Morgunblaðið - 17.09.1997, Síða 28
,28 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur okkar,
bróðir, tengdasonur og mágur,
JÓN FREYR SNORRASON,
Skóqarás 2,
Reykjavík,
lést af slysförum þann 15. september.
Útförin fer fram mánudaginn 22. september
kl. 14.00 frá Akranesskirkju.
Þeir, sem vildu minnast hans, er bent á björgunarsveitirnar.
Svava Huld Þórðardóttir,
Kolbrún Jónsdóttir,
Snorri Ólafsson,
Nikolína Th. Snorradóttir,
Sigurvin Ó. Snorrason,
Þorbjörg Snorradóttir,
Þórður Magnússon,
Jón Þór Þórðarson,
Berglind Þórðardóttir.
Elínborg Einarsdóttir,
Smári H. Kristjánsson,
Halldóra Böðvarsdóttir,
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
DAGBJARTUR SIGURÐSSON,
Álftagerði,
Mývatnssveit,
lést á Sjúkrahúsinu Húsavík 14. september.
Útför hans verður gerö frá Skútustaðakirkju
föstudaginn 19. september kl. 14.00.
Björn Dagbjartsson,
Sigurður Dagbjartsson,
Atli Dagbjartsson,
Björg Dagbjartsdóttir,
Páll Dagbjartsson,
Ásbjörn Dagbjartsson,
Sigrún Valdimarsdóttir,
Ute Bessler,
Ingibjörg Sfmonardóttir,
Halldór Gunnarsson,
Hetga Friðbjörnsdóttir,
Þóra Björg Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
JÞ
+
Bróðir okkar
BJARNI KRISTINN HELGASON
Suðurgötu 78,
Hafnarfirði
lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þriðju-
daginn 16. september.
Guðrún Helgadóttir, Ingólfur Helgason,
Jóhanna Helgadóttir, Gísli Helgason,
Unnur Helgadóttir, Arnar Helgason,
Viðar Helgason, Gerður Helgadóttir,
Leifur Helgason.
+
Eiginmaður minn og faðir okkar,
KARLJÓHANNSSON,
er látinn.
Aldís Hafliðadóttir,
Ragna Karlsdóttir, Guðmundur Karlsson,
Hafliði Karlsson, Ragnar Karlsson,
Magnús Karlsson, Þorsteinn Karlsson
og fjölskyldur þeirra.
+
Ástkær sonur okkar,
PÁLMIPÁLMASON,
sem fæddist andvana þriðjudaginn 9. september sl. á Landspítalanum,
verður jarðsunginn í Fossvogskapellu fimmtudaginn 18. september nk.
kl. 14.00
Pálmi Guðmundsson, Ástríður Elín Ásgeirsdóttir.
Maðurinn minn,
HELGIJÓNASSON
frá Völlum,
Stigahlíð 14,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum 15. september.
Eyrún Guðmundsdóttir.
+ Hafdís Kristj-
ánsdóttir var
fædd i Keflavík 28.
janúar 1956. Hún
lést 7. september
síðastliðinn á Land-
spítalanum. For-
eldrar hennar eru
Kristján Júlíusson,
verkstjóri í Kefla-
vík, f. 11. ág;úst
1933, og Sigríður
Brynjólfsdóttir, f.
12. apríl 1932.
Systkini Hafdísar
eru Brynja, f. 12.
nóvember 1954, gift
Gunnari H. Hasler, búsett í
Garði, Sigrún, f. 12. nóvember
1954, gift Guðmundi Ragnars-
syni, búsett í Hafnarfirði, Július
f. 5. janúar 1957, kvæntur Guð-
rúnu Jakobsdóttur, búsett í
Hafnarfirði og Hildur, f. 17.
febrúar 1963, búsett í Garði.
Hafdís giftist 7. júní 1980
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Matthíasi Loftssyni, jarðverk-
fræðingi, f. 30. mars 1955.
Þeirra börn eru Kristján, f. 22.
Elsku Dísa. Nú er þú hefur kvatt
okkur hér í þessu lífi, minnist ég
þín með þakklæti og gleði í huga.
Þakklæti fyrir að fá að vera systir
þín og gleði yfir öllum góðu og
skemmtilegu stundunum er við
fengum að vera saman. Mín fyrsta
minning um þig frá því ég var lítil
er hve gott var að skríða upp í rúm
til þín. Nú síðustu árin áttum við
margar ánægjulegar stundir liggj-
andi í leti, eins og við kölluðum
það, uppi í rúminu þínu, talandi
um lífið og tilgang þess eða hlæj-
andi að einhveiju sem hafði hent
okkur. Gerðir þú oft góðlátlegt
grín að því að ég væri enn að skríða
upp í rúm til þín. Þegar ég var fjórt-
án ára sýndir þú mér stolt mynd
af Matta kærasta þínum, við höfum
oft hlegið mikið, hvað okkur fór á
milli þá. Já, elsku Dísa, þú varst
alla tíð mjög stolt af Matta þínum,
reyndist hann þér mikill styrkur í
gegnum veikindi þín. Mestu gleði-
stundirnar í lífi þínu voru þegar
þið eignuðust Kristján og Ernu.
