Morgunblaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 32
^32 KIMMTUDAGUR 24. JÚI.l 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Koldíoxíðbínd-
ing með lúpínu
TILFINNINGAR
manna til alaskalúpín-
unnar sem hér vex eru
mjög misvísandi. Marg-
ir sjá hana sem bjarg-
vætt við að endurnýja
gróðurbelti landsins,
aðrir sjá hana sem er-
>!enda yfirgangsjurt
sem leggur undir sig
viðkvæma íslenska
náttúru. Skoðanir
manna til ræktunar og
landnýtingar eru líka
mjög misvisandi. Sumir
vilja aðeins það land-
nám sem náttúran sjálf
sér um, aðrir vilja
hanna náttúruna með
sjón- og vistvænni
ræktun að aðalsjónarmiði. Þannig
má t.d. sjá Flóann sem svæði til
ræktunar nytjajurta eða/og sam-
hliða skóg- og skjólbeltarækt og
útivistarsvæði.
Sem von er þegar togast á svo
» margvísleg sjónarmið, þá er ekkert
opinbert skipulag eða nýtingaráætl-
un fyrir stór svæði íslands. En flest
erum við sammála um að skipulagi
þurfi að koma á nýtingu landsins.
Undirritaður var nýlega á ferð um
Holland og var bent á hvernig flóð-
garðar hefðu verið fluttir til og í
undirbúningi væri gerð stöðuvatna
og ýmsar aðrar breytingar á lands-
lagi eftir þörf og skipulagi inn-
fæddra. Hér stöndum við frammi
fyrir sama vandamáli en samt með
^gerólíkum hætti. Við höfum búið í
þessu landi í yfir 1.000 ár og nýtt
gæði þess. Veðráttan hefur oft leik-
ið okkur grátt, en sauðkindin hefur
verið okkur bjargvættur og gefið
okkur bæði mat og yl.
Nú á tuttugustu öldinni stöndum
við frammi fyrir því vandamáli að
bæði brauðfæða þjóðina og skila
afkomendum okkar betra landi en
þeir tóku við. Auðlindir þjóðarinnar
skipta þar miklu máli, en þær eru
að sjálfsögðu við sjálf, þekking okk-
ar og dugnaður, orkan í iðrum jarð-
ar, fallvötnin, gróðurbeltið og físki-
miðin.
Efnahagur og iðnað-
ur þjóðanna í heiminum
er fyrir löngu farinn að
hafa mikil áhrif á um-
hverfí þeirra. Hér á
landi hefur gróðurtorf-
an minnkað um 75% frá
landnámi, en þar koma
einnig til eldgos og önn-
ur óáran. Stöðugt kola-
nám, olíuvinnsla og
brennsla er að breyta
Ioftslagi jarðarinnar.
Hitastig fer hækkandi
og samfélag þjóðanna
er orðið mjög meðvitað
um þetta. Gæði og
stjómun umhverfisins
er orðið að aðaldeilu-
málum nútímans. Hér á
íslandi höfum við verið blessuð með
gnægð umhverfisvænnar orku bæði
fallvatna og jarðhita.
Við getum notað lúpínu
til að skapa arðbæra
nýtingu á orkulindum,
segir Ásgeir Leifsson,
og frjótt land sem áður
var örfoka.
Almennt séð er viðurkennt að
aukið útstreymi svokallaðra gróður-
húsalofttegunda og þar fyrst og
fremst koldíoxíðs sé hættulegt lofts-
lagi jarðar og muni valda hitastigs-
hækkun með tilheyrandi loftlags-
breytingum svo sem hækkun yfír-
borðs sjávar og aðstöðuskilyrðum
fyrir ýmsan gróður.
Alþjóðlegar ráðstefnur hafa verið
haldnar og samþykktir verið gerðar
svo sem í Rio de Janeiro þar sem
samþykkt var að takmarka út-
streymið við það sem það var árið
1990.
íslensk stjórnvöld samþykktu
þessa ályktun, en það mun hafa
verið gerður sá fyrirvari að stóriðja
sem nýtti umhverfísvænar orkulindir
Ásgeir
Leifsson
10.-14. september
PARIS
39.900.-
Hin margrómaöa haustferö Visa og Fiugleiöa til Parísar. Innifaliö
í veröinu; Flug, gisting í fjórar nætur, m/morgunveröi, akstur
til og frá flugvelli í París, flugv.skattar og íslensk fararstjórn.
Fararstjóri er Laufey Helgadóttir.
