Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 KNATTSPYRNA MORGUNBUAÐIÐ HAUKUR Ingi Guðnason og Jóhann B. Guðmundsson hafa oft haft ástæðu til að fagna að undanförnu. „Mikið mun mæða á þeim er líður á sumarið en Ijóst er að þarna eru tveir efni- legir knattspyrnumenn á ferðinni," segir Guðjón Þórðarson. þarf til að ná árangri. Leikmenn mega ekki láta glepjast af eigin- girni heldur verður liðið og liðsheild- in að vera í fyrirrúmi. Ef þetta geng- ur eftir hjá Vestmannaeyingum er ég viss um að liðið á eftir að standa sig vel í sumar. Það kemur í hlut Bjama þjálfara að spila þessu liði til sigurs á mót- inu og ljóst er að hlutverkið er bæði skemmtilegt og krefjandi en mikið mun reyna á hann því mann- valið er gott. ÍA Lið ÍA, sem nú er í þriðja sæti deildarinnar, er skipað mörgum mjög reyndum og sterkum leik- mönnum. Það væri að æra óstöðug- an að tala um landsleikjafjölda liðs- ins og það sem því fylgir. IA er eina liðið sem hefur teflt fram þremur útlendingum hingað til en breyting er reyndar að verða á því. Liðið hefur spilað leikaðferðina 4-3-3 og virðist það ætla að verða niðurstaða þjálfarans að spila þá aðferð. Töluverðar breytingar hafa verið á skipan liðsins frá leik til leiks, þjálf- arinn hefur sagt að hann sé enn að leita að bestu uppstillingunni en það fer að styttast í að menn sjái hana. í markinu hefur Þórður Þórðar- son staðið sig ágætlega það sem af er ári, en hann verður að gæta að sér því hann er sinn mesti óvinur og atvik eins og í bikarleiknum gegn ungmennaliði IA mega ekki sjást. Vörnin hefur verið að taka breyting- um frá leik til leiks, Sigursteinn Gíslason hefur ýmist verið bakvörð- ur eða miðjumaður, Gunnlaugur Jónsson miðvörður eða bakvörður en Steinar Adolfssyni hefur spilað í stöðu miðvarðar, ýmist með Gunn- laugi eða Olafi bróður sínum. Ljóst er að Akurnesingar geta stillt upp sterkri öftustu varnarlínu sem ætti að geta haldið liðinu á floti í erfíðum leikjum. Skagamenn hafa tekið þann kostinn að hafa tvo tengiliði tiltölulega aftarlega á miðjunni, fyr- ir framan öftustu varnarlínu, þar hafa einnig verið nokkuð miklar þreifingar með menn í stöðum og ekki enn endanlega ljóst hverjir koma til með að festa sig í sessi á miðju Skagamanna. Fyrir framan þessa tvo tengiliði hefur fyrirliðinn Ólafur Þórðarson verið að spila og hefur staðið sig ágætlega, farið fyr- ir sínum mönnum með vilja og dugn- aði. Vinstri útherji liðsins er engum ókunnur, þar fer Haraldur Ingólfs- son, sem spilað hefur ágætlega á köflum og ólíklegt er annað en hann haldi þeirri stöðu. Engu að síður tel ég Harald geta gert betur en hingað til. Bjarni Guðjónsson hefur oftast verið á hægri kanti en nú hverfur hann á braut og óvíst er hver kem- ur til með að fylla hans skarð, en með Kára Stein og Harald Hinriks- son á bekknum ættu Skagamenn ekki að vera í vandræðum. Ristic hefur verið frarnherji liðsins og virð- ist vera fastur í sessi í þeirri stöðu þrátt fyrir að hafa aðeins skorað tvö mörk í sex leikjum (18 leikir, sex mörk?). Einhvern tíma hefði það ekki þótt gott i þessari stöðu. Skag- aliðið reynir nú að næla í íslandsbik- arinn sjötta árið í röð. Jafnframt hafa þeir bikarmeistaratitil að veija og framundan er barátta í Evrópu- keppni. Mikið mun reyna á styyk liðsins en enginn efast um að IA hefur einn allra sterkasta leik- mannahóp deildarinnar, ef ekki þann sterkasta. Menn sem þekkja og vita hvað til þarf. Þijú