Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1997 13 Miskiíd þrieykisins í Libanon vekur ugg Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir Lok kalda striðsins: vantrúaður á evrópskar varnir Þegar kom fram á sjöunda ára- tuginn og síðar misstu bæði ísland og Noregur landfræðilega sérstöðu sína sökum breyttrar hertækni, meðal annars með tilkomu lang- drægra eldflauga og einnig minnk- aði gildi íslands í eftirlitskerfi Bandaríkjanna. Berdal segir þó að enn sé þar áhugi á norðurslóðum. Með afvopnun í Mið-Evrópu og auknum hernaðarsvifum við Péturs- borg og á Kólaskaga hafi útjaðrar varnarkerfisins öðlast aukið mikil- vægi. Fyrir Norðmenn skipti kaf- bátahafnir á Kólaskaga máli, en hættan af þeim sé fyrst og fremst umhverfisleg og ekki hernaðarleg og sama gildi fyrir Islendinga. Berdal hefur undanfarið tekið upp fyrri rannsóknir á sviði nútíma aðstæðna og friðargæslu. Um stöð- una í Evrópu eftir lok kalda stríðs- ins segir hann að það sé vissulega jákvætt að ógnarjafnvægið sé liðið undir lok, því þegar litið sé aftur megi sjá hve oft hafi legið óhugnan- lega nærri átökum. Hann er vantrú- aður á sameiginlegar evrópskar varnir, án þátttöku Bandaríkjanna og kallar slíkar hugmyndir goð- sagnir einar. „Hingað til hefur allt- af sýnt sig að allar hugmyndir um evrópska samstöðu brotna niður andspænis raunveruleikanum, hvort sem er í fyrrum Júgóslavíu, Albaníu eða í afstöðunni til Kína og íran. Þrátt fyrir ákafar umræður um sameinaðar stofnanir í Evrópu eru viðbrögðin alltaf þau að settar eru upp tímabundnar nefndir, eins og gert hefur verið varðandi Alban- íu, svo nær er að tala um nokkurs konar sameiginlega stöðvun en samvinnu." Berdal minnir á að kalda stríðinu hafi ekki lokið yfir nótt. Hagsmun- ir Evrópulandanna fari ekki alltaf saman, sem leiði til nokkurrar óreiðu þegar til lengri tíma sé litið, en sé ekki hættulegt. Hvað stækkun NATO varðar er Berdal trúaður á að þrjú ný lönd verði tekin með í sumar, en svo muni ekkert gerast um langa hríð, þótt opinberlega sé annað sagt. Mikilvægt sé hins veg- ar að tengja sem flest Evrópulönd NATO með friðarsamvinnu, til dæmis Búlgaríu, Úkraínu og Eyst- rasaltslöndin, þar sem NATO-aðild sé tæplega á dagskrá hvað þau varði. Danskar hugmyndir um norræna varnarvídd, sem Eystrasaltslöndin tengist, falli vel að núverandi að- stæðum og slík vídd sé ekki nein storkun við Rússland. Allar getgát- ur um að þannig myndist grátt svæði við Eystrasaltið séu út í hött, meðan ekki ríki spenna þar. Eins og áður er rakið hafa nýjar aðstæð- ur einnig breytt hernaðarlegu mikil- vægi Noregs og íslands. Þótt norð- urslóðirnar séu enn mikilvægar séu þeir tímar löngu liðnir að hernaðar- leg staða íslands sé landinu veru- legur akkur í samskiptum við Bandaríkin. STÖÐUGAR deilur milli þeirra þriggja manna sem hafa öll völd í Líbanon hafa færst í aukana eftir að Rafiq Harari forsæt- isráðherra ákvað upp á sína, að fresta bæja- og sveitastjórnarkosn- ingum í landinu sem áttu að vera á vordögum. Þess í stað verða kosn- ingarnar ekki fyrr en í apríl á næsta ári. Þetta er þrætueplið milli Eliasar Hrawi, forseta, sem er kristinn mar- oníti, Hariri, sem er súnni-múslimi, og þingforsetans Nabib Berri, en hann er shia-múslími. Þeir eru af Líbönum kallaðir þríeykið en það blandast fáum hugur um hver hefur betur ef þeir lenda í deilum- og það gerist nú æ algengara og samkomu- lagið virðist versna dag frá degi að því er fréttaskýrendur segja. Eins og þeir vita sem fylgjast með málefnum Líbanons var valdahlut- föllum breytt með Taif-samkomu- laginu frá 1990 þegar samningur var gerður sem leiddi loks til lykta fimmtán ára langa borgarastyrjöld í landinu. Þó fáir séu