20.-27. september
BUDAPEST 56.400.-
innifalið í verðinu; Flug, gisting m/morgunveröi, akstur til og
frá flugvelli, íslensk fararstjórn, skoöunnarferö um Búdapest
og gönguferö á útimarkaöi. Fararstjóri: Sigmar B. Hauksson
19.-27* september
KARABISKA 89.890.-
Innifaliö í veröinu; Flug, gisting í Fort Lauderdale, sigling í
eina viku í rúmgóöum klefa meö fullu fæöi og skemmti-
dagskrám.sköttum og akstri og íslenskri fararstjórn.
BÓKANIR:
Sími; 5050 484 5050 534 5050 491
VISA
VISA ÍSLAND
FLUGLEIDIR
Vegagerðá
villigötum
landsins í stað orku sem ylli miklu
útstreymi væri undanþegin. í því
trausti að þessi undanþága gilti hafa
verið gerðir nokkrir samningar sem
munu hafa í för með sér verulega
aukningu á koldíoxíðframleiðslu hér
á landi og langt umfram Rio de
Janeiro samkomulagið ef fyrirvarinn
héldi ekki. Þar að auki eru á döfinni
ýmis verkefni sem munu hafa í för
með sér verulega aukningu á koldí-
oxíðframleiðslu á íslandi. í Kyoto í
Japan í árslok verður svo haldin al-
þjóðleg ráðstefna þar sem reynt
verður að setja alþjóðalög varðandi
hindrun á útstreymi á gróðurhúsa-
lofttegundum. Menn hafa misjafna
trú á árangrinum. Flestir halda að
haldið verði áfram að syndga og
þessar ráðstefnur breyti litlu. Hér á
landi er hins vegar töluverð sér-
staða. Hér eru miklar eyðimerkur
sem eru kolefnissnauðar í gróður-
beltinu. Sýnt hefur verið fram á að
unnt sé að binda verulegt kolefni í
þessar eyðimerkur. Á Suður- og
Suðausturlandi einu eru yfír 100.000
hektarar ræktunarfærar eyðimerk-
ur, sem væru meira að segja véltæk-
ar. Þessar eyðimerkur eru til vansa
vegna sand- og moldroks og þær
henta ekki til skógræktar vegna
rýrs jarðvegs.
í Þingeyjarsýslum voru stofnuð
fyrir nokkrum árum grasrótarsam-
tökin Húsgull. Þau hafa gróðursett
lúpínu og ýmsar trjáplöntur í um-
hverfí Húsavíkur sem mun hafa
gerbreytingu á umhverfi Húsavíkur
í för með sér innan fárra ára. Fyrir
fjórum árum hófst verkefnið „rækt-
un Hólasands". Hólasandur er um
14.000 ha að stærð og þegar er
búið að sá og planta skógarplöntum
í um 5.000 ha. Þessi framkvæmd
hefur að hálfu verið kostuð af einka-
aðilum með um kr. 25.000.000 fram-
lagi og að hálfu af Landgræðslu rík-
isins. Kostnaður á hektara er því
um kr. 10.000. Nýlega hefur verið
sýnt fram á það að koldíoxíðbinding
á hektara lúpínuakurs sé um 7 tonn
á hektara yfir 30 ára tímabil. Ef
bindingin á Hólasandi er 5 tonn á
hektara og ræktunin nær yfir 10.000
ha verður meðalbinding á ári um
50.000 tonn af koltvísýringi. í ál-
framleiðslu losast um 1,5 tonn af
koldíoxíði fyrir hvert tonn af fram-
leiddu áli. Alver með afkastagetuna
30.000 tonn myndi því losa um
45.000 tonn af koltvísýringi. Hús-
gull er því á góðri leið með því að
skapa „koldíoxíðkvóta" fyrir álver
með 30.000 tonna afkastagetu, án
þess að hafa nokkurn tíma ætlað sér
það eða reiknað sér það til tekna.
Húsgull er án vafa arðbærasta fyrir-
tækið á Húsavík.
Lúpínan hefur ýmsa kosti sem
landnámsjurt. Hún þarf ekki áburð
og ræktun kostar innan við kr.
15.000/ha ef hún er gerð í nógu
stórum stíl. Miðað við koldíoxíð-
bindingu er þessi kostnaður innan
vl° ’/io af skógrækt og skilar fullum
afköstum á innan við 5 árum frá
því að ræktun hófst. Bindingar-
kostnaður á hvert tonn af koldíoxíði
er langt innan við 100 kr. Þannig
væri árlegur bindingarkostnaður
fyrir t.d. áburðarverksmiðju með
60 þús. tonna ársframleiðslu, sem
losar koldíoxíð um 90 þús. tonn.
