Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 B 17 Ármann Pétursson, Guðný Sigfúsdóttir og Óðinn Helgi Jónsson með gistiheimilið í baksýn. Morgunblaðið/Þorkell VILDI EKKI FARA FRÁ SÓLHEIMUNI . LSTI heimilismaður á Sól- heimum er Berta Stefáns- dóttir. Hún er 64 ára gömul, býr í sambýlinu Steinahlíð ásamt fimm öðrum einstaklingum og vinnur í kertasmiðjunni og þar inni hitti blaðamað- ur hana fyrir þar sem hún sat og var að vinna við kerta- gerð. Hún kveðst vera fædd og uppal- in á Stöðvar- firði og hafa unnið þar og í Breiðdalsvík við fiskvinnslu, sem og í sfld og loðnu. En hvers vegna skyldi Berta hafa sest að á Sólheim- um? „Það var búið að segja mér frá þessu heimili og ég vildi sjá það,“ segir Bei-ta. Hún fór með bróður sínum og mágkonu í skoðunarferð að Sólheimum. Þá var Katrín Guð- mundsdóttir forstöðukona þar. „Hún sýndi okkur allt saman, allan staðinn, og hann heillaði mig svo að þegar Katrín spurði hvort ég vildi vera þar í sumarfrfi þá sagði ég strax já, og ég hef ekki farið héðan siðan. Þegar átti að sækja mig þá fór ég niður eftir til Katrín- ar og sagði henni að ég færi ekki af staðnum, ef ég fengi ekki að vera myndi ég tjalda,“ segir Berta. En hvað skyldi henni finnast svona skemmtilegt við Sólheima? „Bara staðurinn allur," svarar hún. En fólkið? Jú, henni finnst það ágætt. „Það er sumt svolítið skrítið í höfðinu en mér er alveg sama,“ segir hún. Berta hefur lengst af unnið við mottugerð en er nú að „dunda“ sér við kerta- gerðina og kveður sér líka það vel. Hún segir margt hafa breyst síðan hún kom fyrst að Sólheimum, hús- unum hafi fjölgað mjög en það hafi ekki breyst hve vel hún uni sér þar. „Mig langar þó stundum til Stöðvarfjarðar þegar ég sé sfldina í sjónvarpinu,“ segir hún og bros- ir. Morgunblaðið/Þorkell Berta Stefánsdóttir. stöðinni Sunnu á Sólheimum. mann sem fékk að njóta sinna hæfi- leika eftir því sem kostur var á í samræmi við þær hugmyndir sem Rudolf Steiner setti fram og Sesselja gerði að sínu leiðarljósi í starfi Sól- heima. í Listhúsinu eru einnig til sölu skemmtileg málverk eftir Guð- rúnu Láru, sem er eiginkona Óðins Helga Jónssonar, framkvæmda- stjóra Sólheima. Vagga lífrænnar ræktunar í versluninni Völu er til sölu flest það sem fólk þaif til daglegs heimilis- reksturs og er það á stefnuskrá að hafa vörur þar á eins lágu verði og unnt er og gera fólki þannig fært að versla á staðnum sér til hagsbóta. „Það koma hér margir að versla úr sumarbústöðunum í kring og einnig ferðamenn,“ segir Guðmundur Ár- mann. í versluninni er einnig sölu líf- rænt ræktað grænmeti sem framleitt er á Sólheimum í garðyrkjustöðinni Sunnu. Þar ræður ríkjum Kristín Ólafsdóttir og segir hún blaðamanni að framleiðsla garðávaxta hafi gengið bærilega í ár og sé framleitt á staðn- um allt það grænmeti og garðávextir sem íbúar þurfa á að halda og það sem afgangs er sé selt m.a. í Blóma- vali í Reykjavík. Meðan Kristín ræðir við blaðamann kemur stúlka hlaup- andi og kvartar sárlega um meiðsl á fingri. Stúlkan heitir Erla Björk og það bráir af henni snarlega þegar blaðamaður tekui- að spyrja hana um starf hennar í gróðurhúsunum. „Það er gaman að vinna héma,“ segir hún og heldur um meiddu nöglina meðan Kristín sækir plástur. Leiðin liggur einnig í skógræktar- stöðina Öl, þar sem fram fer æ um- fangsmeiri trjá- og runnarækt. „Við seljum okkar framleiðslu tfl sumar- bústaðaeigenda í kringum okkur, það eru ekki lítil þægindi fyrir þá að hafa slíka þjónustu á svæðinu og þeir nota sér það vel, auk þess sem betra er að nýgræðingar séu runnir upp úr sams konar mold og þeir eiga að vaxa og dafna í,“ segir Guðmundur Ármann. Hann kvað skógræktar- stöðina hafa vaxið mjög að