Morgunblaðið - 22.06.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1997 17
SKAGAFLOKKURINN ásamt Valgeiri Skagfjörð.
Skagaleikflokkurinn
til Noregs
HÓPUR unglinga í Skagaleik-
flokknum á Akranesi lagði af stað
til Lofoten í Noregi 17. júní. Síðast-
liðið sumar komu 13 ungir áhuga-
leikarar frá Loftoten í heimsókn á
Akranes og tóku þau þátt í nám-
skeiði með unglingum úr Skaga-
leikflokknum. Þau gistu hjá félags-
mönnum og dvöldu hér í vikutíma.
Nú eru átta unglingar á aldrin-
um 14-19 ára í Skagaleikflokknum
að fara til Lofoten og endurgjalda
heimsóknina. Valgeir Skagfjörð
var fenginn til að skrifa verk fyrir
hópinn og leikstýra því „Leitin ei-
lífa“ er nafnið á leikritinu sem
byggir á gömlu þjóðsögunni um
Galdra-Loft en látið gerast í dag.
Það er því í gegnum Netið sem
Loftur kemst í samband við öfl
myrkursins en ekki Rauðskinnu
Gottskálks biskups.
I Noregi sýnir hópurinn verkið
á Nord-Kalott leiklisthátíðinni í
Leknes á Lofoten.
Eftir hátíðina verður unnið í
leiksmiðju með norskum, græn-
lenskum og færeyskum ungling-
um. Afrakstur hennar verður sýnd-
ur í Harstad sem hluti af Festspil-
lenda í Nord-Norge (FINN). Leik-
hópurinn kemur svo heim 1. júlí.
Skilaboð til
Dimmu sýnd í
Ólafsvík
Ólafsvík. Morgunblaðið.
FRUMSÝNING á leikritinu Skila-
boð til Dimmu eftir Elísabetu
Kristínu Jökulsdóttur var í Kaffí-
leikhúsi Gistiheimilis Ólafsvíkur
13. júní sl. Er þetta ný uppsetning
á leikritinu sem er einþáttungur.
Leikstjóri var höfundur en leik-
ari var Anna Sigga Ólafsdóttir
sem er heimamaður og hefur ekki
fengist við leikarastörf áður sem
heitið getur. Tókst henni vel upp
og voru áhorfendur ósparir á
klappið að sýningu lokinni. Ein-
þáttungurinn var sýndur þrisvar
sinnum og fjöldi manns sótti sýn-
ingar.
Á frumsýningu las höfundur úr
verkum sínum sem voru stuttar
smásögur. Til stendur að fara með
verkið um Snæfellsnesið í sumar.
Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum
ELÍSABET Jökulsdóttir las
úr verkum sínum á frumsýn-
ingu í Ólafsvík.
♦ ♦-»
Tónleikar á Fá-
skrúðsfirði
Fáskrúðsfirði. Mor^unblaðið.
HJÓNIN Elín Osk Óskarsdóttir og
Kjartan Ólafsson héldu tónieika í
félagsheimilinu Skrúði á Fáskrúðs-
firði fimmtudagskvöldið 19. júní.
Undirleikari var Guðlaug Hestnes.
Tónleika þessa nefna þau Sumar-
tónleika og á efnisskránni eru lög
eftir Inga T. Lárusson, Sigfús
Halldórsson, Sigvalda Kaldalóns
og óperur úr Kátu ekkjunni og
Don Giovanni.
Tónleikar þessir voru í boði
sveitarféigsins og nokkurra fyrir-
tækja og eintaklinga og var að-
gangur ókeypis. Mjög góð mæting
var á þá og voru þau kölluð marg-
sinnjs fram. Þess má geta að Kjart-
an Ólafsson er frá Fáskrúðsfirði.
Þau Elín og Kjartan fóru frá
Fáskrúðsfirði til Borgarfjarðar
eystra og héldu tónleika þar föstu-
dagskvöld og halda tónleika
sunnudagskvöld í Miklagarði í
Vopnafirði.
SUMARTILBOÐ '1
PowerMacintosh 5260
Apple Color StyleWriter 2500
Power Macintosh 5260 ásamt
Apple Color StyleWriter 2500
120 MHz PowerPC 603e
8 - 64 MB vinnsluminni
1200 MB harðdiskur
Áttahraða geisladrif
8 bita hljóð inn og út
16 bita hljóð frá geisladrifi
Hægt að setja sjónvarpsspjald
Localtalk
Bleksprautuprentari með svart/hvíta- og litaprentun
Fimm síður á mínútu í svörtu og 0,66 síður á mínútu í lit
720x360 pát með breytilegri blekþykkt
Stuðningur við Adobe PostScript-letur þegar notaður er
Adobe Type Manager-hugbúnaður.
139.900,=
Apple-umboðið
Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111
Netfang: sala@apple,is Veffang: http://www.apple.is