Bindingin myndi því kosta um 9
millj. á ári. Ef tækist eins og að
er stefnt að nýta lúpínuhráefnið í
iðnaði, væri enginn kostnaður af
bindingunni. Þarna væri því hægt
að sameina nýtingu fallvatnanna til
orkufrekrar framleiðslu og rækta
eyðimerkur og breyta í fijótt land
án tilkostnaðar.
Mannsæfin er stutt. Okkur ber
að nota þau tækifæri og möguleika
sem við höfum til að skila af okkur
betra búi. Lúpínan er víkjandi jurt.
í Alaska þar sem heimkynni okkar
lúpínu eru finnst hún ekki lengur
nema i gljúfrum eða þar sem enginn
annar gróður þrífst. Hér á landi
getum við notað eiginleika hennar
ásamt öðrum jurtum til að skapa
arðbæra nýtingu á orkulindum og
fijótt land sem áður var örfoka.
Auðvelt er að halda henni í skefjum.
Það er einfaldast með því að slá
hana í júlí þegar forðarót hennar er
í lágmarki og hún mun deyja.
Höfundur er framk væmdastjóri
Iðnþróunarfélags Þingeyinga.
NÝVERIÐ kynntu forráðamenn
Vegagerðarinnar þá fýrirætlun sína
að leggja niður rekstrarstöð stofn-
unarinnar í Rangárvallasýslu. Sú
starfsemi sem þar hefur farið fram
á að flytjast undir starfsstöðvamar
í Vík og á Selfossi og þjónusta að
flytjast með útboðum í
hendur verktaka. Með
þessu leggjast af 4-5
ársverk Vegagerðar-
innar í sýslunni. Sveit-
arstjóm og atvinnu-
málanefnd Hvol-
hrepps, Verkalýðsfé-
lagið Rangæingur og
fleiri aðilar hafa mót-
mælt fyrrgreindum
áformum harðlega og
átt fund með vega-
málastjóra o.fl. for-
svarsmönnum Vega-
gerðarinnar vegna
málsins. í þeim um-
ræðum hafa að mati
undirritaðs engin hald-
bær rök komið fram sem réttlæta
aðgerðina önnur en þau að með
bættum vegum þurfi þeir minna
viðhald. Á móti kemur að krafan
um þjónustu við vegina og notendur
þeirra verður sífellt háværari og
umferð eykst með hveiju árinu sem
líður. Því virðist sem breytingin sé
gerð eingöngu breytinganna vegna.
Þrátt fýrir ítrekaðar fyrirspurnir
hefur ekki verið hægt að fá sundur-
liðaðar nákvæmar upplýsingar um
fjárhagslegan ávinning af breyting-
unum. Forsvarsmenn stofnunarinn-
ar hafa sett fram hugmyndir um
að sparnaður geti orðið 10-15 millj-
ónir króna að nokkrum árum liðn-
um. Þeir segja sparnaðinn ekki
nást strax m.a. vegna þess að stofn-
unin rekur „mjúka starfsmanna-
stefnu" og að ekki er fyrirhugað
að áhaldahúsið á Hvolsvelli verði
selt fyrr en að einhverjum tíma liðn-
um. A því verður því einhver rekstr-
arkostnaður áfram.
Þessi svokallaða mjúka starfs-
mannastefna felst í því að gerður
er starfslokasamningur við einn
starfsmann. Öðrum starfsmönnum
er sagt upp með árs fyrirvara. Þeir
munu þó ekki „bundnir" af því að
vinna út uppsagnarfrestinn. Hvers
vegna er mönnum mismunað? Er
ekki eðlilegt að gerður sé sambæri-
legur starfslokasamningur við alla
starfsmennina úr því að slíkt er á
borðinu. Undirritaður er hinsvegar
þeirrar skoðunar að almennt séu
starfslokasamningar ekki rétt leið.
Vinnulöggjöfin og kjarasamningar
setja ákveðnar leikreglur á vinnu-
markaði. Eftir þeim á að fara. Burt-
séð frá lokun rekstrarstöðvar Vega-
gerðarinnar á Hvolsvelli er það ekki
réttlátt að mönnum séu greidd laun
fyrir að vera heima hjá sér.
