Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNN UDAGUK 31. ÁGÚST 1997 B 7 GREINARHÖFUNDUR í dyragætt annars fjóssins í Görðum. KLIFRA þurfti 2 mannhæðir niður í bátinn í Itilleq við Eiríksfjörð. SVONA gæti áveitukerfið í Görðum hafa litið út. Úr bók Knud J. Krogh „Erik den Rödes Grönland11. son. Lasse Bjerge, sonur forstöðumannsins, Danans Poul Bjerge, tók á móti okkur á bryggjunni. Gekk hann með okkur um svæðið og upp að gróðurreitunum þar sem Poul beið okkar. Hélt Poul smátölu og var mjög fróð- legt að hlusta á hann. Poul er kvæntur græn- lenskri konu og Lasse, sonur hans, talar góða íslensku, hefur dvalið á íslandi og heldur þangað í haust með fjölskylduna, því kona hans ætlar að leggja stund á nám í Garð- yi'kjuskólanum í Hveragerði næsta vetur. Sagði Ingvi okkur að algengt væri að Græn- lendingar leituðu til íslands til náms en marg- ir þeirra ættu erfitt með að þrífast fjarri sín- um heimabyggðum og hefði þurft að senda nokkra þeirra heim vegna þessa. Poul Bjerge sagði okkur að undanfarna tæpa 3 sólar- hringa hefði rignt 1/10 hluta ársúrkomunnar = llOml = llsm! Ovenjumikið væri um hafís þetta árið og ætti það sinn þátt í rigningunni. Svo ekki var undarlegt að okkur þætti nóg um. En nú var sólin farin að skína og fylgdi okkur það sem eftir var ferðarinnar. Frá tilraunastöðinni sigldum við inn Ein- arsfjörð í yndislegu veðri. Á leiðinni bauð Ingvi harðfisk, selspik og soðinn lax. Fram að þessu höfðum við borðað annars konar nesti, prýðisgott smurt brauð, sem útbúið var fyrir okkur, en nú slepptum við því. Komið til Qan- isartur og gengið þar upp á hæð og horft yfir Vatnahverfið, víðáttumikið og fagurt gróðri vaxið svæði. Þar settist einn ferðafélaginn úr eldra genginu upp á fjórhjól fyrir aftan ungan kunningja Ingva og þeysti síðan miklu lengra en allir aðrir og sá þar af leiðandi meira en við í það skiptið. Yndislega fallegt svæði og ótrú- lega grænt! Siglt áfram inn Einarsfjörð sem heitir á grænlensku „Igalikup Kangerdlua". Feikifallegt, há fjöll, sérstaklega er inn- ar dró og þó nokkuð um rekís. Nú gátu allir loks verið úti við og sleikt sólskinið. Hér eru söguslóðir á hverju strái. Sigldum framhjá Hafgrímsfirði og inn að Görðum (Igaliku,) hinu forna biskupssetri Grænlendinga og þingstað. Mjög fallegt þar, há og tignarleg fjöll og nokkurt undirlendi. Ljóst er að þarna hafa frá upphafi verið ein bestu skilyrði til ræktunar í öllu Grænlandi og eftir að bisk- upinn settist þarna að 1126 óx vegur staðarins enn og hann varð í raun höfuðstaður landsins. Minna er vitað um þinghaldið. í fornum sögum segir að Freydís, dóttir Eiríks rauða, hafi búið í Görðum með manni sínum Þorvarði. í Grænlendingasögu segir að hún hafi verið svarri mikill, en Þorvarður lítil- menni og hún gefin mjög til fjár. Margt hefur verið sagt og skrifað um Freydísi og ekki allt fallegt. I Eiríks sögu rauða segir frá því er Skrælingjar leggja á flótta eftir að hafa sótt að Þorfinni Karlsefni og mönnum hans á Vín- landi þegar Freydís snýst til varnar vopnuð sverði, með bert brjóst og væntanlega þunguð. I Grænlendingasögu segir frá því að hún hafi staðið fyrir