Morgunblaðið - 17.09.1997, Page 18

Morgunblaðið - 17.09.1997, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Grétar Óskarsson flugmálastjóri Namibíu um flugöryggi í Mið-Afríku Flugmenn stjóma umferð- inní sjálfir í háloftunum HERFLUGVELAR SKELLA SAMAN Brak hefur fundist um 120 km undan strönd Namibíu úr bandarískum og þýskum her- flutningaflugvélum sem skullu þar saman á flugi í 35.000 feta hæð á laugardag. í gær hafði aðeins fundist eitt lík þeirra 33 sem er saknað. . ( ^ 4. 1,500 km sJ~)i ÍÞÝSKALAND Wi „Dauða svæðið" frá Túnls til Namibíu \ (engin flugumferðarstjórn) ANGÓLA ££ \Cape Fria Brak finnstV ámánudag \ Wlndhoek ' NAMIBlA V. ATLANTSHAF \ '--- Hófðaborg © SUÐUR AFRlKA ASCENSION- EYJA Höfðaborg SUÐUR AFRÍKA KASTLJÓSI hefur verið beint að ástandi flugöryggismála í Mið-Afr- íku í framhaldi af flugslysinu undan ströndum Namibíu sl. laugardag. Grétar Óskarsson, flugmálastjóri Namibíu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að frá Túnis og til Namibíu væri engin flugstjóm og flugmenn reyndu að stjóma umferðinni sjálfir er þeir flygju um háloftin. Volker Riihe, varnarmála- ráðherra Þýskalands, vísaði á bug ásökunum þýskra fjölmiðla um að flutningaflugvél þýska hersins sem lenti þar í árekstri við bandaríska herflutningaflugvél, hefði verið illa tækjum búin. Hann staðfesti að vísu að í hana hefði vantað árekstr- arvara en fullyrti að búnað af því tagi væri ekki að fínna í einni ein- ustu hervél í heiminum. í gær fannst loks brak úr bandarísku her- flutningaflugvélinni en fýrsta lík þeirra 33 sem fórust með flugvélun- um fannst í gærmorgun og er talið vera af Þjóðveija. Vom níu manns í C-141 flugvélinni en 24 í þýsku vélinni, sem var af gerðinni Tupolev Tu-154. „Við höfum stjómað leitar- og björgunarstörfum og er þeim haldið áfram á fullu. í því sambandi eru hingað komnir um eitt hundrað Bandaríkjamenn, 50-60 Þjóvðeijar, um 30 þýskar, bandarískar, suður- afrískar og franskar flugvélar sem taka þátt í leitarstörfum með okk- ur,“ sagði Grétar. Grétar sagði að þýska vélin hefði verið á leið frá Þýskalandi til Höfða- borgar með millilendingu í Wind- hoek. Hefði hún flogið niður með strönd Angóla, niður 10. gráðu austur svo sem algengt væri, og þegar hún hefði komið inn í nami- bískt svæði hefði hún sveigt i átt til Windhoek. Á sama stað og beint á móti henni hefði verið bandarísk herflutningaflugvél af gerðinni C- 141 að fara frá Namibíu til Ascensi- on. Aðspurður um hvort rekja mætti slysið til örðugleika í flugfjar- skiptum á þessum slóðum svaraði Grétar: „Við vissum ekkert um þýsku vélina, reyndar ekki fyrr en daginn eftir þegar farið var að leita að henni. Hún gerir sína flugáætlun uppi í Niamey í Níger, þar sem hún millilenti, en þar situr áætlunin föst; skilar sér aldrei til okkar. Og jafn- vel þótt flugstjórinn hafi viljað koma flugáætluninni hingað niður eftir þá spyr maður hvernig í ósköp- unum hann hafí átt að fara að því. Það eru engar símalínur sem virka hér á milli, ófriður víða í Mið-Afr- íkulöndunum gerir það að símalínur og fjarskiptabúnaður er sprengdur í loft upp jafnóðum." - Hvernig má það vera að mis- brestur verði á því að koma flug- áætlun til áfangastaðar? Er við flugmálayfirvöld á viðkomandi stað að sakast eða flugstjórann? „Þetta er nú algengt héma, nán- ast regla. Þegar flogið er frá Evr- ópu til Suður-Afríku þá eru menn á eigin ábyrgð og einir á báti þegar flogið er yfir svörtustu Afríku. Ástandið lagast ekki fyrr en komið er hingað suðureftir til Namibíu, Botswana, Zimbabwe og Suður- Afríku. Þar fyrir norðan og allt til Túnis er eins gott að Guð hjálpi mönnum." Engin