Þjónusta Vegagerðarinnar í
Rangárvallasýslu má illa við því að
versna frá því sem nú er. Forsvars-
menn Vegagerðarinnar hafa haldið
því fram að svo verði ekki. Veghald
verði boðið út og þjónustan falin
verktökum. Heimamenn hafa hafa
hinsvegar verulegar áhyggjur og
telja mjög vafasamt að verktakar
geti sinnt þeim störfum sem vega-
gerðarmenn í Rangárvallasýslu
hafa annast þannig að viðunandi
sé. Það er t.d. hæpið að verktaki
muni binda mannskap og tæki á
svæðinu upp á von og óvon ef verk-
efni býðst utan svæðis. Þannig verði
raunin sú að verkin verði áfram
unnin af starfsmönnum Vegagerð-
arinnar en nú af utansýslumönnum
í stað heimamanna. Óll stjórnun
flytst úr héraði og fjarlægist. Þar
með minnka möguleikar heima-
manna á að hafa áhrif á gæði þjón-
ustunnar.
Heimamenn hafa bent á að
Vegagerð ríkisins sé fyrst og
fremst landsbyggðarfyrirtæki og
því sé óeðlilegt að draga saman
starfsemi á landsbyggðinni. Eðli-
legra sé að efla hana með því að
flytja starfsemi og þar með störf
frá höfuðstöðvum í Reykjavík út á
land, enda yfirlýst stefna stjórn-
valda að flytja ríkisfyrirtæki út á
land. Þetta hefur RARIK gert með
jákvæðum árangri,
t.d. með því að flytja
birgðastöð sína á
Hvolsvöll. Forsvars-
menn Vegagerðarinn-
ar munu ekki hafa leitt
hugann að þessum
möguleika þegar
ákvörðun var tekin um
lokun starfsstöðvar-
innar í Rangárvalla-
sýslu. Þeir hafa jafn-
framt neitað hug-
myndum heimamanna
um að fresta lokuninni
til þess að ráðrúm gef-
ist til að skoða mögu-
leika á tilfærslu verk-
efna. Vegamálastjóri
hefur hinsvegar ekki útilokað þá
hugmynd að áfram verði starf-
ræktur vinnuflokkur vegagerðar-
manna og rekið áhaldahús í Rang-
árvallasýslu. Sú starfsemi falli
undir rekstrarstjóra á Selfossi eða
Vík. Það er lausn sem heimamenn
gætu e.t.v. sætt sig við og er hér
með skorað á Vegagerðina að
Atvinnulíf í Rangár-
vallasýslu, segir Guð-
mundur Svavarsson,
byggist mjög á vega-
samgöngum.
skoða hana rækilega með jákvæð-
um hætti.
Atvinnulíf í Rangárvallasýslu
byggist mjög á vegasamgöngum,
m.a. þar sem engin höfn er í sýsl-
unni. Bændur þurfa að koma af-
urðum frá sér og samdrætti í land-
búnaði hefur verið mætt með auk-
inni ferðaþjónustu. Þar eru vegirn-
ir lykilatriði. Hálendisferðaþjón-
usta er óvíða í meiri mæli en ein-
mitt í Rangárvallasýslu og þar eru
það hálendisvegirnir sem öllu
skipta, t.d. Sprengisandur og
Fjallabaksleiðirnar báðar. Ibúar
sveitanna sækja stöðugt meiri at-
vinnu og þjónustu í þéttbýlið og
enn eru vegirnir lykilatriðið. Minnt
skal á öryggissjónarmið. Suður-
landsskjálfti, varnargarðar við
Markarfljót, Kötlugos o.fl. Bakka-
flugvöllur gegnir sífellt stærra
hlutverki í ferðaþjónustu og sam-
göngumálum Vestmanneyinga.
Þjónusta við veginn að Bakkaflug-
velli þarf að vera í lagi. Rangæing-
ar líkt og aðrir landsmenn leggja
sitt af mörkum til vegamála með
bílasköttum og öðrum sköttum. Því
hljóta þeir að gera kröfu um að
njóta sambærilegrar þjónustu
Vegagerðarinnar og aðrir lands-
menn. Öll rök segja okkur að það
sé óskynsamlegt og beinlínis rangt
að leggja niður starfsstöð Vega-
gerðarinnar í Rangárvallasýslu.
Undirritaður skorar hér með á
„kerfiskallana" (þetta orð notaði
vegamálastjóri um sig og sína menn
á fundi með heimamönnum) hjá
Vegagerðinni að taka rökum og
endurskoða umrædda ákvörðun
þegar í stað. Ef svo ólíklega vill til
að þeir breyti ekki afstöðu sinni þá
trúi ég því og treysti að hæstvirtur
samgönguráðherra kippi nú í spott-
ann og komi til móts við óskir okk-
ar Rangæinga. Við verðum honum
ævarandi þakklátir. Við eigum
nefnilega ekki skilið að fá svona
meðferð.
Höfundur erformaður
Atvinnumálanefndar & Hvolsvelli.
Guðmundur
Svavarsson