könnunarferð til Vín- lands sem endaði með ósköpum er hún efndi til ófriðar milli manna og drap með eigin hendi fimm konur er menn hennar neituðu að drepa eftir að þeir höfðu hlýtt skipun hennar um að drepa allmarga karla. Er ferðahópurinn kom til Garða var dótinu „lempað" í land að venju, þ.e.a.s. töskurnar voru réttar milli manna og upp úr bátnum. Þeir fyrirhyggjusömu komu við í versluninni rétt við hafnarbakkann. Síðan var gengið upp að farfuglaheimilinu þar sem við áttum að gista síðustu nóttina okkar á Grænlandi, hjá Abel Lynge og konu hans. Áttu fjórir að sofa í hverju herbergi. Hafði Jón Bö haft þann höf- uðverk að skipa mönnum í herbergi og hafði af því hinar mestu áhyggjur en allir undu glaðir við hans úrskurð. Eftir að hafa komið dótinu fyrir var gengið niður að rústunum og þar „messaði" Jón yfir söfnuði sínum! Fræddi okkur um biskupssetrið, þangað sem bisk- upar sjaldan komu heldur sátu í öðrum lönd- um og höfðu umboðsmenn til að stjórna fyrir sig. Ekki var eftirlit kaþólsku kirkjunnar betra en það, að um 1500 var skipaður biskup í Görðum en síðustu heimildir um skip frá Grænlandi eru árið 1410 eins og áður segir. Dómkii'kjan var helguð heilögum Nikulási, dýrlingi sjófarenda og hefur hún verið stór, 27 metra löng og 16 m breið. I norðurkapellu kirkjunnar fannst fyrir nokkrum árum bisk- upsgröf. Maðurinn hefur verið gi-afinn með hirðisstafinn í hægri hönd, tákn tignar sinnar og hring á einum fingi'i sem steinninn hefur að vísu verið plokkaður úr. Höfuð stafsins er úr rostungstönn og fagurlega útskorið. Hafa menn getið sér þess til að þarna hvíli Jón smyrill Árnason, sem var biskup í Görðum 1188-1209 og sé höfuð stafsins e.t.v. verk ís- lenskrar konu, Margrétar hinnar högu. Vitað er að Jón smyrill dvaldi í Skálholti hjá Páli Jónssyni biskupi 1202 og gaf honum fagra rostungstönn er Páll lét Margréti skera bisk- upsbagal úr fyrir erkibiskupinn í Niðarósi. Eins merkilegt og það kann að hljóma var vatnsskortur eitt mesta vandamálið við ræktun er norrænir menn áttu við að glíma á Grænlandi. Gerðu þeir því áveitukerfi og eru menjar um það umfangsmesta að finna í Görðum. Gengum við upp fyrir byggðina og skoðuðum leifar vatnsrása er þar voru. Dag- inn eftir var svo haldið hátt upp í fjallið og lit- ið yfir hvilftir þar sem eitt sinn voru uppi- stöðulón er síðan var miðlað úr. I Görðum þurftu menn því ekki að treysta aðeins á ána til miðlunar á vatni heldur gátu þeir safnað vatni í uppistöðulónin í fjallinu og miðlað síð- an úi' þeim eftir þörfum. Húsin í Görðum, að kirkjunni meðtalinni, virðast hafa myndað vísi að torgi. Hús biskupsins hefur verið geysistórt, framhliðin er talin hafa verið 50 m að lengd og stærsta herbergið, móttökusalur- inn 8x17 metrar. Eitthvað hefur komist fyrir af fólki þar! Útihúsin eru mörg og til ýmissa nota. Tvö fjós hafa fundist, annað fyrir um 40 kýr, hitt fyrir um 60. Ekki er þó talið að þau hafi endilega verið bæði í notkun í einu. Kýrn- ai' gáfu af sér ýmsar afurðir en mjólkin var dýrmætust því úr henni var unnin næringar- rík fæða sem geymdist vel, s.s. ostur, smjör og skyr. í bók sinni „Erik den