Morgunblaðið - 17.09.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 21
LISTIR
7 málarar
MYNPLIST
Listaskálinn
Ilvcragcrdi
MÁLVERK
SJÖ MÁLARAR
Opið frá kl. 12 til 18 virka daga,
10-22 um helgar. Til 21. september.
Aðgangur 300 krónur.
ÖNNUR framkvæmd Listaskála
Hveragerðis, eftir gilda úttekt á
málverki Einars Hákonarsonar, er
sýning sjö málara og hefur Kjartan
Guðjónsson listmálari annast val
og uppsetningu hennar. Allt eru
þetta nafnkunnir málarar, sem
hafa verið vel virkir á næstliðnum
árum og áratugum, kynslóðabilið
látið lönd og leið. Eftir stafrófsröð,
Björgvin Sigurgeir Haraldsson,
Gunnar Karlsson, Jóhanna Boga-
dóttir, Kjartan Guðjónsson, Pétur
Gautur og Valgarður Gunnarsson.
Framvindan er mjög í anda þess
sem búist var við, því yfirlýst
stefna var að koma til móts við
mikla þörf á fullnægjandi húsnæði
fyrir málaðar myndir og að sjálf-
sögðu þrívíð verk, með náttúru-
og ofanbirtu. Hins vegar átti mað-
ur ekki von á að sýning Einars
yrði tekin niður viku fyrir auglýsta
lokun og þessi framkvæmd sett
upp viku fyrr en ætlað var. Þetta
hefur vakið athygli og umtal, því
slíkt á ekki að geta gerst nema
við mjög sérstakar og neyðarlegar
kringumstæður sem munu ekki
hafa verið fyrir hendi. Telst sérís-
lenskur ósiður og útkjálkaháttur
sem ber að uppræta. Hins vegar
er réttlætanlegt að færa sýningar
til betra horfs eftir að þær hafa
verið opnaðar og eru hér dæmin
mýmörg í útlandinu, ber jafnframt
mun íyiinna á því hér á landi!
Eins og margur veit, skiptir
miklu máli í rekstri sýningarsala
að standa vel að málum frá upp-
hafi og marka þeim ákveðnar fast-
mótaðar reglur. Gegnir svipuðu
máli og í kennslu, og uppfræðari
nokkur þótti hitta naglann á höfuð-
ið, er hann sagði fyrir margt löngu,
að ef vel gengi fyrstu dagana
væru menn komnir langleiðina
áleiðis að lokamarkinu, hins vegar
gæti það tekið alla önnina/misserið
að vinna upp slaka byijun.
Framkvæmdin ber vel að merkja
með sér, að hér hefur skort á hnit-
miðaðan undirbúning og að menn
hafi gengið hratt til verks í vali
og upphengingu verka. Listaskál-
inn er vel að merkja öðru fremur
byggður fyrir þá innlenda og út-
lenda sem leið eiga um Suðurland-
sundirlendið, mun jafnframt um
alla framtíð byggja afkomu sína á
þeim. Og skálinn þarf að höfða til
höfuðborgarbúa um ferskar, metn-
aðarfullar og forvitnilegar fram-
kvæmdir.
Þetta sett fram hér, vegna þess
að mörg verkanna koma meira en
kunnuglega fyrir sjónir frá sýning-
um á höfuðborgarsvæðinu og sum-
ar hafa jafnvel hangið um lengri
og skemmri tíma á veggjum sölu-
listhúsa. Og að sjálfsögðu gerir
maður aðrar væntingar og meiri
kröfur til hins frábæra húsnæðis
en það rís undir í þessu tilviki. Þá
er sýningarskráin einungis einblöð-
ungur með mjög snubbóttum og
ófullkomnum upplýsingum um
sýnendur og verk þeirra, vantar
ártöl í tveim tilvikum. Öllu upplýs-
ingastreymi í skrár þarf helst að
finna ákveðið og markað lág-
marksform frá upphafi, og er öllu
frekar ófrávíkjanleg regla en und-
antekning. En innan þessa forms
er mönnum svo í sjálfsvald sett
að nýta ýmsa möguleika t.d. um
hönnun á síður og ijölda þeirra.
