Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MANIMLÍFSSTRAUMAR Að hjálpa erroribus SVONA geng- ur það til í heiminum að sumir hjálpa err- oribus í gang og Gárur ejtir Elínu Pálmadóttur aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus. Hafi svo hvorir tveggja nokkuð að iðja.“ Þessi sígildu sannindi eru þöfð eftir handritasafnaranum Árna Magnússyni. Vitnar Jón Helgason í Kaupmannahöfn í orð hans í Skírni 1934. Eltingaleikurinn við villurnar og fylgjandi viðleitni til að ryðja þeim burt hefur nú með fleiri og hraðvirkari þ'ölmiðlun til að dreifa þeim hert á sér - enda þurfa æ fleiri að hafa eitthvað að iðja. Orðið peysa rifjaði upp þessi háfleygu sannindi Árna Magnús- sonar, sem þá þegar hefur vænt- anlega verið búinn að reyna hversu treglega verður leiðrétt það sem einu sinni er sett á flot, þó svo eitthvað nýtt og sannara komi á daginn. Eflaust eiga allir þessir áhugasömu ungu sagn- fræðingar, sem nú eru að grafa í okkar sögu, líka eftir að reka sig á þetta. Sögusögnin í þessu tilfelli er sú að frönsku fiskimennirnir hafi kennt ís- lendingum að kalla viðkomandi flík peysu og þá dregið það af franska . orðinu paysan sem táknar á þeirra máli bóndi. Ein- hver hafði til- tölulega nýlega fundið þetta upp og kennt sem dæmi um áhrif frönsku fiski- mannanna á ís- lenskt mál. Oft hefí ég undanf- arinn áratug reynt að útryðja þeim erroribus, ósjaldan hjá frönsku ferðafólki sem hafði með- tekið blekkinguna. Það gladdi því mitt hjarta þegar hún Elsa E. Guðjónsson reyndi af gefnum til- efnum enn að leiðrétta þetta í bréfi til Morgunblaðsins. Tilefnið að nær samtímis er í gagnrýni í Mbl. bent á þær skondnu upplýs- ingar á sýningu sunnlenskra handverkskvenna í Norræna hús- inu að orðið peysa sé komið frá frönskum duggusjómönnum og þýði bóndi, paysan, og um líkt Ieyti upplýsir íslendingur í franskri sjónvarpsmynd um frönsku fiskimennina það sama. Erroribus hefur því enn fengið útbreiðslu út fyrir landsteinana. Þetta kemur heim og saman við það er ég fyrir meira en áratug var að reyna að elta uppruna og/eða sannleika þessa og slóðin raktist til leiðsögumannaskólans. Mér þótti þessi skýring með ólíkindum. í fyrsta lagi hefðu frönsku fiskimennirnir, sem bjuggu í þessum einhæfu fiski- mannaþorpum, aldrei látið sér detta í hug að kenna sig við bænd- ur. Þeir voru pecheurs, fiskimenn, sem er allt annað á þeirra slóðum. Og þegar leitað var eftir nöfnum á flíkum þeirra þá reyndist t.d. yfirhöfn bretónsku fiskimannanna kölluð vareuse og í fiskiþorpum þeirra og skrifum um þorskveið- arnar var enga flík að finna er tengdist paysan. Gamalt fólk í íslensku flörðunum kannaðist heldur ekkert við þessi tengsli. Semsagt peysa af þessum upp- runa fyrirfannst engin. Loks leit- aði ég til lærðs málfræðings, sem sagði þetta orð komið úr grísku og gengi í ýmsum útgáfum gegn um flest mál á meginlandi Evrópu, ekki þó bretónsku. Lét ég þar með leit- inni lokið. Nefndi auðvitað ekki peysuna í bókinni Fransí Biskví um franska sjómenn. Sýndist öllu heldur að ef ekkert betra dæmi fyndist væri það frekar stuðningur við að íslendingar hefðu ekki lært mikið í frönsku á þennan hátt - enda töluðu íslandsfiskimennirnir fram á