Morgunblaðið - 17.09.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 23
Barnabætur og skattar
Á miðstjórnarfundi
Alþýðubandalagsins
um síðustu helgi var
rætt um skattamái,
m.a. í ljósi greinargerð-
ar sem svokölluð jaðar-
skattanefnd sendi frá
sér nýlega. Mikil og góð
umræða var um þessi
mál á fundinum og var
það álit margra að
tekjutenging bamabóta
væri komin fram úr öllu
hófi. Allt of háir jaðar-
skattar, þ.e. skerðingar
ýmiss konar, koma
hvað verst niður á ungu
fólki með börn á fram-
færi, miklar húsnæðis-
skuldir eða námslána-
skuldir og er óhætt að segja að ungt
barnafólk sé í óvinnandi stöðu varð-
andi tekjuöflun.
Ég hef lýst þessum skoðunum á
opinberum vettvangi og hafa við-
brögð við þeim orðið nokkuð mikil,
t.d. í leiðara Morgunblaðsins og í
fréttaskýringu í blaðinu sl. fimmtu-
dag. Þetta er auðvitað af hinu góða
og það er tími til kominn að þessi
mál verði rædd af meiri alvöru en
verið hefur.
Oftúlkun
Leiðarahöfundúr
Morgunblaðsins mis-
notar orð mín í vanga-
veltum sínum um tekju-
tengingu í skattkerfinu
almennt og nauðsyn
þess að breyta henni.
Morgunblaðið eignar
mér skoðanir sem ég
hef aldrei látið í ljós.
Vegna þess vil ég taka
skýrt fram að ég tel,
eins og reyndar flestir
samheijar mínir, að
tekjutengingar í skatt-
kerfi séu nauðsynlegar.
Ég hef hins vegar bent
á að með óhóflegri
tekjutengingu barnabóta hverfi
markmiðið með greiðslu þeirra.
Barnabætur eru aðferð til að gera
greinarmun á skattlagningu barna-
fólks og þeirra sem aðeins hafa fyr-
ir sjálfum sér að sjá. Jöfnun innnan
skattkerfisins á að fara fram á
grundvelli tekna og neyslu í stað
þess að taka mið af því hvort fólk
á börn eða ekki.
Þegar barnabótakerfið var sett á
stofn var fjórðungur allra barnabóta
Ég vil taka skýrt fram,
segir Margrét Frí-
mannsdóttir, að ég tel,
eins og reyndar flestir
samheijar mínir, að
tekjutengingar í skatt-
kerfí séu nauðsynlegar.
tekjutengdur. En nú er búið að
ákveða að allar barnabætur verði
tekjutengdar. Með því er verið að
hverfa aigerlega frá upprunalegu
markmiði barnabótakerfisins og
auka enn á það óréttlæti sem ungt
barnafólk býr við í skattkerfinu.
Þetta er röng leið og er stórt skref
frá því sjálfsagða sjónarmiði að líta
á barnabætur sem tekjujöfnun á
milli kynslóða.
Á undanförnum árum hefur fjár-
magn verið tekið úr barnabótakerf-
inu þótt reynt hafi verið að koma í
veg fyrir að þeir allra tekjulægstu
bæru skarðan hlut frá borði. Þannig
hefur verið gerð tilraun til þess að
nota barnabótakerfið til að bæta
Margrét
Frímannsdóttir
Á ÞESSU ári eru
liðin 20 ár frá stofnun
Umsjónarfélags ein-
hverfra. Á slíkum
tímamótum er eðlilegt
að staldra við og
spyija sig hvað hefur
áunnist.
