Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ GÓÐRARVONARHÖFÐI - TRÖLLASKAGI - LOKAÁFANGINN Á SLÓÐUM gestrisinna hirðingja í Sahara. KOMIN í siðmenningunna _ Birna með Andra, Stefáni og Rannveigu fyrir utan Strumpaland í Þýskalandi og peysur og vetrarúlpurnar komnar upp úr töskunum. íslenskt brauðstrit hefur valdið því að lokafrásögnin af ferð íslensku fjölskyldunnar norður Afríku og allt til Tröllaskaga á Islandi hefur tafíst. En hér segja þau Friðrik Már Jónsson og Birna Hauksdóttir frá ferð sinni og barnanna, Andra, Rannveigar og Stef- áns norður yfír Sahara, yfír til Evrópu og loks heim til Siglufjarðar fjórum mánuðum á eftir áætlun. AFRÍKA kvödd og Spánn framundan Evrópumegin. EKKI fer milli mála af vegaskiltinu að dæma hvers konar landsvæði er framundan. HÖFUÐBORG Máritaníu, Nouakchott, er ákaflega óaðlaðandi staður. Hafist var handa við að skipu- leggja og byggja borgina árið 1960 og var henni valinn staður á grösugri sléttu við ströndina, um 200 km norður af landamærum Senegal. En Saharaeyðimörkin lætur ekki að sér hæða. I öruggri sigurgöngu sinni hefur hún lagt miskunnarlausa hrammana um Nouakchott með skelfilegum afleiðingum. Eyðimörk- in umlykur nú borgina. Sandskafl- amir kaffæra girðingar sem áður umluktu skrautgarða og sandstorm- arnir herja á hinar nýtískulegu byggingar borgarinnar. Mikið af hirðingjum hafa flosnað upp vegna þurrka í Máritaníu og flykkjast þeir til borgarinnar í atvinnuleit. Af þess- um sökum eru fátækt og þrengsli mikil í borginni sem í upphafi var hönnuð fyrir 200 þús. íbúa en hýsir nú vfir 600 þús. manns. Ástæða þess að við vorum stödd í Máritaníu var að vegna styrjaldar- ástands í Súdan og Aisír var ekki um aðra leið að velja til að komast yfir Sahara og til Evrópu. Einn hængur var þó á þessari leið en hann var sá að vegna landamæradeilna milli Má- ritaníu og Marokkó vegna Vestur- Sahara bönnuðu Máritanísk yfirvöld allar ferðir norður yfir landamærin. í Nouakchott höfðum við uppi á araba sem samþykkti að lóðsa okkur norður að landamærunum. Með mótorhjólamenn í kjölfarinu Á tjaldstæðinu í Nouakchott voru staddir 2 mótorhjólagaurar sem voru á leið til Evrópu. Annai- Suður-Afrík- ani sem líkt og við var að koma frá Höfðaborg en hinn var Frakki á leið heim frá Fflabeinsströndinni. Þeir urðu himinlifandi yfir að hitta okkur því að þeir voru búnir að bíða í viku eftir bíl sem þeir gætu farið með í samfloti yfir eyðimörkina. Ástæðan var sú að þá vantaði bfl sem flutt gæti fyrir þá bensín og vatn. Eftir að við höfðum fundað með leiðsögu- manninum var ákveðið að leggja af stað kl. 3 næstu nótt en þá var útfall og þ.a.l. hægt að keyra norður ströndina fyrstu 200 km. Um mið- nættið var búið að yfirfara bílinn, taka 450 ltr af dieselolíu, fylla alla brúsa af vatni og auk þess taka bens- ínbrúsa og farangur fyrir hjólagarpana. Suburbaninn var nú orðinn ískyggilega þungur og höfðum við áhyggjur af því að hann mundi ekki fljóta í sandinum. Mér var ekki svefnsamt um nóttina heldur sat ég og beið útfalisins en hirðinginn, leið- sögumaður okkar, lét sér fátt um finnast og hraut hástöfum á mottu er hann hafði breitt á jörðina við hlið bólsins. Á slaginu 3 var lagt í hann. Sandurinn í flæðarmálinu var þéttur í sér og gátum við keyrt á 60 km hraða norður ströndina í tunglskins- bjartri nóttinni. Brátt var leiðsögu- maðurinn sofnaður aftur, lítil hætta var á að villast með háa sandbakka á aðra hönd og Atlantshafið á hina. Fjölskyldan fylgdi skjótt dæmi hans og ég varð einn með hugsunum mín- um. Ég bar kvíðboga fyrir þvi sem framundan var. En á þessu ferðalagi hafði okkur lærst að taka á vanda- málunum með æðruleysi og sigrast á hindrununum jafnóðum og þær urðu á vegi okkar, svo skyldi einnig vera nú. Sjakali, með fuglshræ í kjaftinum, stóð stjarfur í Ijósgeislanum frá bfln- um í nokkur sekúndubrot áður en hann áttaði sig og tók á rás upp sandbakkann. Þar lagði hann frá sér bráðina og horfði í forundran á þessa undarlegu ferðalanga sem geystust með drunum yfir veiðilendui- hans þessa kyrrlátu nótt. Hann ásamt Ijósunum á mótorhjólunum sem fylgdu okkur þrjóskulega eftir var eina lífsmarkið sem ég sá þessa ein- manalegu