Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ KÚBA OG ÍSLENSKA BYLTINGIN Áhugi ungs fólks á marxisma virðist vera að aukast eftir áralanga lægð. Helgi Þorsteinsson ______ræddi við íslenska byltingarmenn_____ og kannaði tengsl þeirra við Kúbu. ÍSLENSKIR sdsíalistar í kröfugöngu á Kúbu. Ólöf Andra og Sigurður Haraldsson bera borðann. AÁTTUNDA og níunda áratugnum vora stofn- uð ýmis félög kommún- ista á íslandi en á síðari hluta níunda áratugar- ins og fyrri hluta hins tíunda var sú starfsemi í mikill lægð. Á síðustu áram hafa íslenskir kommúnistar á ný myndað með sér samtök. Félags- mönnum þeirra virðist einkum mega skipta í tvo hópa. Annars veg- ar era fyrrverandi félagsmenn eldri samtaka og hins vegar ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu spor í stjórnmálastarfi. Tvö félög eru starfandi sem hafa pólitísk stefnuat- riði, Ungir sósíalistar og Sósíalista- félagið. Þrjú önnur félög, Vináttufé- lag Islands og Kúbu, Samtök her- stöðvaandstæðinga og MÍR hafa ekki sósíalíska stefnuskrá en marg- ir meðiimir þeirra teljast til marx- ista. Loks má nefna ýmis skammlif sósíalísk samtök ungs fólks sem stofnuð hafa verið í misalvarlegum tilgangi. Ungsdsíalistar í mörgum löndum Ungir sósíalistar era sjálfstætt félag en á sér hliðstæður í samtök- um ungra sósíalista víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, á Norðurlöndum, í Frakklandi, Bret- landi og á Nýja-Sjálandi. Fyrstu samtökin af þessari tegund voru stofnuð í Bandaríkjunum árið 1994 og voru þá tveir ungir, róttækir ís- lendingar viðstaddir. Um svipað leyti fór íslendingur til Kúbu á æskulýðsmót og hafði þar kynni af Kanadamönnum sem voru að undir- búa stofnun sams konar félags. í framhaldi af þessu var stofnað félag hér á landi fyrir tveimur árum. Átta manns á aldrinum 16-29 ára mæta nú reglulega á fundi Ungra sósíalista sem haldnir era í húsnæði Pathfinderbóksölunnar við Klapparstíg. Pathfinder er rekin af ýmsum einstaklingum og félögum hér á landi og selur bækur frá sós- íalísku forlagi í Bandaríkjunum og á sér einnig hliðstæður í ýmsum öðr- um löndum. í húsi bóksölunnar eru einnig reglulega haldnir fundir um ýmis samfélagsmálefni á vegum Málfundafélags alþjóðasinna. Að sögn aðstandenda þess félags mæta þangað yfirleitt 10-25 manns. Ungir sósíalistar hafa staðið fyrir ýmsum mótmælum og kynnt stefnu sína í skólum. Gestir hafa komið frá Young Socialists í Bandaríkjunum í tengslum við stofnun íslenska fé- lagsins og einnig hefur félagið að- Morgunblaðið/Ámi Sæberg UNGIR sósíalistar: Ásdís Þórólfsdóttir, Jón Thoroddsen, Benedikt Haraldsson. VINNINGSLAGIÐ í Söngvakeppni verkalýðsins, sem haldin var á vegum Sósíalistafélagsins, flutt á rauðum 1. maí. stoðað við móttöku kúbanskra gesta sem komið hafa á vegum Vináttufé- lags íslands og Kúbu. Mótmælum yfír- gangi kapítalismans „Við reynum að kynna okkur sem mest efni eftir sósíalíska höfunda, mótmælum yfírgangi kapítalismans, berjumst fyrir réttindum fólks og reynum að fá fleiri inn í samtökin," segir Jón Thoroddsen, einn með- lima félagsins. Félagsmenn fylgjast vel með sósíalíska vikublaðinu Milit- ant, sem er alþjóðlegt rit en gefið út í Bandaríkjunum. Einnig segjast þeir fylgjast með starfsemi stjórn- málaflokksins Socialist Workers Party í Bandaríkjunum. Þeir taka fram að þeir séu ekld arftakar kommúnískra samtaka 8. og 9. ára- tugarins. „Sósíalisminn er hreyfing fólks sem vinnur með verkalýðshreyfing- unni að því að umbyita þjóðfélaginu svo því verði stjórnað í þágu meiri- hlutans, en ekki fámennrar eigna- stéttar eins og nú er.“ segir Ólöf Andra. „Oft er rætt um sósíal- ismann á þeim nótum að hann sé út- ópía og stundum er reynt að fá mig til að játa að ég sé einangraður róm- antíker, en það er ég ekki.