Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 B 29 MANNLIFSSTRAUMAR VísÍndÍÆr hagnýting kjamasamruna nær takmarkinu? Stærsta tilraun í heimi ÞAÐ hefur verið draumur vísindamanna um margra ára skeið að ná tökum á þeim ferlum sem stýra orkumyndun við kjarnasamruna. Við kjarnasamruna sameinast léttir atómkjarnar og mynda annan þyngri, en við það losnar mikil orka úr læðingi. Það eru einmitt ferlar af þessari gerð sem stýra orkumyndun innan stjarna, eins og til dæmis sólinni. Kjarnasamruninn getur hinsvegar einungis átt sér stað við gífurlega hátt hitastig, margar milljón gráður Celsíus. Vísindamenn við Joint European Torus (JET) í Oxfordshire á Englandi ætla sér að mynda mesta orkugeisla sem um getur í stýrðum kjarnasamruna í september eða október nú í ár. Ætlun þeirra er að framleiða 10 megawött í margar sekúndur með því að renna saman tveimur afbrigð- um vetnis ísótópa, sem eru tvívetni og þrívetni. Leiðin til þessa árang- urs hefur ekki verið greiðfarin, en þau vandamál sem þarf að leysa svo að hagnýting þeirrar orku sem myndast við kjarnasamruna geti átt sér stað eru á meðal þeirra erfiðustu í nútíma eðlisfræði. eftir Sverrir Ólafsson Til þess að koma af stað kjarna- samruna þarf að koma vetninu á mjög hátt hitastig, sem er af stærðargráðunni 50 - 100 milljón gráður Celsíus. Við slíkan hita hafa atóm „leyst upp“ og efnið samanstendur af atómkjörnum og rafeindum. Það er vissulega mikið vandamál að geyma og ráða við efni á slíku hitastigi. Til að leysa þetta vandamál hafa vísindamenn notfært sér þá staðreynd að segul- svið hefur ákveðna kraftvirkni á hlaðnar eindir sem ferðast um áhrifasvæði þess. Hægt er að nota segulsvið af ákveðinni rúmfræði- legri lögun til að auka samheldni plasmans þannig að það bókstaf- lega svífur í lausu lofti. Mikilvægt er að plasmað snerti ekki annað kaldara efni, en við það myndi það tapa mikilli varmaorku. Tækin sem vísindamennirnir í Oxfordshire nota er s.k. tokamark sem var þróaður f Sovétríkjunum, fyrrverandi, á sjöunda áratugnum. Megin uppistaða tokamark er slöngulaga geymir en í honum er hið eiginlega plasma. Tvö mismun- andi segulsvið eru notuð til að halda plasmanu saman innan slöngunnar, án þess að það snerti veggi henn- ar. Á undanförnum 30 árum hefur billjónum dollara verið varið í það að fullkomna tokamarkinn en samt eru flestir vísindamenn vantrúaðir á að hagnýting þeirrar orku sem myndast við kjarnasamruna sé á næsta leiti. Sumir telja meira að segja að takmarkinu verði aldrei náð og að peningunum væri betur varið til annarra rannsókna. Aðrar aðferðir hafa einnig verið reyndar til að koma á stað kjama- samruna. Eftirtektarverðust þess- ara er sú sem notar leysigeisla til að hita vetnið og þétta því saman. í þessari aðferð er leysigeisla skot- ið á yfirborð glerkúlu sem er 200 - 300 míkrómetrar í þvermál og hefur að geyma blöndu tvívetnis og þrívetnis við rúmlega 100 loft- þyngda þrýsting. Leysigeislinn hit- ar yfirborð kúlunnar upp í margar milljón gráður Celsíus. Við þetta springur kúlan en ytra lag hennar þeytist út í allar áttir og þrýstir vetnisísótópunum inn á við. Hita- stigið sem myndast við þetta getur dugað til að koma á stað kjarna- samruna. Ef einhvern tíma tekst að ná fullkomnum tökum á kjamasam- runa, hvaða aðferð sem notuð verð- ur, er ekki útilokað að endanleg lausn fáist á öllum orkuvandamál- um mannkynsins þar sem nóg er af vetni í heiminum. Mikið er því í veði. Notkun