Morgunblaðið - 17.09.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.09.1997, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 ÞINGKOSIUINGARNAR I NOREGI MORGUNBLAÐIÐ Margt gæti orðið mið- flokkunum að fótakefli Ósló. Morgunblaðið. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherraefni Kristilega þjóðarflokksins í Noregi, fær nú líklega það verkefni að mynda nýja ríkis- stjórn eftir spennandi kosningar á mánu- dag. Margt gæti þó orðið honum að fóta- kefli. Fréttaskýrendur spá því að Bondevik verði ekki lengi við völd og sjá teikn um glundroða í norskum stjómmálum og tíð stjómarskipti næstu fjögur árin. Reuter KJELL Magne Bondevik, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, hafði ástæðu til að fagna þegar tölurnar fóru að berast. Lík- legt er, að hann fái tækifæri til að mynda stjórn miðflokkanna. THORBJÖRN Jagland forsætisráðherra umkringdur frétta- mönnum á kjördag. Hann ætlar að segja af sér 13. október. THORBJ0RN Jagland, for- sætisráðherra Noregs, sagði í sjónvarpsumræð- um leiðtoga norsku flokkanna eftir kosningarnar að stjórn Verkamannaflokksins myndi biðjast lausnar eftir að hafa lagt fram fjárlagafrumvarp 13. október. „Við ætlum fyrst að leggja fram traust fjárlagafrumvarp og síðan fer ég á fund konungsins," sagði hann. Jagland hafði sagt fyrir kosning- arnar að stjórn Verkamannaflokks- ins myndi segja af sér ef flokkurinn fengi ekki sama fylgi og í kosning- unum árið 1993, eða 36,9%. Sam- kvæmt síðustu tölum í gærmorgun var fylgi flokksins aðeins 35,2%. Sami meirihluti á þinginu Miðflokkurinn, Sósíalíski vinst- riflokkurinn og Hægri flokkurinn töpuðu mestu fylgi en Framfara- flokkurinn og Kristilegi þjóðar- flokkurinn eru sigurvegarar kosn- inganna. Pólitísku blokkirnar á þinginu eru þó þær sömu og áður og Verkamannaflokkurinn, Sósíal- íski vinstriflokkurinn og Miðflokk- urinn hafa þar enn meirihluta. Leiðtogar miðflokkanna þriggja sögðust ætla að freista þess að mynda nýja stjóm en líklegt þykir að stjórnarmyndunin reynist erfið og taki margar vikur. „Möguleik- amir em meiri nú en fyrir kosning- amar en við þurfum þó að ljúka samningaviðræðunum fyrst,“ sagði Kjell Magne Bondevik og vildi að- eins segja að flokkamir myndu kanna hvort þeir gætu myndað stjóm. Anne Enger Lahnstein, leið- togi Miðflokksins, tók í sama streng og kvaðst vilja láta á það reyna hvort flokkarnir gætu jafnað ágrein- ing sinn í hinum ýmsu málum. Ummæli og svipbrigði Lars Sponheims, leiðtoga Fijálslynda flokksins, í sjónvarpsumræðunum bentu þó til þess að erfitt yrði að sætta sjónarmið flokkanna. Hann vildi ekki svara spurningum um hvort kosningaósigur Miðflokksins yrði til þess að erfiðara reyndist að koma á sáttum milli fiokkanna. Sponheim var þungur á brún þótt þingmönnum flokksins hefði fjölgað úr einum í sex. „Hvað með Hægri flokkinn sem segist ætla að knésetja stjórn miðflokkanna um leið og hún kemst til valda?“ sagði hann. „Ég tel að fleiri flokkar verði að setjast niður í rósemd og endur- skoða afstöðu sína.