Þá er val sjálfra verkanna
hnökrótt og hlutur sumra síðri en
sést hefur til þeirra undanfarin ár,
sem er helst áberandi um framlag
Valgarðs Gunnarssonar, sé tekið
mið af sýningu hans í Sjónarhóli
fyrr á árinu. Björgvin Sigurgeir
Haraldsson er samur við sig um
hinn sérstaka áhrifastíl sem hann
hefur tileinkað sér. Pétur Gautur
og Soffía Sæmundsdóttir eru með
verk sem maður kannast við frá
,Listhúsunum Borg og Fold. Gunn-
ar Karlsson er með tvær stórar
myndir sem voru á sýningu hans
í Listasafni Kópavogs fyrir tveim
árum og skrifari rýndi þá í. Jó-
hanna Bogadóttir er aðallega í ham
í minni myndum sínum en hinar
stærri eru fuil lausar í sér að þessu
sinni. Ekki kemur fram hvenær
myndir Kjartans voru málaðar, en
maður verður að gera ráð fyrir að
þær séu nýjar því nestor sýningar-
innar er samur við sig um mikla
málaragleði og fjörleg pensilför.
Eðlilega eru mun meiri vænting-
ar gerðar til framkvæmdar í þessu
húsi á aðalsýningartímabili ársins.
Vegna málverksins, sem á um
sumt undir högg að sækja um
þessar mundir, gera menn einfald-
lega meiri kröfur um metnað og
slagkraft en hún stendur undir.
FROST OG FUNI
Rýnirinn hafði spurnir af nýopn-
uðu gistiheimili, sem hiotið hefur
nafnið „Frost og funi“, þar sem
mikil áhersla væri lögð á myndlist,
listiðnað og hönnun. Gufustrókar
liðuðust upp úr óvirkjuðum nátt-
úruhverum, anganvangur grænn
og elfur silfurtær í næsta ná-
grenni. Forvitnin var vakin svo
hann lét kerrustjórann taka stefn-
una þangað, og þetta reyndist mik-
ið rétt. Um er að ræða enn eitt
innleggið í endurreisn mosagróins
orðstírs Hveragerðis sem lista-
þorps, því ekki er nóg með að hvert
herbergi, sem eru einungis sex, sé
prýtt gildri myndlist m.a. eftir
Svavar, Þorvald og Karl Kvaran,
heldur er lögð dijúg áhersla á lif-
andi og jarðtengda hönnun yst sem
innst, jafnt í lausu og föstu líkt
og best gerist. Þá er gert ráð fyrir
kynningu á verkum eins iista-
manns á tveggja mánaða fresti og
hanga nú uppi myndir eftir Magn-
ús Kjartansson sem aldrei hafa
verið sýndar hér áður, en góða og
verðskuldaða athygli vöktu á nor-
rænni sýningu á Spáni fyrir fáum
árum. Sem sagt afar gott...
Bragi Ásgerisson
Stórsveit í sókn
Sú kvalda ást
fær góðar við-
tökur í Svíþjóð
DJASS
Ilótei Saga
STÓRSVEIT
REYKJAVÍKUR ^
Einar Jónsson, Jóhannes Stefánsson,
Andrés Bjömsson, Snorri Sigurðsson
og Om Hafsteinsson trompet; Oddur
Bjömsson, Edward Fredriksen,
Bjöm R. Einarsson og David
Bobroff básúnur: Sigurður Flosason,
Stefán S. Stefánsson, Ólafur Jónsson,
Jóel Pálsson og Gestur Pálsson
saxófón, Agnar Már Magnússon
píanó, Arsæll Másson gítar,
Gunnar Hrafnsson bassi og Jóhami
Hjörleifsson trommur.
Laugardagur 13. september.