þeir trúlega sem vita af hverju hún hófst ná- kvæmlega var auðsætt eftir því sem árin liðu og áfram hélt borgarastyrj- öldin að hún snerist smám saman upp í illvíga valdabaráttu hinna ýmsu trúfélaga í landinu. Kristnir menn höfðu forsetaembættið sem var langtum valdamest og þótti stór- lega halla á múslima sem voru löngu orðnir í meirihluta í landinu og vildu fá völd í samræmi við það. Rafiq Hariri var kvaddur til og tók við embætti forsætisráðherra og hann hefur reynst með afbrigðum skeleggur, dugmikill og firna stjóm- samur svo að menn segja að það hálfa væri nóg. Á hinn bóginn hefur honum tekist það sem sjálfsagt hefði verið á fárra færi; hann hefur hleypt lífi og krafti í endurreisn landsins og fengið fjárfesta til að trúa því að það muni skila stóru að ieggja peninga í uppbyggingu Beirúts. En það hefur æði oft viljað gleym- ast að samkvæmt Taif-samkomuíag- inu ber honum vitaskuld að hafa fullt samráð við Hrawi forseta og Berri þingforseta. Og það hefur vald- ið illdeilum sem hafa leitt til þess að Hariri hefur nokkrum sinnum sagt af sér og enn oftar hótað að gera það. Og hinir tveir í þríeykinu vita, sér til sárrar gremju, að þeir verða að hafa Hariri með sér eigi að vera nokkur von til þess að Líban- on rétti úr kútnum. Langt f rá bæjar- og sveitarstjórnarkosningum Hariri neitar því þó ekki að full þörf væri á því að efna til bæjar- og sveitarstjórnarkosninga. Þær voru síðast í landinu 1963. Sem stendur eru margar bæja- og sveitastjórnir í landinu nánast óstarfhæfar því fulltrúar í þeim hafa andast, flutt úr landi eða vegna þess að embættismenn sem stjórnin hefur skipað, vegna þess að engar kosn- ingar hafa verið, hafa ekki sinnt skyldum sínum. En Hariri staðhæfði að með því að efna til kosninganna nú gæti verið stefnt í hættu trú fjárfesta í Líbanon. Hann hefur nokkuð fyrir sér í því. Bæja- og sveitastjórnar- kosningar hafa frá gamalli tíð verið illskeyttari og hatrammari en þing- kosningar og skapað ofboðslega tog- streitu og illindi í nær hverju þorpi og bæ. Þar sem byssueign er mjög almenn í þorpum og bæjum mundi það sjálfsagt verða torvelt fyrir stjórnvöld - jafnvel með stuðningi sýrlenska hersins í landinu - að halda uppi lögum og reglum ef spenna vegna kosninganna ykist upp að hættumörkum. Hrawi varð œfur Það fer ekki á milli mála að Hrawi forseti gerði sér grein fyrir þessu en var reiðubúinn að taka áhættuna og benti á að Líbönum hefði tekist að halda þingkosningar í landinu með sóma. Hrawi brást illur við þegar Hariri Deilur hafa magnast milli þeirra þriggja manna sem fara með völdin í Líbanon og þykir forsætisráðherrann, Rafíq Hariri sýna yfírgangssemi. Trúmál tengjast misklíð þeirra og gæti hún haft vondar afleiðingar að dómi Jóhönnu Kristjónsdóttur. Elias Hrawi, forseti. RafiqHariri, forsætisráðherra. Nabih Berri, forseti líbanska þingsins. ákvað að fresta kosningunum og sama er að segja um Nabib Berri. Sjálfsagt er það þó ekki síður aðferð forsætisráðherrans sem fór illa í þá félaga enda hafði hann ekki það samráð við þá meðstjórnendur sína sem honum ber samkvæmt Taif- samningnum. Áður en borgarastyrjöldin braust út í landinu höfðu kristnir menn jaf n- an átt embætti forseta og völd hans voru mjög mikil. Með Taif-sam- komulaginu voru gerðar miklar breytingar á vaidsviði forseta þó kristnir fengju að halda embættinu. Það er sýnilegt að mennirnir þrír eru allir mjög viðkvæmir fyrir því að ekki sé gengið á þeirra hlut. Hariri er maður fullur sjálfstrausts og metnaðar og virðist aldrei í vafa um ákvarðanir sínar. Berri hefur gagnrýnt hástöfum aðferðir hans við að koma málum gegnum líbanska þingið og fundist þær bera keim af einræðistilburðum. Og Elias Hrawi