Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 B 15 Opinber herferð Ástralíustj órnar gegn Pauline Hanson Vilja vernda „áströlsk gildi“ Canberra, Brisbane. Reuter. RÍKISSTJÓRN Ástralíu gaf í gær út upplýsingarit til að leiðrétta það sem nefnt er „þjóðsögur og rang- færslur“ um innflytjenda- og kyn- þáttamálefni í landinu. Er þetta þáttur í opinberri herferð gegn stjórnmálamanninum Pauline Hanson, sem hefur farið mikinn gegn innflytjendum, erlendri fjár- festingu og opinberri aðstoð við frumbyggja. Innflytjendamálaráðherra landsins, Philip Ruddock, sagði að stjórnin væri staðráðin í að vernda „hin óumdeilanlegu, áströlsku gildi“, umburðarlyndi og fjöl- breytni. Ástralska stjórnin liti svo á, að menningarleg fjölbreytni væji mikilvæg fyrir þjóðina. í ritinu, sem Ruddock kynnti í gær, eru veittar nákvæmar upplýs- ingar um innflytjendamál, þ.á m. eru tölur um fjölda innflytjenda og hvaðan þeir koma. Einnig er kafli sem heitir: „Þjóðsögum um innflytjendamál útrýmt." Þá er útskýrð fyrri stjórnarstefna er nefndist „hvíta Ástralía“, er ein- ungis hvítu fólki var leyft að flytj- ast til landsins. Sú stefna var ekki aflögð fyrr en á áttunda áratugn- um. Hanson lét fyrst að sér kveða á síðasta ári, en síðan þá virðist málflutningur hennar hafa fundið hljómgrunn meðal kjósenda sem hafa áhyggjur af atvinnuleysi og hægum hagvexti. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hún nægilegs fylgis til að flokkur henn- ar, Flokkur einnar þjóðar, myndi komast til áhrifa á þinginu, yrði kosið nú. Næst verður kosið í Ástr- alíu um mitt ár 1999. „Illkvittið og viðurstyggilegt" Hanson hefur nýlega höfðað meiðyrðamál á hendur útvarps- stöðinni Triple J, sem flytur efni fyrir ungt fólk og tilheyrir ríkisút- varpinu, ABC. Utvarpsstöðin spil- aði lag með texta sem var búinn til með því að skeyta saman búta úr viðtölum við Hanson, og var lagið kallað „Backdoor Man,“ eða Bakdyramaður. Þegar bútarnir eru spilaðir virðist Hanson segja: „Ég er samkynhneigð, ég er stolt af því,“ og „ég er bakdyramaður fyr- ir Ku Klux Klan með skelfilegar áætlanir." Hanson segist hafa mátt þola margar „tilefnislausar, heimsku- legar og ruddalegar árásir,“ en sú nýjasta væri „illkvittin og viður- styggileg." Forráðamenn Triple J segja lagið einungis vera háðs- ádeilu og að í hvert skipti sem það sé spilað sé útskýrt hvað sé um að ræða og að lagið sé brandari. istm Flugvallarskattar innifaldir. Verðið miðast við tvo full- orðna og tvö börn 2-11 ára, gistingu á Aloe í 28 nœtur. Tveir saman í íbúð á Aloe. kr. 67.900.- pr. mann. mann. Pr. mann. Flugvallarskattar innifaldir. Verðið miðast við tvo fullorðna og tvö börn 2-11 ára, gistingu á Aloe á Ensku ströndinni í14 nœtur. Tveir saman í íbúð á Aloe. kr. 48.700.- pr. mann. Gisting 9.SEPT. Pr. mann. Flugvallarskattar innifaldir. Verðið miðast við tvo fullorðna og tvö börn 2-11 ára, gistingu á Trebol í 3 vikur. Pr. mann. Flugv.skattar innif. Verðið miðast við tvo fullorðna sem ferðast saman og bíl íA flokki (3 daga. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. 3. VIKUR FERÐIR Faxafeni 5 108 Reykjavík. S(mi: 568 2277 Fax: 568 2274 Umboðsmenn Plúsferða: Akranes: Auglýsingablaðið Pésinn Stillholti 18, sími 431 42221431 2261. Sauðárkrókur: Skagfirðingabraut 21, sírni 453 6262. Akureyri: Ráðhústorg 3, sími 462 5000. Grindavík: Flakkarinn Víkurbraut 27, sími: 426 8060 Vestmannaeyjar: Eyjabúð Strandvegi 60, sími481 1450 Selfoss:Suðurgarður hf. Austurvegi 22, sími 482 1666. Keflavík:Hafnargötu 15, sími421 1353.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.