þessa öld ekki frönsku heldur bretónsku og flæmsku. En svona gengur það til að sumir hjálpa erroribus í gang - og verð- ur svo jafnan þrautin þyngri að lospa við vitleysuna aftur. í bréfi sínu upplýsir Elsa Guð- jónsson samkvæmt upplýsingum frá Orðabók Háskólans að elsta dæmið á skrá um orð þetta sé þegar frá árinu 1548, þar sem við fráfall Gissurar biskups Einars- sonar séu í reikningum skráðar með karlmannsfatnaði tvær klæð- ispeysur. Þetta er þá vel fyrir daga franskra fiskimanna á ís- Pápö þarf oi& e/ga. hUJJcc peysu. í. þcssum tcaJcJa, h/cu-tarcx-. " landsmiðum. Hún vitnar líka í ís- lenska orðsifjabók Ásgeirs Blön- dals Magnússonar. „íslensk peisa tæpast í ætt við fr. paysan „bóndi“ ... líkl. to. (tökuorð) og stytting úr mlþ. (miðlágþýsku) eða mholl. (miðhollensku) wambeis, sbr. holl. wambuis, buis „bol- flík . . .“ Þó svo aðrir leitist síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus, þá mun villan vísast bólgna út eins og púkinn á fjósbit- anum meðan leiðsögumenn læra hana og segja öllum frönskum ferðamönnum það í bland við fleiri sögusagnir, hvað þá þegar búið er að festa þá frásögn á filmu. Hafa allir svo nokkuð að iðja. Errare humanum est, það er mannlegt að skjátlast, var næstum það eina sem festist í mínu minni úr menntaskólalatínunni, utan upphafssetningar allra kafla hjá Sesari: „Svo tóku þeir upp tjald- búðirnar og héldu yfir ána,“ sem ekki hefur gagnast mikið til að slá um sig í lífinu. Það er orð að sönnu að mannlegt er að skjátlast. En þar segir ekkert um að ekki megi skrúfa fyrir vitleysuna, heldur halda áfram að útbreiða hana. Sannleikurinn getur víst verið býsna varasamur. Elskið sannleik- ann kallaði Káinn þetta ljóð: Ef einhver kona elskar mig, þá ætti hún að vara sig, að enginn fái um það grun, því annars bóndinn reiðast mun. En eitt er, sem ég ekki skil, að orðið geti hættuspil, að þó hún eigi mennskan mann, þá má hún elska sannleikann. Hagfræói/Afhverjuþetta vebur út af landamœrum? Smuguveiðar í bftijafnt og legi ATVINNULÍF á Akranesi gæti vart fengið betri gjöf en ef ákveðið væri að allir sem tækju sér far með Akraborginni fengju að kaupa um borð á fríhafnarverði svo sem einn lítra af rótsterku áfengi, annan lítra af lítið eitt þynnri veigum og dálítið af súkku- laði og tóbaki. Fráleit hugmynd? Kannski en þetta tíðkast um allan heim á íjölda feija sem sigla mun skemmri leið. Það væri sennilega líka hægt að byggja upp umsvifa- mikinn innanlandsflugvöll hvar sem er á landinu ef þeir sem lentu þar mættu kaupa tollfrjálsan varn- ing í leiðinni. Enn fráleitari hug- mynd? Vissulega — frá sjónarhóli þeirra sem telja að ríki heims eigi að niðurgreiða ferðir yfir landa- mæri en ekki til dæmis kjördæma- mörk. Ástæða þess að ekki er fríhöfn um borð í Akraborginni, Heijólfi eða öðrum ferjum sem sigla á milli áfangastaða á íslandi er vitaskuld að þær fara ekki á milli landa. Um nær allan heim tíðkast sérstak- ar reglur um fólk sem fer yfir landamæri, það getur keypt vörur í sérstökum verslunum þar sem ríkið leggur minni álögur á vörur en ella. Ferðamenn geta jafnvel á stundum fengið endurgreiddar álögur af vörum sem þeir kaupa í venjulegum verslunum. Á milli landa eru þannig búnar til smug- ur, griðastaðir fyrir skattgreiðend- ur. Til að koma í veg fyrir ofveiði í smugunum eru þó settir kvótar og veiðin mæld í lítrum, kílóum og krónum. Fríhafnir eru skiljanleg fyrir- brigði í ljósi þess að réttur ríkja til skattheimtu nær ekki langt út fyrir landsteinanna. Þegar siglt eða flogið er yfir reginhaf eru menn því í mörgum tilfellum um tíma utan lögsögu nokkurs ríkis, á svæði þar sem enginn hefur leyfi til skatt- heimtu. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að ekki þurfi að greiða gjöld af þessum vörum þegar ferðamenn færa þær heim með sér. Með öðrum orðum, það er ekki augljóst að umbuna eigi mönnum á þennan hátt fyrir að flækjast út fyrir landsteinana. Kvótarnir eru verðmætir og eðli- lega sækjast menn eftir þeim. Víða um heim má sjá fólk á ferðalögum sem virðast hafa þann tilgang ein- an að leyfa ferðalöngunum að fá kvótann sinn. Á Eystrasalti er krökkt af ferjum með fríhöfnum um borð og farþegum sem hafa ekki einu sinni fyrir því að stíga á land á áfangastað, fara jafnharðan til baka aftur. Vélar Átlanta og Flugleiða fljúga létthlaðnar til Bretlandseyja en koma þaðan drekkhlaðnar af varningi í ferða- töskum. Óháð því hvað mönnum finnst um álögur ríkisins á vörur þá er þetta undarleg leið til að lækka þær. Það er ekki skilvirkasta leiðin til að klæða landann að senda þús- undir íslendinga í kapphlaup milli verslana í Skotlandi eða írlandi og flytja svo fenginn heim með flug- vélum. Af sömu ástæðu er það ekki skilvirkasta leiðin til að dreifa tóbaki í Danmörku og Svíþjóð að senda Dani með ferjum til Svíþjóð- ar og Svía með feijum til Dan- merkur og selja þeim tóbakið um borð. Margar ástæður eru fyrir því að íslendingar eða aðrar þjóðir kaupa vörur í smásölu utan heimalands síns, meira eða a.m.k. annað vöru- úrval og mismunandi vömverð á milli landa þýðir að alltaf verða ein- hver viðskipti, jafnvel þótt ferða- menn fái ekki undanþágur frá virð- isaukaskatti eða öðrum álögum rík- isins. Slík samkeppni getur verið af hinu góða, kaupmenn í mörgum geirum á íslandi verða ekki bara að vera samkeppnisfærir hver við annan heldur líka við verslanir í nágrannalöndunum. Samkeppni frá útlöndum getur þannig jafnvel komið þeim til góða sem heima sitja. Samkeppnin verður þó óheil- brigð ef fólk skiptir við erlendar verslanir til þess eins að losna við eða lækka álagningu hins opin- bera. Ein af ástæðum þess að ís- lendingar flykkjast til Dublin er að þeir fá virðisaukaskatt að mestu felldan niður af innkaupum sínum þar. Það fá írar ekki — nema þeir fljúgi til dæmis til íslands. Sú stefna íra að fella niður virðisaukaskatt af innkaupum ferðamanna er rökrétt fyrir þá, þeir fá fólk til að skipta við sig sem ella hefði setið heima. Ávinn- ingurinn er íra og ferðamannanna. Kostnaðurinn er meiri en ávinning- urinn, einkum vegna óþarfa fólks- flutninga á milli landa, en hann er að stórum hluta greiddur af skattgreiðendum í löndum þeirra sem fara til írlands að kaupa inn. Það er þó erfitt að gagnrýna íra fyrir smugugerðina, flest lönd, þar á meðal Island, eru við sama hey- garðshornið. Niðurgreiðsla á virðisaukaskatti til ferðamanna er dæmi um stefnu sem borgar sig fyrir