Rödes Grön- land“ færir Knud J. Krogh nokkuð sannfær- andi rök fyrir því að unnt hafi verið að afla vetrarfóðurs fyrir allar þessar kýr með því að nýta hið hugvitssamlega áveitukerfi yfir sum- artímann og bera vel á völlinn mykju. Vel má líka hugsa sér að túnblettir víða í nágrenninu hafi verið nýttir og bændur jafnvel verið látn- ir greiða skatta og skyldur í heyfeng. Lítið er orðið eftir af steinum í rústunum því Norð- menn sem settust að í Görðum rétt fyrir 1800 nýttu steinana í sín hús og svo hefur verið gert síðan. Við héldum nú upp að þingstaðnum, þ.e. þeim stað sem gæti hafa þjónað þeim tilgangi hjá hinum norrænu mönnum. Rifjaði Jón Bö upp atburði í Fóstbræðrasögu er þar gerðust, dráp Þorgríms trölla o.fl. Einnig átök vegna arfs eftir Arnbjörn nokkurn austmann sem sagt er frá í Grænlendingaþætti. Var áhrifa- ríkt að standa þarna í brekkunni og horfa yfir hið stórbrotna umhverfi og reyna að gera sér í hugarlund hvemig þarna hefur verið um- horfs, bæði við atburði svipaða og sagt er frá í áðurgreindum sögum og ekki síður á velmekt- ardögum biskupsdæmisins. Þarna var ráðum ráðið og örlög manna ákveðin. Fjármunir skiptu um hendur og mörg gersemin var flutt í skip er sigldi til fjarlægra landa. Um kvöldið var snæddur ágætis kvöld- verður hjá Lyngehjónunum: steikt hvalbuff með lauk, kartöflum, rauðkáli o.fl. og kaffi og rúsínubrauð í eftirrétt. Næst á dagskrá var kvöldvaka. Las Jón Bö m.a. upp úr ýmsum heimildum um efni er snerti Garða og Ingvi sagði frá ýmsu er upp hafði komið í ferðum hjá honum á þessum stað. Var þetta bæði fróðlegt og skemmtilegt. Ýmsir fengu sér göngu að kvöldvökunni lokinni. Gengið var út að nýju kirkjunni og hún skoðuð. Síðan var haldið niður að rústum skemmu frá því um 1000, sem var stutt frá sjónum. Þrír veggir höfðu verið hlaðnir en sá fjórði var klettaveggur sem nýttist vel. Stærstu steinarnir, sem notaðir voru í hleðsl- una, voru geysistórir, rúm 8 tonn og erfitt að ímynda sér hvernig hinir norrænu menn fói'u að því að koma þeim þarna fyrir. Nokkrir af ferðalöngunum brugðu sér á stangveiðar, en ílestir komu sér heim í háttinn, enda dagurinn orðinn langur og strangur. Fimmtudagurínn 3. 7. Veðrið var bjart og fagurt. Eftir góðan morgunverð var pakkað og komið sér í ferða- stellingar. Hópnum var skipt í tvennt þar sem báturinn er flytja átti okkur síðasta spölinn tók ekki nema helminginn. Ganga átti upp í fjallið og síðan yfir eiðið milli Einarsfjarðar og Eiríksfjarðar. Fór fyrri gönguhópurinn af stað um kl. 9.30 og kleif upp að hvilftunum þar sem uppistöðulónin, sem áður var minnst á, höfðu verið. Var það nokkuð erfitt, enda bratt en útsýnið stórkostlegt! Sást þaðan yfir Einarsfjörð, fjöllin fyrir ofan fjarðarbotninn og eiðið. Einnig sást vel yfir Eiríksfjörð, bæði út og inn fjörðinn þ.