Morgunblaðið - 17.09.1997, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nokkrar breytingar verða á starfsemi sjúkrahúsanna á næstu mánuðum
Verulegur sparnaður með
aukinni verkaskiptingu
SAMKOMULAG heilbrigð-
isráðherra, fjármálaráð-
herra og borgarstjórans
í Reykjavík um samstarf
og verkaskiptingu milli sjúkra-
húsanna í Reykjavík var
kynnt fyrir forstöðu-
mönnum sjúkrahús-
anna sl. mánudag. Með
samkomulaginu er
stefnt að því að spara
í rekstri sjúkrahúsanna
um 400-500 milljónir á
næstu tveimur árum.
Samkomulagið bygg-
ist á tillögum nefndar
sem fylgst hefur með
rekstri sjúkrahúsanna
sl. ár. í nefndinni sátu
Magnús Pétursson,
ráðuneytisstjóri í fjár-
málaráðuneytinu,
Kristján Erlendsson,
skrifstofustjóri í heil-
brigðisráðuneytinu og
Hjörleifur B. Kvaran
borgarlögmaður.
Magnús sagði að
flestar þessar tillögur
hefðu áður verið til
umfjöllunar hjá stjóm-
völdum og að hluta til
væru þær komnar frá
spítölunum sjálfum. Nú
væri búið að skoða þær
ítarlega frá öllum hlið-
um. Með undirritun
samkomulags ráðherr-
anna og borgarstjórans
hefði verið tekin
ákvörðun um að hrinda þeim í
framkvæmd. Sum atriði sam-
komulagsins kæmu til fram-
kvæmda á næstu vikum og mán-
uðum.
Samkomulagið gerir ráð fyrir
að sjúkrahúsin fái aukafjárveit-
ingar í ár sem samtals nema 470
milljónum. Magnús sagði að
þessar aukaíjárveitingar byggð-
ust á rekstraráætlunum spítal-
anna frá því í apríl í vor. Um
frekari fjárveitingar úr ríkissjóði
yrði ekki að ræða á þessu ári.
Ef stjórnendur spítalanna teldu
að enn vantaði fjármagn til
rekstrar á þessu ári yrðu þeir að
leysa það með sparnaði í rekstri.
Starfsemi Vífilsstaðaspítala
breytt
Samkomulagið gerir ráð fyrir
að bráðadeild fyrir lungnasjúkl-
inga á Vífilsstöðum verði flutt á
Landspítalann. Á
deildinni er u.þ.b. 20
sjúklingar. Að auki eru
á spítalanum legudeild
fyrir húðsjúklinga sem
nefndin telur nauðsyn- ——
legt að rekin verði í nánari
tengslum við Landspítalann.
Nefndin telur að núgildandi
skipulag hafi í för með sér kostn-
að sem hægt sé að draga úr, s.s.
kostnaði við vaktir, röntgenþjón-
ustu og lungnarannsóknir. A Víf-
ilsstaðaspítala eru í dag 30-40
hjúkrunarsjúklingar og er ætlun-
in að fjölga þeim um 20. Að
mati nefndarinnar er 50-60
Samhliða ákvörðun um aukafjárveitingar
til stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík var
tekin ákvörðun um að breyta hlutverki
Vífilsstaðaspítala, auka endurhæfmgu,
auka verkaskiptingu í bæklunarlækning-
um og gera breytingar á geðsviði. Mark-
miðið með aðgerðunum er að spara í
rekstri sjúkrahúsanna.
rúma hjúkrunarheimili heppileg
rekstrareining og grundvöllur
geti verið fyrir því að um hana
verði gerður þjónustusamningur
að undangengnu útboði.
Áætlað er að spamaður við
þessar breytingar geti numið
a.m.k. 50 milljónum á ári. Þá er
miðað við að rekstur lungnadeild-
ar kosti 18 þúsund kr. á rúm á
dag, en rekstur hjúkrunarheimil-
is kosti 8-10 þúsund kr. á rúm.
