Morgunblaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 53 MYNPBÖWD/KVIKIWIYMPIR/ÚTVARP-SJÓIMVARP júlítilboð Sjónvarpsefni undir eftirliti BANDARÍSK stjómvöld hafa í samvinnu við framleiðendur sjón- varpsefnis sett saman nýtt flokkun- arkerfi fyrir sjónvarpsefni til þess að hjálpa foreldrum að stýra börnum sínum frá efni sem er ekki við þeirra hæfí. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessa forræðishyggju stjórn- valda og þrýstihópa sem telja það skyldu sína að hafa vit fyrir almenn- ingi. Timothy M. Gray hjá Varíety skrifaði nýlega um nýja flokkunar- kerfið og var ekki mjög hrifinn, Gray byijar á því að kvarta und- an herferðum þrýstihópanna sem hann lýkir við ofsatrúarmenn. „Allt er gert undir slagoðrinu „vemdum börnin". Það er búið að banna teikni- myndafígúruna Joe Camel í sígar- ettuauglýsingum, þingið ræðir fnimvarp um sérstakan fjölskyldu- tíma í sjónvarpinu, Las Vegas og Time Square em gerð fjölskyldu- væn, og Disneyfyrirtækið stendur í baráttu við baptista frá Suðurríkj- unum sem vilja ekki leyfa bömum að sjá jákvæða ímynd af lesbíum í gamanþættinum „Ellen“. Auk þess er komin ný tækni til þess að ritskoða sjónvarpið sjálfur, viðvömnarmiðar eru á plötum, kvik- myndum, kynningum á kvikmynd- um, og jafnvel auglýsingum í dag- blöðum. Þar fyrir utan eru kvik- myndir klipptar og snyrtar til áður en þeir em sýndar á almennum sjón- varpsrásum og kabalkerfum.“ Gray kemst að þeirri niðurstöðu að fyrst verið er að ritskoða og banna í nafni barnanna þá ættu þrýstihóparnir að ganga lengra. Hann bendir á að það efni sem börn- um er leyft að horfa á sé oft einstak- lega aulalegt og kenni þeim ekki góð og rétt gildi. Gray dregur reynd- ar strax í land með þessa fullyrð- ingu og finnst landsmenn sínir fara offarir í vemdunarstefnunni. Grey tekur sjálfan sig sem dæmi. Hann hafí sem barn horft á fólk skotið í „Gunsmoke" í hverri viku í mörg ár en hann hafi ekki haldið í víking við fyrsta tækifæri. Grey fínnst að þrýstihóparnir ættu frekar að mótmæla þeim skila- boðum sem er að finna í öllum bandarískum gamanþáttum, að öll vandamál sé hægt að leysa á hálf- tíma. Hann endar á því að koma með sitt eigið flokkunarkerfi þar sem varið er við sjónvarpsefni sem er innihaldslaust, of væmið, heimskulegt, eða með illa skrifuðum samtölum. DISNEY hefur neitað að selja Fox auglýsingatíma fyrir nýjustu teiknimynd fyrirtækisins, „Anastasia". Disney bannar auglýsingar HARKA hefur færst í samkeppni teiknimyndaframleiðenda. ABC- sjónvarpsstöðin, sem er í eigu Di- sney, hefur neitað að selja Fox auglýsingatíma fyrir nýjustu teiknimynd fyrirtækisins, „Anast- asia“. Fox ætlaði að kaupa auglýs- ingatíma í barnaþættinum „Wond- erful World of Disney", sem ABC ætlar að hefja sýningar á aftur í haust. Yfirmenn Disney segja að engar teiknimyndir frá samkeppnisaðil- um verði auglýstar í þættinum þar sem áhorfendur gætu talið að þær væru Disney-myndir. Þeir hafa jafnframt sagt að e.t.v. verði bann- ið einnig látið ná til leikinna kvik- mynda fyrir börn. Talsmaður fyrir ABC sagði blaðamanni Wall Street Journal að bannið næði ekki til annarra þátta hjá sjónvarpsstöðinni. Mark- aðsstjóri Fox, Bob Harper, sagði að honum fyndist bannið fáránlegt og að Fox ætlaði ekki að svara í sömu mynt. Þó að Disney vilji ekki auglýs- ingar frá samkeppnisaðiium verð- ur efni frá öðrum hluti af dagskrá þáttarins „Wonderful World of Disney“. Sem dæmi má nefna að til stendur að sýna „Babe“ næsta vetur. INNRA ÖRYGGI BMW 3 línan með 2 loftpúðum VERÐ FRÁ 2.288.000 @ © B&L Suðurlandsbraut 14, sími 553 8636 - kjarni málsins! MYNDBÖINID SÍÐUSTU VIKU Óendanleiki (Infimty)'k ★ ★ 'h Gleym mér ei (Unforgettable)-k ★ 'h Skrautkarlinn (The Glimmer Man)~k ★ 'h Brúðkaupsraunir (Vol au vent)ir ★ 'h Michael Collins (Michael Collins)-k ★ Freistingin snýr aftur (Poison Ivy: The New Seduction)~k Svefngenglar (Sleepers)kr 'h Leyndarmál og lygar (Secrets and Lies)-k ★ ★ ★ Á föstu með óvininum (Dating the Enemy)~k 'h Drápararnir (Dark Breed)~k Foreldrar fangelsaðir (House Arrest)-k Nútíma samband (A Modern Affair)-k ★ Stjörnufangarinn (L’Uomo Delle Stelle)~k ★ ★ Matthildur (Matilda)k- ★ ★ Sonur forsetans (First Kid)kc ★ ★ 'h Leitin að lífs- hamingjunni (Unhook the Stars)k ★ ★ 'h í deiglunnf (The Crucible)* ★ ★ 'h Tvö andlit spegils (The MirrorHas Two Faces)-k ★ ★ Ógnarhraði (Runaway Car)~k ★ Lífið eftir Jimmy (AfterJimmy)-k ★ ★ uppqrip l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.