Morgunblaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Verkefnið „Bætt aðgengi“ fyrir
blinda og sjónskerta
Ferðaþjónusta
og aðgengi í
brennidepli
UNNIÐ hefur verið að því að
undanförnu að gera Akureyri ferða-
mannavænan stað fyrir blinda og
sjónskerta og er verkefnið unnið í
samvinnu Atvinnumálaskrifstofu
Akureyrar, Ferðamálamiðstöðvar
Eyjafjarðar og Blindrafélagsins,
samtaka blindra og sjónskertra á
íslandi. Á íslandi eru um 500 manns
lögblindir og innan Evrópubanda-
lagsins um hálf milljón.
Verkefnið skiptist í tvo þætti,
ferðaþjónustu sem m.a. var látið á
reyna með ævintýraför 18 blindra
og sjónskertra ferðamanna nýlega
þar sem m.a. var farið í sjóstanga-
veiði, á hestbak og í fljótasiglingu.
Áætlað er að á Akureyri verið hald-
in ráðstefna formanna norrænu
blindrafélaganna en það er einn
þáttur í að kynna bæinn sem að-
gengilegan fyrir blinda og sjón-
skerta.
Hinn þáttur verkefnisins snýr
að aðgengi fyrir blinda og sjón-
skerta. Gott aðgengi fyrir þennan
hóp felst í að geta komist um gang-
vegi án þess að eiga von á óvænt-
um hindrunum sem á veginum
kunna að verða en einnig eru skýr-
ar merkingar og góð birta mikil-
væg atriði.
Þrír starfsmenn ráðnir
Síðasta sumar var gerð úttekt á
aðgengi á Akureyri þar sem allar
götur bæjarins voru skoðaðar og
allmörg fyrirtæki og stofnanir einn-
ig. Úttektin leiddi í ljós að Akur-
eyri er ágætlega aðgengileg þó
ýmislegt megi betur fara. Helstu
torfærurnar voru trjágróður sem
slútir langt inn á gangstéttir í and-
litshæð og slæmar merkingar á
glerhurðum, tröppum og upplýs-
ingatöflum. Nú hefur þráðurinn
verið tekin upp að nýju í sumar og
hafa þrír starfsmenn verið ráðnir
til að aðstoða fyrirtæki og stofnan-
ir við að bæta aðgengi þar sem
þess gerist þörf. Jón Heiðar Daða-
son, Signý Áðalsteinsdóttir og Lilja
Jónasdóttir eru starfsmenn verk-
efnisins „Bætt aðgengi".
Morgunblaðið/Golli
VERIÐ er að skipta um glugga í Ketilhúsinu í Grófargili um
þessar mundir, en margs konar listastarfsemi verður í húsinu
eftir að umfangsmiklum endurbótum á því verður lokið.
Fyrsta að-
alskipulag
Grímseyj-
ar staðfest
AÐALSKIPULAG fyrir Grímsey
hefur verið staðfest í fyrsta sinn,
en því er ætlað að vera grundvöllur
fyrir framtíðarþróun byggðalagsins
næstu 20 árin. Guðmundur Bjarna-
son umhverfisráðherra staðfesti
skipulagið í síðustu viku.
Áhersla á greiðari samgöngur
Megingrundvöllur aðalskipulags-
ins er stefnumörkun sveitarstjórnar
Grímseyjarhrepps, en samkvæmt
henni er stefnt að því að skapa
aðstæður fyrir nokkurri fjölgun
ibúa í sveitarfélaginu og að styrkja
sjávarútveg, sem er undirstaða at-
vinnulífs í Grímsey. Bent er á að
Grímseyjarhreppur hafí töluverða
sérstöðu miðað við flest önnur sveit-
arfélög á íslandi vegna legu sinnar
og einangrunar í samgöngum og
að greiðar samgöngur hafi úrslita-
áhrif á þróun byggðar. Stefnt er
að friðun eða verndun náttúruminja
í Grímsey en þar eru m.a. mjög
auðugar fuglabyggðir í björgunum
austanvert í eynni.
íbúar í Grímsey hafa lengst af
verið á bilinu 80 til 100, en flestir
voru þeir 1930, eða 125 manns.
Árið 1995 voru íbúarnir 117.
Benedikt Björnsson arkitekt
vann aðalskipulagið.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
*
Ahugasamir kylfingar
EINU af námskeiðum Golfskól-
ans sem haldin eru í sumar er
nýlokið en óvenjumikill áhugi
er fyrir golfíþróttinni á Akur-
eyri um þessar mundir og
greinilegt að margir nýir kylf-
ingar munu spreyta sig á
Jaðarsvelli á næstunni. Krakk-
arnir læra undirstöðuatriði
íþróttarinnar í Golfskólanum
og geta flest eftir námskeiðið
bjargað sér ein á vellinum.