Kristján meðan þið bjugguð á
Krummahólum og Ernu eftir að
þið fluttuð til Kanada, meðan Matti
var við nám þar. Þú stóðst þig eins
og hetja, ein með tvö lítil börn langt
í burtu frá ættingjum og vinum.
Matti í skólanum allan daginn, en
aldrei kvartaðir þú. Ég heimsótti
ykkur tvö sumur, annað sumarið
með Siggu, eigum við góðar minn-
ingar frá þeim tíma. Bréfin sem
þú skrifaðir mér frá Kanada geymi
ég og veit að þau eiga eftir að
gleðja mig og fleiri í náinni fram-
tíð. Þú hafðir mikla frásagnarhæfi-
leika, skrifaðir skemmtilegar sögur
af Kristjáni og Ernu, sem alla tíð
voru þér allt. Þú ólst þau upp af
miklum kærleik.
Elsku systir, sjúkdómur þinn var
erfiður en alltaf varstu jákvæð og
lifðir lífinu lifandi eins og þú orðað-
ir það sjálf. Að ferðast var ekkert
mál hjá þér þrátt fyrir að þú værir
bundin við hjólastól. Hafðir þú yndi
af öllum þeim ferðum sem þú fórst
með fjölskyldu þinni, vinkonum
sem reyndust þér góðar vinkonur,
eða systkinum og foreldrum þínum
og Matta. í júní sl. fórstu með mér
og kvenfélagskonum úr Garði til
Barcelona (Sigtes). Er ég mjög
þakklát að hafa fengið tækifæri til
að vera með þér þennan tíma á
eins yndislegum stað og Sigtes er.
Þú naust þín svo vel. Ströndin varð
okkur kær og hlóst þú oft að því
að við hefðum verið kallaðar
strandlægjur. Þú lést sjúkdóm þinn
ekki hafa áhrif á lífslgeði þína, var
oft mikið að gera hjá okkur við að
komast yfir allt sem okkur langaði
að gera, þá komu allar þær góðu
konur sem þú kynntist svo vel til
ágúst 1979, og
Erna, f. 21. júní
1982. Foreldrar
Matthíasar eru
Loftur Þorsteins-
son, verkfræðingur
í Reykjavík, f. 23.
apríl 1925, og Erna
Matthíasdóttir, f.
26. nóvember 1925.
Hafdís ólst upp í
Keflavík og lauk 4.
bekk gagnfræða-
prófs frá Gagn-
fræðaskóla Kefla-
víkur 1973. Eftir
það vann hún við
ýmis skrifstofu- og sjúkrahús-
störf, svo sem á Vífilsstaðaspít-
ala og við meðferðarheimili
fyrir þroskaheft börn á Sólborg
á Akureyri og í Huddinge í
Svíþjóð, enda lét Hafdís sér
annt um þá sem minna máttu
sín. Hafdís var að mestu heima-
vinnandi eftir að börn hennar
fæddust.
Utför Hafdísar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
hjálpar. AUar heilluðust þær af já-
kvæði og léttleika þínum. Fjöl-
skyldutengslin voru þér mikilvæg,
ræktaðir þú samband þitt við fjöl-
skyldu þína og Matta af mikilli
hjartahlýju. Við systurnar eigum
eftir að sakna þín mikið, þú samein-
aðir og kenndir okkur svo margt
með kærleika þínum, m.a. að gott
er að eiga góða að. Sýndir þú okk-
ur það með orðum þínum og í verki.
Þá koma systur á vettvang, endað-
ir þú bréf er þú sendir mér sl. sum-
ar er ég lá veik. Ekki lést þú þitt
eftir liggja, þó þú værir sjálf með
þunga byrði, bundin við hjólastól,
heldur komst þú til að vera hjá mér
í nokkra daga svo ég yrði ekki ein
eins og þú sagðir og elsku Erna
fylgdi þér eins og alltaf til að
hjálpa. Já, kærleikur þinn var óend-
anlegur enda varst þú mikill áhrifa-
valdur í lífi mínu og margra ann-
arra.
Elsku Dísa, þú varst ætíð létt og
skemmtileg, gast fengið okkur til
að hlæja hvenær sem var. í veik-
indabaráttu þinni síðustu vikurnar
tókst þér oft að láta okkur systurn-
ar og mömmu hlæja, vildir ekki
hafa okkur svona alvarlegar, þú
varst ótrúleg. Barngóð varstu, tókst
þér alltaf að breyta tárum í bros
hjá þeim. Bigga Júlla og Siggu Dís,
sem ber hluta af nafni þínu, varstu
mjög kær, enda sýndir þú þeim
mikinn áhuga og hlýju. Eiga þau
margar fallegar og skemmtilegar
minningar um þig, flottu afmæli-
skökurnar sem þú og Ema skreytt-
uð, englana sem þú lagðir svo mik-
ið á þig að mála og gafst þeim og
fleirum sl. jól og allar þær stundir
sem þú gafst þeim til að spjalla.
