Morgunblaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Athyglisverðir staðir og fjölbreytt þjónusta á Jökuldal og norðurhéraði Dýragarður og lummur í gömlum torfbæ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ÚR Dimmugljúfrum. Vaðbrekku. Jökuldal. Á JÖKULDAL og norðurhéraði eru margir athyglisverðir staðir að skoða og ýmis þjónusta í boði. Ef við lítum fyrst á þjónustuna og för- um norður frá Egilsstöðum um Fellabæ komum við fljótlega að Útimarkaðnum Við-Bót þar sem á boðstólum er allskonar handverk og heimabökuð brauð og kökur ásamt ýmsu smálegu svo sem minjagripum allskonar framleidd- um á svæðinu að mestu. Þegar komið er norður að Jökulsá er hægt að fara út í Húsey, þar er farfugla- heimili og fjölskrúðugt dýra- og fuglalíf. Norðan við Jökulsá er Ferðaþjónustan í Brúarási og litlu utar er Hótel Svartiskógur. Þessir staðir eru reknir af sömu aðilum og hægt að fá gistingu og fæði á þeim báðum. Lengra úti í Hlíðinni er síðan bændagisting í Bakkagerði undir Hellisheiðinni. Vísir að dýragarði Uppá Jökuldal er síðan Dalakaffi ásamt bensínsölu á Skjöldólfsstöð- um. í Dalakaffi er seld gisting og fæði og á Skjöldólfsstöðum er einn- ig ný sundlaug þar sem hægt er að fá sér sundsprett og slaka á í heitum nuddpotti. í Klausturseli er rekin handíðavinnustofa þar sem hægt er að fá muni unna úr hrein- dýraleðri og ull. Þar er einnig vísir að dýragarði þar sem hægt er að sjá flest villt dýr íslensk. A Brú er bensínsala og salgætisverslun. Uppá Jökuldalsheiðinni er Sæ- nautasel þar sem hægt er að fá kaffi og lummur í gömlum endur- byggðum torfbæ. I Möðrudal er Fjallakaffi þar sem hægt er að fá kaffi og með því ásamt ýmsu smá- iegu. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs rekur síðan sæluhús við Snæfell og í Kverkfjöllum þar sem seld er gist- ing og önnur aðstaða fyrir ferða- menn. Ef við rennum aðeins yfir nokkra áhugaverða staði á Jökuldal þá er þar fyrst að telja Kverkfjallasvæðið sem er um margt einstakt með náttúrufegurð sína og jarðhita. Snæfellssvæðið er líka vert að skoða en hægt er að fara á flestum fjór- hjóladrifsbílum upp úr Fljótsdal inn að Snæfelli og niður í Hrafnkelsdal og út Jökuldal en hafa verður vara á þegar farið er yfir óbrúaðar ár á þessari leið. Hægt er að komast frá Vað- brekku í Hrafnkelsdal nýlegan veg- arslóða inn og vestur að Dimmu- gljúfrum en það eru dýpstu og hrika- legustu gljúfur á íslandi. Einnig er hægt að komast að ytri hluta þeirra, sem stundum eru kenndir við Hafra- hvamma, með því að fara inneftir frá Brú og um Brúardali og koma við á Laugarvöllum þar sem hægt er að baða sig í volgri laug. í Jökuldalsheiðinni eru silungs- vötn, Ánavatn og Sænautavatn, og Sænautasel þar sem er endur- gerður torfbær eins og áður sagði, þar er líka Skessugarður sem er jökulruðningur gerður úr stórgrýti eins og hann sé hlaðinn af trölls- kessum. Á Jökuldal eru sex brýr yfir Jökulsá, margar þeirra áhuga- verðar og sérstakar, svo er einnig um brýrnar á nokkrum þveránna. Brúar- og Möðrudalsöræfi eru eitt- hvert stærsta ósnortna víðerni á landinu, víða gróðursnauð með söndum og hraunum, en með grón- um vinjum á milli svo sem Arnar- dal, Grágæsadal og Hvannalind- um. Sumarhús á bökkum Ytri-Rangár ÞAÐ er þægilegt vel búið eldhús í hverju húsi. í SUMARHÚSUM Rangárflúða geta um 30 manns gist í þriggja til átta manna húsum. Húsin standa við Þykkvabæjarveg um 2 kílómetra frá Hellu. Nýr kostur í gistingu FYRIRTÆKIÐ Rangárflúðir ehf. hóf starfsemi í vor með opnun sum- arhúsa á vesturbakka Ytri-Rangár skammt frá Hellu. Að fyrirtækinu standa Einar Ólafsson á Ægissíðu í Djúpárhreppi og synir hans Guð- I Skálholti um helgina 26.-27. júlí Sinnartónleikar í Skálholtskirkju laugardag kl. 15 og kl. 17, sunnudag kl. 15. Messa kl. 17 Flytjendur: Bachsveitin í Skálholti ásamt Jaap Schröder fiðluleikara og Ólafi Kjartani Sigurðarsyni baritón. Aðgangur ókeypis 17. aldar kvöldverður í Skálholtsskóla laugardag kl. 18:30. Matseðillinn byggirá því sem Þórður Þorláksson biskup pantaði með vorskipinu 1693 Borðapantanir í síma 486 8870 KRISTNITAKA í Skálholti-sýning á 17 úlilistaverkum mundur og Ólafur, auk Þórs Þor- steinssonar sem býr í Reykjavík. Að sögn þeirra feðga var farið út í þennan rekstur til að leysa að ein- hverju leyti úr skorti á gistingu fyrir veiðimenn sem stunda veiðar í Ytri- Rangá, en mikil aukning