á m. til Sólarfjalla. Mjög lágsjávað var og er komið var að bryggjunni í Itilleq við Eiríksfjörð kom í ljós að við þurftum að fikra okkur niður tvær mannhæðir eftir rimlastiga er hékk utan á bryggjunni niður að litla bátnum er flutti okk- ur síðasta spölinn inn Eiríksfjörð til Narsar- suaq. Sem betur fór gekk þetta allt vel, en ónotalegt var það. Bryggjan í Narsarsuaq er þannig úr garði gerð að þar gátum við gengið á land eftir landgöngubrú en slíkt er síður en svo sjálf- sagt mál á Grænlandi eins og við höfðum áþreifanlega kynnst. Farangrinum var „lempað" í land, haldið á flugvöllinn og dótið skilið þar eftir. Hópurinn hélt síðan til Hótel Narsarsuaq og fékk sér léttan hádegisverð. Sumir leigðu herbergi í nokkra klukkutíma og lögðu sig. Um klukkan 18 héldum við hress út á fiugvöll. Um klukkutíma seinkun var á vélinni en við vorum þó svo heppin að nú var flogið með lítilli þotu (frá færeysku flugfélagi), sem var mun fljótari í ferðum en vélin sem við komum með. Hittum við síðasta ferðahópinn sem var að fara á söguslóðirnar. Seinna heyrðum við að hann hafi verið mun heppnari með veður en við, en lent í enn meiri ís og verið fluttur með þyrlum frá Qaqortoq til Garða. Lítið sem ekkert skyggni var á heimleiðinn og lent í Reykjavík rétt eftir miðnætti. Var nú kvaðst með virktum allir sælir og glaðir að vera komnir heilu og höldnu heim eftir vel- heppnað ferðalag. Eftir svona ferð situr í manni spurningin - hvað varð um norræna fólkið í Græn- landi? Tilgáturnar era margar, en ör- ugg svörin engin. Víst er að eftir að Græn- lendingar játuðust undir veldi Noregskon- unga voru lagðar hömlur á verslun við landið. Þurftu menn konunglegt leyfisbréf til að mega stunda þar verslun. Viðurlög við brot- um voru þung. Segir í fornum heimildum frá mönnum er hrakti til Grænlands og munaði minnstu að þeir yrðu líflátnir er þeir komu þaðan þar sem yfirvöld héldu því fram að þeir hefðu stundað kaupskap á Grænlandi. Dró því verulega úr siglingum. Vitað er að veður- far kólnaði og ýmsar plágur gengu yfir Evr- ópu á árunum 1300-1500 s.s. Svarti dauði og gætu þær vel hafa borist til Grænlands. Þá eru ýmsar sagnir um átök við inúíta sem Grænlendingarnir norrænu kölluðu Skræl- ingja. Heimildir eru fyrir því að um 1350 hafi ívar Bárðarson, prestur og ráðsmaður í Görðum, farið í leiðangur til Vestribyggðar eftir fregnir um árásir eskimóa og komist að raun um að byggðin var komin í eyði. ívar þessi er væntanlega Ivar sá er Hákon biskup í Björgvin sendi til Grænlands „í sínum og kirkjunnar erindum“ eins og segir í bréfi dagsettu 8. ágúst 1341. Þá eru sagnir um árásir og mannrán sjóræningja. Hafa jafnvel komið fram tilgátur um að Grænlendingarnir hafi verið fluttir nauðugir eða viljugir til suð- rænni slóða. í kirkjugarðinum í Herjólfsnesi, syðst á Grænlandi, hafa verið gi'afnar upp líkamsleif- ar og töluvert af fatnaði hefur varðveist þar vel. Ekki eru menn á eitt sáttir um hvaða ályktanir megi draga varðandi heilsufar Grænlendinganna, en fatnaðurinn þykir merkilegur og segir Knud J. Krogh að þar hafi fundist svokölluð „búrgundarhúfa" er ekki hafi verið farið að nota í Evrópu fyrr en rétt fyrir 1500. Ef svo er hefur komið skip til Grænlands um 1500 og einhver verið grafinn í vígðri mold í Herjólfsnesi. Svör við öllum þeim spurningum sem í hugann koma fáum við aldrei en e.t.v. við nokkrum þeirra við auknar rannsóknir á forn- minjum á Grænlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.