fimmtudagskvöldið 19. júní. Undirleikari var Guðlaug Hestnes. Tónleika þessa nefna þau Sumar- tónleika og á efnisskránni eru lög eftir Inga T. Lárusson, Sigfús Halldórsson, Sigvalda Kaldalóns og óperur úr Kátu ekkjunni og Don Giovanni. Tónleikar þessir voru í boði sveitarféigsins og nokkurra fyrir- tækja og eintaklinga og var að- gangur ókeypis. Mjög góð mæting var á þá og voru þau kölluð marg- sinnjs fram. Þess má geta að Kjart- an Ólafsson er frá Fáskrúðsfirði. Þau Elín og Kjartan fóru frá Fáskrúðsfirði til Borgarfjarðar eystra og héldu tónleika þar föstu- dagskvöld og halda tónleika sunnudagskvöld í Miklagarði í Vopnafirði. SUMARTILBOÐ '1 PowerMacintosh 5260 Apple Color StyleWriter 2500 Power Macintosh 5260 ásamt Apple Color StyleWriter 2500 120 MHz PowerPC 603e 8 - 64 MB vinnsluminni 1200 MB harðdiskur Áttahraða geisladrif 8 bita hljóð inn og út 16 bita hljóð frá geisladrifi Hægt að setja sjónvarpsspjald Localtalk Bleksprautuprentari með svart/hvíta- og litaprentun Fimm síður á mínútu í svörtu og 0,66 síður á mínútu í lit 720x360 pát með breytilegri blekþykkt Stuðningur við Adobe PostScript-letur þegar notaður er Adobe Type Manager-hugbúnaður. 139.900,= Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Netfang: sala@apple,is Veffang: http://www.apple.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.