Morgunblaðið - 24.07.1997, Side 17

Morgunblaðið - 24.07.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 17 NEYTENDUR Heitur matbar hjá Hagkaupi Kringlunni í VIKUNNI var opnaður heitur matbar hjá Hagkaupi í Kririglunni. Um er að ræða nokkurskonar hlað- borð þ.e.a.s. hitaborð sem rúmar rúmlega 30 tegundir af heitum rétt- um og meðlæti. Viðskiptavinir skammta sér sjálfir á bakkana og ráða hvort þeir velja sér eina teg- und eða jafnvel nokkra rétti. Seldar verða tvær stærðir af bökkum á 395 krónur og 495 krónur. Fram að þessu hefur viðskiptavinum Hag- kaups staðið til boða að kaupa heita rétti í Hagkaup en með tilkomu barsins verður úrvaiið aukið til muna. Gefist þessi tilraun vel verð- ur hún útfærð í öðrum verslunum Hagkaups. Að sögn Árna Ingvars- sonar hjá Hagkaupi verður boðið Nýtt upp á hefðbundinn heimilismat s.s. gúllas, lambalæri, kjötbollur og la- sagna en einnig upp á óhefðbundn- ari rétti eins og kjúkling í karrí og kókos, djúpsteiktar rækjur, balti- kjúkling, kjúkling-jambalaya, kas- hmiri-lamb og 1-2 kjötlausa rétti. Úrvalið verður breytilegt frá degi til dags. Margrét Össurardóttir matreiðslumeistari hefur yfirum- sjón með matreiðslunni og verður viðskiptavinum innan handar ef spurningar vakna. Hún hefur starf- að á veitingahúsum hér heima og erlendis, lengst af á Hótel Borg. lVi sarnar lijá oLlcur. HAGKAUP HÚSASMIÐJAN VIÐSKIPTAVINIR velja sjálfir í bakkann sinn og borga 395 krónur eða 495 krónur fyrir eftir því um hvora bakkastærðina er að ræða. Þyngd innihaldsins skiptir engu máli. í MICASA fást innréttingar og húsgögn frá Spáni. Húsgagna- verslun HÚSGAGNAVERSLUNIN Micasa var opnuð nýlega í Síðumúla 13. í versluninni eru seld húsgögn og innréttingar frá Spáni. Skrifstofu- húsgögn eru frá fyrirtækinu Actiu og eldhús- og baðinnréttingar frá Plastmasa. Þá eru einnig fáanlegar inni- og útihurðir frá Visel sem er í Madrid. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að einnig sé hægt að láta hanna innréttingar og hús- gögn fyrir heimili og stofnanir og er þá um ýmsar viðartegundir að ræða. Viðskiptavinir geta leitað til- boða og um þessar mundir eru ýmis opnunartilboð í gangi. Ennfremur segir í fréttatilkynn- ingu frá Micasa að lögð sé áhersla á að fagleg ráðgjöf sé í boði um val á húsgögnum og innréttingum. Eigendur verslunarinnar eru Hall- dór Jóhannesson og Árni Björn Guðjónsson húsasmíðameistari og Qölskyldur þeirra. Kays vetrarlist- inn er kominn KAYS vetrarlistinn er kominn til landsins en það er B. Magnússon sem sér um sölu og dreifingu vara úr honum. í listanum er t.d. að finna vörumerkin Ralph Lauren, Calvin Klein, Armani, Kangol og French Connection. Auk fatnaðar eru í listanum leikföng, skartgripir, rúmfatnaður, gardínur og gjafa- vara. Listinn kostar 600 krónur án burðargjalds.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.