Morgunblaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 15 Morgunblaðið/Atli SYSTURNAR Aníta Rut (t.v.) og Erla Björk Guðjónsdætur gróð- ursettu mikið af melgresi og birki. Landgræðsludagur OLÍS í Aðaldalshrauni Laxamýri - Mikið af birki, mel- gresi og loðvíði var gróðursett í blíðskaparveðri í sandlendi í Að- aldalshrauni á landgræðsludegi OLIS um síðustu helgi. Þetta er annað árið í röð sem OLÍS er með sérstakan fjöl- skyldu- og gróðursetningardag á þessu svæði, en á síðustu árum hefur gróðurþekjan látið undan og því mikil þörf á úrbótum. Starfsmenn Landgræðslunnar voru til viðtals og ráðlegginga, en að sögn Guðjóns Magnússonar fræðslufulltrúa er lögð áhersla á að fólk njóti þess að að vera úti, skoða landið og gróður auk þess að fræðast og taka þátt í landbót- um sem þessum. Að lokinni gróðursetningu gátu ungir sem aldnir notið veitinga hjá Guðjóni Ingvasyni umboðs- manni OLÍS og kunnu allir vel að meta. Morgunblaðið/Vilhjálmur ENDURNÝJUN brúar á Langholtsskurði í Meðallandi. Brúin á Langholts- skurði endumýjuð Meðallandi - Brúin á Langholts- skurði í Meðallandi hefur nú verið endurnýjuð. Hafa tvö rör, 2,20 m í þvermál, verið sett í hennar stað. Er að þessu mikil vegabót og er þetta þriðja „dauðagildran" sem Framrás ehf. fjarlægir af vegum hér á þessu sumri. Allstaðar eru notuð víð rör í stað einbreiðra brúa. Fyrsta brúin sem fjarlægð var, var á þjóðvegi 1, á Húsá, hjá Sól- heimum í Mýrdal. Þá á Búlandsá í Skaftártungu og sú síðasta hér í Meðallandi. Guðlaugur Guðjónsson stofnaði Framrás ehf., sem er fjölskyldufyr- irtæki og hefur unnið lengi á þunga- vinnuvélum, allt frá árinu 1953. Grundfirðingar fagna 100 ára afmæli Morgunblaðið/KVM FRÁ æfingu kirkjukórs Grundarfjarðar en kórinn mun syngja létt og skemmtileg lög á föstudagskvöldið. Grundarfjörður - 100 ár í Nesinu er yfirskrift hátíðarhalda sem Grundfírðingar standa fyrir á þessu ári í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan Kristján IX Danakonungur löggilti verslun á þeim stað sem Grundarfjörður stendur nú að vest- anverðu við samnefndan fjörð. Verslun hafði þá um alllangt skeið farið fram við fjarðarbotninn austanverðan eða á Grundarkampi en þar var á sínum tíma ætlun konungs að fastsetja kaupstað þeg- ar Grundarfjörður hlaut kaupstað- arréttindi ásamt fimm öðrum stöð- um á landinu 1786. Það gekk þó ekki eftir að staðurinn byggðist upp á þeim slóðum en fluttist eins og fyrr segir út í Nes eins og það var nefnt eftir nesi því sem gengur út í Grundarfjörðinn að vestan og Framnes nefnist. Lengi vel gekk kauptúnið til skiptis undir nafninu Framnes og Grafarnes en nafnið Grundarfjörður var síðan staðfest nafn á kauptúninu eftir að almenn atkvæðagreiðsla hafði farið fram um nafngiftina árið 1965. Aðalhátíðahöldin verða um helgina Þessara tímamóta í sögu staðar- ins er minnst á ýmsan máta. Fram- undan er nú aðaldagskrá hátíðar- haldanna helgina 25.-27. júlí. Há- tíðarhöldin byija á föstudagskvöldi með tónleikum Kirkjukórs Grundar- fjarðar í Samkomuhúsinu þar sem kórinn í heild og í einstökum hlutum mun syngja lög í léttum dúr. Á laug- ardeginum verður opnuð krambúð- arsýning í Samkomuhúsinu og þar verður jafnframt myndlistarsýning og tónlistarflutningur. Kvenfélagið Gleym-mér-ei mun hafa til reiðu kaffi og með því. Óháða götuleik- húsið kemur í heimsókn og leikur listir sínar á götum úti en um svip- að leyti fer fram nokkurs konar ratleikur undir nafninu „Að rata um bæinn eftir 100 ár“. Kassabfla- rallí fyrir yngstu ökumennina verð- ur ræst um miðjan dag en seinni- part dagsins eða um kl. 18.00 hefst útidansleikur fyrir börn og unglinga við veitingahúsið Kristján IX þar sem hljómsveitin Á móti sól leikur fyrir dansi. Um kvöldið verður síðan dansleikur