sérhvert land frá sjónarhóli þess en er þó slæm fyrir heildina. Þetta er til dæmis forsvarsmönnum Evrópubandalagsins vel ljóst og því fá íbúar þess ekki endurgreidd- an virðisaukaskatt af vörum sem þeir kaupa í öðrum ríkjum banda- lagsins. Hart hefur verið deilt um eign ýmissa kvóta hérlendis en furðu- hljótt hefur verið um úthlutun þessara réttinda til undanþágu frá skattgreiðslum. Þó eru vandfundin í frumskógi íslenskra laga og reglugerða önnur ákvæði sem nýt- ast jafnvel tekjuháum og jafnilla tekjulágum. Þótt ferðalög til út- landa séu sem betur fer ekki bara á færi tekjuhárra þá ferðast þeir alla jafna mun oftar en þeir tekju- lægstu. Fáir ferðast þó oftar en alþingismenn. Varla ýtir það undir að smugunum verði lokað? eftir Gylfa Magnússon LÆKNISFRÆÐI///cv/t) er til rába vib þessum algenga og alvarlega sjúkdómi? Bdnþynning BEINÞYNNING er sjúkdómur sem einkum htjáir konur (um 80% eru konur). Beinmassi kvenna nær hámarki nálægt 30-35 ára aidri, fer hægt minnkandi eftir það en nálægt tíðahvörfum verður hreinlega hrun á beinum sumra kvenna sem geta tapað 20-30% beinmassans á örfáum árum. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér með beinbrotum og miklum veikindum. Hér er því mikið í húfi og á undanförn- um árum hefur talsvert áunnist við að finna aðferðir til lækninga, til að fyrirbyggja sjúkdóminn og ekki síst að finna fyrirfram þær konur sem eru í mestri hættu að fá beinþynningu. Beinin eru mynduð úr flóknum saltkristöllum af kalsíum (kalki) sem raða sér upp í misþykka þræði og mynda eins konar net. Þetta net er mjög þétt og þannig upp- byggt að það gefi beininu sem mest- an styrk og til þess að það gerist á eðlilegan hátt þarf hæfilega áreynslu. Beinin eru stöðugt eftir Magnús að eyðast og Jóhannsson myndast; í beinun- um eru beineyðandi frumur (osteo- klastar) og beinmyndandi frumur (osteoblastar) sem sinna sínu hlut- verki alla ævi. Stóran hluta ævinn- ar er þessi starfsemi, og þar með beinmassinn, í jafnvægi þannig að beineyðing og beinmyndun verða með sama hraða. Eftir 30-35 ára aldur fara beineyðandi frumurnar að hafa heldur betur og beinmass- inn fer hægt minnkandi. Vegna hormónabreytinganna við 45-60 ára aldur eykst hraði beineyðingar verulega hjá sumum einstaklingum. Það er kaliað beinþynning (osteo- porosis; stundum nefnt úrkölkun beina) þegar beinin hafa veikst verulega. Þeim sem eru með mikla beinþynningu er hættara við bein- brotum en öðrum og það er þess vegna sem beinþynning er óæskileg og jafnvel hættuleg. Beinþynning eykur einkum hættu á þremur teg- undum beinbrota, úlnliðsbrotum, mjaðmarbrotum og samfalli hrygg- jarliða. Fólk getur þó að sjálfsögðu brotnað á þessum stöðum án þess að um beinþynningu sé að ræða. Ulnliðsbrot verða einkum þegar fólk dettur og ber fyrir sig hendina, þetta eru í sjálfu sér ekki hættuleg brot en margir verða aldrei jafngóð- ir. Hjá þeim sem hafa beinþynningu geta hryggjarliðir fallið saman við lítið álag, stundum þarf ekki annað en snögga hreyfingu. Þessi brot eru oft mjög sársaukafull og valda verkjum svo vikum eða mánuðum skiptir. Við samfall hryggjarliða minnkar líkamshæð og ef þetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.