Til að koma þessum breytingum
á er gert ráð fyrir að 10 milljón-
um verði varið í stofnkostnað á
þessu ári. Nefndin bendir á að
hægt sé að ná fram frekari hag-
ræðingu með því að sameina
göngudeild fyrir lungnasjúklinga
og ofnæmissjúklinga, sem nú er
á Vífilsstöðum, við sams konar
starfsemi á Heilsuverndarstöð-
inni, en æskilegt sé að sú starf-
semi verði í nánari tengslum við
_________ Landspítalann.
Verkaskipting
á skurðdeild-
um er aukín
Endurhæfingar-
þjónusta aukin
Samkomulagið ger-
— ir ráð fyrir að opnuð
verði 24 rúm fyrir endurhæfingu
í núverandi húsnæði Kópavogs-
hælis. í greinargerð með sam-
komulaginu segir að nú bíði tæp-
lega 30 sjúklingar eftir endur-
hæfingu á Landspítala og teppi
þannig bráðarúm á spítalanum.
Áætlað er að þetta geti sparað
50 milljónir á ári að því gefnu
að samsvarandi fjöldi rúma verði
lagður niður á Landspítala.
Leggja þurfi hins vegar í nokk-
urn stofnkostnað sem Alþingi
þurfi að taka tillit til við af-
greiðslu íjárlaga í vetur. Jafn-
framt þurfi að hafa samráð við
félagsmálaráðuneytið um að út-
skrifa vistmenn á Kópavogshæli
sem þar búa.
Á vegum heilbrigðisráðu-
neytisins er nú unnið að endur-
skipulagningu á fyrirkomulagi
endurhæfingar á Suðvesturlandi,
en til málaflokksins er varið
u.þ.b. einum milljarði á ári.
Fyrirhugað er að auka starf-
semi endurhæfingardeildar
Sjúkrahúss Reykjavíkur á Grens-
ás þannig að 5 daga endurhæfing-
ardeild verði 7 daga deild. Rúmum
verður einnig fjölgað úr 14 í 22.
Unnið að breytingum
á geðsviði
Samkomulagið gerir ráð fyrir
að taugadeild SHR
verði flutt frá Grensási
í bráðaumhverfí aðal-
byggingar SHR, en
það er talið styrkja
deildina. Talið er að ——
með þessari breytingu sé hægt
að gera endurhæfíngu vegna
taugasjúkdóma markvissari og að
hægt verði að létta á starfsemi
taugalækningadeilda spítalanna
beggja. Nefndin leggur til að leit-
að verði eftir tillögum læknadeild-
ar Háskóla íslands um hvemig
megi styrkja kennslu- og rann-
sóknareiningu í þessu fagi.
Samkomulagið gerir ráð fyrir
Rúmum á
geðdeild SHR
er fækkað
að starfsemi geðdeildar SHR í
FossvogT (A-2) verði breytt og
hún verði flutt á Grensás í það
húsnæði sem taugadeildin hefur
í dag. Þessi breyting mun hafa
í för með sér fækkun geðdeildar-
rúma um helming, úr 30 í 15.
Lagt er til að henni verði mætt
með aukinni göngu- og dagdeild-
arþjónustu og með aukinni sam-
vinnu við Landspítalann. Þessi
breyting er talin hafa í för með
sér aukið álag á Landspítalann
m.a. vegna breytinga á vöktum.
Ekki er þó gert ráð fyrir að rúm-
um verði fjölgað þar eða að fjár-
veitingar verði auknar.
Áætlað er að fækkun
rúma á A-2 hafí í för
með sér 50 milljóna kr.
sparnað á ári, en á
móti komi aukinn
rekstrarkostnaður á
göngu- og dagdeildum.
Stofnkostnaður við
þessar breytingar er
áætlaður 15 milljónir.
Ríkisspítalarnir
vinna núna að sérstakri
úttekt á geðsviði spítal-
ans og á vegum heil-
brigðisráðuneytisins er
starfandi nefnd sem
vinnur að tillögum um
framtíðarfyrirkomulag
geðlækninga á íslandi.
Hagræðing í
rannsóknum og
skurðlækningum
í samkomulaginu
segir að aðilar séu sam-
mála um að aðskilja
beri rekstur rannsókn-
arstofa SHR og Ríkis-
spítalanna frá öðrum
rekstri sjúkrahúsanna.
Jafnframt verði kannað
hvort stofna skuli sér-
stakt félag um þennan
rekstur. Ætlunin er að
semja sérstakt frumvarp til laga
um lækningarannsóknir.
Rannsóknarstofur spítalanna
velta árlega 800-1.000 milljón-
um króna. Reiknað hefur út að
þegar breytingamar verða allar
komnar í framkvæmd, en áætlað
er að það verði árið 1999, geti
árlegur spamaður numið 50-150
milljónum króna.