nótt. Þegar birti af degi var fjaran horfin en sjórinn farinn að sleikja sandbakkana. Leiðsögumað- urinn geispaði og benti mér syfju- lega að koma mér upp á þurrt land. Með ægilegum átökum náðum við að koma bflnum og hjólunum upp bratt- an og mjúkan sandbakkann. Þar var áð í nokkrar mínútur áður en lagt var í sandöldurnar. Við hleyptum úr dekkjunum og brynntum þyrstum mótorhjólunum á meðan leiðsögu- maðurinn kraup og þuldi morgun- bænir sínar í átt til Mekka. Nú sner- um við í norðaustur í átt frá strönd- inni til að forðast varðflokka frá Má- ritaníska hernum. Spóiað í sandkassa Allah Við keyrðum nú um lífvana og gróðursnauða eyðimörkina. Stund- um þurftum við að klífa sandöldurn- ar en oftast nær skutumst við á milli þeiira, undir öruggri leiðsögn arabans okkar, Sidi Mohamed. Hvernig hann fór að því að rata má guð einn vita, en ég hugsaði um það með hryllingi hvernig það væri að villast í þessari auðn sem fyrir mörg- um öldum hafði lent á afskriftar- reikningi guðanna. Ósjaldan náðum við sæmilegum hraða en oftast mjök- uðumst við fet eftir fet í gljúpum sandinum. Um hádegið var það versta afstaðið. Við vorum komin út úr sandöldunum og við tók flatneskja þai- sem skiptust á melar og sandflákar svo langt sem augað eygði. Við keyrðum fram á tjald í miðri auðninni. í því hafðist við stór fjöl- skylda hirðingja. Ekki veit ég hvern- ig þetta fólk fór að því að draga fram lífið því að ekkert virtist vera þar af búpeningi utan eitt kameldýr og nokkrar geitur, enda bauð gróðurinn ekki upp á mikinn bústofn. Sennilegt er þó að vin hafi verið einhversstaðar í grenndinni og þar hafi hjörð þeirra verið á beit. Við vorum drifin inn í te. Að því loknu var borin fram stór skál, barmafull af kamelmjólk, og okkur boðið að drekka. Þó kamel- mjólkin sé ekkert sérstaklega góð á bragðið var hún svalandi í ógurleg- um hitanum. Ættarhöfðinginn vað með ljóta ígerð í hendi. Birna hreins- aði sárið og gaf honum afganginn af sýklalyfjunum okkar. Þegar við vor- um að fara hópaðist fólkið út í hitann til að óska okkur góðrar ferðar. Stúlka var í hópnum einstaklega fög- ur og skrautlega búin og var Frakk- inn okkar allur á hjólum í kringum hana þar til hún bar eina af slæðun- um sem huldu líkama hennar upp að nefinu og snýtti sér hraustlega í hana. Óhugnanlega stór slumma bættist við skrautlegan útsauminn er prýddi barm stúlkunnar. Frakk- inn missti skyndilega allan áhuga á nánari kynnum við dóttur eyðimerk- urinnar og fór að huga að mótorhjóli sínu. Við ræstum ökutækin og héld- um áfram norður eyðimörkina en hirðingjarnir veifuðu í kveðjuskyni. Enn einn hópurinn af vingjarnlegum Afríkubúum sem við höfðum borið gæfu til að hitta á leið okkar um álf- una. Með hermönnum Marokkókonungs Við vorum komin að jarðsprengju- beltinu sem skilur að Máritaníu og Vestur-Sahara skömmu fyrir sólset- ur. Hér skildu leiðir með okkur og Sidi en hann mátti ekki verða á vegi landamæravarðanna þar sem þetta athæfi hans var kolólöglegt. Hann greip malpoka sinn og vatnsflösku og hvarf sporléttur út í auðnina. Hann átti fyrir höndum 20 km göngu í myrkrinu til þorpsins síns. Við bið- um Marokkósku hermannanna sem komu skömmu eftir rökkur og lóðsuðu okkur yfir jarðsprengjubelt- ið. Gífurleg öryggisgæsla er á vegum Marokkómanna í Vestur-Sahara vegna Polisario skæruliða sem vflja sjálfstæði landsins. Af þessum sök- um þurftum við að bíða á herstöðinni eftir leyfi til að halda norður á bóg- inn. Á morgun sögðu hermennfrnir en raunin var sú að við þurftum að hfrast þama í þrjár nætur áður en leyfið kom. Við fengum stórt her- mannatjald fyrir okkur og reyndum að láta fara eins vel um okkur og að- stæður leyfðu. Á daginn ætlaði brennheit eyðimerkursólin allt lif- andi að drepa en á nóttunni æddi hinn illræmdi Harmattan eyðimerk- urvindur um tjaldið og tróð sandin- um í öll vit okkar. Hermennirnir voru hinir vingjarnlegustu, færðu okkur vatn, eldivið og nýbakað brauð á hverjum morgni. Síðdegis þriðja dag okkar kom loks leyfí fyrir okkur að halda áfram og nú varð allt vitlaust. Hermennirn- ir stóðu yfir okkur æpandi og gólandi: „go, go, go,“ á meðan við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.