Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 18

Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Athyglisverðir staðir og fjölbreytt þjónusta á Jökuldal og norðurhéraði Dýragarður og lummur í gömlum torfbæ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ÚR Dimmugljúfrum. Vaðbrekku. Jökuldal. Á JÖKULDAL og norðurhéraði eru margir athyglisverðir staðir að skoða og ýmis þjónusta í boði. Ef við lítum fyrst á þjónustuna og för- um norður frá Egilsstöðum um Fellabæ komum við fljótlega að Útimarkaðnum Við-Bót þar sem á boðstólum er allskonar handverk og heimabökuð brauð og kökur ásamt ýmsu smálegu svo sem minjagripum allskonar framleidd- um á svæðinu að mestu. Þegar komið er norður að Jökulsá er hægt að fara út í Húsey, þar er farfugla- heimili og fjölskrúðugt dýra- og fuglalíf. Norðan við Jökulsá er Ferðaþjónustan í Brúarási og litlu utar er Hótel Svartiskógur. Þessir staðir eru reknir af sömu aðilum og hægt að fá gistingu og fæði á þeim báðum. Lengra úti í Hlíðinni er síðan bændagisting í Bakkagerði undir Hellisheiðinni. Vísir að dýragarði Uppá Jökuldal er síðan Dalakaffi ásamt bensínsölu á Skjöldólfsstöð- um. í Dalakaffi er seld gisting og fæði og á Skjöldólfsstöðum er einn- ig ný sundlaug þar sem hægt er að fá sér sundsprett og slaka á í heitum nuddpotti. í Klausturseli er rekin handíðavinnustofa þar sem hægt er að fá muni unna úr hrein- dýraleðri og ull. Þar er einnig vísir að dýragarði þar sem hægt er að sjá flest villt dýr íslensk. A Brú er bensínsala og salgætisverslun. Uppá Jökuldalsheiðinni er Sæ- nautasel þar sem hægt er að fá kaffi og lummur í gömlum endur- byggðum torfbæ. I Möðrudal er Fjallakaffi þar sem hægt er að fá kaffi og með því ásamt ýmsu smá- iegu. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs rekur síðan sæluhús við Snæfell og í Kverkfjöllum þar sem seld er gist- ing og önnur aðstaða fyrir ferða- menn. Ef við rennum aðeins yfir nokkra áhugaverða staði á Jökuldal þá er þar fyrst að telja Kverkfjallasvæðið sem er um margt einstakt með náttúrufegurð sína og jarðhita. Snæfellssvæðið er líka vert að skoða en hægt er að fara á flestum fjór- hjóladrifsbílum upp úr Fljótsdal inn að Snæfelli og niður í Hrafnkelsdal og út Jökuldal en hafa verður vara á þegar farið er yfir óbrúaðar ár á þessari leið. Hægt er að komast frá Vað- brekku í Hrafnkelsdal nýlegan veg- arslóða inn og vestur að Dimmu- gljúfrum en það eru dýpstu og hrika- legustu gljúfur á íslandi. Einnig er hægt að komast að ytri hluta þeirra, sem stundum eru kenndir við Hafra- hvamma, með því að fara inneftir frá Brú og um Brúardali og koma við á Laugarvöllum þar sem hægt er að baða sig í volgri laug. í Jökuldalsheiðinni eru silungs- vötn, Ánavatn og Sænautavatn, og Sænautasel þar sem er endur- gerður torfbær eins og áður sagði, þar er líka Skessugarður sem er jökulruðningur gerður úr stórgrýti eins og hann sé hlaðinn af trölls- kessum. Á Jökuldal eru sex brýr yfir Jökulsá, margar þeirra áhuga- verðar og sérstakar, svo er einnig um brýrnar á nokkrum þveránna. Brúar- og Möðrudalsöræfi eru eitt- hvert stærsta ósnortna víðerni á landinu, víða gróðursnauð með söndum og hraunum, en með grón- um vinjum á milli svo sem Arnar- dal, Grágæsadal og Hvannalind- um. Sumarhús á bökkum Ytri-Rangár ÞAÐ er þægilegt vel búið eldhús í hverju húsi. í SUMARHÚSUM Rangárflúða geta um 30 manns gist í þriggja til átta manna húsum. Húsin standa við Þykkvabæjarveg um 2 kílómetra frá Hellu. Nýr kostur í gistingu FYRIRTÆKIÐ Rangárflúðir ehf. hóf starfsemi í vor með opnun sum- arhúsa á vesturbakka Ytri-Rangár skammt frá Hellu. Að fyrirtækinu standa Einar Ólafsson á Ægissíðu í Djúpárhreppi og synir hans Guð- I Skálholti um helgina 26.-27. júlí Sinnartónleikar í Skálholtskirkju laugardag kl. 15 og kl. 17, sunnudag kl. 15. Messa kl. 17 Flytjendur: Bachsveitin í Skálholti ásamt Jaap Schröder fiðluleikara og Ólafi Kjartani Sigurðarsyni baritón. Aðgangur ókeypis 17. aldar kvöldverður í Skálholtsskóla laugardag kl. 18:30. Matseðillinn byggirá því sem Þórður Þorláksson biskup pantaði með vorskipinu 1693 Borðapantanir í síma 486 8870 KRISTNITAKA í Skálholti-sýning á 17 úlilistaverkum mundur og Ólafur, auk Þórs Þor- steinssonar sem býr í Reykjavík. Að sögn þeirra feðga var farið út í þennan rekstur til að leysa að ein- hverju leyti úr skorti á gistingu fyrir veiðimenn sem stunda veiðar í