Morgunblaðið - 17.09.1997, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Til sölu raðhús á Spáni
3ja herb. fallegt 43 fm raöhús af gerðinni Rosita í byggðinni La-Marina
sem er um 30 km frá flugvellinum við Alicante. Verð kr. 2,6 millj. Innbú
fylgir.
Arni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, sími 555 0764.
Fasteignasalan Suðurveri ehf.
Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík
Sími 581 2040 Fax 581 4755
Fersk fasteignasala
Einar Örn Reynisson, Reynir Þorgrímsson,
Helgi Hákon Jónsson, viðskiptafr. og löggiltur fasteignasali.
Höfum kaupanda að lítilli ósamþykktri íbúð á verðb. 1-2
millj.
Stórri sérhæð í Þingholtunum með bílskúr. Skoðum og
verðmetum eignir samdægurs ekkert skoðunargjald.
jf I SJÓÐHEITAR EIGIXIIR
Miðstræti. Eign í sérflokki. Um er að ræða 2ja herbergja risíbúð á 3.
hæð ca 50 fm. sérstigagangur er fyrir þessa einu íbúð alla leið upp. Eldhúsið
er sérlega skemmtilegt í kvisti. Vestursvalir með góðu útsýni yfir vestur-
bæinn. Sjón er sögu ríkari.
Bergstaðastræti. Efri hæð og ris í
virðulegu timburhúsi, íbúðin er öll nýlega
gegnumtekin. Tvöfalt gler og nýtt þak. Á
hæðinni eru tvær stofur, eldhús og bað
ásamt sjónvarpsholi með stiga upp í risið þar
sem eru tvö svefnherbergi. Verð 6,9 millj.
áhv. 3.2 millj. byggingarsj. Fleiri lán geta
fylgt.
Sólheimar. Þriggja herbergja íbúð á
4 hæð í lyftuhúsi. íbúðln er öll mjög falleg
og snyrtileg, svo og öll sameign. Góðar
suðursvalir. Æskileg skipti á góðri tvegg-
ja herbergja íbúð í austurbæ, má vera í
Breiðholti. Verð 6,8 millj.
Reykjavíkurvegur, Heii
húseign sem skiptist í tvö ver-
slunarpláss, tvær íbúðir og stórt
vinnupláss sem nú er nýtt sem
trésmiðja. Eignin selst í heilu
lagi eða skipt. Hugsanleg skipti
á minni eign eða eignum.
FRÉTTIR
Fyrirhugaðar uppsagnir ungra lækna á yfirvinnu
Mikil áhrif á starf-
semi siúkrahúsanna
LJOST er að uppsagnir ungra lækna
á yfirvinnu munu hafi mjög mikil
áhrif á starfsemi sjúkrahúsanna ef
þær koma til framkvæmda, þar sem
vinnufyrirkomulag á stóru sjúkra-
húsunum miðast við að vinnutími
þeirra sé lengri en nemur 40 stunda
vinnuviku.
Helgi H. Helgason formaður Fé-
lags ungra lækna sagði í Morgun-
blaðinu í gær að kandidatar og deild-
arlæknar séu með í undirbúningi
uppsagnir á yfirvinnu á sjúkrahús-
unum til að þrýsta á um gerð kjara-
samninga en þeir hafa verið með
lausa samninga í níu mánuði. Um
150 læknar eru í Félagi ungra lækna
og mun hver og einn læknir segja
upp samningi um yfirvinnu sína. Um
uppsagnirnar gildir almennur upp-
sagnarfrestur samkvæmt samning-
um lækna, sem er tveir mánuðir, og
er við það miðað að uppsagnirnar
taki gildi 1. desember næstkomandi.
Víðtæk áhrif
Jóhannes Pálmason, fram-
kvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykja-
víkur, sagði að það myndi hafa víð-
tæk áhrif á starfsemi sjúkrahússins
ef ungir læknar hættu að vinna yfir-
vinnu með sama hætti og vinnutíma-
tilskipun Evrópusambandsins hefði
áhrif í þessum efnum, enda væri hún
og þau áhrif sem hún hefði á vinnu-
fyrirkomulag og vinnutíma lækna
til umræðu í þeim kjarasamningavið-
ræðum sem stæðu yfir við lækna.
Jóhannes sagði að ungir læknar
ynnu gríðarlega mikla aukavinnu.
Vinnufyrirkomulag lækna væri
þannig að yfirvinna væri öll vinna
sem unnin væri utan hefðbundinna
dagvinnumarka. Ljóst væri að mikið
vandamál myndi skapast ef ungir
læknar segðu þessari yfírvinnu upp
og ekki væri búið að semja um ann-
að kerfi sem gæti leyst núverandi
fyrirkomulag af hólmi og væri innan
þess ramma sem tilskipun Evrópu-
sambandsins segði fyrir um.
Jóhannes sagði að það væri eink-
um á stórum bráðadeildum sjúkra-
húsanna sem unnin væri mikil yfir-
vinna af læknum, enda væru þeir
uppi allar nætur og allar helgar.
