Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. AGÚST 1997 B 11 henni er lokið er eins og maður komi glorsoltinn út af hamborgara- stað; það var ekkert þarna inni sem mann langaði í. Jú, Tommy Lee Jones og Will Smith voru skemmti- lega brattir og tóku sig vel út í svörtum jakkafötum og sólgleraug- um og það er gaman til þess að vita að geimverur eru þegar lentar á jörðinni, við bara sjáum þær ekki. En þar með er það upptalið. Leik- stjórinn Barry Sonnenfeld reynir að blanda svartri kómedíu saman við eltingarleik við hættulegar geimverur en myndin varð aldrei verulega fyndin og aldrei var hún spennandi. Hún var mest fyrir aug- að og skemmti áhorfendum sem slík og þeir kunnu að meta hana svo sannarlega, næstum 40.000 manns hafa séð hana í sumar. Sirkus Billa Smarts var líka fyrir augað í gamla daga. Og MIB er sirkusmynd, hringleikahús með trúðum og sirkusdýrum og loft- köstum í brellugerð og það kannski nægir flestum svona yfir hásumar- tímann. Hún er skínandi dæmi um hvernig handritin hafa orðið að þoka fyrir tölvubrellunum. Framhaldsmyndin Leifturhraði 2 er kannski mesta furðuskepnan í þessu stórmyndasafni sumarsins. Í tilraun til þess að bjarga um átta farþegum um borð í skemmtiferða- skipi gengur harðákveðinn ungur lögreglumaður svo snöfurmannlega til verks að hann eyðileggur skemmtiferðaskipið, drepur nokkra saklausa borgara þegar hann leggur í rúst höfn og fallegan strandbæ sem stendur við þá höfn og sprengir loks í loft upp risaolíuskip. Verr af stað farið en heima setið, segir allt sem segja þarf um þá ómynd. í þokkabót tók ekki nema um fimm mínútur að gera stjömur myndar- innar, Jason Patric og Söndru Bull- ock, gersamlega óþolandi á að horfa. Svo stóru sumarmyndimar ollu talsverðum vonbrigðum. Líklega var Fangaflugið skárst vegna þess að það tókst að gera úr henni góða, gamaldags hasarmynd með sam- safni góðra leikara. Handritið var ekki beysið í sjálfu sér, frekar en í öðmm sumarmyndum í ár, en henni tókst að fela það betur en hinum. Og einhver von er kannski til þess að Hollywood bjargi andlitinu með John Woo tryllinum, Face/Off, sem fmmsýnd er nú um helgina. Kannski var hægt að sjá þessa þróun fýrir. Með aukinni tækni í tölvuvinnslu sendir Hollywood- maskínan frá sér flóð af innihalds- lausum brellusýningum, sem hafa ekkert fram að færa. Þess vegna urðu Ameríkanar svo fegnir þegar mynd eins og „Contact" var fmm- sýnd vestra því það var hægt að ræða um innihaldið og velta því fyr- ir sér; myndin vakti spurningar. Slíkar myndir em því sem næst út- dauð tegund á sumarvertíð. inni í einhverju neonljósaskilti og fer með eina sniðuga setningu í einu úr setningasafni Tortímandans; Chris O’Donnell í hlutverki Robins er hin eina sanna batstelpa myndar- innar; Alicia Silverstone er hin opin- bera batgella og Uma Thurman hamast þvílíkt á rullunni sinni sem umhverfisverndarsinninn Poison Ivy að hún er eins og Grænfriðung- ur í olíubrák. Það vottar ekki fyrir raunvemlegri hugsun eða hugviti í allri myndinni. Batman IV er eins og 100 milljón dollara gluggaskreyt- ing sem á stendur stómm stöfum: Serían er dauð. Það má vera að hinar fornu risa- eðlur hafi enn verið lífgaðar við í framhaldsmyndinni Horfnum heimi, en einhver hefði þurft að lífga Steven Spielberg við í leiðinni. Fyrri myndin, Júragarðurinn I, bjó ekki að merkilegu handriti en hún var eitthvað nýtt. Allt í framhalds- myndinni er gamalt, steinrunnið, útdautt. Framhald sögunnar eftir Michael Crichton var