Morgunblaðið - 17.09.1997, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 13
Fimm tvíburar og
þríburabræður
Mettúrar hjá Sléttbaki og Svalbaki
Aflaverðmætið hátt í
Morgunblaðið/Kristján
FJÖLBURARNIR gáfu sér tíma frá önnum dagsins og stilltu sér upp fyrir ljósmyndara, frá vinstri
í aftari röð eru Fiona og Þorlákur, Guðrún og Þórdís, í neðri röð eru Heiðar Kristinn og Fríða
Kristín, þá þríburabræðurnir Haukur, Hafsteinn og Hinrik, Steinunn og Stefanía og Kristján og Bjarni.
Miklar framkvæmdir á vegum Akureyrarbæjar á haustdögum
Hólabraut færð til og
búin til ný bílastæði
Framkvæmdir við YMA á ný
eftir fjögurra ára hlé
Morgunblaöið/Kristján
BIRGIR Þórðarson starfandi framkvæmdasljóri héraðsnefndar
Eyjafjarðar og Sigurður Björgvin Björnsson framkvæmda-
sljóri SJS-verktaka ehf. undirrita samninginn.
Bygging tré-
iðnaðardeildar
að hefjast
EFTIR fjögurra ára hlé eru
framkvæmdir að hefjast að nýju
við byggingu Verkmenntaskól-
ans á Akureyri. Innan skamms
verður hafist handa við áttunda
áfanga skólans, sem er bygging
fyrir tréiðnaðardeild skólans.
Samningar milli héraðsnefndar
Eyjafjarðar og SJS-verktaka var
undirritaður í gær.
Magnús Garðarsson eftirlits-
maður með nýframkvæmdum
sagði að húsið yrði alls tæpir
1280 fermetrar. Innifalið í því
er útiskýli sem er nýjung, það
verður óupphitað og mun nýtast
nemum m.a. við að setja upp
veggeiningar og við byggingu
sumarbústaða. Hugmyndin er
einnig sú að nemar í rafíðnaðar-
deild geti notað þetta rými til
að leggja lagnir.
Hlé var gert á byggingafram-
kvæmdum við Verkmenntaskól-
ann á Akureyri meðan á bygg-
ingu Hóla við Menntaskólann á
Akureyri stóð yfir. Sú bygging
var tekin í notkun í fyrrahaust.
Verkefni í fyrsta áfanga bygg-
ingar tréiðnaðardeildar eru sök-
klar, kjallari og plata og er
kostnaður við það áætlaður um
18 milljónir króna. Verklok verða
um miðjan desember. Gert er ráð
fyrir, að sögn Magnúsar, að
bjóða sjálft húsið út í febrúar á
næsta ári. Áætlaður kostnaður
við húsið fullbúið er um 130
milljónir. Skólinn hefur 83 millj-
ónir króna á ári í fastar fjárveit-
ingar til framkvæmda frá ríki
og héraðsnefnd, þannig að nokk-
uð vantar upp á að hægt verði
að ljúka byggingunni á næsta
ári.
ÖIl starfsemi verði undir
sama þaki
Stefnt er að því að öll starf-
semi skólans verði undir sama
þaki á Eyrarlandsholti. Enn
vantar nokkuð upp á að það tak-
mark náist, tréiðnaðardeildin er
til húsa í kjallara Háskólans á
Akureyri við Þingvallastræti,
hússtjórnardeildin er í Húsmæð-
raskólanum við Þórunnarstræti
og rafiðnaðardeildin í lánshúS'
næði hjá vélskólanum. Næsti
byggingaráfangi er einmitt hús
fyrir rafiðnaðardeild og sá
þarnæsti undir hússtjórnarsvið
skólans.
Þá er ólokið byggingu við
miðálmu skólans sem tengir
byggingar saman, en þar er m.a,
gert ráð fyrir aðstöðu fyrir nem
endur. Þá nefndi Magnús að
húsnæði þar sem aðstaða kenn-
ara er væri löngu sprungið en
rætt hefði verið um að byggja
um 200 fermetra viðbyggingu
Loks ætti eftir að ljúka fram
kvæmdum við lóð skólans.
FJÖLBURAR eru áberandi í
barnahópnúm á leikskólanum Ár-
sól við Móasíðu á Akureyri. Þar
eru þríburabræðurnir Hafsteinn,
Haukur og Hinrik en þeir urðu
þriggja ára á mánudag, 15. sept-
ember. Þá eru alls fimm tvíburar
á leikskólanum, systumar Guðrún
og Þórdís sem em þriggja ára,
Steinunn og Stefanía sem em
fimm ára, bræðumir Kristján og
Bjarni em þriggja ára, systkinin
Heiðar Kristinn og Fríða Kristín
eru rétt að verða tveggja ára og
þau Fiona og Þorlákur eru að
verða fjögurra ára. Ekki er allt
búið enn því í næsta mánuði bæt-
ast sjöttu tvíburamir við hópinn,
þriggja ára systur sem eru að
flytja heim til íslands frá Dan-
mörku með foreldrum sínum.
Leikskólinn Ársól er einkarek-
inn leikskóli og þar er ein deild
með rými fyrir 34 börn f heilsdags-
plássum, en alls eru á leikskólan-
um um 50 böm í sveigjanlegri
vistun.