“ Litlar líkur á langlífri sfjórn Ekki var ákveðið í gær hvenær viðræðurnar hefjast, enda eiga stjórnir flokkanna eftir að ræða stöðuna eftir kosningarnar. Til að mynda kemur miðstjórn Kristilega þjóðarflokksins ekki saman fyrr en í dag. Þegar þreifingarnar hefjast fyrir alvöru er búist við að byggt verði á sameiginlegri yfirlýsingu sem miðflokkarnir lögðu fram 20. maí, en andstæðingar þeirra sögðu að með henni hefði mörgum ágrein- ingsmálum þeirra aðeins verið sóp- að undir teppi. Líkurnar á að stjórn miðflokkanna verði langlíf eru ekki taldar miklar. Fréttaskýrendur segja að því loðnari sem stjórnarsáttmálinn verði þeim mun meiri líkur verði á að stjómin haldi velli. Á öndverðum meiði við meirihlutann Flokkarnir þrír eru á öndverðum meiði við meirihlutann á þinginu í mörgum málum. Þeir eru allir and- vígir aðild Noregs að Schengen- vegabréfasamkomulaginu, sem nýtur þó stuðnings meirihlutans á þinginu. Flokkarnir þrír eru sam- mála um að draga beri úr olíu- vinnslunni í Noregi en ekki er meiri- hluti fyrir því á þinginu. Þeir eru andvígir því að reist verði nýtt gasorkuver en meirihluti þingsins styður þau áform og svona mætti lengi telja. Flest bendir því til þess að takist miðflokk- unum að mynda stjórn fái hún lítinn „vinnu- frið“ og verði veikasta ríkisstjórn Noregs í langan tíma. Oeining er meðal flokkanna í Evrópumálunum og Miðflokkurinn, undir forystu „nei- drottningarinnar" Anne Enger Lahnstein, er enn andvígur aðild Noregs að Evrópska Efnahags- svæðinu. Flokkana greinir einnig á um hvort skerða eigi rétt Norð- manna til sjúkradagpeninga en lík- legt þykir að Kristilegi þjóðar- flokkurinn og Fijálslyndi flokkur- inn gefi eftir og fallist á að dag- peningakerfinu verði ekki breytt eins og Miðflokkurinn vill. Hægri flokkurinn í sljórn? Miðflokkamir verða með um 42 þingmenn af 165 en Verkamannaflokkurinn 65. Bondevik kvaðst ætla að freista þess að tryggja stuðning þing- manna úr öðrum flokk- um við stefnu stjórnar- innar í einstökum málum og fregn- ir hermdu að hann myndi jafnvel reyna að jafna ágreininginn við Hægri flokkinn til að mynda stjórn fjögurra flokka. Slík samsteypu- stjórn var við völd í Noregi í nokk- ur ár á síðasta áratug. Norsk dagblöð sögðu í gær að Thorbjorn Jagland hefði fallið á eigin bragði og gæti sjálfum sér um kennt hvernig fór í kosningun- um. Flest dagblaðanna sögðu að forsætisráðherrann hefði tekið mikla áhættu í kosningabaráttunni — og tapað. Önnur dagblöð for- dæmdu þá yfirlýsingu Jans Peters- ens, leiðtoga Hægri flokksins, að hann myndi reyna að knésetja stjórn miðflokkanna um leið og hún kæmist til valda. Tilkomulítil frammistaða Jaglands Steinar Hansson, ritstjóri Arbeid- erbladet sagði í forystugrein að Jag- land hefði hrasað á lokasprettinum og taldi að Verkamannaflokkurinn hefði tapað tæpum tveimur pró- sentustigum í kosningunum vegna „tilkomulítillar frammistöðu" for- sætisráðherrans í sjónvarpskapp- ræ'ðum leiðtoganna á föstudags- kvöld. Arbeiderbladet taldi að stjórn borgaralegu flokkanna yrði ekki langlíf. „Lokaniðurstaðan gæti bæði reynst miðflokkastjórn og stjóm með Hægri flokknum, en án Mið- flokksins — og að lokum gæti Verkamannaflokkurinn komist aft- ur til valda, með stuðningi Mið- flokksins," skrifaði Hansen. Dagbladet sagði að Jagland hefði tekið mikla áhættu og tapað. Baráttuaðferð forsætisráðherrans hefði bmgðist og Carl I. Hagen, leiðtogi Framfaraflokksins, sem jók fylgi sitt úr 6,3% í 15,3%, hefði borið sigurorð af forsætisráðherr- anum í viðureign þeirra um heil- brigðismál og málefni aldraðra. Stórslys fyrir Miðflokkinn Dagbladet sagði að Kristilegi þjóðarflokkurinn, sem jók fylgi sitt úr 7,9% í 13,7%, hefði staðið sig „meistaralega" í baráttunni um atkvæði miðjumanna. „Fyrir Mið- flokkinn eru kosningarnar stórslys. Flokknum tókst ekki að marka sér sérstöðu með áþreifanlegum mál- um og beið því ósigur.