Eins og flestir vita
er einhverfa fötlun
sem lýsir sér sem þro-
skatruflun. Einkenni
hennar eru aðallega á
tveim sviðum. Annars
vegar lýsir hún sér í
því að málþroski er
skertur eða öðruvísi
og hins vegar í van-
hæfni til mynda fé-
lagsleg tengsl. Einkennin geta verið
missterk, allt frá því að vera væg
truflun á málþroska og sérkennileg
félagsleg hegðun til þess að viðkom-
andi geti ekkert tjáð sig og sýni
lítil eða engin merki um að hann
skynji umhverfi sitt. Það gefur því
augaleið að þarfir þessa fólks eru
afar mismunandi og þeim öllum er
sameiginlegt að þurfa mjög sér-
hæfða þjálfun í skipulögðu um-
hverfi og sjónrænum vísbendingum
(svonefnd TEECH-aðferð), til að
auðvelda þeim að skilja umhverfi
sitt.
Hvað er Umsjónarfélag
einhverfra?
Umsjónarfélagið er, eins og nafn-
ið bendir til, félagsskapur aðstand-
enda þeirra sem eru með einhverfu
eða skyldar fatlanir, svo og fagfólks
sem vinnur að hagsmunum þessa
hóps. Eitt af megin markmiðum
félagsins er að fræða jafnt leikmenn
sem lærða um þessa fötlun. Það er
trú okkar að á þann hátt stuðlum
við best að bættu umhverfi og
möguleikum til betra lífs fyrir skjól-
stæðinga okkar. Einnig hefur félag-
ið meðal annars barist fyrir stofnun
meðferðarheimila fyrir einhverfa og
sérdeilda í skólum. Helsta baráttu-
málið nú er að komið verði á fag-
teymi fyrir einhverfa. Teymið væri
skipað fólki sem er sérmenntað í
málefnum einhverfra, svo sem sál-
fræðingur, sérkennari, talmeina-
fræðingur o.s.frv. Hlutverk þess
yrði að veita ráðgjöf til allra sem
koma að málum þeirra, jafnt fjöl-
skyldum sem fagfólki út um allt
land.
Mismunandi
þjónusta
eftir búsetu
Nú á tímum er
krafan í samfélaginu
sú að fatlaðir búi í
heimaumhverfi sínu.
Það gefur því augaleið,
þegar um tiltölulega
fámenna hópa fatlaðra
er að ræða, eins og
einhverfa, að mjög fáir
búa á hveijum stað
vítt og breitt um landið
og þjónustan verður
óhjákvæmilega mis-
munandi. Þannig get-
ur eitt barn fengið sér-
hæfða og markvissa
kennslu, ef það lendir hjá sérmennt-
uðum og góðum kennara, en annað
barn sem býr ef til vill á afskekktum
stað á enga möguleika á sömu þjón-
ustu. Fagteymi myndi í slíkum til-
vikum fylgjast með þjónustunni og
Undanfarið hafa verið
kynntar nýjar rann-
sóknir á einhverfum
börnum. Sjöfn Guð-
mundsdóttir segir nið-
urstöður bser að börn,
sem fá sérhæfða atferl-
ismeðferð dag hvern á
fyrstu árum ævinnar,
eiffl meiri möguleika á
að ná eðlilegum þroska.
sjá um fræðslu og leiðbeiningu til
jieirra sem annast barnið og þar
með stuðla að því að allir einhverfir
í landinu fái sem besta og sérhæfða
þjónustu.
Á íslandi er stór hópur fólks sem
hefur sérhæft sig í að vinna við
meðferð einhverfra og væri ekki
erfitt að fá hæft fólk til starfa í
slíku fagteymi. Allt er þetta spurn-
ing um peninga. Auðvelt er að sýna
fram á að það fé, sem varið yrði í
slíka ráðgjöf, skilaði sér margfalt í
þjóðarbúið síðar.
