Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ hefði verið vel máli farin, frá öku- skírteinisnúmeri sínu til að hún gæti spáð fyrir henni með talna- speki. Cowan sagði rannsóknarlögreglu- mönnunum að hún hefði hitt Elaine Parent á bar í Orlando í Flórída, ná- lægt Disneyworld, og kvaðst hafa hrifist af fegurð hennar, töfrum og smekklegum breskum klæðnaði. Eins og myrtu konunni, McGowan, var henni sagt að framtíð hennar væri mjög björt. Daginn eftir snæddi konan há- degisverð með Cowan og móður hennar - sem kann að hafa bjargað lífi dóttur sinnar án þess að gera sér grein fyrir því - og sagði þeim að hún hefði erft mikil auðæfí í Evrópu en bróðir hennar væri að reyna að sölsa undir sig allan arfinn. Mánuði síðar birtist Elaine Parent á heimili Cowan um miðja nótt, dulbúin sem karl og með gerviyfirvaraskegg. Hún grátbað Cowan um hjálp og sagði að bróðir hennar væri að reyna að koma henni á bak við lás og slá og hún þyrfti því að fá nýtt nafn. Hún fékk nýju vinkonuna sína til að lána sér almannatryggingakortið hennar og sendi henni það aftur síð- ar með þakkarbréfi þar sem hún baðst afsökunar á biðinni. Cowan sá konuna aldrei aftur en ári síðar var hún stöðvuð vegna áreksturs í Tampa á Flórída og handtekin vegna glæps sem Parent hafði framið þegar hún notaði nafn hennar. Cowan botnaði ekki neitt í neinu þegar hún var flutt í lögreglu- bíl 400 km leið til Miami og leidd fyrir dómara. Lögreglumaður, sem hafði áður handtekið Parent vegna glæpsins, sagði hins vegar dómar- anum að Cowan væri ekki konan sem hann leitaði og málið var því fellt niður. „Ég hef ekki gleymt þessari konu í tíu ár og mun aldrei gera það,“ sagði Charlotte Cowan nýlega. „Það er eitthvað furðulegt og töfrandi við hana.“ Skrifaði bréf á morðstaðnum Enginn veit hver Sylvia Hodgkin- son er eða var. „Við erum nú að rannsaka með hjálp bresku lögregl- unnar hvort Sylvia Ann Hodgkinson hafi verið til og hvað orðið hafi um hana,“ sagði Crowningshield. Tilhugsunin er hrollvekjandi. Bandaríska lögreglan telur að Parent hafi myrt Beverly McGowan til að stela nafni hennar. Ekkert er enn vitað um þá sem báru hin nöfn- in átta sem Kameljónið hefur notað. Vísindamenn lögreglunnar telja sig geta sannað að Parent hafi farið inn á heimili McGowan. Með því að rannsaka bréf sem konan hefur skrifað í hinum ýmsu gervum hafa þeir fundið vísbendingar um að hún hafi skrifað bréf á skrifblokk í húsi konunnar sem var myrt. Bréfið staðfestir að Parent hafi verið í íbúð McGowan skömmu fyrir morðið. „Við vitum íyrir víst að Elaine Parent notaði sömu skrifblokk og Beverly McGowan skömmu fyrir dauða hennar," sagði Crowning- shield. Bréfið sem hún skrifaði á morð- staðnum bendir til þess að Parent hafi ekki verið ein að verki. „Ég er reiðubúin að sökkva en ég geri það ekki ein. Ég er reiðubúin að eyði- leggja allt sem ég hef byggt upp og draga þig niður með mér,“ sagði hún í bréfinu. Interpol sendar upplýsingar