Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ■aiiaaa^ílaa Æ fleiri íslendingar eru að upplifa Islendingasög- urnar með nýjum hætti. Iðulega er þetta hópur fólks sem les einhverja söguna undir leiðsögn og því næst er haldið á sögu- slóðirnar hvort sem þær eru heima eða erlendis. Þannig stóð á ferð Halldóru J. Rafnar til Grænlands fyrr í sumar, þar sem farið var á sögu- slóðir Eiríks sögu rauða, Grænlendingasögu og fleiri sagna. ^ ^ ÚR Hvalseyjarkirkju. I FOTSPOR ;SUk«®t _ ypS Narssaq ® -^lganfeUGarðar) 1 sss nssr Sydproven Alluitsup PgaQfjj Jj n oTasiusag' Nanortalik®--"'" Aappnatroq NarsaqKuialleq Frederiksdqlí/ ' 100 200 km H\arf > VIÐ öllu búin í Qaqortoq. Frá vinstri: Ragnheiður, Baldvin, Aðalheiður, Páll og Jón. GRÆNLAND er grænna en þig grun- ar,“ sagði vinkona mín, er heimsótti landið í fyrra, er hún heyrði að við værum á leið á söguslóðir Eiríks sögu rauða, Grænlendinga- sögu og fleiri sagna. Reyndist þetta rétt, enda hefur Eiríkur greinilega kannað landkosti vel og á svo sannarlega skilið að vera kallaður fyrsti markaðsfrömuður íslandssögunnar. Tildrög ferðarinnar voru þau að við hjónin, ásamt ýmsum fleirum, höfðum sl. vetur eins og marga undanfarna vetur lesið íslendinga- sögur undir leiðsögn Jóns Böðvarssonar, cand. mag. Haustið 1996 voru Eiríks saga rauða og Grænlendingasaga lesnar og kvikn- aði þá sú hugmynd að fara til Grænlands og vonandi síðar til Vínlands og viðhalda þeirri vepju sem skapast hefur, að ferðast um vett- vang sagnanna. Færri komust með en vildu, en farnar voru þrjár ferðir og ein „tilrauna- ferð“. Magnús Jónsson og Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðingur, er dvalið hefur margoft á Grænlandi, sömdu ferðaáætlun í samráði við Nielsens Travel í Qaqortoq. Fyrir ferðina viðuðum við að okkur hag- nýtum upplýsingum um veðurfar, staðhætti, útbúnað o.fl. og er ástæða til að hvetja fólk til að hyggja að slíku. Grænland er um tuttugu sinnum stærra en ísland þ.e. tæplega 2.200.000 ferkílómetrar, en þar af eru tæp 85% jökull sem getur orðið allt að 3.500 metra þykkur. Strandlengjan er löng og vogskorin og siglingar þangað erfiðar vegna íss. Aðeins lítill hluti strandarinnar og þá aðeins við vest- anvert landið, er íslaus allt árið, frá Paamiut (Frederikshaab) í suðri til Sisimiut (Hol- steinsborgar) í norðri. Mannfólkið hefur gert nokkrar atrennur að því að nema þetta fallega en hrikalega land, en oftast orðið að lúta í lægra haldi. Talið er að sex bylgjur inúíta hafi komið frá Norður-Ameríku til Norður-Grænlands, sú fyrsta fyrir um 4.500 árum, hin síðasta fyrir um 1100 árum. Landnám virðist hafa mistek- ist í fyrstu fimm skiptin en afkomendur síð- asta hópsins lifa enn í landinu. Ekki er talið að inúítarnir úr síðustu bylgjunni hafi komið til suðurhluta landsins fyrr en milli 1100 og 1200. Norrænir menn námu land syðst á vestur- strönd Grænlands rétt fyrir árið 1000 og hélst byggð þeirra sums staðar fram um 1500. ís- lenskar heimildir segja frá landnámi Græn- lands, þegar íslenskir bændur halda þangað undir forystu Eiríks rauða, er áður hafði kannað þar landkosti í 3 ár. Kölluðu þeir það Eystribyggð og Vestribyggð. Fornleifarann- sóknir er farið hafa fram á undanförnum ár- um styðja sannleiksgildi þessara sagna