Fáir útvaldir
Að undanförnu hafa aðstandend-
um einhverfra verið kynntar nýjar
rannsóknir sem benda til að ein-
hverf börn, sem fá sérhæfða at-
ferlismeðferð dag hvern á fyrstu
árum ævinnar, eigi mun meiri
möguleika á að ná eðlilegum þroska
en þau sem enga meðferð fá. Allir
sem vinna með einhverfum vita að
markviss, sérhæfð meðferð hvort
sem hún heitir „atferlismeðferð"
eða „skipulögð vinnubrögð" skilar
verulegum árangri, sér í lagi ef
byijað er að aðstoða börnin meðan
þau eru ung. íslensk stjórnvöld
hafa veitt fjármagni til tilrauna-
verkefnis þar sem 2 börn fá atferlis-
meðferð. Undanfarin tvö ár hafa
um 20 börn greinst með einhverfu
hér á landi. Það þarf ekki mikla
hæfileika til að setja sig í spor for-
eldris sem á lítið einhverft barn og
fær nákvæmar upplýsingar um
þessa meðferðarmöguleika frá fag-
fólki en er síðan ekki gefinn kostur
á slíkri meðferð fyrir sitt barn.
Hvenær myndi slíkt viðgangast ef
um líkamlegt ástand væri að ræða?
Væri t.d. örfáum útvöldum boðin
lyíjameðferð ef lyf fyndist við al-
næmi?
Langt í land
Á síðasta ári var ákveðið að
byggja nýtt meðferðarheimili fyrir
einhverf börn (reyndar flest orðin
unglingar núna), sem stendur til
að opna á næsta ári. Var þessi
ákvörðun tekin vegna þess að neyð-
arástand hafði skapast á nokkrum
heimilum. Það er dýrt að reka slíkt
heimili vegna þess að þangað fara
einungis börn/unglingar sem þurfa
mjög mikla umönnun. Nú hefur
mátt skilja það á stjórnvöldum að
ekki verði sett fjármagn í að auka
þjónustuna við yngstu börnin vegna
þess að meðferðarheimili sé dýrt í
rekstri! Eru það gild rök að ekki
sé unnt að standa að forvörnum
vegna þess að of dýrt sé að reka
þjónustu við þá sem eldri eru?
Þó að margt hafi áunnist á þess-
um 20 árum sem félagið hefur
starfað er þónokkuð langt í land
að þjónustan við einhverfa og að-
standendur þeirra sé viðunandi. En
með aukinni fræðslu og þar með
skilningi almennings og stjórnvalda
á hversu flókin og sértæk þessi
fötlun er vonumst við til að geta
boðið einhverfum betri lífsskilyrði í
framtíðinni.
Höfimdtir cr í stjórn VE, hefur
unnið við kennslu ímeðferð
einhverfrn og ermóðir einhverfs
drengs.
Er of dýrt að
byrgja bnmniim?
Sjöfn
Guðmundsdóttir
stöðu tekjulægstu fjölskyldna. Það
er hins vegar löngu tímabært að
ræða gaumgæfilega hvort ekki megi
nota aðrar aðferðir til að ná fram
markmiðum um jafnræði í skattkerf-
inu. Það hvort fólk á börn eða ekki,
eitt, tvö, þijú eða fleiri, getur ekki
verið helsti mælikvarðinn á réttlæti
og jafnræði innan skattkerfísins. Æ
fleiri lýsa óánægju sinni með núver-
andi fyrirkomulag og því er fullkom-
lega eðlilegt að skoða þessa hlið
málsins gaumgæfilega.
Ekki má líta einangrað
á einn þátt skattkerfisins
Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu
sl. fimmtudag voru settar fram tölur
um kostnað við bamabótakerfið sem
teknar vom úr skýrslu jaðarskatta-
nefndar. Mér dettur ekki í hug að
andmæla því að háar upphæðir renna
í gegnum bamabótakerfíð. Það er
hins vegar ekki hægt að skoða þær
upphæðir óháð tekjuskattskerfínu að
öðru leyti og þeim tilflutningi á milli
tekjuhópa sem þar fer fram. Fari svo
að breytingar á stærðum eins og
barnabótum komi sérlega illa við
tekjulægri fjölskyldur þarf að nota
aðrar leiðir til að bæta það upp. í
því sambandi minni ég á hugmyndir
sem komu frá ASÍ síðastliðinn vetur
um lægra tekjuskattsþrep á lágar
tekjur. Þessar hugmyndir fengu eng-
an hljómgmnn hjá stjórnvöldum.