ÞAÐ var að sjálfsögðu ekki
Basiebandið sem Frank Foster var
að stjórna á Hótel Sögu á laugar-
dagskvöldið var á RúRek. Það var
bandið okkar: Stórsveit Reykjavík-
ur. Frank er nú hættur að stjórna
Basiebandinu og hefur snúið sér
að eigin stórsveit og lausamennsku
víða um heim.
Á efnisskrá stórsveitarinnar á
laugardagskvöld vom öll lögin út-
sett af Frank og einnig samin af
honum utan tvö: Lover og Heres
that rainy day. Auðvitað lék hann
lagið sem aflar honum helmings
ársteknanna, Shiny stockings og
fleiri lög er hann samdi fyrir Co-
unt Basie s.s. Easin it, Four,five,s-
ix og Blues in Hoss'flat, sem hér
bar upphaflega titilinn; Blues in
Franks flat, en það samdi hann
eftir að konan hafði skilið við hann.
Nýrri lögin voru af margskonar
toga og gaman að heyra Jóel og
Óla Jóns blása ásamt Frank í óði
til einhvers mesta tenórblásara
djassins sem enn er ofar foldu:
Johnny Griffin. Little Chicago fire,
nefndist ópusinn og var réttnefni
því varla hefur jafn lítill maður
blásið jafn eldfima sólóa og litli
Johnny Griffin.
Það er skemmst frá því að segja
að hljómsveitin stóð sig með miki-
um ágætum enda valinn maður í
hveiju rúmi. Það er athyglisvert
að þó að tveir af máttarstólpum
bandsins dvelji nú í Flórída við
nám, þeir Veigar Margeirsson
trompetleikari og Einar Valur
Scheving trommari, var skarð
þeirra fyllt af hinum ágætustu
hljóðfæraleikurum: Snorra Sig-
urðssyni og Jóhanni Hjörleifssyni.
Sýnir það gróandann í djasslífi
okkar Islendinga.
Ekki fer hjá því að maður sakni
Árna Elfars, sem er hættur með
hljómsveitinni. Oddur Björnsson
hefur fyllt skarð hans, en hann er
sonur Björns R. Einarssonar sem
enn blæs í Stórsveítinni. Björn
stofnaði fyrstu alíslensku djass-
hljómsveitina og það er ótrúlegt
að upplifa það rúmri hálfri öld
seinna að heyra hann blása sóló í
One oclock jump af hita og þrótti.
Frank Foster blés mikið í saxinn
m.a. eitt lag með hrynsveit ein-
göngu: Youre only as old as you
look, og enn er hann í hópi fremstu
tenórblásara sveiflukynslóðarinnar
yngri. Mér komu í huga orð Gunn-
ars Ormslevs í viðtali er ég átti
við hann fyrir Jazzmál 1967, er
hann sagði að uppáhaldstenór-
saxófónleikarar sínir sem þá blésu
væru Stan Getz og Frank Foster.
Stórsveit Reykjavíkur er enn
ekki í sama gæðaflokki og helstu
stórsveitir Norðurlanda og er skýr-
ingin einföld. Við eigum ekki síðri
hljóðfæraleikara en gengur og ger-
ist í grannlöndum okkar, en þeim
eru ekki búin sömu skilyrði. Þess
er skemmst að minnast hvílíkum
framförum Sinfóníuhljómsveit Is-
lands hefur tekið, enda skipuð at-
vinnumönnum er fá greitt fyrir að
leika með hljómsveitinni. Félagar
í Stórsveit Reykjavíkur eru at-
vinnumenn, en þeir fá ekkert nema
ánægjuna fyrir að leika með hljóm-
sveitinni. Þeir verða að láta launuð
störf ganga fyrir að mæta á æfing-
ar Stórsveitarinnar. Þessu verður
að breyta. Stórsveitin verður að
geta greitt hljóðfæraleikurum sín-
um laun a.m.k. þijá mánuði á ári.
