Morgunblaðið - 17.09.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 19
ERLEIMT
LISTIR
ísland o g hinn misskildi
málasnillingnr Dana
Rasmus Rask
FLESTIR Danir hafa í það
minnsta heyrt nefnda á nafn
þá danska vísinda- og fræði-
menn, sem á síðustu öldum
hafa borið hróður lands síns
um heim allan. í þessum hópi
eru þeir Tycho Brahe, Niels
Steensen, Ole Romer, H.C.
0rsted og Niels Bohr en væru
nú 100 Danir, „maðurinn á
götunni" eins og það er kall-
að, spurðir um Rasmus Krist-
ian Rask, væri varla við því
að búast, að fleiri en tveir eða
þrír vissu við hvern væri átt.
Samt er Rask einn af merk-
ustu vísindamönnum Dana
fyrr og síðar.
Árið 1987 voru 200 ár liðin
frá fæðingu Rasks og var þess
minnst í Danmörku — og á
íslandi — með frímerkjaútg-
áfu. í Valby í Kaupmannahöfn
er lítil gata, sem ber nafn
hans, Rasmus Rasks Vej, en
þá er það líka næstum upptalið,
sem gert hefur verið til að halda
minningu hans á loft.
Úr því skal nú verða bætt! Kirst-
en Rask, fjarskyldur ættingi Rasm-
us Rasks, er komin til íslands til
að skoða þá staði, sem hann þekkti,
safna efni um hann og ræða við
þá íslendinga, sem geta lagt eitt-
hvað af mörkum til nýs skilnings
á þessum málasnillingi og ævi-
langri aðdáun hans á íslenskri
tungu.
Kirsten Rask er ekki illa í stakk
búin til að skrifa bókina um Ras-
mus Rask. Hún er cand.mag. í
dönsku og rússnesku frá Kaup-
mannahafnarháskóla og það, sem
meira máli skiptir, hún er líka and-
legur ættingi þessa frænda síns,
haldin óslökkvandi fróðleiksfýsn.
Hefur hún einkum fengist við
málþróunina, þessar breytingar,
sem eru svo miklar í Danmörku,
að landsmenn sjálfir eiga oft erfitt
með fylgjast með.
Kirsten Rask hefur skrifað ófáar
bækur um danska tungu, margar
greinar í blöðin og eftir henni er
sóst sem fyrirlesara þar sem hún
leggur jafnan áherslu á mikilvægi
þess að fólk tjái sig með skýrum
og skorinorðum hætti. „Kansellí-
stíllinn" svokallaði, sem á rætur
sínar að rekja til hins þýskkynjaða
embættismannamáls á tímum
Rasks — langar, næstum óskiljan-
lega flóknar setningar — lifði langt
fram eftir þessari öld í dönsku
laga- og verlsunarmáli. „Talaðu
dönsku, þýski hundur!“ hét það hjá
rithöfundinum Steen Steensen
Blicher árið 1842.
Kirsten Rask hefur verið einn
af helstu þýðendum danska ríkisút-
varpsins um tveggja áratuga skeið,
það er að segja við að þýða yfir á
dönsku erlenda sjónvarpsþætti.
Menningin býr í tungumálinu
Kirsten Rask býst við að koma
oft til íslands í þann tíma, sem hún
hyggst nota til að skrifa bókina um
Rask en óhætt er að segja, að það
hafi dregist úr hömlu að minnast
þannig þessa manns, eins af fáum
Dönum, sem látið hafa verulega að
sér kveða í þeirri alþjóðlegu fræði-
grein, sem málvísindin eru.
Málvísindin eru ekki deyjandi
fræðigrein, þvert á móti. Mikilvægi
þeirra eykst eftir því sem fleiri þjóð-
ir og þjóðabrot keppast við að
vemda eða jafnvel endurlífga það,
sem helst greinir þau frá öðrum,
sjálfa tunguna, en líklega er óþarfi
að hafa langt mál um það við íslend-
inga!
Viðkvæmur snillingur
Kirsten Rask getur sagt frá mis-
skildum snillingi, manni, sem átti
erfitt með að lynda við samferða-
menn sína, og manni, sem vann samt
Rasmus Rask stóð sem
ungur maður að útgáfu
fyrstu íslensku mál-
fræðibókarinnar en ís-
lenska var eitt 55
tungumála er hann
hafði vald á. í grein
Halldórs Sigrirðsson-
ar kemur fram að nú
er verið að vinna að rit-
un ævisögu hans.
sem áður mikið þrekvirki á ævi sinni.
Rasmus Kristian Rask var alla
tíð afar viðkvæmur fyrir hvers
konar gagnrýni. Jafnvel fræðilega
gagnrýni á kenningar sínar tók
hann sem persónulegar árásir.
Hugsanlega má rekja það til barn-
æsku hans í Brændekilde á Fj'óni.
Tvö systkini hans létust þegar
hann var enn ungur að árum og
þá sagði skraddarinn, faðir hans:
„Guð tók þau frá mér, sem veittu
mér von, en lét mig halda hrat-
inu.“ Það er að segja Rasmus litla.