hefur verið á veiði í ánni nokkur sl. ár eða síðan var farið að stunda reglubundið eldi og seiðasleppingar. Er áin nú mjög vinsæl meðal veiðimanna, jafnt inn- lendra sem og erlendra. Frá opnun Með Baldriyfir Breiðafjörð Frá Stykkisbólmi kl. 10:00 og 16:30 Frá Brjánslœk kl. 13-00 og 19:30 Ávallt viökoma íFlatey FERJAN BALDUR Síinar 4381120 í Stykkishólmi _____4562020 á BtjánsUek húsanna í júní hefur verið mjög mik- ið að gera meðal annarra gesta en veiðimanna, aðallega íslendinga sem hafa notið dvalarinnar á árbakkan- um. Frá svæðinu er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands. Þannig er hagstætt að dvelja í húsunum og fara þaðan í dagsferðir, s.s. í Land- mannalaugar, Þórsmörk, Gullfoss og Geysi eða austur í Skóga og Dyrhóla- ey svo fátt eitt sé talið. Húsin eru til útleigu allt árið, en í hveiju þeirra eru öll þægindi, s.s. uppbúin rúm í herbergjum, velbúið eldhús, stofa og baðherbergi með sturtu. * Odýr gisting á Akureyri Leisjum út 2-4 manna íbúðir á besta stað í bænum. Studio - íbúðir Strandgötu 13, sími 461 2035 Líf og fjora Dalahelgi Búðardalur. Morgunblaðið. NÆSTA helgi, 25. til 27. júlí, er síð- I asta Daladagahelgin. Þá verður ýmis- legt skemmtilegt hægt að gera í Dalasýslu. Síðdegis á föstudag hefst „föstudagskryddið" sem er uppá- koma í Búðardal. Þar verða teiknaðar andlitsmyndir af gestum, spákona sem spáir í spil og bolla, Afurðastöð- in grillar og gefur smakk og flutt verður tónlist að hætti Dalamanna. Um kvöldið er „Eiríksstaðagleði“ en þá verður farið að Eiríksstöðum í Haukadal frá Upplýsingamiðstöð | ferðamála í Búðardal kl. 20. Krist- 1 mundur Jóhannesson segir frá staðnum og hefst leiðsögn í rút- unni. Danskur víkingur og fornleifa- fræðingur „Erik rede“ verður á staðnum, klæddur sem fornkappi og flytur fyrirlestur sem túlkaður verð- ur jafnóðum. Fulltrúi frá Eiríks- staðanefnd kynnir fyrirhugaða upp- byggingu á Eiríksstöðum í tengslum við 1000 ára Vínlandsfund. Boðið verður uppá reykta og grafna bleikju úr Haukadalsvatni og snaps. Síðar um kvöldið og fram á nótt skemmt- ir Hörður G. Ólafsson á veitinga- staðnum Bjargi í Búðardal. Á laugardag kl. 14 er söguganga á Laugum undir leiðsögn Birnu Lár- usdóttur og eftir gönguna fá þátttak- endur frítt í sund í Sælingsdalsiaug. Kl. 18 er sölva- og kræklingaferð í Fagradalsfjöru á Skarðsströnd. Leið- sögn veitir Steinólfur Lárusson, bóndi í Ytri-Fagradal. Um kvöldið er dans- leikur í Dalabúð þar sem hjómsveitin Sixties leikur fyrir dansi. Á sunnudag bjóða Dalabændur heim að Kvennabrekku í Dölum frá kl. 14 til 21. Mjaltatími er á milli 18 og 20. Ferð í Ljárskógarsel í Dölum verð- ur farin frá Upplýsingamiðstöð ferðamála í Búðardal kl. 14. Sagt verður frá örnefnum og síðustu íbú- um selsins. Jóhannes skáld úr Kötl- um ólst upp í Ljárskógarseli. Leið- sögumenn í ferðinni verða Ragnar og Elís Þorsteinssynir en foreldrar þeirra Þorsteinn Gíslason og Alvilda Bogadóttir voru síðustu ábúendur þar og er Ragnar fæddur og alinn upp í selinu. Frítt verður í veiði sama dag í Ljárskógarvötnum.Um kvöldið er kvikmyndasýning í Dalabúð, Búð- ardal, 0g lýkur þar Daladögum 1997. ------♦ ♦ ♦------ í fótspor Guð- mundar góða Hólabiskups LAUGARDAGINN 26. júlí kl. 13.30 verður skipulögð gönguferð í Gvend- arskál á vegum Ferðaþjónustunnar á Hólum. Leiðin er nokkuð á brattann en gönguhraða verður stillt í hóf þannig að allir fái notið sín. Gera má ráð fyrir 3 klst. rólegri göngu- ferð. Nauðsynlegt er að fólk sé vel skóað og klætt eftir veðri. Staðar- kunnugir fararstjórar útdeila fróð- leiksmolum og léttu nesti á leiðinni. Þegar heim er komið er upplagt að bregða sér í sund og slökun í heita pottinum. Klukkan 17.30 verð- ur _svo grillað fyrir svanga. Á meðan pabbi og mamma eru í göngunni geta yngstu börnin (8 ára 0g yngri) unað sér við leiki og létt gaman heima á Hólastað í umsjón starfsmanna ferðaþjónustunnar. Gvendarskál er í miðri Hólabyrðu, íjallinu sem gnæfir yfir Hólastað. Þangað á Guðmundur góði Hólabisk- up (1203-1237) að hafa gengið dag- lega og flutt bænir sínar við steina- ltari í skálinni. Gvendarskál er í u.þ.b. 600 m hæð yfir sjávarmáli og þaðan er mikil og fögur útsýn á góðum degi. Æskilegt er að fólk skrái sig í gönguferðina fyrir kl. 12 laugardag- inn 26. júlí hjá starfsfólki Ferðaþjón- ustunnar á Hólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.