“ Jón segir að viðbrögð ungs fólks séu yfirleitt jákvæð þegar þeim er kynntur málstaður Ungra sósí- alista. „Við verðum sjaldan fyrir nokkru neikvæðu, en oft verðum við vör við mikla fáfræði. Menn tengja okkur oft við Stalín og reyna að hanka okkur á einhverju sem varð- ar Sovétríkin. En okkur tekst yfir- leitt að skýra okkar málstað." Bakgrunnur félagsmanna í Ung- um sósíalistum er mismunandi, einn félagsmanna sagðist aðspurður vera kominnn af miklu íhaldsfólki, með- an annar sýndi margra ára gamalt barmmerki til minningar um Kefla- víkurgöngu. Þeir segjast hafa orðið varir við aukinn áhuga ungs fólks á sósíalisma að undanförnu og hafa ekki áhyggjur af því að félagið sé fámennt. „Við erum ekki að safna fólki til að greiða okkur atkvæði," segir Benedikt Haraldsson. „Þeir sem ganga í félagið verða að gera eitthvað." „Þegar ég byrjaði í menntaskóla var þar enginn áhugi á sósíalisma," segir Sigurður. „í byrjun þessa árs kom kúbönsk stelpa á fund í gamla skólanum mínum til að kynna heimaland sitt og Heimsþing æsk- unnar og þá mætttu ---------------- fimmtíu manns. Fjórir nemendur úr þessum skóla fóra síðan á Heimsþingið.“ Sumir félagsmanna Ungra sósíalista einnig era Vináttufélagi íslands og Kúbu og einn þeirra er þar stjórn- armaður. Pathfinderbóksalan selur mörg rit kúbanskra marxista, eink- um eftir Che Guevara og Fidel Castro. Kúba fyrir- mynd sósíalista „Kúbanska byltingin er fyrir- mynd sósíalista alls staðar í heimin- um,“ segir Sigurður, sem var einn fulltrúa ungra sósíalista á Heims- móti æskunnar á Kúbu. Vináttufélag íslands og Kúbu, VÍK, var stofnað árið 1971. Flestir félagsmanna, sem era um sextíu talsins, hafa komið inn í félagið vegna svonefndra vinnuferða sem skipulagðar era á hverju ári í sam- starfi við hliðstæð félög á Norður- löndum. „I hinum norrænu félögun- um eru yfirleitt harðir sósíalistar og þeir sem fara í vinnuferðirnar era valdir með tilliti til stjómmálaskoð- ana,“ segir Sylvía Magnúsdóttir, ein stjómarmanna í VIK. „Hér á landi hefur þróunin orðið önnur. Margir þeirra sem farið hafa á síðustu fimm árum hafa einfaldlega verið í ævin- týraleit." Pólitískar vinnuferðir Dagskrá vinnuferðanna er þó að nokkra leyti pólitísk. Á sumardag- skrá „Norrænu brigöðunnar" á Kúbu í júlí 1997 voru meðal annars fyrirlestrar um líf og störf Che Gu- evara og utanríkisstefnu Kúbu og heimsóknir til kúbanskra fjölda- samtaka. Stofnun sem nefnist ICAP, eða „Vináttufélag þjóðanna" skipuleggur dagskrá heimsóknanna á Kúbu. „Þessar vinnuferðir virka ágæt- lega til að sannfæra mann um ágæti sósíalismans á Kúbu,“ segir Sylvía. „Eg fór þangað sjálf á sínum tíma og leist þá vel á margt þó ég hafi aldrei verið sósíalisti. Nú er ég gift Kúbana og fór aftur í fyrra og bjó hjá venjulegri fjölskyldu. Eftir það finnst mér þetta ekki eins sniðugt og áður. Kúbanir eru reyndar sjálfir mjög klofnir í afstöðu sinni til þjóð- skipulagsins.“ Sylvía segir Kúbverja vera aftar- lega í mannréttindamálum og hún hafi orðið þess áþreifanlega vör í ___________ heimsókn sinni. „Fólki fannst sjálft það vera kúgað. Það þorði til dæmis ekki að tala um mannréttindamál, jafn- vel ekki inni á heimilum Einstaklings Mótmælum yfirgangi kapíta- lismans sinum. frelsi er of takmarkað í landinu og það gengur einfaldlega ekki upp. Stjórnvöld nota viðskiptabannið sem afsökun fyrir kreppunni sem þar ríkir og fyrir því að þeir nái ekki því kommúníska stigi sem þeir stefna að. Það getur svo sem verið að kreppan sé tímabundin og þetta er vanþróað land sem erfitt er að bera saman við Vesturlönd." Nokkur ágreiningur varð innan félagsins íyrir skömmu vegna Kúbverja sem dvelst hér á landi. Hann leitaði aðstoðar VIK til að greiða úr sínum málum í heimaland- inu. Niðurstaða meirihluta félagsins var að neita honum um aðstoð þar sem hann er flóttamaður og þar af leiðandi andstæðingur þjóðskipu- lagsins á Kúbu. „Mér finnst að með þessu hafi félagið markað sér póli- tíska stefnu, þrátt fyrir að í lögum þess sé aðeins fjallað um menning- artengsl. Það virðist reyndar vera að vegna þjóðskipulagsins verði allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.