Fólkið í þorpinu sagði oft, að hann
væri svo lítill, að hann gæti hallað
sér í tréskónum hans föður síns.
Ekki vantaði strákinn samt gáf-
urnar og 13 ára gamall var hann
sestur í hinn fína Odense Katedral-
skole. Rask gekk fram af sjálfum
sér allt sitt líf, jafnt á sál sem lík-
ama. Fyrst með endalausum lestri
og síðan á löngum ferðum til að
kynna sér tungumál í fjarlægum
stöðum. Á árunum 1816 til 1823
fór hann um Svíþjóð, Finnland,
Rússland, Persíu, Indland og Sri
Lanka, lengsta ferðin hans en alls
ekki sú síðasta. Hann fór raunar
aftur til Indlands 1832 og það
reyndist honum um megn, þessum
veikburða manni. Hann var aðeins
45 ára gamall er hann lést.
Brautryðjandi í málvísindum
Kirsten Rask telur, að Rask hafi
dreymt um að fmna grundvallar-
reglu eða formúlu allra tungu-
mála. Hann var 24 ára gamall þeg-
ar hann gaf út sitt fyrsta verk, dálít-
inn vegvísi í íslensku eða fornnor-
rænu, „Vejledning tii det islandske
eller gamle nordiske sprog“. Sjö
árum síðar kom út hans höfuðrit,
„Undersogelser om det gamle nor-
diske eller islandske sprogs oprind-
else“. Þar komu fram þær aðferðir,
sem hann beitti í samanburðarmál-
fræðinni. Hann flokkaði tungumál
fremur eftir málfræðilegri uppbygg-
ingu en þeirri líkingu, sem var með
einstökum orðum í ýmsum tungu-
málum.
Rask varð einnig fyrstur til að
gera grein fyrir germönsku hljóð-
færslunni þótt heiðurinn að því félli
hins vegar í skaut Þjóðveijanum
Jakob Grimm. Hann kunni 55
tungumál, fræðilega uppbyggingu
þeirra.
Kirsten.Rask segir, að snilligáfa
Rasks hafi legið í því að geta séð
og gert sér grein fyrir uppbyggingu
allra þeirra mörgu tungumála, sem
hann kynnti sér. „Ég þarf ekki að
sjá nema Faðir vorið á einhveiju
tungumáli til að átta mig á megin-
reglum þess,“ sagði Rask. Hann tók
í raun saman fyrstu íslensku mál-
fræðina — á sama tíma og hann var
að læra íslensku! Þetta innsæi gerði
honum kleift að ákveða hvaða tung-
ur væru skyldar eða með öðrum
orðum að setja saman ættartölur
tungumálanna.
Norrænu tungurnar, sérstaklega
íslenska, voru áhugamál Rasks alla
hans ævi og það er ekki ófyrirsynju,
að hann er kallaður faðir norrænna
málvísinda.
Lífssýn Rasks var sú, að menn
ættu að aga andann og halda fast
í það, sem þeir teldu „rétt og mikil-
vægt“ — að manneskjan tæki á sig
mynd vegna sína andlega erfiðis.
Kirsten Rask segir, að ástríða hans
hafi verið að verða heiðvirður
maður með því að nota hæfileika
sína til fulls.
Þessi hugsun vakti með honum
þegar á ungum aldri. „Ég lærði ís-
lensku til að geta hugsað eins og
manni sæmir,“ skrifaði hann þá.
Ævistarf Rasmus Rasks markaði
þáttaskil í sögu málvísindanna. Af-
staða hans — auðmýkt og lotning
fyrir fræðunum og sá metnaður að
ná sem lengst — hefur ævarandi
gildi.
Höfundur er
menningarblaðamaður og starfar
á Danmarks Radio í
Kaupmannahöfn. Sérsvið hans er
málefni spænsku- og
portúgölskumælandi ríkjn.
Japönsk fiðrildi
í íslensku fárviðri
BOKMENNTIR
Ljóð
LEÐURBLAKAN OG
PERUTRÉÐ
120 hækur eftir Yosa Buson. Oskar
Ami Oskarsson islenskaði og ritaði
inngang. Bjartur. Reykjavík 1997.
63 bls.
ÞESSI þýðing Óskars Árna Ósk-
arssonar á 120 hækum japanska
skáldsins Yosa Busons hefur kallað
á afar sérstaka umræðu í íslenskum
bókmenntaheimi þar sem því hefur
meðal annars verið haldið fram að
íslensk ljóð séu undir miklum áhrif-
um af japönsku hækunni. Hallgrím-
ur Helgason hélt þessu fram í tíma-
ritinu Fjölni fyrr í sumar og vildi
meina að íslenskur skáldskapur
hafi þegið ákveðið and-
og kraftleysi úr hæk-
unni. Hann segir meðal
annars: „... og ein-
hvernveginn er líkt og
austrænn andi svífi yfir
þeim vötnum sem um
er ort og alltaf standa
lygn. Hann er hættur
að blása í íslenskum
skáldskap."