forseta fmnst hann vera hafður út- undan og alltof oft gleymist að hafa hann með í ráðum. Skaplyndi mannanna þriggja býð- ur ekki upp á að þeir geti unnið saman svo að vel fari og andúðin sem á milli þeirra er og reynt var að fela framan af hefur komið æ ljósar upp á yfirborðíð. Þetta þykir mörgum skuggaleg þróun þar sem þá megi búast við að menn fari að tengja þessa valda- baráttu trúmálum sem aftur leiði til slíks óvissuástands að menn geti átt von á því versta. Ef svo færi að syði aftur upp úr í Líbanon vegna trúmála hlyti það að hafa skelfilegar afleiðingar fyrir þetta hrjáða land. Deilur þeirra þremenninganna hafa verið svo augljósar síðustu vik- ur að Sýrlendingar hafa hvað eftir annað reynt að miðla málum einkum milli Berris og Hariris og fá þá til að tala saman en það hefur ekki enst nema skamma hríð í einu. Ridwan al-Sayyid, háskólakennari í islömskum fræðum, segir að valda- baráttan snúist um að Berri finnist Hariri hafa fengið of mikið af þeim völdum sem tekin voru frá kristnum eftir Taif og færð yfir til múslima. Fyrir meðalgöngu Sýrlendinga hefur nú enn eitt „vopnahléð" verið gert milli þremenninganna. Berri og Hrawi féllust á að bæja- og sveita- stjórnarkosningum yrði frestað, Berri fékk því framgengt að þingið situr 8 mánuðum lengur en ætlunin var á þeirri forsendu að ella yrðu næstu þingkosningar um sumarið árið 2000 og gæti það fælt ferða- menn frá að koma. Hrawi forseti fékk svo að skipa nokkra dyggustu stuðningsmenn sína í ráðgjafastöður. Ættu þá allir að vera sáttir í bili og menn gætu haldið áfram vinnu við það sem er mest aðkallandi i Líbanon. En því er ekki að neita að fáir eru trúaðir á að þessi friður standi lengi og einkum af því að Hariri dregur ekki úr yfirlýsingum sínum um að forsætisráðherrann sé sá sem er númer eitt í þríeykinu og Berri reynir ákaft að tryggja að völd shia- múslíma séu ekki fyrir borð borin og heidur aukin ef nokkuð er. Hrawi reynir að halda andlitinu og bendir á að forsetinn sé andlit landsins inn á við sem út á við. Því eru margir ekki sérlega bjartsýnir á að stöðugleiki sem er svo bráðnauð- synlegur fyrir Líbanon standi traust- ari fótum þrátt fyrir nýjasta vopna- hléð milli þeirra keppinautanna. B&int f/cja í sálina - WAccjioQrcr í allt sumar Á Benidorm eru allir gististaðir Ferðaskrifstofu Reykjavíkur staðsettir miðsvæðis eða við ströndina, í hjarta bæjarins Sértilboð í sumarferðir - 2 vikur: 30/6 - 7/7 - 14/7 Dæmiumverð Verðmiðadvið4ííbúð OC065 2ííbúðfrákr. JQ400 2£íSogS^ieriendis- 30.juni: )r» (2 börn og 2 fullorðnir) frá kr.WI# s^r. ~U stgr. jsienskfararstjórnogallirskattar Gisting á Gemelos II eða Maryciel - Báðir gististaðir eru staðsaðsettir í hjarta baejarins - Stutt í alla þjónustu Helgarferðir, 2 í stúdíó O Q240 4 nsetur WWm/skötu ottum Helgar- og vikuferðir í sept./okt. Alla föstudaga - Gisting í Cidadines íbúðunum Vikuferðir, 2 í stúdió /IQ34Q TT M m/sköttum Innifalið: Flug, gisting og allir skattar Flug ogi bíll í viku í Barcelona frá kr. 25.490 stgr. pr. mann miðað vi<S 4 f bfl 2 fullorðna og 2 börn , 9 ^^^ Ugq^-STRANDBÆRINN ¦ Gísting á Gran Sitges hótelinu Helgarferðir, 2 í herb. 38~40 vikuferðir, 2 . herb. 44m/st£ 4 nætur m/sköttum m/sköttum Innifalið: Flug, gisting og allir skattar Viðbótarafsláttur kr. 4000.- þegar þú notar EURO/ATLAS ávísunina þína. FRANKFURT - Flugsæti 1 9^.&.í£ Alla mánudaga ZLÍRIQH - Flugsæti22®®- raATTaí- VIN - Flugsæti22^° 5£SðS£ VISA FLUG og BILL: DÍÍSSELDORF^íbn^kr 27°?°um MUNCHEN 4íbí.frékr. 29MSL, Pantið í sfmci FERÐASKRIFSTOFA hamborg «««* »œ_ m REYKJAVÍKUR Barnaafslattur: 2ja-11 ara 10500.- . " Aðalstræti 16 - sími 552-3200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.