efstu liðin eru mjög sterk MJÖG athygiivert hefur verið að fylgjast með leik Keflavíkurliðsins, sem er á toppi deildarinnar, og margir velta því fyrir sér hvort það sé að gera eitthvað sérstakt umfram aðra. Segja má að Keflvíkingar spili hefðbundna 4-5-1 leikaferð vamar- lega og 4-3-3 þegar þeir sækja. Þeir spila með flata fjögurra manna vörn, tvo tengiliði fyrir framan hana og Gunnar Oddsson er nánast fríspi- landi á miðjunni en hefur verið fremsti miðjumaður hingað til og hefur spilað feiknavel. Hinn ungi Haukur Ingi Guðnason hefur það erfíða hlutverk að vera miðheiji liðsins. Hann hefur leyst það starf ágætlega af hendi, er fljót- ur, leikinn og áræðinn og virðist geta strítt hvaða vamarmönnum sem er. Á hægri kanti spilar Jóhann B. Guðmundsson sem hefur spilað ágætis leiki það sem af er sumri og er ört vaxandi í þessari stöðu. Hann hefur verið mjög ógnandi og náð að setja mark sitt á sóknarleik Keflavíkurliðsins svo um munar. Mikið mun mæða á þeim Jóhanni og Hauk Inga er líður á sumarið en ljóst er að þarna eru tveir efnileg- ir knattspyrumenn á ferðinni. Á vinstri kanti er Gestur Gylfason og hefur hann einnig spilað mjög vel, átt jafna og góða leiki. Gestur er öðruvísi leikmaður en Jóhann, bæði stærri og sterkari en jafnframt eldri og reyndari. Hann hefur tekið meiri þátt í varnarleik en Jóhann og aðstoðar yfírleitt betur inni í miðjunni þegar andstæðingarnir hafa boltann. Spil Keflavíkurliðsins hefur oft á tíðum farið upp vinstri kantinn hjá þeim Karli Finnbogasyni og Gesti Gylfasyni og frá þeim hafa oftar en ekki komið þær sendingar sem Jóhann og Haukur Ingi hafa verið að vinna úr. Lykillinn að sóknarleik Keflavíkurliðsins er samt sem áður Gunnar Oddsson. Hans aðal hætta er hins vegar sú að hann þarf að skynja hlutverk sitt sem þjálfari liðs- ins; mér sýnist stundum að hann gæti tekið upp skynsamari stöður á vellinum og hann verður að gæta að sér í erfiðum leik, eins og síðast gegn KR, þegar þreytan var farin að segja til sín, að veijast betur með félögum sínum. Tveir tengiliðir aftar á miðjunni, Eysteinn Hauksson og Ragnar Stein- arsson, eru báðir duglegir og ágætir knattspymumenn. Þeir valda mið- svæðið ágætlega og Eysteinn hefur verið að ógna með góðum skotum en er oft á tíðum seinn á sér og verður að gæta þess að láta ekki spila sig út úr stöðunni. Ragnar er hálfgerður „sópur“ á miðju Keflvík- inga og af mörgum vanmetinn leik- maður, sem reyndar valdar miðsvæð- ið mjög vel, er grimmur tæklari og ágætlega spilandi leikmaður. Aftasta vamarlína þeirra Keflvík- inga hefur staðið sig mjög vel í sum- ar, enginn þó betur en Kristinn Guð- brandsson. Guðmundur Oddsson, miðvörður, hefur leikið ágætlega við hlið Kristins en verður þó að gæta að sér að færast ekki of mikið í fang. Bakverðir Keflavíkurliðsins, Karl Finnbogason og Snorri Már Jónsson, virðast í góðri æfíngu og hafa staðið sig ágætlega, sárstaklega hefur Snorri vakið athygli mína, en hann átti engu að síður í erfiðleikum á móti KR og verður að gæta að sér. Ekki má gleyma Ólafi Gottskálks- syni markverði, sem virðist vera í góðri æfingu og góðu jafnvægi. Hann hefur verið að spila mjög vel og með hann í þessum ham verður Keflavíkurvörriin ekki árennileg. Forvitnilegt verður að fylgjast með hvernig Keflavíkurliðinu reiðir af, en ljóst er að árangur þess í Sjöunda umferð efstu deildar karla, Sjóvár- Almennra deildarinnar, hefst í dag. Guðjón Þórðarson, sem