Ekki veit ég hvaðan
Hallgrímur hefur þá
hugmynd að íslensk
ljóðlist sé undir svo
miklum áhrifum af jap-
önsku hækunni að þar
ríki alger ládeyða. Það
kann að vera nokkuð
til í því hjá honum að
það fari full hljótt um
íslensk ljóðskáld, það má jafnvel
greina eilítinn ótta hjá ljóðinu við
nútímann. En ef hækan hefur haft
einhver áhrif á íslenska ljóðlist
hljóta þau að teljast jákvæð vegna
þess að hækan er það ljóðform í
heiminum sem hefur staðist tímans
tönn betur en flest önnur — ef ekki
öll. Hækan er jafn nútímaleg nú
og hún var í upphafi aldarinnar
þegar ímagistarnir og fleiri tóku
hana sér til fyrirmyndar.
Hækan er tengd myndlistinni
eins og ljóðlist íslendinga og ann-
arra þjóða hefur sennilega ætíð
verið. Hin hefðbundna hæka fæst
við að lýsa árstíðunum, dagmálum
og náttúrunni í hnitmiðuðum mynd-
um sem stundum fela í sér skarpa
og djúpa hugsun um lífið og tilver-
una. Hér er dæmi frá Buson:
rðkkurskuggar -
gleðin leynist líka
í einverunni
Stundum eru þessar myndir full-
ar af húmor. Buson aftur:
hvílíkur máni!
jafnvel þjófurinn
kastar fram stöku
Stundum miðlar myndin ákveðnu
hugarástandi. Enn Buson, nú í
fagnaðartón:
undir glitrandi regnboga
opnar draumsóley
bikar sinn
Stundum miðlar myndin hlutum
sem við öll könnumst við en vissum
ekki hvernig átti að færa í orð. Eða
vissum ekki að þyrfti að færa í
orð. Buson enn og aftur:
þegar kornabarninu
er sýnt blóm
opnar það munninn
Og stundum segir myndin okkur
eitthvað sem við fyrstu sýn virðist
ekki koma okkur neitt við. Buson:
æstur stormur
feykir smásteinum
í musterisklukkuna
Og þannig mætti lengi telja. Og
allt þetta gerir hækan án nokkurra
málalenginga, án stóryrða. Hækan
býr einmitt yfir þeim galdri að
hreyfa við okkur þótt hún sé eins
og japanskt fiðrildi í íslensku fár-
viðri.
Þýðingaraðferð Óskars Árna
Óskarssonar í þessari bók og tveim-
ur eldri bókum sem innihalda þýð-
ingar hans á hækum Matsuo Basho
og Kobayashi Issa hefur einnig ver-
ið til umræðu. Óskar Árni fer þá
leið að fara fijálslega
með sérstaka at-
kvæðaskiptingu hæ-
kunnar - fimm, sjö,
fimm atkvæði í þremur
línum - og reynir held-
ur að ná andblæ henn-
ar, „vera trúr inntaki
og hugblæ þessa
knappa japanska ljóð-
forms“, eins og segir í
inngangi.
ðskar Árni fer í
þessu efni að dæmi
fjölmargra annarra
hækuþýðenda. Ein af
ástæðunum fyrir því
að þýðendur hafa ekki
stuðst við atkvæða-
skiptinguna er sú að
japanska er fleirkvætt
tungumál sem þýðir að atkvæði í
japönskum orðum eru yfirleitt fleiri
en við eigum að venjast í íslensku
og öðrum vestrænum tungumálum.
Vegna þessa getur það því ekki
aðeins verið erfitt að þýða hæku
með japönsku atkvæðaskiptingunni
heldur einnig hæpið.
Að mínu mati hefur Óskari Árna
tekist vel upp í hækuþýðingum sín-
um. Þýðingarnar eru á köflum afar
hnittnar. Þær ná líka þeim galdri
sem hér að ofan var lýst, hinni
austrænu íhygli sem virðist fara í
taugarnar á sumum. Það er mjög
dýrmætt að hafa fengið svo góða
kynningu á þessari ljóðlist sem tal-
in er eitt merkasta framlag Japana
til heimsbókmenntanna.
Þröstur Helgason
Fyrirlestur
um Sólarljóð
DR. HERMANN Pálsson, fyrr-
um prófessor við Edinborgar-
háskóla, flyt-
ur opinberan
fyrirlestur í
boði heim-
spekideildar
Háskóla ís-
lands
fimmtudag-
inn 18. sept-
ember kl.
17.15 í stofu 101 í Lögbergi.
Fyrirlesturinn nefnist Ver-
aldlegar hugmyndir í Sólar-
ljóðum og er öllum opinn.
Óskar Árni
Óskarsson
I
rygqðu þér inngöngutilboðið
kráðu þiq í síma 550 3000
O
VAKA- HELGAFELL