Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Á BAK við bros Elaine Parent er
kona með níu líf og að minnsta kosti
níu nöfn. Kona sem lýst hefur verið
eftir vegna mjög grimmilegs morðs
á Flórída þar sem fórnarlambið var
afhöfðað með sveðju og húðflúr
skorið af til að erfiðara yrði að bera
kennsl á það.
Þetta er dularfull kona sem gæti
verið í felum í Englandi, öðru
heimaiandi hennar, eða á Norður-
löndum, sem hún hefur mikið dálæti
á. Nú hefur lögreglan í Bandaríkj-
unum birt ljósmynd af henni og
hyggst óska eftir aðstoð rannsókn-
arlögreglumanna í Evrópu við að
hafa uppi á konunni sem lögreglan
kallar „Kameljónið".
Andlitið er ekki sérlega eftirtektarvert, en skælt
með skökku og íbyggilegu brosi. Hún horfír beint
í myndavélina, þokkafull, snyrtileg og miðaldra
kona. Ron Laytner hefur fylgst með eftirför lög-
reglunnar sem segir Elaine Parent eiga auðvelt
með að blekkja fólk með útliti sínu og framkomu.
Sá hæfíleiki gerir henni kleift að vera alltaf skrefí
á undan lögreglunni.
12 IJ 89
80
F08 00 00 00
aftm MtðfmrE Pmnr
<14 4 rm f mvo fu.ro is
HtfítU 8CH Fl 33139-0000
0 F 08 04 42
ÖKUSKÍRTEINI „Kameljónsins“ Elaine Antoinette Parent sem lög-
reglan leitar nú um allan heim í tengslum við hroðalegt morð á konu
sem jafnframt var svift öllum persónuskilríkjum sínum.
2411
ÍLÍKHTiriCATION CARD
A8221491 EXPIRBS:03-27-96
SYLVIA ANN HODGKINSON
B*20 AIRPORT BLYD APT 62
LOS ANGELES CA 90045
SEXsE HAIRiBLN EYESsBLU
HTtS-Oð HTt128 D0Bt03-27-46
V^-Vt
wLmv
LÖGREGLAN óttast að bresk kona að nafni Sylvia Ann Hodgkinson
kunni að hafa verið myrt til að morðinginn kæmist yfir persónuskil-
ríki hennar.
KONAN á myndinni er ekki öll þar sem hún er séð. Hún hefur lag á
því að koma sér inn á kynsystur sínar með því að segjast geta sagt til
um framtíð þeirra - og þær sem hafa trúað henni hafa ekki allar lifað
það af. Myndin er úr safni lögreglustjóraembættisins í St. Lucie
County í Flórída.
RENA Crowningshield, rannsóknarlögreglumaður í Fort Pierce í
Flórída, sljórnar leitinni að Elaine Parent og hefur beðið um aðstoð
evrópskra lögregluyfirvalda og almennings til að hafa upp á henni.
Kynnti sér kort af Reykjavík
Dularfulla konan er veraldarvön
og lifir eins og ríka og fræga fólkið:
hún snæðir á bestu veitingahúsun-
um, kaupir dýrustu fötin og býr á
fjögurra stjama hótelum. Hún
borgar hins vegar með stolnum
greiðslukortum annarra kvenna
sem lögreglan telur að hún hafi
myrt til að geta notað skilríki þeirra
og kort.
Leitin að Kameljóninu verður
mjög umfangsmikið verkefni.
Elaine Parent - sem hefur notað
breskt vegabréf og bandarísk per-
sónuskilríki - hefur tekist að kom-
ast undan rannsóknarlögreglu-
mönnum í sex ár með því að stela
skilríkjum trúgjarnra kvenna og
halda ískaldri ró sinni þegar við
hefur legið að hún hafi verið af-
hjúpuð.