kjarnasamruna hefur einnig marga tæknilega kosti fram yfir aðrar aðferðir sem notaðar eru við orkuframleiðslu. Ferillinn er talinn hættuminni en kjarnasam- runi og leiðir til myndunar færri geislavirkra efna. Vonir vísindamannanna eru ekki takmarkaðar við tilraunir þeirra nú í september eða október. Á undan- förnum sex árum hafa þeir unnið að hönnun s.k. Intemational Thermonuclear Experimental Re- actor (ITER). Ef þeim tekst að tryggja það fjármagn sem þarf til byggingar ITER, sem er af stærð- argráðunni 10 billjón dollarar, hafa þeir sett sér það takmark að fram- Mjaðmarliður. gerist oft er hætta á að sjúklingur- inn verði krepptur eða skakkur í baki og fái jafnvel kryppu. Mjaðm- arbrotin verða að teljast alvarleg- ust, sumt gamalt fólk kemst aldrei almennilega á fætur eftir slíkt brot og erlendar rannsóknir sýna að 10-20% sjúklinganna deyja innan eins árs frá brotinu. Áhættuþættir fyrir beinþynningu eru einkum aldur (hættan vex mik- ið með aldri), að vera kona, að fá tíðahvörf snemma, að vera af hvíta kynstofninum, lítið kalsíum í fæð- unni, kyrrseta, lítil líkamsþyngd, beinþynning í ættinni, tóbaksreyk- ingar og langvarandi notkun stera- leiða 1500 milljón wött innan fimmtán ára. Um er að ræða mikla fjárfestingu í „fyrirtæki“ sem ekki kemur til með að skila áreiðanleg- um hagnaði. Ef vísindamennirnir hinsvegar ná settu markmiði gætu niðurstöður þeirra haft sterk áhrif á alla umræðu um orkurannsóknir á næstu öld. VETNISSPRENGJAN byggist á kjarnasamruna. Verður ein- hvern tíma hægt að stýra orkumyndun við kjarnasamruna og nota hann til friðsamlegrar orkuframleiðslu? ■ ' lyfja eins og prednisóns. Vitneskjan um þessa áhættuþætti býður upp á ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir. Með- ferð með östrógenhormónum við tíðahvörf hefur sýnt sig að minnka hættu á beinþynningu. Sjá verður til þess að nægjanlegt kalsíum sé í fæðunni, margir telja æskilegt að konur og karlar fái ekki minna en 1.000 mg á dag. Dæmi um fæðuteg- undir sem innihalda mikið kalsíum eru mjólk, jógúrt, skyr, ostur, lax, rækjur, sumar tegundir bauna og spergilkál. Þijú glös af mjólk inni- halda t.d. um 1.000 mg af kalsíum. Ef þetta dugir ekki til fást alls kyns töflur með kalsíumsöltum og einnig er gott að taka D-vítamín t.d. sem lýsi. Hreyfíng hefur mikið að segja og ef fólk fær ekki nægjanlega áreynslu í sínu daglega starfi er gott að bæta við 2-4 klst. á viku með hæfilegri áreynslu. Þeir sem eru komnir með bein- þynningu ættu einnig að beita þess- um sömu aðferðum og notaðar eru fyrirbyggjandi en auk þess kemur til greina að nota nýleg lyf. Lyfin sem mest eru notuð og gefa oft góðan árangur eru bífosfónöt og kalsítónín en nokkur lyf af þessum flokkum eru á markaði hér á landi. Öll þessi lyf verka á þann hátt að þau draga úr starfsemi beineyðandi frumna og geta á þann hátt minnk- að hraða beinþynningar eða jafnvel snúið henni við. Viltu styrkja stöðu þína ? FYRIR isííh lillJih lililr llriliiUl 10-14 ÓRIl OG 14-10 RRR i Cl Q~ .oogoQo o1__ # _DOQQQQ BQQ t' QQQ OOQQ QQQ Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun og veita þeim innsýn í notkunarmöguleika í tölvu- og upplýsingaumhverfinu. Námið er 60 kennslustundir. Kennt verður á laugardögum frá kl. 8:30 -12:00. Skráning og upplýsingar í síma 568 5010 Rafiðnaðarskólinn Skeifunni 11B • Sími 568 5010 Áhugavert * »’ og spennand' , 'v nám I MMhMH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.