Framsalsdeild bresku lögregl- unnar hefur þegar aðstoðað við leit- ina að Kameljóninu og bandaríska lögi-eglan hyggst senda frekari upp- lýsingar til alþjóðalögreglunnar, Interpol. Crowningshield rannsóknarlög- reglumaður og samstarfsmenn hennar telja að konan hafi orðið sér úti um nýtt nafn og búi í litlum bæ í Englandi og ferðist til borga í Evr- ópu eða á Norðurlöndum meðan hún leggur á ráðin um næsta ódæði. Ef til vill notar hún nú þegar persónu- skilríki og greiðslukort einhverrar myrtrar konu, sem lét spá fyrir sér með því að gefa upp númer sem hún hefði aldrei átt að segja frá. Höfundu r er bluðamaður i Miami SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 B 13 Nœringarráðgjöfin Domus Medica Egilsgata 3 101 Reykjavík C uðrún lóna Bragadóttir, nœringarfr. Anna Elísabet Ólafsdóttir Nœringarfr. Bœtt nœring - betri þyngd Næringarráðgjöfin er að fara af stað með langtíma- verkefni fyrir þá sem þurfa að léttast. Þar sem árangur síðasta árs var góður, verður unnið með sama sniði og í fyrra. Verkefnið stendur yfir í níu mánuði með reglu- legri vigtun, stuðningi og fræðslu. Skilyrði fyrir þátttöku er að þyngd sé a.m.k. 20% yfir kjörþyngd. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Upplýsingar og skráning eru í síma 896 1303 mánudaginn 1. sept. og þriðjudaginn 2. sept. milii kl. 09.00 og 13.00. • Með blæstri • 4 hellur • Grill og grillmótor • HxBxD: 85x60x60 • 2. óra óbyrgð Verð óður OFN OG KERAMIK HELLUBORÐ • Með blæslri • 4 keramikhellur • Grill og grillmótor • Litir: Hvítt eða stól • 2. óra óbyrgð Verð áður 2&MQT ZANUSSI KÆLISKÁPUR Verð áður • Kælir: 130 Itr. • Frystir: 20 Itr. • HXBXD: 85x55x60 1 • 3. ára ábyrgð ZANUSSI ELDHÚSVIFTA • HxBxD: 16x60x48 • 2. ára ábyrgð Verð áður 6.690,- • 800W • Gaumljós • Viðloðunarfrí húð • 3. ára ábyrgð ZANUSSI UPPÞVOTTAVÉL • Tekur borðb. fyrir 12 manns • Mjög hljóðlát • 4 þvottakerfi • þurrk-hitald • 3. ára ábyrgð Verð áður JUX&r ZANUSSI ÞVOTTAVÉL • 800 sn. ó mín. • 14 kerfi • Innbyggður hitastillir • Tekur 4,8 kg. af taui • 3. ára ábyrgð Verð áður I £2J3ö©r 44.900,- ZANUSSI ÞVOTTAVÉL 1 800/550 sn. á mín, 1 14 þvottakerfi 1 Sjálfstæður hitastillir 1 Tekur 4,8 kg. af taui ' 3. ára ábyrgð Verð áður . iZJSöör 46.600, Creda ÞURRKARI • Barkalaus • Veltir í báðar áttir • Tekur 6 kg. af taui • 1. árs ábyrgð Verð áður iEJwer Verð áður £2J9©ef ZANUSSI • Kælir: 208 Itr. • Frystir: 60 Itr. • Hitastillir • HxBxD: 165x55x58 • 3. ára ábyrgð KÆLISKÁPUR ZANUSSI ÞURRKARI • Tvö hitastig • 120 mín. limast. • Fyrir barka • Tekur 5 kg. af taui • 3. ára ábyrgð Verð áður iÆJ&ser 27900,- ZANUSSI KÆLISKÁPUR • Kælir: 220 Itr. • Frystir: 100 Itr. • Hitastillir • HxBxD: 170x59,5x60 • 3. ára ábyrgð Verð áður Opið virka daga frá kl. 9:00-1 8:00, laugardaga frá kl. 10:00-16:00 SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 588 0500 E Ra&greifislur Rattgrei&slur Blað allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.