Morgunblaðið - 17.09.1997, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNGIÐ á 500 m dýpi í Ólafsnámunni við Rerás.
Samkór Kópavogs
í Noregi
VIN ABÆJ ARKÓRAMÓT „Fri-
endship Song 97“ var haidið í
Þrándheimi dagana 22.-24. ágúst
sl. Þetta var liður í hátíðarhöldum
þeim, sem standa yfir allt þetta
ár í Þrándheimi, í tilefni af 1000
ára afmæli Niðaróss. Á þessu
kóramóti sungu átta kórar frá sjö
vinabæjum Þrándheims, auk
norsku skipuleggjendanna. Þetta
voru kórar frá Danmörku, Fær-
eyjum, Svíþjóð; Finnlandi og Lit-
háen. Fulltrúi Islands á kóramót-
inu var Samkór Kópavogs sem
söng á tónleikum í Var Frue Kirke
og í Olavshallen undir sljóm Stef-
áns Guðmundsosnar. Kórinn flutti
eingöngu íslensk lög, bæði andleg
og veraldleg. Einnig tóku kórfé-
lagar þátt í samsöng allra kór-
anna í „Arora Borealis“ (Norður-
ljós) eftir Henning Sommerro, en
þetta verk var samið sérstaklega
fyrir kóramótið.
í Noregsferðinni hélt Samkór
Kópavogs m.a. tónleikaí sænsku
Margareta-kirkjunni í Ósló 17.
ágúst sl., þar sem boðið var upp
á íslensk og erlend lög.
í lok ferðarinnar kvöddu kór-
félagar stjóraanda sinn, Stefán
Guðmundsson og konu hans,
Katrínu Sigurðardóttur, en hún
hefur komið mikið við sögu kórs-
ins undanfarin ár, bæði sem ein-
söngvari, píanóleikari og radd-
þjálfari. Stefán hefur stjórnað
Samkór Kópavogs farsællega í 12
ár en nú tekur Dagrún Hjart-
ardóttir við kórnum, segir í
fréttatilkynningu frá Samkór
Kópavogs.
Axlar-Birnir
Arizona
KVIKMYNDIR
Rcgnboj* i n n , Sambíó-
in Alfabakka
BREAKDOWN ★ ★ ★
Leikstjóri Jonathan Mostow. Hand-
ritshöfundur Jonathan Mostow, Sam
Montgomery. Kvikmyndatökustjóri
Doug Milsome. Tónlist Basil Poledo-
uris. Aðalleikendur Kurt Russell, J.T.
Walsh, Kathleen Quinlan, M.C. Ga-
inly, Jack Noseworthy, Rex Linn. 96
mín. Bandarísk. Paramount 1997.
ÞJÓÐVEGARÆNINGJAR hafa
löngum fylgt mannskepnunni í fjöl-
skrúðugri flóru þeirra einstaklinga
sem hafa kosið sér að hafa í sig
og á í blóra við lög og reglu. Meira
að segja við, hér norður í fá-
sinninu, eigum nokkra slíka í sög-
unni. Ætli hann Axlar-Bjöm sé
ekki ókrýndur konungur þessara
dánumanna. Þjóðvegaræningjar
eru enn í fullu fjöri og lifa góðu
lífi, a.m.k. vestur í Hollywood.
Breakdown er gott vitni um það,
afbragðs tryllir og afþreying sem
hefur fjölmarga kosti en skortir
helst frumleikann.
Jeff (Kurt Russell) og Amy Tayl-
or (Kathleen Quinlan), eru á leið-
inni frá Boston til San Diego til
að byija nýtt líf. Það hafði ekki
gengið of vel hjá þeim á austur-
ströndinni, að manni skilst. Farar-
skjótinn er glænýr Grand Che-
rokee, hlaðinn aukabúnaði. Hann
bilar þó í miðri ægifagurri auðn-
inni í Arizona - landsvæði sem
vestraunnendur þekkja dável. Amy
fær far til næsta bæjar með vin-
samlegum vörubílstjóra (J.T.
Walsh) en þegar Jeff hefur komið
Cherokeeinum í gang er Amy
hvergi að finna. Lögreglan kemur
á svæðið og yfirheyrir þá vörubíl-
stjórann að beiðni Jeffs en þá vill
ökuþórinn ekkert kannast við að
hafa nokkru sinni séð konuna.