undan- fömu og væri upphafs hennar að leita til gjafa, m.a. frá Búnaðarbank- anum og ísal. Lionsklúbburinn Ægir hefur og styrkt skógræktarstöðina myndarlega. Víst er að mikfl gróska virðist vera í skógræktinni, enda eru Sólheimar þátttakendur í bænda- skógum sunnanlands og em árlega settar niður 10 til 15 þúsund plöntur. Samningar Skógræktar ríkisins og Sólheima nær til 80 hektara lands í austurenda Hverakotslands. Umsjón með verkinu hefur Úlfur Óskai’sson skógfræðingur. Ölur er eina lífrænt vottaða skógræktarstöðin á íslandi. Jörðin Hverakot dró nafn sitt af hver skammt frá bænum. Sá hver hefur sannarlega orðið Sólheimabú- inu notadrjúgur. Vatn úr honum er notað til upphitunar húsa á staðnum, einnig gróðurhúsanna. Einnig gerði hverinn mögulegt fyrir Sesselju Sig- mundsdóttur að gera að veraleika þann draum að byggja sundlaug árið 1942. Sú sundlaug er enn notuð en hefur verið gerð upp og dúklögð. Þetta er 12,5 metra löng laug og afar notaleg að sjá, með sínum heitu pott- um og tæra vatni. Hún mun vænta- lega koma til góða bæði íbúum Sól- heima og öllum þeim sem sækja staðinn heim, bæði til að skoða, versla og njóta hinnar ágætu gistiað- stöðu sem þai- er nú fyrir hendi. Eft- ir að hafa skoðað staðinn og séð allt það sem þai- er verið að gera má ætla að markmiðið sem sett hefur verið fyrir árið 2000, að íbúatalan verði komin upp í eitt hundrað og fyrii’tækin á Sólheimum verði orðin tíu geti sannarlega orðið að veru- leika. UGMYNDIR manna um vistheimilið Sólheima eru ekki úr lausu lofti gripnar því Sólheimar urðu með lagabreytingu vistheimili á áttunda áratugnum en það var lagt niður sem slíkt 1993 og við tók sjálfstæð búseta heimilisfólks þar. „Sólheimar er þorp og fólkið sem býr hér reynir að lifa eins eðlflegu lífi og unnt er miðað við þá staðreynd að 40 heimflismenn á Sólheimum þurfa á mismiklum stuðn- ingi og skjóli að halda vegna andlegr- ar fótlunar. Hér er opið samfélag og hingað era allir velkomnir, bæði til að sækja viðskipti, njóta þjónustu og skoða staðinn og þá starfsemi sem hér fer fram,“ segir Óðinn. Skyldi það fyrirkomulag sem ríkir á Sólheimum vera dýr lausn hvað varðar búsetu og atvinnumál fatl- aðra? „Nei, þetta er frekar ódýr lausn fyrir samfélagið,“ svarar Óðinn. „Ef miðað er við sambýli og ýmis konar sérstofnanir fyrir fatlaða er rekstrar- kostnaður Sólheima rétt neðan við meðallag. Á Sólheimum býr fólk sem er afar mismikið fatlað andlega, allt frá því að þurfa nánast alla þjónustu og til þess að geta verið nokkuð sjálf- stætt. Heimilismenn hér leigja hús- næði og sækja vinnu á staðnum. Okk- ar stefna er sú að vflja halda okkar heimilismönnum hér eins lengi og þeii’ sjálfu’ vilja vera hér. Flestir óska að vera hér sem lengst. Þetta getur verið snúið ef fólk er orðið aldrað og þarf á hjúkrun að halda, slíkt heyrir undii’ annað ráðuneyti. Það er ekki ÞORP - EKKI VISTHEIMILI „Við reynum að halda sem mest á lofti byggðahverfisímynd okkar, hér er þorp en ekki vistheimili,“ segir Oðinn Helgi Jónsson framkvæmdastjóri Sólheima í upphafí samtals sem blaðamaður á við hann á skrifstofu hans. nema í neyð sem við sendum frá okk- ur fólk sem hér vfll vera. Venjulega eru gerðir sérstakir þjónustusamningar við Félagsmála- ráðuneytið en þeir samningar duga ekki til að endar nái saman og þess vegna höfum við hér á Sólheimum verið að styrkja okkai- atvinnulíf veralega. Við byggjum eftir fóngum upp okkai’ fyrirtæki, reynum að auka tekjur og skapandi vinnu. Þessi stefna hefur haft góð áhrif á heimilis- fólkið, það vii’ðist auka þroskamögu- leika þess að sjá að fólk hefur áhuga á því sem það er að gera og kemur hingað til þess að kaupa það sem það býr til, það virðist einnig