Hvernig það verður fjármagnað
verður ekki leyst í þessari grein
en þar verður hið opinbera að koma
til svo og einkaaðilar. Það er ekki
vansalaust að íslensk einkafyrir-
tæki skulu vera jafn sinnulaus um
menningarmál sem raun ber vitni.
Þangað til er skorað á sjónvarps-
og útvarpsstöðvar, opinbera aðila
sem einkaaðila að nýta sér krafta
þessara frábæru tónlistarmanna.
Frá upphafi hefur Sæbjörn Jóns-
son stjórnað Stórsveitinni af frá-
bærri þrautseigju. Hann æfði verk
Frank Fosters með sveitinni þar
til Frank kom til landsins tveimur
dögum fyrir tónleika. Honum og
félögum hans átján skal óskað til
hamingju með glæsilega tónleika.
Vernharður Linnet
SKÁLDSAGAN Sú kvalda ást sem
hugarfylgsnin geyma eftir Guð-
berg Bergsson kom nýlega út í
Svíþjóð hjá Rabén Prisma útgáf-
unni í þýðingu Inge Knutsson.
Sænskir gagnrýnendur hafa verið
jákvæðir í dómum sínum og þótt
bókin áhrifamikil í túlkun sinni á
ástinni og einmanaleikanum.
Gagnrýnandi Nörrköpings Tidn-
ingar segir m.a. að með skáldsög-
unni hafi Guðbergur skapað nú-
tímaverk, „hliðstætt leikriti Strind-
bergs um Fröken Júlíu og hennar
lúðalega Jean. Söguhetja Guð-
bergs er athugull gáfumaður og
mótleikari hans einfaldur erfiðis-
maður sem verst kröftuglega öllum
tilraunum af hálfu elskhuga síns
til sálfræðilegrar djúpköfunar. Líkt
og hjá Strindberg er það hinn and-
lega efnisminni sem er sá sterk-
ari.“
í Bohuslánningen med Dals
Dagblad segir m.a.: „Guðbergur
hefur skapað blæbrigðarikt skáld-
verk, þrungið Ijóðrænni fjaður-
mögnun og auðugt að ímyndunar-
afli og skarpri hugsun.“
Ritdómari Uppsala Nya Tidning
bendir á samfélagslega gagnrýni
í skáldsagnagerð Guðbergs og
getuleysi mannsins við að stöðva
þá þungu undiröldu sem í upphafi
var ekki annað en lítil gára. „Frá-
sögnin er óneitanlega ögrandi í
hreinskilni sinni.“
Gagnrýnandi Svenska Dag-
bladed skipar Guðbergi Bergssyni
á bekk með áhugaverðustu rithöf-
undum Norðurlanda í seinni tíð.
Hann nefnir m.a. hve „glitrandi
fallegur prósinn" sýni hvernig
hamingjan myndi mótvægi við
tómleikann.
í Helsingborgs Dagblad segir:
„Guðbergur Bergsson hefur samið
erótíska ástarsögu. Þrátt fyrir ijar-
stæðukennt hljómfallið og þann
sérstaka stakk sem henni er snið-
inn er þetta mikil skáldsaga um
ástina.“
í Dagens Nyheter kveður við
eilítið annan tón: Gagnrýnandinn
telur söguna vera móðgun við lífið.
„Bókin er árás á þá tegund ástar
sem yfirleitt er kölluð „þroskuð
ást“ í handbókum. Guðbergur
Bergsson hefur samið ástarsögu
sem trúir ekki á ástina og hann
gætir þess í Ieiðinni að hafna öllum
formum hennar - m.a.s. þeirri
samkynhneigð sem hann virðist
þó trúa á í upphafi.“
Skáldsagan kom upphaflega út
hjá Forlaginu árið 1993 og var þá
tilnefnd til íslensku bókmennta-
verðlaunanna. Skáldsaga Guð-
bergs Bergssonar, Svanurinn,
hlaut á sínum tíma mjög góðar
viðtökur sænskra gagnrýnenda.
Kiljuútgáfa hennar kemur út í
20.000 eintökum í haust.