Þar með er samsæris-ofsóknar
andrúmsloftið allsráðandi og hinn
lítt reyndi og nánast óþekkti leik-
stjóri/handritshöfundur, Jonathan
Mostow, upphefur þessa líka fínu
framvindu og þéttir í mýmörg göt
og rökleysur með hörkukeyrslu,
fínum leik, tónlist og klippingu.
Átökin á milli meðaljónsins Jeffs,
sem breytist í hetju þegar líf þeirra
hjónanna hangir á bláþræði, eru
fjári kraftmikil og missa aldrei
dampinn. Russell er kjörinn í svona
rullur og J.T. Walsh, (Good Mom-
ing Vietnam, The Last Seduction,
Nixon, myndirnar hans Davids
Mamet) sýnir og sannar rétt eina
ferðina hvers konar afbragðsleik-
ari hann er. Félagar hans í þeirra
nútíma Axlar-Bjamar-gengi eru
trúverðugir fantar í höndum M.C.
Gainys, Rith Brinkleys og Jack
Noseworthy, þeir sjá til þess að
maður óskar þeim maklegum
málagjöldum.
Það verður örugglega gaman
að fylgjast með leikstjóranum í
framtíðinni, hann sýnir slíka takta
hér að honum er trúandi til þess
að verða einn af bestu hasar-
myndaleikstjórum framtíðarinnar
fyrr en varir. Hefur áhorfendurna
gjörsamlega á valdi sínu frá upp-
hafí til enda með óslitinni spennu
og adrenalíninngjöfum. Kvik-
myndatakan er í vönum höndum
Doug(lasar) Milsome, sem kunn-
astur er fyrir samvinnu sína við
meistara Kubrick. Þá má ekki
gleyma því að yfirumsjón fram-
leiðslunnar er í höndum Dino Di
Laurentiis, þess gamalkunna fag-
manns, reynsla hans er örugglega
enn ein ástæðan fyrir því hversu
vel hefur tekist að meðhöndla
kunnuglegt efnið.
Sæbjörn Valdimarsson
AÐSENDAR GREINAR
Góðar fréttir
um almennu
lífeyrissjóðina
BANKAEFTIRLIT
Seðlabanka íslands
hefur nú í sjötta sinn
gefíð út skýrslu um líf-
eyrissjóðina. Skýrslan
er unnin upp úr árs-
reikningum sjóðanna
fyrir árið 1996.
Við lestur skýrslunn-
ar kemur berlega í ljós
að launþegar á almenn-
um vinnumarkaði búa
við traust lífeyrissjóða-
kerfi. Almennu lífeyris-
sjóðimir eiga nær und-
antekningarlaust fyrir
skuldbindingum sínum,
hvort sem um er að
ræða heildarskuldbind-
ingum eða áunnum
skuldbindingum. Tryggingafræðileg
staða Lífeyrissjóðs sjómanna hefur
t.a.m. batnað umtalsvert á síðustu
árum, sérstaklega þegar eignir
sjóðsins hafa verið núvirtar miðað
við 3,5% ávöxtunarkröfu. Engin
ástæða er því fyrir hinn almenna
launamann að óttast um hag sinn í
framtíðinni. Eina markverða undan-
tekningin er þó Lífeyrissjóður
bænda. Þar er um sérstætt mál að
ræða, sem stjórnvöld verða að leysa
enda starfar sá sjóður samkvæmt
lögum frá Alþingi.
Á síðasta ári nam hrein raun-
ávöxtun miðað við vísitölu neyslu-
verðs, þar sem rekstrarkostnaður
hefur verið dreginn frá fjármuna-
tekjum, yfir 8% hjá lífeyrissjóðum á
almennum vinnumarkaði. Allt frá
árinu 1991, þegar fyrsta skýrsla
bankaeftirlitsins kom út, hefur hrein
raunávöxtun almennu lífeyrissjóð-
anna verið mjög góð eða á bilinu
6%-8% á ári hveiju. Þessi góða staða
hefur nú á síðustu misserum veitt
lífeyrissjóðunum aukið
svigrúm til að bæta líf-
eyrisréttindin, sérstak-
lega þó ellilífeyrisrétt-
indin, sem aldrei hafa
verið eins góð og nú.