Gjafmildi þín var mikil og hafðir
þú oft mikið fyrir því að finna það
sem þörf var á og gafst af svo mik-
illi einlægni. Heimili ykkar skipti
þig miklu máli, þú hlúðir að því af
mikilli innlifun, vildir hafa fallegt
og snyrtilegt í kringum þig. Þú
hafðir gaman af að laga og skreyta
heimili ykkar. Voru jólin þinn besti
tími, fylltist þá heimili ykkar af jóla-
skrauti sem þú hafðir föndrað í
gegnum árin. Þrátt fyrir veikindi
þín sást aldrei neitt á neinu enda
hafðir þú kennt bömum þínum góða
umgengni og snyrtimennsku.
Elsku Matti, Kristján, Erna,
mamma og pabbi, missir ykkar er
mikill. Ég bið góðan Guð að vera
ykkur styrkur á þessum erfiða
tíma. Ég vona að minningin um
yndislega eiginkonu, móður og
dóttur geti huggað ykkur.
Fyrir hönd Dísu og fjölskyldu
hennar langar mig að þakka hjúkr-
unarfræðingum og starfsfólki
deildar 32A, Landspítalanum, fyrir
alla þá hlýju og góðu umönnun er
þið sýnduð henni og okkur á erfið-
um stundum.
Elsku besta systir, með þessu
ljóði kveð ég þig með söknuði en
þakklæti í huga.
Um ljós, um ljós og ljós mitt varstu systir
9g líkust mér.
í guði lifðu góða hreina systir
og guð í þér.
(Matthías Jochumsson)
Þín systir
Hildur.
Þú komst og fórst með ást til alls, sem
grætur
á öllu slíku kunnir nákvæm skil.
Þín saga er ljós í lífi einnar nætur,
eitt ljós, sem þráði bara að vera til.
(Vilhjálmur frá Skáholti.)
Ég horfi út um gluggann, það
er snjór í fjallatoppum, birki-
kvisturinn er farinn að roðna, -
það er komið haust, fyrsta laufið
féll 7. september, þegar ástkær
vinkona mín lést. Ég hef áður upp-
lifað að fyrsta lauf haustsins félli
7. september, þegar tengdafaðir
minn lést 1994.
Hví fölnar jurtin friða,
og fellir blóm svo skjótt?
„Því ertu svona dapur, kæri vin-
ur minn,“ hljómar í útvarpinu, þetta
lag sungum við Dísa oft saman,
þegar við vorum ungar og ólofaðar.
Eg kynntist Dísu fyrst þegar við
vorum fimm ára, ég átti heima á
Asabrautinni, hún á Sólvallagöt-
unni í stóru blokkinni. Síðan flutt-
um við báðar í sömu götu í hús
hlið við hlið. Æskuárin liðu
áhyggjulaus, það var eiginlega allt-
af sumar. Bestu vinkonur sögðu
hvor annarri allt, voru saman alla
daga. Dísa var mikill dýravinur,
hún átti alltaf kött og eða kettl-
inga, sumir dagar voru sorglegir,
þegar lítill kettlingur dó, var hann
jarðaður bak við hús heima hjá
Dísu og bjuggum við til kross og
blómaskraut sem við fundum uppi
í móa og settum á leiðið. Þegar við
byijuðum í Gaggó, vorum við alltaf
samferða í skólann.
Fjórtán ára gamlar fórum við
um sumarið að vinna í fiski í Kot-
húsum í Garði. Bjuggum við saman
í kommúnu með fieirum, það var
nú meira fjörið, þar var unnið langt
fram á kvöld, alla daga. Það væri
nú flokkað undir barnaþrælkun, en
við vorum að vinna okkur fyrir
flottum fötum, snyrtivörum og
vasapeningum fyrir næsta skólaár.
Næstu sumur liðu eins. Ég man
eftir okkur hlaupandi heim, við
höfðum verið hjá vinkonu okkar,
þegar mjög öflugur jarðskjálfti reið
yfir, og vildum við komast sem
fyrst heim, það var myrkur og við
hræddastar um að stór sprunga í
jörðinni yrði á vegi okkar.
Það er gott að minnast bernsk-
unnar á svona sorgarstundu - því
góð vinátta og kærleikur á æsku-
árum hefur enst okkur, og ég man
ekki eftir neinum skugga á lífsleið
okkar.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku Dísa
mín, við hittumst allar að lokum.
Ástvinum DIsu vil ég votta sam-
úð mína og megi góður Guð hugga
þau og styrkja.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(H.P.)
Þín vinkona,
HAFDIS
KRISTJÁNSDÓTTIR
Rannveig.