í gróf- um dráttum. Fundist hafa rúmlega 500 húsa- rústir norrænna manna og hafa nokkrar þeirra verið rannsakaðar ítarlega. Haldið var af stað laugardaginn 28. júní sl. í súldarveðri frá Reykjavíkurflugvelli. Þar hittum við aðra ferðalanga en þar sem flogið var í áætlunarflugi safnaðist hópurinn ekki saman fyrr en til Grænlands kom. Flugið var þægilegt og skyggni ljómandi gott. Sáum við vel gróðurlaus fjöllin á austurströndinni og hina hrikalegu ísbreiðu er þekur landið. Við minntumst ferða landnámsmannanna og ann- arra norrænna manna er siglt höfðu milli ís- lands og Grænlands á öldum áður. Margir hafa náð landi við illan leik og aðrir aldrei komist á leiðarenda heldur horfið í ískalt hafið eða borið beinin á hrjóstrugri ströndinni. Lent var í Narsarsuaq (stóru sléttu) við Eiríksfjörð í yndislegu veðri, björtu og fallegu skyggni. Þar tóku Jón Böðvarsson og Ingvi Þorsteinsson á móti okkur. Voru þeir þá ný- búnir að kveðja 30 manna hóp sem var að fara heim. Ingvi annaðist fararstjórn og Jón sögu- leiðsögn. Við hittum aðeins hópinn sem var á heimleið. Var fólkið mjög ánægt með ferðina, en sumir voru illa bitnir af mývargi og það var Jón Bö einnig. Hann varaði okkur eindregið við varginum og minnti óspart á flugnanet, derhúfu og krem til að fæla flugumar frá. Sem betur fer urðum við lítt vör við varginn. Narsarsuaq liggur innarlega í hinum langa Eiríksfirði (Tunulliarfik) og er helsti milli- landaflugvöllur suðurhluta landsins og mið- stöð ferðalaga. Svotil engir vegir eru utan þéttbýliskjama þannig að samgöngur fara fram á sjó, þegar ís leyfir, og í lofti, aðallega með þyrlum. Hvort tveggja er vitaskuld háð veðri. Loftslag er þar milt, miðað við Græn- land, nokkur skógur og er svæðið vinsælt gönguland. Flestar byggingar eru frá þeim tíma er Bandaríkjamenn vom þarna með her- stöð „Bluie West One“, þ.e. 1941-1958. Frá Narsarsuaq hefur verið fylgst með ísreki fyrir Suður-Grænlandi eftir hið hörmulega slys er skipið „Hans Hedtoft" fórst árið 1959. Ferðahópurinn hélt að Hótel Narsarsuaq, “ sem er ljómandi gott og þar var gist fyrstu nóttina. Eftir að við höfðum komið farangri inn á herbergin var gengið út að safni í ná- grenninu. Þar era aðallega minjar frá seinni heimsstyrjöld. Þó var þar einnig fróðleikur um ýmislegt annað t.d. húsaskipan og áveitu- kerfi - frá tímum norrænna manna í Görð- um, hinu forna biskupssetri og þingstað, steintegundir er finnast á Grænlandi, þjóðina, lifnaðarhætti o.fl. Eftir góðan kvöldverð var kynningarfundur. Síðan fengu sumir sér göngu eða spjölluðu saman og loks komu f menn sér í rúmið. | Sunnudagur 29. 6. i Öllum á óvart var komið dumbungsveður og vora það mikil vonbrigði eftir væntingar sem hið yndislega veður daginn áður hafði vakið. Okkur var ekið niður að bryggju í rign- ingu. Siglt var með bátnum „Sapangoq" = Perla, sem var farartæki okkar og samastað- ur næstu fjóra daga, yfir að Brattahlíð (Qassi- arsuk), bæ Eiríks rauða, er staðið hefur hand- L an Eiríksfjarðar nánast beint á móti þeim * stað þar sem Narsarsuaq er núna. Bærinn | hefur staðið á sléttu graslendi innarlega í firði | þar sem veðurfar er betra og sólríkara en úti við strönd þar sem meira er um votviðri og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.