flugumferðarþjónusta frá Túnis til Namibíu - Er það ekki til marks um að flugöryggi sé ábótavant á þessum slóðum? „Því er ekki bara ábótavant, því það er engin flugstjórn yfír allri Afríku, frá Túnis þar til komið er niður til Namibíu. Það er engin flug- stjórn fyrir norðan okkur. Flugvél- ar, hvort sem þær eru frá British Airways, Lufthansa, Namibian Airways eða South African Air- ways, eru einar á báti á þessu svæði, frá því þær kveðja Túnis og þar til þær koma suður fýrir An- góla I okkar svæði en þær em 4-6 stundir að fljúga þarna milli." - Fljúga menn þá bara sjónflug á þessu svæði og eru á stöðugu útkikki? „Nei, nei. Þeir hafa sínar eigin aðferðir, aðstoðarflugmaðurinn er allan tímann í talstöðinni á þessu svæði talandi við hinar flugvélarn- ar, spyijandi um flughæðir, hraða, stefnur og staðsetningu. Flug- mennirnir stjórna sér því alveg sjálfir." Sást á njósnahnetti - Hefði þýski flugstjórinn ekki getað látið vita af sér fyrr? „Nei, við náum ekki talstöðvar- sambandi við flugvélar fyrr en þær eiga eftir um klukkustundar flug hingað og á því stigi sjáum við þær ekki enn í ratsjám." - Það hljómar ótrúlega að á öllu þessu víðfeðma svæði þar sem flug- umferð er margfalt minni en kring- um þéttbýli í Bandaríkjunum eða Evrópu að árekstur af þessu tagi skuli geta átt sér stað? „Möguleikarnir eru einn á móti milljónum. Jafnvel þótt leiðir tveggja flugvéla skerist í sömu flug- hæð eru ferlarnir venjulega ekki það nákvæmir að munað getur nokkrum tugum metra til beggja hliða og 100-200 fetum á hæðina þannig að þær mætast í stað þess að skella saman. Líkurnar á árekstri em svo litlar því atvikið á sér stað í fjórvíðu rúmi þar sem orsakaþætt- irnir fjórir eru hæð, lengd, breidd og tími. Tíminn er fjórða víddin og muni ekki nema 5-10 sekúndum þá mætast flugvélarnar en rekast ekki saman. Þarna þurfa þessir fjór- ir þættir einhverra hluta vegna að smella saman og að það skuli eiga sér stað á agnarlitlum bletti er al- veg með ólíkindum. Flugvélarnar voru báðar í 35 þúsund feta hæð. Áreksturinn kom fram sem spreng- ing á mynd frá bandarískum njósnahnetti og bandarískir aðilar létu okkur strax vita svo við vissum hvar við áttum að Ieita,“ sagði Grét- ar Óskarsson. Fjármálaráðherrar ESB Rætt um sam- ræmingu skatta Mondorf-les-Bains. Reuter. FJÁRMÁLARÁÐHERRAR aðildar- ríkja Evrópusambandsins áttu við- ræður í Lúxemborg síðastliðinn laugardag um viðkvæmt efni, þ.e. samræmingu skattlagningar innan sambandsins. Framkvæmdastjóm ESB hefur lagt fram drög að „siðareglum" um skattamál, sem eiga að hindra að aðildarríkin keppi hvert við annað um fjárfestingu og skatttekjur. Mario Monti, sem fer með skatta- mál í framkvæmdastjórn ESB, seg- ir að það geti spillt bæði fyrir innri markaði sambandsins og áformum um Efnahags- og myntbandalag (EMU), nái aðildarríkin ekki sam- komulagi um samræmingu skatt- lagningar. Ásakanir um „skattaundirboð“ „Ef enginn árangur næst í þessu máli getur það sáð fræi pólitískrar misklíðar, sem mun spilla fyrir samrunaþróuninni. Við sjáum nú þegar merki um að allt geti farið í háaloft,“ sagði Monti. Þýzkaland hefur í sumar ásakað nágrannaríkin Belgíu og Holland um „skattaundirboð“ til þess að laða að sér fjárfestingu erlendra fyrirtækja. Jean-Claude Juncker, forsætis- ráðherra Lúxemborgar, sem situr nú í forsæti ráðherraráðs ESB, leggur áherzlu á að samkomulag náist um skattamálin fyrir leiðtoga- fund ESB í desember. Norðurlöndin greinir á um ESB-stækkun Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Á ÁÐ hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu, ESB, við alla umsækjendur á sama tíma