Breytingar á skurðlækninga-
sviðum gera ráð fyrir að stofnað-
ar verði sérstakar innritunarmið-
stöðvar um næstu áramót. Að
mati Ríkisspítalanna gæti árleg-
ur sparnaður af þessu numið 7
milljónum króna, en auk þess er
áætlað að 7 rúm verði lögð af.
Heildarsparnaður við þetta er því
áætlaður 50 milljónir á ári.
Gert er ráð fyrir að lýtalækn-
ingar færist alfarið á Landspítala
frá SHR, en Landspítalinn veiti
SHR nauðsynlega þjónustu er
varðar aðgerðir sem
ekki er hægt að gera
annars staðar en þar
s.s. flóknum slysatil-
fellum.
——— Lagt er til að allar
gerviliðaaðgerðir fari fram á
Landspítala, allar aðgerðir vegna
slysa á SHR, óháð því hvar
bráðavakt er hverju sinni og allar
hryggaðgerðir verði færðar á
SHR. Þessi breyting mun spara
í birgðahaldi, tækjabúnaði og
mannahaldi. Samkomulagið
kveður einnig skýrt á um hver
eigi að fara með faglega stjóm
hvers þáttar.
Kennaradeilan
Ekki talið
tilefni til
sáttafundar
ÞORIR Einarsson ríkissáttasemjari
átti í gær fundi með forsvarsmönn-
um kennarafélaganna og launa-
nefndar sveitarfélaga, hvorum í sínu
lagi, til að kanna hvort möguleikar
væru á að hefja viðræður að nýju.
Þórir segir að þessar viðræður
hafi ekki gefið tilefni til að boða til
sáttafundar í þessari viku. Hann
kvaðst þó gera ráð fyrir að reynt
yrði að halda formiegan sáttafund
í næstu viku.
Fundur í dag í kjaradeilu
leikskólakennara
Samninganefndir Félags ís-
lenskra leikskólakennara og launa-
nefndar sveitarfélaga hafa verið
boðaðar til sáttafundar hjá ríkis-
sáttasemjara kl. 16 í dag. Ræða á
launalið væntanlegra samninga.
Mjög þunglega horfir í deiiunni en
á seinasta sáttafundi höfnuðu samn-
ingafulltrúar sveitarfélaganna til-
boði leikskólakennara, þar sem slak-
að var á kröfugerð þeirra í nokkrum
atriðum. Verkfall leikskólakennara
hefst næstkomandi mánudag hafí
samningar ekki tekist fyrir þann
tíma.
Andlát
VALTYR
HÁKON-
ARSON
VALTÝR Hákonarson, fyrmm
framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
Eimskipafélags íslands, lést á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt
sl. mánudags, 74 ára að aldri.
Valtýr var fæddur 17. febrúar
1923 á Rauðkollsstöðum í Eyja-
hreppi í Hnappadalssýslu, sonur
hjónanna Elísabetar Jónsdóttur og
Hákonar Kristjánssonar bónda.
Fyrsta árið að lokinni brautskrán-
ingu frá Samvinnuskólanum árið
1943 stundaði Valtýr verslunarstörf
hjá Kaupfélagi Austfjarða á Seyðis-
firði en réðst til Eimskipafélags ís-
lands árið 1944. Hann var bókari á
aðalskrifstofu og deildarstjóri í far-
þegadeild, þar til hann gerðist skrif-
stofustjóri á afgreiðslu félagsins í
Kaupmannahöfn frá 1954-1962.
Hann varð skrifstofustjóri aðalskrif-
stofu félagsins í Reykjavík frá 1962-
1980 og framkvæmdastjóri flutn-
inga- og markaðssviðs frá janúar
1980 og til 1986 er hann varð fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs Eim-
skipafélags íslands en því starfí
gegndi Valtýr uns hann fór á eftirla-
un í nóvember 1989.
Valtýr Hákonarson sat um árabil
í stjórn Vinnuveitendasambands ís-
lands og í framkvæmdastjórn VSÍ.
Þá sat hann m.a. i stjórn Lífeyris-
sjóðs Dagsbrúnar og Framsóicnar
um árabil, auk fjölmargra annarra
félags- og trúnaðarstarfa. Valtýr
var sæmdur riddarakrossi fálkaorð-
unnar árið 1990.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Ingunn Eyjólfsdóttir.