„Það er sama hvað gerist, eða í
hverju hún lendir, þessi kona kann
alltaf að bjarga sér,“ segir Rena
Crowningshield, rannsóknarlög-
reglumaður í St. Lucie County á
Flórída. „Ég get ímyndað mér að
hún sé núna að blekkja fólk til að
komast yfir skilríki þess, ef til vill í
Englandi eða á hressingarhæli í
Helsinki. Hún gæti verið á skíðum í
Ölpunum eða að snæðingi á bestu
veitingahúsum Norðurlanda. Gaml-
ir vinir hennar, sem við fundum í
Bandaríkjunum, segja að hún tali
með enskum hreim en hafi verið að
kanna kort af Reykjavík þegar þeir
hittu hana síðast.
„Hún hefur hæfileika til að laða
að sér fólk og mjög heillandi per-
sónuleika. Hún er mjög snjöll í því
sem hún gerir,“ segir Crowning-
shield.
„Sérfræðingur í talnaspeki"
Það er ef til vill þetta töfrandi að-
dráttarafl sem gerði Parent kleift
að ávinna sér strax traust Beverly
Ann McGowan, 34 ára bankastarfs-
manns á Flórída. McGowan bjó með
tveimur köttum í íbúð á Pompano
Beach nálægt Miami og auglýsti
eftir nýjum meðleigjanda í dagblaði
staðarins í júlí 1990. „Vil deila íbúð,
34 ára kona, með tvo ketti. 290 doll-
arar og helmingur hita og raf-
magns.“
Nokkrum dögum síðar sagði
McGowan vinum sínum að hún hefði
hitt fallega breska konu sem héti
Alice og segðist starfa hjá IBM og
hafa verið flutt til Bandaríkjanna
frá Englandi. Konan sagðist vera
sérfræðingur í talnaspeki og bað
um vegabréf og ökuskírteini
McGowan til að spá fyrir henni.
,Alice“ sagði þessari ólánsömu
konu að hún myndi komast í álnir
og hitta manninn sem hún myndi
giftast árið 1996.
„Viðbjóðslegt morð“
Rannsóknarlögreglumenn fundu
lík McGowan á síkisbakka um 160
km frá heimili hennar 18. júlí 1990.
Morðinginn hafði höggvið höfuð
hennar og hendur af, að öllum lík-
indum með sveðju, og skorið kan-
ínuhúðflúr af maga hennar.
Morðinginn hafði hins vegar ekki
tekið eftir öðru húðflúri - gulu fiðr-
ildi á ökkla - þannig að auðvelt var
að bera kennsl á líkið.
„Ég hef verið í þessu starfi í 29 ár
og er orðinn flestu vanur, en ég
mun aldrei gleyma þessu viðbjóðs-
lega rnorði," sagði George Miller,
fulltrúi lögreglustjórans í St. Lucie
County.
Þegar verið var að rannsaka lík-
amsleifamar notaði þokkafull ljós-
hærð kona með enskan hreim
greiðslukort McGowan til að kaupa
bækur og dýran fatnað í verslunar-
miðstöð á Flórída og 795 dalir af
800 voru teknir út af reikningi
hennar úr hraðbanka.
Kona með svipaða lýsingu hafði
pantað bifreið hjá bílaleigu í
London og borgað með greiðslu-
korti McGowan. Aðeins fjórum dög-
um eftir morðið, eða 22. júlí, gekk
falleg kona með enskan hreim inn í
þotu British Airways í Miami. Syl-
via Ann Hodgkinson, sem hafði
ferðast til Miami 18. júní, sýndi
embættismönnum breskt vegabréf
sitt og farmiða án
þess að vekja grun-
semdir og lét lítið á
sér bera í flugvélinni.
Rannsóknarlög-
reglumenn, sem hafa
skoðað lista yfir far-
þega í Atlantshafs-
fluginu, eru nú sann-
færðir um Hodgkin-
son og Parent séu
sama konan.
Glæpakvendið komst aðeins einu
sinni í vandræði í ferðinni. Þegar
hún náði í bifreiðina hjá bílaleigunni
á Heathrow-flugvelli kom í ljós að
fjölskylda McGowan hafði ógilt
greiðslukort hennar. Konunni -
sem var nú augljóslega með svarta
hárkollu - tókst að tala sig út úr
vandræðunum og hún ók í burtu án
þess að reynt væri að stöðva hana.