fjallar um knattspyrnu af og til í sumar fyrir Morgun- blaðið, veltir hér fyrir sér leikaðferðum og leikmönnum þriggja efstu liða deildarinnar. deildinni er feikigóður það sem af er. Hætta Keflvíkinga felst fyrst og fremst í því að meta lið sitt ekki rétt og fara að breyta út af því sem vel hefur verið gert. Þeir spila ein- faldan leik, veijast af mikilli grimmd og sem heild, spila hraðan sóknar- leik, með fáum snertingum; boltinn gengur hratt og örugglega á milli manna án þess að hann dvelji of lengi hjá einstaka leikmanni. Þessi leikaðferð þeirra hefur skilað fullu húsi stiga hingað til. ÍBV Það lið sem er í öðru sæti deildar- innar, ÍBV, er með feikilega sterkan leikmannahóp og lítt árennilegt þessa dagana. Eyjamenn spila líkt og Keflvíkingar, með fjögurra manna vöm, en tilbrigðið er mis- munandi á miðjunni, þar sem þeir eru með einn varnartengilið aftar- lega á miðsvæðinu, tvo menn fram- ar á miðjunni, einn framheija fremstan og sinn hvorn kantmann- inn, sem er þá kantmaður eða tengi- liður eftir því hver staða liðsins er. Varnarleikur Vestmannaeyinga hefur verið þokkalega sterkur það sem af er móti. Ekki hefur mikið reynt á markvörð liðsins, Gunnar Sigurðsson, en hann virkar þó ágæt- lega en það á eftir að koma í ljós hversu sterkur hann er. Vörn þeirra Vestmannaeyinga er feikiöflug, með Hlyn Stefánsson og Hermann Hreið- arsson sem miðverði. Þeir eru báðir líkamlega sterkir, Hlynur engu að síður akkeri vamarinnar, skynsam- ur og yfirvegaður leikmaður, Her- mann ákveðnari og áræðnari og verður oft að gæta að sér. Bakverð- imir ívar og Hjalti hafa staðið sig ágætlega. Ivar er léttleikandi bak- vörður, Hjalti fljótur og varfærinn en hann hefur engu að síður leikið mjög vel að mínu mati og ljóst að hann er öllum sóknarmaður erfíður vegna hraða síns. Miðjuspil Vestmannaeyinga gæti orðið meiri spurning; þar em fleiri leikmenn en stöður leyfa. Engu að síður em kostir Bjarna þjálfara all margir og góðir en mjög mikilvægt verður fyrir Vestmannaeyjaliðið að ná réttri blöndu leikmanna hvað varðar miðjuleikinn. Framheiji Vestmannaeyinga, Steingrímur Jó- hannesson, er fljótur og áræðinn en hann er ekki sá dæmigerði miðheiji sem menn mundu velja í þetta leik- kerfi. Erfiðlega reynist oftast að nota hann sem batta-mann - þ.e. að senda á hann og fá knöttinn strax aftur. Vestmannaeyingar verða því að velja aðrar leiðir til að spila sig í gegn um varnir andstæðinganna og gæti það reynst brotalöm á leik þeirra. Á hægri kanti hefur Ingi Sigurðs- son spilað, eftir meiðsli; hann er fljótur, áræðinn og duglegur og tið- inu mjög mikilvægur. Vinstra megin hefur Tryggvi Guðmundsson verið, hann hefur meiri sóknarskyldu en Ingi og um leið minni varnarskyldu. Hann er áræðinn leikmaður sem skorar jafnframt mikið og forvitni- legt verður að fylgjast með hvernig Tryggva reiðir af í sumar. Margir telja Tryggva dæmigerðan fyrstu deildar leikmann og að hann muni ekki ná _að skipa sér í hóp bestu manna. Ég er ekki á sama máii; hann hefur hæfíleika til að vera í hópi þeirra bestu en aðeins einn getur sýnt og sannað hversu góður leikmaður hann er - Tryggvi sjálfur. Veikleikar Vestmannaeyjaliðsins gætu fyrst og fremst falist í liðinu sjálfu. Ekki síst því hugarfari sem Morgunblaöiö/Ciolli HLYNUR Stefánsson, fyrirliöi ÍBV, er akkeri varnarinnar hjá Eyjamönnum, skynsamur og yfirvegaöur lelkmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.