Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Stóru sumarmyndirnar frá Hollywood hafa ekki verið upp á marga físka að mati Arnalds Indriðasonar. Þær eru nógu dýrar og íburðar- miklar en einhver hefði þurft að skrifa handrit þeirra í stað þess að láta brellurnar taka völdin. NU, ÞEGAR ágóst- mánuður er liðinn, eru flestar af stóru sumarmyndunum frá Hollywood komnar hingað í bíóin og sjaldan eða aldrei hafa þær valdið jafnmiklum vonbrigðum. Þær hafa gengið bærilega og sumar mjög vel í miðasölunni en sem af- þreyingarefni eru þær langflestar vondar og sumar verri en það. Þrjár þeirra eru framhaldsmyndir og hverri annarri ömurlegri. Ein er Terry Gilliam mynd en því miður gerð af Luc Besson og ein er tölvu- brellumynd um svartklædda menn í geimverustríði á jörðinni, sniðug- lega gerð amerísk gamanmynd en jafntóm og heilabúið í Lucy Ball. Það er eitthvað að í Hollywood þegar þaðan kemur slík súpa af vondum sumarmyndum. Fyrsta regian virðist vera sú að eftir því sem myndirnar þaðan eru dýrari því fíflalegri eru þær. Önnur reglan er sú að ef ekkert handrit er til staðar má alltaf fela það á bak við stórkostlega íburðarmikil leiktjöld. Hér eru fimm höfuðskepnur sumar- myndanna sem hefðu þurft að vera gerðar eftir kvikmyndahandritum. Framhaldsmyndin Batman og Robin er mjög nærtækt og lýsandi dæmi um þróunina í Hollywood. Það er fjórða myndin í flokki Bat- manmynda sem undrabarnið Tim Burton gerði í upphafí að enn einni sögu sinni um týnda barnið, sem er hornreka í mannlegu samfélagi. Gúmmíhetjan Batman lék sér í póstmódernískum leðurblökuhelli, þjáðist vegna dauða foreldra sinna og einangraði sig með batleikfong- unum sínum staðráðinn í að hefna sín á óbótamönnum að eilífu; hann var stórskrítinn en samt skiljanleg- ur. í fjórðu myndinni, sem hinn hæfileikalitli fyrrum gluggaskreyt- ingarmeistari Joel Schumacher stýrir, er Batman einhver leiðinleg- asta hasarmyndahetja sögunnar. George Clooney, nýjasti hjarta- knúsari draumaverksmiðjunnar, leikur Batman og er á svipinn eins og hann sé ofboðslega þreyttur barnalæknir nýkominn heim af alltof langri bráðavakt og á þá eftir að dröslast um alla nóttina í kafara- búningi frá Versace. Allar aðrar persónur myndarinnar eru líflegri en hann og þær eru samt allar hinar ómerkilegstu: Schwarzenegger er aumkunarverður frostpinni lokaður SUMARMYNDIRNAR 1997. MIB, Batman, Fimmta höfuðskepnan, Horfinn heimur og Leifturhraði 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.