“ Verdens Gang sagði að Jagland hefði getað haldið embætti sínu ef hann hefði ekki lýst því yfír að hann myndi segja af sér ef Verka- mannaflokkurinn héldi ekki fylgi sínu. Blaðið benti á að flokkurinn tapaði aðeins tveimur þingsætum og staða hans á þinginu breyttist lítið í kosningunum. Blaðið sagði að ósigur Mið- flokksins ætti að auðvelda Bonde- vik að knýja flokkinn til að falla frá þeirri stefnu sem Lahnstein hefur mótað. „Ef Miðflokkurinn stendur við kosningaloforð Anne Enger Lahnstein verður miðflokka- stjórnin pólitískt geitungabú og algjörlega óviðunandi fyrir yfir- gnæfandi meirihluta þingsins." Sakaður um valdhroka Dagens Næringsliv sagði að kjósendur hefðu ekki látið hræða sig og Verkamannaflokkurinn hefði þurft á þessari niðurstöðu að halda. Blaðið sagði að Verkamannaflokk- urinn hefði sýnt „skelfilegan vald- hroka“ síðustu árin. „Menn óttast að „borg- aralegu“ flokkarnir valdi svo miklu umróti að Jag- land komist aftur til valda. Það myndi ekki bæta stöðuna.“ Blaðið gagnrýndi einnig afstöðu leiðtoga Hægri flokksins til hugs- anlegrar stjórnar miðflokkanna. „Það að Jan Peterson stæði við orð sín og felldi borgaralega stjórn væri svo vitlaust að við treystum okkur ekki til að trúa honum.“ Líklegt að stjórnar- myndunin taki margar vikur Forsætisráð- herrann tók mikla áhættu og tapaði ÚRSLIT pflnn * Bráðabirgðatötur þegar 97,5%> atkvæðanna höfðu verið ta/in jpgpp Flokkar Atkvæði Þingsæti Verkamanna- flokkurinn 35,2% (-1,8%) 65 (-2) ffM Framfara- ■M flokkurinn 15,3% (+9,0%) 25 (+15) Hægri Y flokkurinn 14,3% (-2,7%) 23 (-5) Æjh Kristilegi 13,7% vffr þjóðarfiokkurinn (+5,8%) 25 (+12) Miðflokkurinn 8,0% (-8,8%) 11 (-21) -J Sósíalíski ./-/ |r vinstriflokkurinn 6,0% (-1,9%) 9 (-4) lA Frjálslyndi flokkurinn 4,4% (+0,8%) 6 (+5) )íf7l Rauða kosninga- bandalagið 1,6% (+0,6%) 0 (-1) REUTERS > o ZL 1,6% (-0,9%) 1 (+1) Hval- fangari áþing HVALFANGARINN Steinar Bastesen var kjörinn á norska þingið í kosningunum á mánudag og hann sagði í gær að fyrsta verkefni sitt yrði að knýja fram breytingar innan sjávarútvegsnefndar þings- ins. Bastes- en var í framboði fyrir smá- flokk í Nordland sem fékk 6,9 prósent atkvæð- anna í fylk- inu og allt að 38% í einstökum sveitarfé- lögum. „Þetta er alveg ótrú- legt! Ég hlakka til þessa verk- efnis og er þakklátur öllum þeim sem studdu mig,“ sagði nýi þingmaðurinn í viðtali við Aftenposten. „Það verður að koma sjáv- arútvegsnefndinni í rétt horf að nýju. Þingið þarf að taka meira tillit til héraðanna og sjávarútvegsins,“ bætti Bast- esen við og kvaðst strax ætla að hefja baráttu gegn því að síldarbræðslu í Vadso yrði lokað. Tvöföld ástæða til að fagna Bastesen vaknaði snemma í gærmorgun eftir kosninga- vöku sem breyttist í sigurhá- tíð um nóttina. Aftenposten færði honum þær fréttir að stjórnvöld í Bandaríkjunum myndu fallast á hrefnuveiðar Norðmanna. „Það er frábært að Bandaríkjamenn skuli hafa vent kvæði sínu í kross, en þetta er það eina rétta,“ sagði Bastesen, sem hefur verið talsmaður norskra hvalveiði- manna í mörg ár. Bastesen er enginn ný- græðingur í stjómmálunum. Hann var bæjarfulltrúi Hægri flokksins í Bronnoy á árunum 1971-91 og var einnig á fram- boðslista flokksins í þingkosn- ingunum 1977. Steinar Bastesen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.