Öll réttindi í almennu
sjóðunum eru nú verð-
tryggð miðað við vísi-
tölu neysluverðs og
breytist lífeyririnn
mánaðarlega miðað við
hækkun vísitölunnar.
Þá er ekki síður
ánægjulegt að lífeyris-
sjóðum hefur farið
fækkandi á undanföm-
um árum. Þannig voru
fullstarfandi lífeyris-
sjóðir 57 í fyrra og
hafði fækkað um 9 á árinu. Lífeyris-
sjóðum mun einnig fara fækkandi á
þessu ári og mun sú þróun halda
Raunávöxtun lífeyris-
sjóðanna hefur aldrei
verið betri. Hrafn
Magnússon telur að
hún muni skila sér í
bættum lífeyrisréttind-
um sjóðsfélaga.
áfram á næstu árum, m.a. vegna
hugmynda um sameiginlegan lífeyr-
issjóð sveitarfélaga. Til fróðleiks má
geta þess að fyrir ekki ýkja mörgum
árum voru starfandi tæplega 100
lífeyrissjóðir hér á landi. Með fækk-
un og samruna lífeyrissjóða hefur
tekist að skapa sterkari lífeyrisheild-
Hrafn
Magnússon
ir, sem betur eru í stakk búnar en
áður að takast á við aukin og vanda-
söm verkefni, m.a. vegna örra breyt-
inga, sem átt hafa sér stað á fjár-
magnsmarkaðinum.
Kostnaður við rekstur lífeyrissjóð-
anna hefur farið lækkandi á síðustu
árum sem hlutfall af eignum sjóð-
anna og stenst fyllilega samanburð
við það sem tíðkast víða erlendis.
Þannig nam kostnaður sem hlutfall
af eignum einungis 0,26% á síðasta
ári og hafði það hlutfall lækkað um
7% milli ára. Til fróðleiks má geta
þess að rekstrarkostnaður sjóðanna
sem hlutfall af eignum nam árið
1991 um 0,41% og hafði því lækkað
um 37% milli áranna 1991 til 1996.
Annar mælikvarði við mat á kostn-
aði lífeyrissjóðanna er að bera hann
saman við innborguð iðgjöld. í fyrra
nam sá kostnaður 3,92% af iðgjöld-
um samanborið við 4,05% árið 1991.
Þriðji mælikvarðinn, sem oft er
stuðst við, er að bera saman kostnað
á hvern greiðandi sjóðfélaga. Á árinu
1996 nam kostnaður á sjóðfélaga í
sameignarsjóði 5.331 kr., borið sam-
an við 9.927 kr. kostnað á sjóðfélaga
í séreignarsjóði. Við þennan saman-
burð ber þó að hafa í huga að einung-
is 3,0% sjóðfélaga greiða til séreign-
arsjóðanna. Til viðbótar má geta
þess að aðeins 3,8% af eignum lífeyr-
issjóðanna eru í séreignarsjóðum
enda hafa landsmenn kosið að
byggja upp lífeyriskerfi, sem grund-
vallast á samtryggingu sjóðfélaga.
Það er því sama hvar litið er,
þegar skýrsla bankaeftiriits Seðla-
bankans um rekstur sjóðanna á síð-
asta ári er skoðuð. Launamenn á
almennum vinnumarkaði búa við
traust lífeyriskerfi. Raunávöxtun líf-
eyrissjóðanna hefur aldrei verið
betri, sem mun skila sér í bættum
lífeyrisréttindum sjóðfélaga. Þá hef-
ur lífeyrissjóðum farið fækkandi og
rekstrarkostnaður þeirra hefur
lækkað umtalsvert, hvort sem hann
er reiknaður sem hlutfall af eignum
sjóðanna eða af iðgjaldatekjum.
Skýrsla bankaeftirlitsins boðar því
góðar fréttir fyrir hinn almenna
launamann.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sambands almennra lífeyrissjóða.
Imelda, Davíð og
áburður á Adam Smith
í ANNARRI grein-
inni í sumarritröð
Hannesar H. Gissurar-
sonar (8. ág.) kallar
hann Adam Smith til
liðs við sig til að lúskra
á Þorvaldi Gylfasyni.
Til að gera langt mál
stutt, hefur Þorvaldur
sagt að gróði handa
mörgum sé æskilegri
en gróði handa fáum
og notar Imeldu Marcos
sem dæmi. Hannes
mælir í raun ekki á
móti því að jöfn dreifing
sé æskileg, en ber
Smith fyrir því að gróð-
inn dreifist alltaf á end-
anum harla jafnt. Sú
fullyrðing er röng og á sér engan
stuðning í orðréttri tilvitnun Hannes-
ar í Smith.