eða aðeins við þá sem uppfylla eða eru nálægt því að uppfylla aðildarskilyrði? Um þetta eru ESB-löndin ekki sammála og norrænu aðildarlöndin þrjú greinir einnig á um hvernig að þessu skuli staðið, sérstaklega þar sem í völdum hópi aðildarum- sækjenda myndu leiðir Eystra- saltslandanna skiljast. Danska og sænska stjórnin eru sammála um að allir eigi að fá að byrjajafnt en fínnska stjórnin álítur að að- eins eigi að hefja viðræður við lönd, sem uppfylli skilyrðin. Framkvæmdastjórn ESB lagði til í sumar að viðræður yrðu hafn- ar við fimm af þeim tíu löndum, sem sótt hafa um aðild, auk Kýp- ur, sem þegar hefur verið heitið viðræðum. Löndin tíu eru Tékk- land, Ungverjaland, Pólland, Sló- venía, Eistland, Rúmenía, Lett- land, Litháen, Búlgaría og Sló- vakía og það eru fimm fyrstu löndin, sem nefndin vill kalla til viðræðna. Það er einkum aðskiln- aður Eystrasaltslandanna, sem fer fyrir brjóstið á sænsku og dönsku stjóminni ogþær leggja mikla áherslu á að löndin fái að hefja viðræður saman. Finnska stjórnin er aftur á móti andvíg þessu þar sem það gæti orðið til, að Eistland yrði látið bíða. Betra sé að eitt kom- ist að en ekkert. Óformlega hef- ur Paavo Lipponen forsætisráð- herra sagt dönsku og sænsku stefnuna óraunsæja og henni fylgi orðin ein. Undir þetta tekur einnig Carl Bildt, formaður sænska Hægriflokksins, og Uffe Ellemann-Jensen, formaður danska Venstre. Atkvæða- greiðslu frestað AÐ BEIÐNI Bandaríkja- manna var í gær ákveðið að fresta um sólarhring atkvæða- greiðslu um tillögu að banni um notkun jarðsprengna á ráðstefnu er stendur í Ósló. Fresturinn gefur Bandaríkja- mönnum færi á að leggja fram nýja tillögu, sem felur I sér málamiðlun. Fulltrúar rúm- lega 100 ríkja sitja ráðstefn- una og var samþykkt að at- kvæðagreiðslunni skyldi frest- að til hádegis í dag að íslensk- um tíma. Lífvörður til meðvitundar LÍFVÖRÐURINN er komst lífs af úr bílslysinu er varð Díönu prinsessu, Dodi Fayed og bílstjóra þeirra, Henri Paul, að bana í París er nú með meðvitund og fær um tjá- skipti, að sögn fulltrúa fran- skra sjúkrahússyfírvalda. Líf- vörðurinn, Trevor Rees-Jones, hefur verið í gjörgæslu á sjúkrahúsi í París frá því slys- ið varð, og hans vandlega gætt. Hann hefur hingað til verið of veikburða til að hægt væri að yfírheyra hann um slysið. Tóbaksaug- lýsingar verði bannaðar HEILBRIGÐISSTOFNUN Sameinuðu þjóðanna (WHO) kynnti í gær tillögu að herferð gegn reykingum þar sem stefnt er að því að tóbaksaug- lýsingar verði bannaðar í Evr- ópu árið 2000. Tillagan var lögð fram á fundi svæðis- nefndár WHO í Istanbúl í Tyrklandi, og er þáttur í áætl- un um að dragi úr reykingum fullorðinna í Evrópu niður fyr- ir 20 af hundraði fyrir 2000, en hlutfallið nú er 36% Mír nýtir sólarljós á ný ÞRIGGJA manna áhöfn rúss- nesku geimstöðvarinnar Mír tókst í gær að snúa stöðinni mót sólu, eftir að tölvubilun um helgina hafði komið í veg fyrir að sólarljós nýttist til raforkuöflunar í stöðinni. Leið- angursstjóri í stjórnstöð Mír á jörðu niðri sagði í gær að allar rafhlöður stöðvarinnar væru nú fullhlaðnar og beðið væri upplýsinga um það, hvort stöð- in virkaði að öllu leyti eðlilega. Bucaram snýr aftur ABDALA Bucaram, fyrrum forseti Ekvador, hyggst snúa aftur til heimalands síns, þar sem hann er eftirlýstur vegna ákæru fyrir spillingu. Hyggst Bucaram bjóða sig fram í kosningum til þings er gera á stjórnarskrárumbætur í land- inu, að því er fulltrúi forset- ans, sem flýði til Panama í febrúar, eftir að þing Ekvador hafði sett hann af, og lýst hann „andlega óhæfan“ um að vera forseti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.