„Það hlýtur að vera frekar
óvenjulegt hve hér em margir
fjölburar," sagði Guðný Anna
Annasdóttir leikskólasljóri. „Það
em líka böm héraa sem eiga
systkini sem eru tvíburar, sem ef
til vill eiga eftir að koma hingað
síðar.“
Á leikskólanum Ársól em sex
starfsmenn. Eigendur leikskólans
era ekki aðilar að launanefnd
sveitarfélaga þannig að honum
verður ekki lokað komi til verk-
falls leikskólakennara í næstu
viku.
150 milljómr króna
FRY STITOG ARAR Útgerðarfé-
lags Akureyringa hf. Sléttbakur
EA og Svalbakur gerðu mettúra
í síðustu veiðiferðum sínum. Afla-
verðmæti Sléttbaks nam 75 millj-
ónum króna og aflaverðmæti
Svalbaks var rúmar 70 milljónir
króna.
Sléttbakur var við veiðar fyrir
vestan land og var aflinn blandað-
ur en uppistaðan grálúða, þorskur
og karfi. Sléttbakur kom til lönd-
unar á Akureyri fyrir helgi, en
þetta mun vera mesta aflaverð-
mæti sem togarinn hefur komið
með að landi.
Eftir löndun var togarinn tek-
inn upp í flotkví Slippstöðvarinnar
hf. þar sem nú stendur yfir venju-
bundið viðhald.
Svalbakur í leigu
Svalbakur er í leigu hjá út-
gerðarfyrirtækinu Mecklenburger
Hochseefischerei, dótturfyrirtæki
ÚA í Þýsklandi, og var við karfa-
veiðar í grænlenskri lögsögu. Afli
skipsins var 600 tonn af frystum
afurðum, sem er mesti afli sem
skipið hefur komið með að landi.
Svalbakur kom til hafnar í Hafn-
arfirði, þar sem landað var úr
skipinu í gær.
Þá_ kom Árbakur EA ísfisktog-
ari ÚA til heimahafnar í gær,
með um 130 tonn af blönduðum
afla af Austfjarðamiðum. Harð-
bakur EA og Kaldbakur EA eru á
veiðum.
MIKLAR. framkvæmdir standa nú
yfir á vegum Akureyrarbæjar, m.a.
í miðbænum og verða því nokkrar
hindranir á umferð af þeim sökum
næstu vikur.
Verið er að leggja fráveitu í
Kaupvangsstræti, en gatan hefur
verið lokuð í rúma viku og svo verð-
ur áfram næstu vikur. Að sögn
Gunnars H. Jóhannessonar verk-
fræðings hjá Akureyrarbæ er mark-
miðið að leggja fráveituna upp allt
gilið og að Sundlaug Akureyrar en
óvíst hvort það náist nú í haust þar
sem verkefnið er umfangsmikið og
hefur það reynst erfiðara en gert
var ráð fyrir vegna mikils leka í
gömlu lögnunum. Á næstunni verð-
ur hafist handa við að leggja frá-
veitulagnir á kaflanum frá Glerár-
götu að Strandgötu og verður í kjöl-
farið að loka annarri akrein götunn-
ar meðan á framkvæmdum stendur.
Lokað tímabundið fyrir
umferð um miðbæ
Frekari fráveituframkvæmdir
eru einnig á döfinni nú á haustdög-
um, en fyrirhugað er að byggja
dælubrunn við Slippstöðina og þá
á að leggja fráveitulögn við Krossa-
nes út fyrir gijótgarðinn sem þar
er. í framtíðinni er ætlunin að
byggja dælustöð við Krossanes.
Ástand fráveitumála er þannig
hægt og sígandi að batna, en í kjöl-
far þessara framkvæmda verður
Fiskihöfnin hrein. Síðar í haust
verður dælustöð við Hafnarstræti
tengd en við það mun ekkert skólp
fara beint út í Pollinn.
Umfangsmikil
verkefni við frá-
veitulagnir
Framkvæmdir eru nýhafnar við
gerð bílastæða vestan við Búnaðar-
bankann en þar er gert ráð fyrir
stæðum fyrir um 60 bíla. Þá verður
Hólabraut færð til þannig að hún
mun liggja austar en núverandi
gata. GV gröfur hafa það verkefni
með höndum en áætlaður kostnaður
er 9,4 milljónir króna. Stefnt er að
því að verkinu ljúki um mánaðamót-
in október-nóvember, en veðurfar
gæti spilað þar inn í. „Ef tíðin verð-
ur góð í haust er ætlunin að halda
áfram með bílastæði suður í átt að
Landsbankanum og einnig með
Hólabrautina að Ráðhústorgi,"
sagði Gunnar en þessar fram-
kvæmdir hafa í för með sér að akst-
ursleið til suðurs frá Gránufélags-
götu verður iokað tímabundið.
Framkvæmdir við nýtt gáma-
svæði við Réttahvamm er um það
bil að ljúka og þá verður á næst-
unni lokið við að endumýja lagnir
í Aðalstræti og loks má nefna að
malbikað verður heim að húsum í
Klettaborg, verkefni sem setið hef-
ur á hakanum um árabil.
Morgunblaðið/Kristján