kannski versta bók höfundarins á frjósöm- um ferli og það er skiljanlegt að Spielberg hotist varla við staf úr henni í myndina sína. Það þýðir samt ekki að söguþráðurinn í Júra- garðinum 2 sé hótinu skárri, ef söguþráð skyldi kalla. Það er ekki ein persóna í allri myndinni, sem hægt er að finna samkennd með, og lengsta og mesta sperinuatriðið hef- ur ekkert með útdauðar risaeðlur 1 að gera heldur rammklassískan útafakstur af hengiflugi. Spielberg á jafnmarga góða daga og hann á slæma. Þessi mynd hans minnir á að það er ekki langt síðan hann gerði lummurnar Alltaf og Krókur. Horfínn heimur smellpassar í þann flokk sem algerlega ósamið bull er ætlar tölvuteikningunum að redda r málunum ásamt góðum slatta af fomri frægð. Mynd franska stílistans Luc * Bessons, Fimmta höfuðskepnan, er líka algjört bull en það mátti stund- um hafa gaman af henni eða svona fram undir hlé. Þar gat þó að líta hugvitsemi í gerð leikmynda og tæknilegra úrlausna, ólíkt Batman, en handritið var vont og maður hafði á tilfinningunni að Besson hefði glatað fínu tækifæri til þess að í gera bragðgóða mynd og alls ekki í fyrsta skipti. Hann er allur á yfir- borðinu, klókur í myndrænni bygg- * ingu, en skáld er hann eigi. Hann hefur alla sína tíð verið eitthvað stórkostlegt tískufyrirbrigði, enda frá landi tískunnar, og haldið á lofti sem afburðamyndasmið. Þegar maður svo sér myndirnar hans er alltaf eins og vanti í þær spólurnar sem geyma innvolsið. Hann stelur næstum öllu sem í Fimmta elíment- inu er, mest frá Terry Gilliam, en þá fyrst fer myndin að hrapa þegar . dragdrottning í beinni útsendingu * festir sig eins og Gaultierbakpoka á Bruce Willis og vælir og skælir það sem eftir er myndarinnar. Mér skilst að þeir sem kunnugir séu hinu franska Heavy Metal dóti eigi einhverja möguleika á að njóta myndarinnar eins og hún er og það eru auðvitað ákveðin forréttindi. Fjórða höfuðbull sumarsins er I svo Svartklæddu mennirnir eða „The Men in Black“. Hún er k kannski skársta sumarmyndin í ár, " gamanmynd um geimverur en mest þó um tölvuteikningar. Þegar Veró frá 49.980 kr Sölarveröld fyrir sólskinsböm. 14 dagaferð 3. desember Verð frá 49.980 kr. á mann í tvíbýli á Jardin el Atlantico. Verð frá 43.245 kr. ámannm.v. 2 fullorðna og tvöböm á Los Cactus. Innifalið: flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, islensk fararstjóm og flugvallarskattar. g Sólartoppurinn á tilveru allrar íjölskyldunnar 10.000 kr. afsláttur af pakkaleröuni (H'lfTTiiIfliiÆ/ (hclinfcrö 12. cöa 19. okt.) (heimferð 12. cóa 19. nóv.) Hafið samband vegna ferða til Florida og Kanaraíeyja við söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn, ferðaskrifstofumar eða símsöludeild Flugleiða í síma S0 50 100 (svarað mánud. • föstud. kl. 8 -19 og á laugard. kl. 8-16.) Nýju bæklingamir, Sólardraumar og Skíöafjör, liggja frammi á öllum söluskrifstofum okkar og á ferðaskrifstofunum. Vcfur Flugleióa á Internetinu: www.icelandair.is Netfang fyrir almennar upplýsingar: info@icelandair.is Dólómítafjöll á Ítalíu - draumalendur skíðamanna Val di Fassa 7 daga ferð 31. janúar á mann í tvíbýli á Gami Tyrolia. AusturríJd KLrchberg/Kitzbuhel 9 dagaferð 15. janúar Verð frá 54.840 kr. á mann í tvíbýli. Bókanir og allar nánari upplýsingar um skíöaferðir á söluskrifstofuimi í Kringlunni. Simi 50 50 79S. Tnnifalið: flug, rútuferðir til og frá flugvelli erleiidis, gisting, fararstjóm og fiugvallarskattar. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.