Hannes skrifar: „Smith taldi að í
fijálsum viðskiptum yrði niðurstaðan
(innskot MM: þrátt fyrir ójafna dreif-
ingu í upphafi) að lokum svipuð því
að öllum náttúrugæðum hefði verið
skipt jafnt í upphafi." Síðan hefur
hann orðrétt eftir Smith: „Löngunin
í mat takmarkast af litlu magamáli
manna, en löngunin í þægileg og
skrautleg hús, föt, hestvagna og
húsgögn virðist ekki eiga sér nein
takmörk. Þeir sem eiga meiri mat
en þeir geta sjálfir torgað, eru þess
vegna ætíð reiðubúnir að skipta hon-
um eða verði hans, sem er hið sama,
fyrir að fullnægja hinum síðarnefndu
þörfum." Það eru sennilega til ná-
kvæmari tilvitnanir til að sýna að
Smith hafi verið ljóst að í fijálsu
markaðssamfélagi er yfírleitt gott
að eiga ríka nágranna,
þar eð í grenndinni
verður mikil eftirspum
eftir vinnuafli til fram-
leiðslu og þjónustu. Það
er hins vegar gersam-
lega út í hött að hoppa
frá orðréttu tilvitnunni
yfír í þá fullyrðingu
sem Hannes eignar
Smith, að í fijálsu
markaðssamfélagi
skipti ekki máli hvort
stjórnvöld gefi ein-
hveijum stórgjafír,
markaðsöflin muni sjá
um að dreifa jafnt. Eg
staðhæfí að fullyrðing
Hannesar á sér ekki
stoð í vestrænni nú-
tímahagfræði, og hún er jafnröng
þótt Smith hafi látið hana út úr sér.
Það verður hins vegar alls ekki séð
af tilvitnuninni, svo Adam Smith
hlýtur að teljast saklaus af áburði
Hannesar nema merkilegri sönnun-
argögn finnist.
I bakgrunninum er vitaskuld gjafa-
kvótakerfið og hvort almenningur
þurfí að taka einhvers konar veiði-
gjald eða beinan eignarhlut í kvótan-
um til að fá hlut í þeirri hagræðingu
sem kvótakerfíð býður upp á. Ég hef
hallast að því að almenningur græði
verulega á bærilega skipulagðri
gjaldtöku eða beinu eignarhaldi, en
spurningin er fullkomlega þess virði
að skoða hana í botn. Það hafa ís-
lensk stjórnvöld algerlega vanrækt
og mér fínnst einkennilegt ef kjós-
endur þola stjómmálmamönnum þá
vanræksiu til lengdar.
Hannes gerir skilmerkilega grein
fyrir því að Imelda Marcos hafi ver-
ið stjórnmálamaður og segir að hin
raunverulega spurning sé hvorir séu
líklegri til að veija fiskveiðiarðinum
skynsamlega, tímabundinn þing-
meirihluti atvinnustjómmálamanna
eða nokkur þúsund hluthafar í út-
gerðarfyrirtækjum. Nú má vel vera
að útgerðarmenn og hluthafar geti
margir hveijir varið arðinum skyn-
Adam Smith hlýtur að
teljast saklaus af áburði
Hannesar, segir Mark-
ús Möller í annarri at-
hugasemd sinni, nema
merkilegri sönnurgögn
finnist.
samlega fyrir sig, en það er ekki
það sama og að koma arðinum til
almennings þótt sá jöfnuður sé ná-
kvæmlega það sem Hannes ber Ad-
am Smith fyrir að tilefnislausu. Ég
er hins vegar á því að tímabundinn
þingmeirihluti skynsamra stjórn-
málamanna geti skipað gjaldtöku
þannig með lögum og stjórnarskrá
að almenningur njóti ábatans og að
hann sé tiltölulega tryggur fyrir
seinni tíma stjórnmálaglöpum. En
það er hægt að skemmta sér við að
benda á að dyggasti stuðningsmaður
Davíðs Oddssonar treystir stjórn-
málamönnum ekki til slíkra verka.
Höfundur er hagfræðingur.
Markús
Möller