Ytri- Rangá, en mikil aukning hefur verið á veiði í ánni nokkur sl. ár eða síðan var farið að stunda reglubundið eldi og seiðasleppingar. Er áin nú mjög vinsæl meðal veiðimanna, jafnt inn- lendra sem og erlendra. Frá opnun Með Baldriyfir Breiðafjörð Frá Stykkisbólmi kl. 10:00 og 16:30 Frá Brjánslœk kl. 13-00 og 19:30 Ávallt viökoma íFlatey FERJAN BALDUR Síinar 4381120 í Stykkishólmi _____4562020 á BtjánsUek húsanna í júní hefur verið mjög mik- ið að gera meðal annarra gesta en veiðimanna, aðallega íslendinga sem hafa notið dvalarinnar á árbakkan- um. Frá svæðinu er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands. Þannig er hagstætt að dvelja í húsunum og fara þaðan í dagsferðir, s.s. í Land- mannalaugar, Þórsmörk, Gullfoss og Geysi eða austur í Skóga og Dyrhóla- ey svo fátt eitt sé talið. Húsin eru til útleigu allt árið, en í hveiju þeirra eru öll þægindi, s.s. uppbúin rúm í herbergjum, velbúið eldhús, stofa og baðherbergi með sturtu. * Odýr gisting á Akureyri Leisjum út 2-4 manna íbúðir á besta stað í bænum. Studio - íbúðir Strandgötu 13, sími 461 2035 Líf og fjora Dalahelgi Búðardalur. Morgunblaðið. NÆSTA helgi, 25. til 27. júlí, er síð- I asta Daladagahelgin. Þá verður ýmis- legt skemmtilegt hægt að gera í Dalasýslu. Síðdegis á föstudag hefst „föstudagskryddið" sem er uppá- koma í Búðardal. Þar verða teiknaðar andlitsmyndir af gestum, spákona sem spáir í spil og bolla, Afurðastöð- in grillar og gefur smakk og flutt verður tónlist að hætti Dalamanna. Um kvöldið er „Eiríksstaðagleði“ en þá verður farið að Eiríksstöðum í Haukadal frá Upplýsingamiðstöð | ferðamála í Búðardal kl. 20. Krist- 1 mundur Jóhannesson segir frá staðnum og hefst leiðsögn í rút- unni. Danskur víkingur og fornleifa- fræðingur „Erik rede“ verður á staðnum, klæddur sem fornkappi og flytur fyrirlestur sem túlkaður verð- ur jafnóðum. Fulltrúi frá Eiríks- staðanefnd kynnir fyrirhugaða upp- byggingu á Eiríksstöðum í tengslum við 1000 ára Vínlandsfund. Boðið verður uppá reykta og grafna bleikju úr Haukadalsvatni og snaps. Síðar um kvöldið og fram á nótt skemmt- ir Hörður G. Ólafsson á veitinga- staðnum Bjargi í Búðardal. Á laugardag kl. 14 er söguganga á Laugum undir leiðsögn Birnu Lár- usdóttur og eftir gönguna fá þátttak- endur frítt í sund í Sælingsdalsiaug. Kl. 18 er sölva- og kræklingaferð í Fagradalsfjöru á Skarðsströnd. Leið- sögn veitir Steinólfur Lárusson, bóndi í Ytri-Fagradal. Um kvöldið er dans- leikur í Dalabúð þar sem hjómsveitin Sixties leikur fyrir dansi. Á sunnudag bjóða Dalabændur heim að Kvennabrekku í Dölum frá kl. 14 til 21. Mjaltatími er á milli 18 og 20. Ferð í Ljárskógarsel í Dölum verð- ur farin frá Upplýsingamiðstöð ferðamála í Búðardal kl. 14. Sagt verður frá örnefnum og síðustu íbú- um selsins. Jóhannes skáld úr Kötl- um ólst upp í Ljárskógarseli. Leið- sögumenn í ferðinni verða Ragnar og Elís Þorsteinssynir en foreldrar þeirra Þorsteinn Gíslason og Alvilda Bogadóttir voru síðustu ábúendur þar og er Ragnar fæddur og alinn upp í selinu. Frítt verður í veiði sama dag í Ljárskógarvötnum.Um kvöldið er kvikmyndasýning í Dalabúð, Búð- ardal, 0g lýkur þar Daladögum 1997. ------♦ ♦ ♦------ í fótspor Guð- mundar góða Hólabiskups LAUGARDAGINN 26. júlí kl. 13.30 verður skipulögð gönguferð í Gvend- arskál á vegum Ferðaþjónustunnar á Hólum. Leiðin er nokkuð á brattann en gönguhraða verður stillt í hóf þannig að allir fái notið sín. Gera má ráð fyrir 3 klst. rólegri göngu- ferð. Nauðsynlegt er að fólk sé vel skóað og klætt eftir veðri. Staðar- kunnugir fararstjórar útdeila fróð- leiksmolum og léttu nesti á leiðinni. Þegar heim er komið er upplagt að bregða sér í sund og slökun í heita pottinum. Klukkan 17.30 verð- ur _svo grillað fyrir svanga. Á meðan pabbi og mamma eru í göngunni geta yngstu börnin (8 ára 0g yngri) unað sér við leiki og létt gaman heima á Hólastað í umsjón starfsmanna ferðaþjónustunnar. Gvendarskál er í miðri Hólabyrðu, íjallinu sem gnæfir yfir Hólastað. Þangað á Guðmundur góði Hólabisk- up (1203-1237) að hafa gengið dag- lega og flutt bænir sínar við steina- ltari í skálinni. Gvendarskál er í u.þ.b. 600 m hæð yfir sjávarmáli og þaðan er mikil og fögur útsýn á góðum degi. Æskilegt er að fólk skrái sig í gönguferðina fyrir kl. 12 laugardag- inn 26. júlí hjá starfsfólki Ferðaþjón- ustunnar á Hólum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.