Viðvörun um konuna til allra bíla-
leigufyrirtækja í Englandi barst að-
eins nokkrum klukkustundum of
seint og breska lögreglan fann bíl-
inn að lokum mannlausan.
Sleppt gegn tryggingu
Parent, sem ferðaðist aftur undir
nafninu Hodgkinson, birtist aftur í
október 1990. Hún fór þá til Los
Angeles og tók strax upp nafn
bandarísku konunnar Charlotte
Rae Cowan.
Ekki var hægt að
tengja nafn Cowan
við konuna sem var
myrt og Parent hlýt-
ur að hafa talið að
morðið yrði ekki upp-
lýst.
Litlu munaði þó að
Parent næðist 23.
maí 1991 þegar lög-
reglumenn í North
Miami á Flórída stöðvuðu hana
vegna umferðarlagabrots og upp-
götvuðu að hún var með persónu-
skilríki Sylvíu Hodgkinson og
Charlotte Cowan, auk eigin skil-
ríkja. Henni höfðu orðið á þau mis-
tök að aka bifreið, sem bílaleiga
saknaði og var með stolið bílnúmer,
og konan hlýtur að hafa talið að upp
um hana kæmist þegar hún var flutt
í fangelsi. Þótt furðulegt megi virð-
ast ákváðu bandarískir dómstólar
hins vegar að láta hana lausa gegn
tryggingu áður en embættismenn
utanríkisráðuneytisins gátu yfir-
heyrt hana um skilríkin. Konan var
fljót að hverfa og hún skildi eftir
breskt vegabréf Sylvíu Hodgkinson
og eigin persónuskilrfld. Slóð
Kameljónsins var orðin köld.
Átta nöfn tengd Kameljóninu
Rannsóknarlögreglumanninum
Renu Crowningshield var falið að
rannsaka málið árið 1995. Hún
eyddi tveimur mánuðum í að fara
yfir málsskjölin í von um að finna
ný tengsl milli Hodgkinson og
McGowan og óskaði að lokum eftir
aðstoð bandarísku stjórnarinnar.
Straumhvörf urðu í janúar sl.
þegar starfsmaður utanríkisráðu-
neytisins notaði eitt af fölskum
nöfnum Kameljónsins með ýmsum
stafsetningartilbrigðum við leit í
gagnabanka ráðuneytisins. Þannig
fékk hann lista yfir átta nöfn sem
tengdust nafninu og ferðum þess
sem notaði það: Elaine Haviland,
Alex Hart, Alexis Marshal Hart,
Brett Tremonet, Antonio Hamilton
Russell, Victoria Dark, Cowan,
Hodgkinson - og hið rétta nafn,
Parent.
„Við vorum mjög spennt," sagði
Crowningshield. „Við vissum nú að
konan, sem við leitum að, heitir
Elaine Parent, fædd í New York ár-
ið 1942. Við höfðum myndir af henni
og jafnvel fingraför.“
Eignaði sér nafn Cowan
Parent hafði starfað sem fast-
eignasali í Miami og verið grunuð
um að hafa stolið skartgripum að
andvirði tæpra þriggja milljóna
króna frá gamalli konu árið 1985.
Áður en hægt var að handtaka hana
hafði hún flúið til Englands og fallið
var frá ákæru þegar fórnarlambið
lést.
Rannsókn leiddi í ljós að Parent
hafði eignað sér nafn Charlotte
Cowan þetta sama ár. Crowning-
shield rannsóknarlögreglumanni
tókst loks fyrir mánuði að hafa uppi
á konu, sem ber þetta nafn. Hún
kvaðst hafa sagt breskri konu, sem
Gamlir vinir henn
ar segja að hún
hafi verið að
kanna kort af
Reykjavík þegar
þeir hittu hana
síðast.