auka þroskamöguleika þessa fólks ef það ei’ ekki í meirihluta á vinnustaðnum. Til þess að aðskilja atvinnustarf- semina frá fjárveitingum frá félags- málaráðuneytinu höfum við sett á stofn nokkur sjálfstæð fyrirtæki sem sjá alveg um allan sinn kostnað og njóta einnig sinna sértekna. Við höf- um verið að byggja þessi fyrirtæki upp síðastliðin ár og verið bæði með vöruþróun í gangi og gæðaeftirlit. Við reynum að skapa mai’kaðsvæna vöru. Við reynum að halda í gamlar hefðir, Sólheimar era vagga lífrænn- ar ræktunar á Islandi, hér hefur aldrei ein einasta planta verið eitruð og við höfum vottanir um slíkt. Við leggjum áherslu á gi-ænmetisræktun og skógrækt og endurvinnsla er hér ríkur þáttur, við enduivinnum t.d. um 60% af öllu okkar sorpi. Við er- um einnig komin í alþjóðlega sam- vinnu á þessu sviði, vorum á þessu ári útnefnd sem fulltrúar íslands í samtökum vistvænna byggðahverfa sem starfa víða um heim. Við höfum að markmiði að bæta landið en eyði- leggja það ekki. Þessi erlendu sam- skipti ná tfl fleiri þátta en hins vist- væna umhverfis, Sólheimar hafa hlotið þessa útnefningu einnig vegna þess félagslega þroska sem þeir þykja hafa stuðlað að með hinni sér- stöku blöndun fatlaðra og ófatlaðra á vinnustöðum og í búsetu. Okkur er auðvitað engin launung á því að starf Sólheima og það mark- mið sem því var sett frá upphafi er þungamiðja í okkar stefnu og til þess að fylgja henni fram er lögð áhersla á að styrkja atvinnulífið hér sem mest. En við viljum líka skapa okkur ákveðinn sess í þjóðfélaginu sem fyr- irmynd í umhverfismálum. Við reyn- um að nýta okkur erlendu samskipt- in til þess að fylgjast með og læra af því sem best er gert annars staðar í umhverfis- og félagsmálum. Öll fyrirtækin á Sólheimum eru lítil en eru í vexti. Skógi'æktarstöðin Ölur stendur sig mjög vel. Við höfum góðan markað hér hjá um 1.800 sum- arbústaðaeigendum hér í kring auk þess sem við erum með í bænda- skógarverkefni í tengslum við Skóg- rækt ríkisins. Garðyrkjustöðin okkar stendur sig einnig vel, við erum að stækka hana. Verslunin okkar og Listhúsið eru á mikilli uppleið. Verslunin er þó ekki rekin með ai'ð- semissjónai-mið að leiðarijósi heldur að íbúar geti hér verslað hagkvæmt. Loks erum við einnig með Gistiheim- ilið Brekkukot og getum nú tekið á móti 34 gestum þar. Við höfum þar hina vistvænu ferðamennsku að meginmarkmiði og voram að fá okk- ar fyrstu viðurkenningu á því sviði frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, þeir fyrstu sem það fá. Ymis verkefni era hér á döfinni og sum stór, svo sem að bæta hér frá- veitu. Hingað era að koma aðflar frá írlandi tfl að taka út fráveituna eins og hún er núna, við hyggjumst reisa hér fyrsta lífræna fráveitukerfið á ís- landi sem ætlunin er að skfli okkar skolpi nánast di’ykkjarhæfu út í nátt- úrana aftur. Þetta er tflraunaverkefni sem við erum að reyna að fjármagna. Einnig er á dagskrá að gera Kerta- gerðina að sérstöku fyrirtæki. Þá aukum við ábyrgð starfsmannanna og markaðm’inn stækkai’ líka, slíkt virð- ist rökrétt fi-amhald á auknum metn- aði starfsmanna. Kertagerðin gæti orðið eitt af okkar öflugustu fyi-ir- tækjum. Steftia okkar er að auka tekjur svo hægt sé að ná endum sam- an þar sem opinberar fjárveitingar duga ekki, en draga ekki úr starfsemi Sólheimaheimilisins. Við viljum ekki láta halla á þjónustuna sem við teljum vera góða hér, heldur viljum við skapa auknar tekjur. Sólheimar era sjálfseignarstofnun með full og ótak- markað sjálfstæði gagnvart yfirvöld- um, sem er mikilvægt. Heimilið hefur notið mikils stuðnings frá almenningi og fyrh'tækjum og það hefur hjálpað mikið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.