Morgunblaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kærunefnd jafnréttismála um erindi
félagsmálasljóra Hafnarfjarðar
Eríndínu vísað frá
KÆRUNEFND jafnréttismála
hefur vísað frá erindi félagsmála-
stjóra Hafnarfjarðar um að
nefndin kanni og taki afstöðu til
þess hvort væntanlegar breyting-
ar á starfi félagsmálastjóra feli
í sér brot á jafnréttislögum.
Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu að engin ákvörðun hafí
verið tekin sem leiði af sér brot
gagnvart kæranda.
I kæru félagsmálastjóra til
kærunefndar jafnréttismála segir
að með skipulagsbreytingum á
stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar
sé starf félagsmálastjóra, sem
hún hafí gegnt síðan 1986, fært
niður um eitt þrep í valdastigan-
um og henni fenginn nýr yfírmað-
ur, sem í raun ætti að taka yfír
þau völd og ábyrgð, sem fylgdu
starfí félagsmálastjóra. Henni
væri um leið gert ókleift að sækja
um nýju stöðuna og segir félags-
málastjóri að hún hafí rökstuddar
upplýsingar um að samið hafí
verið um að annar maður fengi
stöðuna án þess að þurfa að
keppa um hana.
Mikilvægt
að auglýsa
Kærunefndin kemst að þeirri
niðurstöðu að komi til breytinga
sé mikilvægt að starf fram-
kvæmdastjóra félagsmálasviðs
verði auglýst og að í framhaldi
af því fari fram hlutlægt mat á
hæfni umsækjenda. Enn fremur
segir að meirihluti bæjarstjómar
hafi fellt tillögu minnihluta um
að auglýsa skuli stöðuna áður en
nýtt stjórnsýsluskipulag taki
gildi. Að mati nefndarinnar feli
sú ákvörðun ekki í sér að þegar
hafi verið ákveðið að auglýsa
ekki umrædda stöðu.
Bæjarstjórn hafí samþykkt að
vísa öðrum tillögum en þeirri að
fjölga málasviðum um eitt til
endanlegrar afgreiðslu bæjar-
stjóra og bæjarráðs. Skilja verði
þá niðurstöðu þannig að þessum
stjómvöldum hafi meðal annars
verið falið að taka ákvörðun um
hvernig staðið skuli að ráðningu
í umræddar stöður þar með talið
stöðu framkvæmdastjóra félags-
málasviðs. Engin ákvörðun hafí
því verið tekin sem leiði af sér
brot gagnvart kæranda. Því sé
ekki hægt að fjalla um málið að
svo stöddu.
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Morgunblaðið/Þórólfur Halldórsson
ÞÓRÓLFUR Jarl Þórólfsson fékk þessa 12,5 punda hrygnu hinn
4. júlí síðastliðinn. Fiskurinn fékkst í Treg á 4. svæði Stóru-Lax-
ár og agnið var 20 gramma svartur Toby.
Afmælishátíð
GÓMSÆTT ROKK I 10 ÁR
GÓMSÆTT ROKK ( 10 ÁR
Dagana 24. til 27. júlí.
Fimmtudagur Föstudagur
15.00
Páll Óskar
afhjúpar glimmergalla.
22.30
Greifarnir
22.30
Björgvin Halldórsson
og perubandið
Laugardagur
22.30
Sóldögg
Sunnudagur
Afmælishátíð fjölskyldunnar
að hætti Hard Rock
Af mæ I i smatse ði 11
Bar-R-Que Borgari kr. 695
Grísasamloka kr. 695
Bar-B-Que Kjúklingur kr. 1.095
REYKJAVIK
ELSKUM ALLA - ÞJÓNUM ÖLLUM
olíf Kjorís
FERSKAR
KJÖTVÖRUR
Yíða þokka-
leg veiði
FRÁ fréttaritara á Hvolsvelli bárust
þær fréttir að nú væru komnir ríf-
lega 200 laxar á land úr Eystri-
Rangá og er áin að sögn starfs-
manna Sælubúsins á Hvolsvelli full
af nýgengnum físki. Undanfarna
daga hefur veiðst mjög vel og er
stærsti laxinn 19 pund. A sama tíma
í fyrra höfðu aðeins veiðst 56 laxar
svo ljóst er að áin er að bæta sig
mikið. í vor var 200.000 seiðum
sleppt í ána og 100.000 seiðum var
sleppt í Þverá en þar hefur nú veiðst
I lax og hefur orðið vart fleiri laxa.
Holl sem lauk veiði í Sæmundará
í Skagafirði um síðustu helgi fékk
II laxa, 5-12 punda þunga. Þá
voru komnir á land alls 16 laxar úr
ánni, sá stærsti 15 pund. Þetta þyk-
ir góð veiði úr ekki stærri á en
Sæmundará er.
Úr Straumijarðará hafa fengist
60-70 laxar og töluðu menn um að
þar væri „góður reytingur" þessa
dagana.
Þokkalegt í Gljúfurá
Á mánudagskvöld höfðu alls feng-
ist 92 laxar úr Gljúfurá í Borg-
arfirði og þykir það þokkaleg veiði
miðað við fyrri ár. Tveggja daga
holl, með þrjár stangir, hafa verið
að fara heim með 10-15 laxa að
meðaltali. Veiðihópur sem Morgun-
blaðið hafði spurnir af var kominn
með 9 laxa á mánudagskvöld eftir
eínn og hálfan dag. Átta af þessum
Morgunblaðið/Steinunn
HAFLIÐI Halldórsson með vænan feng úr Eystri-Rangá.
KÁRI Jónsson frá Fáskrúðs-
firði með góðan afla úr
Breiðdalsá. Kári hefur við-
urnefnið „togarinn“ vegna
þess hve fengsæll hann er.
löxum höfðu veiðst í Móhyljum, en
í þeim er mikið af laxi um þessar
mundir og reytingur um alla á.
Ágæt veiði hefur verið í Breið-
dalsá í sumar. Um síðustu helgi
höfðu veiðst þar meira en 200 bleikj-
ur, 70 urriðar og 7 laxar. Nýlega
var sleppt í ána 3.500 laxaseiðum
sem ætti að skila sér í aukinni laxa-
gengd í framtíðinni.