Morgunblaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 17 NEYTENDUR Heitur matbar hjá Hagkaupi Kringlunni í VIKUNNI var opnaður heitur matbar hjá Hagkaupi í Kririglunni. Um er að ræða nokkurskonar hlað- borð þ.e.a.s. hitaborð sem rúmar rúmlega 30 tegundir af heitum rétt- um og meðlæti. Viðskiptavinir skammta sér sjálfir á bakkana og ráða hvort þeir velja sér eina teg- und eða jafnvel nokkra rétti. Seldar verða tvær stærðir af bökkum á 395 krónur og 495 krónur. Fram að þessu hefur viðskiptavinum Hag- kaups staðið til boða að kaupa heita rétti í Hagkaup en með tilkomu barsins verður úrvaiið aukið til muna. Gefist þessi tilraun vel verð- ur hún útfærð í öðrum verslunum Hagkaups. Að sögn Árna Ingvars- sonar hjá Hagkaupi verður boðið Nýtt upp á hefðbundinn heimilismat s.s. gúllas, lambalæri, kjötbollur og la- sagna en einnig upp á óhefðbundn- ari rétti eins og kjúkling í karrí og kókos, djúpsteiktar rækjur, balti- kjúkling, kjúkling-jambalaya, kas- hmiri-lamb og 1-2 kjötlausa rétti. Úrvalið verður breytilegt frá degi til dags. Margrét Össurardóttir matreiðslumeistari hefur yfirum- sjón með matreiðslunni og verður viðskiptavinum innan handar ef spurningar vakna. Hún hefur starf- að á veitingahúsum hér heima og erlendis, lengst af á Hótel Borg. lVi sarnar lijá oLlcur. HAGKAUP HÚSASMIÐJAN VIÐSKIPTAVINIR velja sjálfir í bakkann sinn og borga 395 krónur eða 495 krónur fyrir eftir því um hvora bakkastærðina er að ræða. Þyngd innihaldsins skiptir engu máli. í MICASA fást innréttingar og húsgögn frá Spáni. Húsgagna- verslun HÚSGAGNAVERSLUNIN Micasa var opnuð nýlega í Síðumúla 13. í versluninni eru seld húsgögn og innréttingar frá Spáni. Skrifstofu- húsgögn eru frá fyrirtækinu Actiu og eldhús- og baðinnréttingar frá Plastmasa. Þá eru einnig fáanlegar inni- og útihurðir frá Visel sem er í Madrid. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að einnig sé hægt að láta hanna innréttingar og hús- gögn fyrir heimili og stofnanir og er þá um ýmsar viðartegundir að ræða. Viðskiptavinir geta leitað til- boða og um þessar mundir eru ýmis opnunartilboð í gangi. Ennfremur segir í fréttatilkynn- ingu frá Micasa að lögð sé áhersla á að fagleg ráðgjöf sé í boði um val á húsgögnum og innréttingum. Eigendur verslunarinnar eru Hall- dór Jóhannesson og Árni Björn Guðjónsson húsasmíðameistari og Qölskyldur þeirra. Kays vetrarlist- inn er kominn KAYS vetrarlistinn er kominn til landsins en það er B. Magnússon sem sér um sölu og dreifingu vara úr honum. í listanum er t.d. að finna vörumerkin Ralph Lauren, Calvin Klein, Armani, Kangol og French Connection. Auk fatnaðar eru í listanum leikföng, skartgripir, rúmfatnaður, gardínur og gjafa- vara. Listinn kostar 600 krónur án burðargjalds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.