Hann ætti von á því að á þessum
deildum væri farið langt umfram þá
90 yfirvinnutíma á mánuði sem mið-
að væri við í kjarasamningi. Það
kæmi honum ekki á óvart að ungir
læknar þar væru með 150-200 tíma
yfirvinnu í mánuði vegna þess að
ekki væri unnin vaktavinna í hefð-
bundnum skilningi.
„Þetta mun hafa víðtæk áhrif
komi það til framkvæmda. Ég vona
auðvitað að menn finni viðunandi
lausn í þessum kjarasamningsvið-
ræðum,“ sagði Jóhannes ennfremur.
Mikilvægnr þáttur
Þorvaldur Veigar Guðmundsson,
lækningaforstjóri á Ríkisspítölunum,
dró í efa að ungir læknar gætu sagt
upp hluta starfssamnings síns. Á hinn
bóginn yrði það stórt vandamál fyrir
spítalann ef aðstoðarlæknar ein-
hverra hluta vegna drægju verulega
úr yfirvinnu sinni. „Þeir vinna mjög
mikla yfirvinnu og eru mjög mikil-
vægur þáttur í starfsemi spítalans,
svoleiðis að starfsemin riðlast öll. Það
er ekki hægt að halda uppi venju-
legri spítalastarfsemi eins og við
sjáum hana, ef þeir vinna ekki sína
yfirvinnu," sagði Þorvaldur Veigar.
Skortur á járniðnaðarmönnum í Eyjum
Sótt um atvinnuleyfi
fyrir 10 Pólverja
SKIPALYFTAN hf. í Vestmannaeyj-
um hefur sótt um atvinnuleyfi fyrir
allt að tíu járniðnaðarmenn frá Pól-
landi vegna skorts á vinnuafli í fag-
inu í Eyjum. Er nú svo komið að
fyrirtækið verður af einföldum við-
haldsverkefnum vegna þess að það
annar þeim ekki.
Hjá Skipalyftunni starfar nú á
fjórða tug jámiðnaðarmanna og
vantar um tíu. Ekki hefur gengið að
fá starfsmenn í Eyjum og hefur því
verið gripið til þess ráðs að fá Pól-
veija til starfa. „Við höfum verið
með Pólverja í vinnu hér áður, síðast
sex menn nú í sumar,“ segir Ólafur
Friðriksson, framkvæmdastjóri
Skipalyftunnar.
Sótt hefur verið um atvinnuleyfi
fyrir allt að tíu járniðnaðarmenn frá
Póllandi, þá sex sem störfuðu hjá
Skipalyftunni á liðnu sumri og allt
að fjóra til viðbótar til allt að sex
mánaða.
Umsóknirnar hafa nú þegar feng-
ið jákvæða umsögn hjá Sveinafélagi
járniðnaðarmanna í Vestmannaeyj-
um, og eru nú til skoðunar hjá fé-
lagsmálaráðuneyti og útlendinga-
eftirliti.
*
Rúmgóðar 3ja herb. íbúðir til sölu. íbúðin er
stór stofa, við hliðina á rúmgóðu eldhúsi,
baðherbergið er stórt með sturtu og baðkeri,
svefnherbergi eru vel útaf fyrir sig með góðum
skápum. 20 fm svalir á mót suðri og bílskúr.
Inngangur í húsið er upphitaður, forstofa er
flísalögð og stigi teppalagður.
Einnig eru til sölu 2ja, 4ra og 5 herbergja
íbúðir.
Gott er að hafa í huga við kaup á íbúð í dag,
mun vandaðri en þær íbúðir, sem byggðar voru fyrir u.þ.b. 20 árum.
Það er góður kostur að eiga íbúð í Reykjavík. í Reykjavík eru skattar og fasteignagjöld lægri en víðast
annarsstaðar. Um langt árabil hafa stjórnendur borgarinnar verið þekktir fyrir að ganga fljótt og vel frá
götum, gangstéttum, opnum svæðum og allri þeirri þjónustu sem bæjarfélög veita.
Byggingaraðiii: Örn ísebarn, sími 896 1606 '
40 ára reynsla við húsbyggingar
FASTEIGNA
MARKAÐURINN ehf
%
ÓÐINSQÖTU 4. SlMAR 651-1540, 552-1700
SÖLUSÝNING
Til sýnis eru frá miðvikudegi—föstudags,
milli kl. 15.00 og 17.00. Nýjar, vandaðar 3ja og
4ra herbergja íbúðir við Garðatorg í Garðabæ.
íbúðirnar eru allt frá 100 til 140 fm að stærð.
%
Bílastæði eru í bílgeymslu.
Sölumenn okkar á staðnum.
Verið velkomin.
FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf.
| ®ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700
Hrísrimi 22 - eign í sérflokki
- Opið hús kl. 17 - 21 í kvöld -
Til sölu eitt glæsil. húsið í Grafarvogi. Húsið er 190 fm
með innb. bílskúr. Sérsmíðaðar innrétt. Glæsil. gegnheilt
parket á gólfum. Glæsil. baðherb. m. hornbaðkari. Glæsil.
garður. Áhv. hagst. lán. Allir velkomnir. V. 14,9 m.
Sjón er sögu ríkari. 2195
Valhöll fasteignasala, sími 588 4477