innan dyra á tveimur stöðum í Grundarfirði, á Kristjáni IX og þar sér hljómsveitin Á móti sól um fjörið, og Harmonikkuhljóm- sveit Reykjavíkur leikur á konung- legu dansiballi í Samkomuhúsinu. Á sunnudeginum verður opið hús í samkomuhúsinu fyrir þá sem líta vilja á krambúðarsýningu, myndlist eða kíkja í kaffí til Kvenfélagsins. Kl. 14.00 verður lagt af stað frá Lárkoti í gönguferð á Stöð og síðan verður gengið meðfram fjallinu út í Sandvíkurfjöru þar sem varðeldur verður tendraður með tilheyrandi söng og boðið verður upp á grillað- ar pylsur. Þar með lýkur hátíðarhöldum helgarinnar en afmælisárið er ekki liðið og fleiri atburðir á dagskrá af og til það sem eftir lifír árs. Þar má nefna göngu yfír Arnardals- skarð 2. ágúst, einsöngstónleika í Grundarfjarðarkirkju 7. sept og kirkjutónlistarhelgi 10.-12. októ- ber svo eitthvað sé nefnt. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson UNNIÐ að byggingu torfhúss yfir hreinlætisaðstöðu á Sænautaseli. Háspennulína frá Stuðlum til Fáskrúðsfjarðar Ekkí talin hafa umtals- verð áhrif á landnotkun LAGNING 2. áfanga háspennulínu frá Stuðlum til Fáskrúðsfjarðar er ekki talin hafa umtalsverð áhrif á landnotkun eða gróður og dýralíf, segir í niðurstöðu skipulagsstjóra ríkisins og í úrskurði hans er fall- ist á byggingu línunnar. Fyrirhug- að er að leggja línuna frá Ups í Daladal að spennistöð í Fáskrúðs- firði. Skipulagsstjóri bendir á að fyrir- hugað sé að reisa línuna að vetrar- lagi þegar jörð er frosin og því þurfi ekki að leggja veg meðfram henni. Línan fari hvergi um ræktað land eða land sem fyrir liggi að rækta eða byggja á. Samkvæmt Safnastofnun Austurlands eru gamlar tóttir á fimm stöðum í og við fyrirhugað línustæði. Umhverfisáhrif línunnar sjónræn í niðurstöðu skipulagsstjóra kemur fram að megin umhverfís- áhrif línunnar séu talin vera sjón- ræn en hún mun að mestu fylgja legu núverandi línu sem verður rifín. í úrskurði skipulagsstjóra er fallist á lagningu línunnar eins og henni er lýst í frummatsskýrslu. Jafnframt að haft verði samráð við eftirlitsmann Náttúruverndar rík- isins á Austurlandi um uppsetn- ingu og frágang að loknu verki og um niðurrif núverandi línu. Fyllstu varkárni verði gætt við framkvæmdir nærri vatnsbólum í Búðarhreppi og skilyrði eru sett um að þekktum fornminjum verði ekki spillt. Staurastæður verða ekki settar innan við 20 metra fjar- lægð frá friðuðum tóttum og ber að varast að aka of nálægt þeim á bílum eða öðrum farartækjum. Kæra má úrskurð skipulags- stjóra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 15. ágúst 1997. Daladag- ar í Dala- sýslu Búðardalur - Síðastliðinn sunnudag buðu Dalabændur heim að Stóra-Vatnshorni í Haukadal og frítt var í veiði í Haukadalsvatni í tilefni Daladaga sem nú standa yfir í Dalasýslu. Stóra-Vatnshorn er kirkju- staður og þar er rekin bænda- gisting allt árið. Árni_ Bene- diktsson og Guðrún Ágústs- dóttir eru ábúendur með hefð- bundinn fjárbúskap, hesta, kálfa og endur. Um 30 manns heimsóttu Árna og Guðrúnu að Stóra- Vatnshorni og margir nýttu sér að veiða ókeypis í vatninu. Torfhús byggt yfir hreinlætis- aðstöðu Vaðbrekka, Jökuldal - Torfbær- inn á Sænautaseli í Jökuldalsheiði var endurbyggður sumarið 1992 og vegna mikillar umferðar fólks sem kemur að skoða bæinn varð að gera hreinlætisaðstöðu við hann. Þessi hreinlætisaðstaða hef- ur frá upphafi verið staðsett í gömlum kæligámi skammt frá bænum og stungið mjög í stúf við allt umhverfi þar. Þess vegna var ákveðið nú í sumar að byggja torf- hús utanum gáminn til að hylja hann. Þessu verki er nú lokið en það var unnið af Páli Benedikts- syni á Hákonarstöðum sem sá um hleðsluna ásamt Sveini Pálssyni á Aðalbóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.