Sanngjarnar breytingar á skattkerf-
um fást sjaldan eða aldrei með því
að breyta einni stærð. Yfírleitt þurfa
fleiri breytingar að koma til.
Ágreiningur um skattamál
Það er ágreiningur milli stjórn-
valda annars vegar og verkalýðs-
hreyfíngarinnar hins vegar um
skattamál. Jaðarskattanefnd, sem
skipuð var á grundvelli stjórnarsátt-
mála ríkisstjómarinnar, var lögð nið-
ur í ósátt við verkalýðshreyfínguna
og skilaði engum tillögum. Heyrst
hefur að til standi að skipa nýja nefnd
með fulltrúum frá stjórnarflokkunum
sem á að koma með nýjar tillögur í
skattamálum. Hafí fulltrúar verka-
lýðshreyfingarinnar þvælst fyrir í
þeirri nefnd sem lögð var niður er
þess auðvitað ekki að vænta að tillög-
ur nýrrar nefndar verði í þeim anda
sem verkalýðshreyfíngin og launafólk
vill helst sjá. í stjómarsáttmálanum
segir m.a. að ríkisstjórnin ætli sér
að taka upp samstarf við aðila vinnu-
markaðarins um að auka jafnræði
innan skattkerfísins. Miðað við
hvemig jaðarskattanefndin sáluga
var lögð niður eru varla miklar líkur
á því að jafnræðið verði aukið.
Opin umræða um
skattamál nauðsynleg
Ég mun beita mér fyrir því að
skattamál verði rædd gaumgæfilega
á næstu mánuðum innan Alþýðu-
bandalagsins, ekki aðeins barnabæt-
urnar heldur skattamál á breiðum
grunni. í tiliögum okkar munum við
fyrst og fremst stefna að því að ná
fram réttlæti í þágu barnafólks, lág-
launafólks og annarra sem búa við
þröngan kost. Skattstofnar sveitar-
félaga em orðnir áleitið viðfangsefni
þegar sífellt fleiri verkeftii flytjast
frá ríkinu yfir til þeirra. I þeim efn-
um hefur Kristinn H. Gunnarsson,
þingmaður Alþýðubandalagsins,
lagt fram athygliverðar hugmyndir.
Umhverfisskattar hafa verið lítið
ræddir hér á landi en mjög mikil-
vægt er að skoða vel hvernig megi
beita þeim við rekstur þjóðfélagsins.
Þá er öll umræða um aukna áherslu
á málefni fjölskyldunnar í brenni-
depli og þar er spurningin um barna-
bæturnar einna mikilvægust. Það
má ekki algerlega gleyma því að
tilgangur barnabóta er að minnka
mun á framfærslukostnaði milli mis-
munandi fjölskyldutegunda með
sömu tekjur, hér er í raun verið að
tala um tekjujöfnun á milli kynslóða.
Það er afar brýnt að markmiðum
um aukið jafnræði í skattkerfínu
verði náð. Þær tillögur og aðgerðir
sem núverandi ríkisstjórn hefur haft
frammi munu ekki stuðla að auknu
jafnræði. Útilokun verkalýðshreyf-
ingarinnar frá jaðarskattanefnd
bendir ekki til þess að breyting verði
þar á. Náið samstarf við verkalýðs-
hreyfinguna er nauðsynlegt í þessu
sambandi og þess vegna þarf að
hlusta vel á sjónarmið hennar í allri
umræðu um skattamál.
Höfundur er aiþingismaður og
formaður Alþýðubandalagsins.
ana
Toppurinn
íþeim amerísku!
Sérkannaáir eftir Jaínum |aör fu m
Ainana er í fremstu röð framleiáencla írysti- og kælisleápa
í Bandaríljjunum. Otal innréttingar lijóðast, val er um
stál-, spegil- og viðaráferð eða næstum lrvaða lit sem er.
I Amana er sérstakt liólf Jiar sem mjólkin lielst ísltölci.
Amana 30 ára reynsla á íslandi!
Einar Farestveit & Co. hf.
Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900