Umfangsmiklar framkvæmdir standa yfir við Ketilhúsið
Fjölnota hús fyrir
menningarstarfsemi
UMFAN GSMIKLAR breytingar
standa nú yfir á Ketilhúsinu í Gróf-
argili en þar er stefnt að því að
opna fjölnota hús fyrir menningar-
líf bæjarins. Akureyrarbær og Gil-
félagið gerðu með sér samning um
afnot félagsins af Ketilhúsinu í lok
síðasta árs.
Nánast
fokhelt
Samkvæmt samningnum greiðir
Akureyrarbær 12 milljónir króna
til endurbóta á húsinu á fjögurra
ára tímabili og sagði Sigurður
Jónsson gjaldkeri vegna fram-
kvæmda við Ketilhúsið að fram-
kvæmðir hefðu staðið yfir síðustu
mánuði. Gilfélagið sé um endur-
bætur á Ketilhúsinu og var verk-
efninu skipt niður í fjóra áfanga.
Húsið var nánast eins og fokhelt
þegar endurbætur hófust og verk-
efnið því viðamikið. Búið er að ein-
angra húsið og lagfæra það að
innan, sem stendur er verið að
skipta um glugga á framhlið þess
en þeir eru mjög stórir. Þá verður
húsið málað innan tíðar. Ýmsir
stórir verkþættir eru enn eftir svo
sem vegna upphitunar og loftræst-
ingar.
Sigurður sagði að Ketilhúsið
yrði nokkurs konar miðstöð þess
sýnilega sem væri að gerast á
hverjum tíma í gilinu sem kennt
er við listir. Ekki er ljóst hvað fjár-
veitingar þessa árs duga langt, en
þess er vænst að hægt verði að
opna húsið til bráðabirgða með
haustinu.
Góður hljómburður
í húsinu á að vera góð aðstaða
fyrir margs konar listastarfsemi,
m.a. tónleika, en mikið hefur ver-
ið lagt upp úr góðum hljómburði,
enda liggur einnig fyrir sérstakur
samningur milli Gilfélagsins og
Tónlistarskólans á Akureyri um
afnot skólans af húsinu. Þá er
gert ráð fyrir að gestasýningar
af ýmsu tagi fái inni í Ketilhús-
inu, tilraunaleikhús, ráðstefnur og
fundir auk þess sem rýmið býður
upp á spennandi myndlistarsýn-
ingar.
uOÐIR
■kostir
1IKURIYRI
ÞKVELIIR:
4JÖRIÐ í MIÐBÆNUM
-FRIÐSÆLDINA í KjARNASKOGI
-EÐA LÁGA VERÐIÐ Á GISTIHEIMILINK
GKLK VILLKNN! GEGNT SKNDLAKGINNI
{W//J/ Hótel
Harpa
HAFNARSTRÆTI 83 - 85 SÍMI 461 1400
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
Á bökkum Svarfaðardalsár
KRISTINN Þorvaldsson reyndi
fyrir sér í Svarfaðardalsá
nýlega. Einn hafði rétt örlítið
nartað en annars hafði hann
lítið orðið var við fisk. Frekar
tregt hefur verið í ánni fram til
þessa en er mjög að glæðast,
samkvæmt upplýsingum sem
fengust i Sportvík á Dalvík.
Djass í Deiglu
HUÓMSVEITIN Nanúna leikur
djass í Deiglunni á fimmtudags-
kvöld, 24. júlí. í henni eru tón-
listarmenn frá Akureyri, Karl Pet-
ersen slagverksleikari sem kennt
hefur við Tónlistarskólann á Ak-
ureyri undanfarin ár og verið virk-
ur í djasslífi bæjarins, Róbert
Reynisson gítarleikari, ungur og
efnilegur djassleikari, Stefán Ing-
ólfsson rafbassaleikari sem m.a.
var í hljómsveitinni Súld og lék
með Guðmundi Ingólfssyni, Heim-
ir Freyr Hlöðversson píanóleikari
sem lærði við Tónlistarskólann á
Akureyri og hefur sýnt færni sína
við ýmis tækifæri og Wolfgang
Frosti Sahr saxófónleikari sem er
bæjarbúum að góðu kunnur og
hefur leikið með ýmsum hljóm-
svejtum.
Á tónleikunum verður flutt tón-
list eftir Karl og Wolfgang en einn-
ig bregður fyrir djassstandördum
sem allir þekkja.