Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 1
104 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 138 TBL. 85. ÁRG. SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Ómar ________________SPEKTARSTUND í STRÆTÓ___________________ Bjóða geymslur fyrir kjarnavopn í Grænlandi Kaupmannahöfn. Reuter. Ráðherrann skildi ekki skýrslu sína FYRSTI fundur Davids Blunketts mennta- málaráðherra Bretlands með Tony Blair forsætisráðherra tók óvænta stefnu er hann hugðist lesa upp helstu ráðstafanir sínar í menntamálum, eftirlætismál Blairs, frá því hann tók við starfi. Reyndist skýrslan vera á sænsku, en Blunkett, sem er blindur, skilur ekki orð í henni. Hélt hann þó ró sinni, mælti nokkur orð eftir minni og bað aðstoðarmann sinn að taka við og tala um kennslugæði. í ljós kom að tæknileg mistök höfðu átt sér stað er emb- ættismenn, þjakaðir af álagi við að upp- fylla þarfir fyrsta blinda ráðherrans, hugðust prenta skýrsluna. Yttu þeir á rangan takka á lyklaborði tölvunnar sem snarar efni á blindraletur og prentuðu hana á sænsku í stað ensku. Sakir þekk- ingarskorts á blindraletri áttuðu þeir sig ekki á mistökunum. Varað við nýrri E-töflu BRESKA lögreglan hefur varað við nýrri E-töflu, gráhvítri og demantslaga, sem virðist komin í umferð þar í landi. Er það gert í beinu framhaldi af andláti 13 ára pilts í bænum New Stevenston í Lanark- skíri af völdum nýju E-töflunnar. Ekki er vitað til þess að yngra fórnarlamb hafi lát- ist af völdum töflunnar í Bretlandi. Tókst að bjarga lífí tveggja félaga hans, 13 og 15 ára. Fundust þeir meðvitundarlausir á akri eftir að hafa gleypt þijár töflur hver. Áður höfðu þeir drukkið ókjör af vatni til þess að reyna að minnka áhrif töflunnar. Piltunum þremur hefur verið lýst sem „venjulegum unglingum úr góðu um- hverfi". Dýrkeypt um- ferðarmerkja- hnupl TVEIR tvítugir piltar og 21 árs stúlka voru á föstudag dæmd í héraðsdómi í Flórída til 15 ára fangelsisvistar hvert fyrir að stela stöðvunarskyldumerki á gatnamótum þar sem þijú ungmenni týndu lífi í umferðarslysi í febrúar í fyrra. Samkvæmt lögum gátu þau hlotið allt að 52 ára fangelsi hvert. Játuðu þau að hafa af prakkaraskap fjarlægt 19 önnur um- ferðarmerki í Hillsborough-sýslu, þó ekki merkið á gatnamótunum sem banaslysið varð. Á grundvelli óbeinna sannana voru þau engu að síður fundin sek um mann- dráp af gáleysi. GRÆNLENSKA landsstjórnin er reiðubúin að semja við Bandaríkjamenn og Rússa um að koma upp geymslum fyrir aflögð kjarna- vopn í Thule-stöðinni í norðanverðu Græn- landi. Lýsti Lars Emil Johansen, formaður stjórnarinnar, þessu yfir í samtali við danska blaðið Jyllands-Posten í gær og sagði, að risaveldin tvö ættu að snúa sér beint til Grænlendinga sjálfra og sniðganga danska utanríkisráðuneytið. í blaðinu er því haldið fram, að danska stjómin hafi spilað sig úr leik í spumingunni um geymslu kjamavopna í Grænlandi. Lætur Niels Helveg Petersen utanríldsráðherra undrun í ljós á ákvörðun Grænlendinga í sam- tali við blaðið. „Hún er ekki í samræmi við það sem mér hefur áður verið skýrt frá af hálfu landsstjómarinnar. Sé þetta hins vegar raun- veruleikinn verð ég að ganga út frá því að okkur verði sent erindið,“ sagði ráðherrann. Helveg Petersen lýsti á sínum tíma and- stöðu við tillögur hinnar virtu bandarísku ráðgjafarstofnunar Rand, sem lagði til, í febrúar sl., að geymslum yrði komið upp í Grænlandi fyrir kjarnavopn sem til hefðu fallið vegna afvopnunarsamninga risaveld- anna. Benti stofnunin í því sambandi einnig á ísland sem ákjósanlegan geymslustað vopna af þessu tagi. Jyllands-Posten sagðist hins vegar hafa fengið fullvissu fyrir því, að utan- ríkisráðherrann hefði neitað því að svara er- indi, sem Rand-stofnunin sendi dönsku stjóminni vegna málsins. Frumkvæði grænlensku landsstjórnarinn- ar hefur því vakið athygli sérfræðinga í utan- ríkismálum. „Pað era góðar fréttir fyrir heimsbyggðina alla, að grænlenska lands- stjómin er reiðubúin að eiga frumkvæði í málinu. Það mun hafa áhrif á bandarísk stjórnvöld,“ sagði Richard Speier hjá Rand- stofnuninni. Hann bendir á Thule-stöðina sem bestu geymslustöð kjarnavopna í öllum heiminum, þar verði þau ekki lengur í hönd- um Bandaríkjamanna og Rússa. Bandaríkja- stjórn hefur ekki tekið afstöðu til hugmynd- ar Rand-stofnunarinnar en sérfræðingar hennar eru í nánum tengslum við áhrifa- menn í bandaríska stjómkerfinu. Uffe Elleman-Jensen, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, gagnrýnir aðgerðarleysi dönsku stjórnarinnar harðlega í Jyllands- Posten. „Ahugaleysi hennar á málinu er stórandarlegt. Það er of mikilvægt til þess að því verði sópað undir teppið. Málið snýst um að finna leiðir til þess að fjarlægja hinar miklu kjarnavopnabirgðir heimsins," er eftir honum haft. Thule-stöðin í norðanverðu Grænlandi var, samkvæmt sérstökum samningum við Atl- antshafsbandalagið (NATO), fram á sjöunda áratuginn heimavöllur bandarískra flugvéla sem búnar vora kjamorkusprengjum. Eiga Grænlendingar enn í deilum um skaðabætur vegna tjóns af völdum geislunar sem hlaust af flugslysi í stöðinni árið 1968. Lars Emil Johansen segir, að Grænlend- ingar vilji ekki að land þeirra verði ralsa- haugur fyi’ir kjarnavopn. Þeir vilji aftur á móti stuðla að friði í heiminum. „Lega lands- ins hafði mikla hernaðarlega þýðingu meðan á vopnakapphlaupi stórveldanna stóð. Hún hefur ekki minni þýðingu nú,“ sagði hann. Vinnukonustéttin endurlífguð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.