Morgunblaðið - 17.09.1997, Síða 29

Morgunblaðið - 17.09.1997, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 29 » ► i i i i i i i i i i i i i \ I I 3 . I „Ég vil lifa lífinu lifandi." Þessi orð voru höfð eftir Hafdísi í við- tali við hana, sem birtist í MND- blaðinu í júní sl. Nú hefur MND- sjúkdómurinn lagt hana að velli. Hún lifði lífinu lifandi á meðan hún gat. Aldrei heyrðist hún kvarta, alltaf var hún brosandi og bjartsýn á lífið. Hún gerði sér án efa grein fyrir hvert stefndi, þegar kraftar hennar fóru þverrandi dag frá degi, uns hún varð nánast al- gjörlega upp á aðra komin. En hún Dísa átti góða að. Ber þar helst að nefna Matthías eiginmann hennar og börnin þeirra tvö, þau Kristján og Ernu, foreldra hennar og systkini, ásamt góðum vinkon- um og tengdaforeldrum. Öll voru þau ötul við að gera henni lífið bærilegra og var hún þeim þakklát fyrir. Dísa trúði því staðfastlega að annað líf tæki við að þessu loknu, og að okkur væri ætlað að læra af þessu lífi okkar hér á jörð. Síðustu ár hennar voru þungbær, en lífsgleði hennar og baráttuþrek eru okkur hinum dýrmæt gjöf, sem við geymum með okkur um ókom- in ár. Nú hefur Drottinn tekið hana í faðm sér, en við erum hon- um þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að hafa hana hjá okk- ur. Blessuð sé minning Dísu. Hanna Liya og Þorsteinn. í dag er kvödd hinstu kveðju kær vinkona okkar Hafdís Kristj- ánsdóttir, alltaf kölluð Dísa. Stórt skarð hefur verið höggvið í okkar hóp, sem saman stóð af níu Kefla- víkurdætrum. Allar höfum við þekkst frá æsku og ungar bund- umst við tryggðar- og vináttu- böndum. Um tvítugt stofnuðum við saumaklúbb sem við nefndum „Slaufurnar" okkar í milli. Það hefur alltaf verið tilhlökkunarefni að fara í klúbbinn. Ekki hefur far- ið mikið fyrir saumaskap en þess í stað hafa ýmsar kræsingar verið bornar fram sem hafa kitlað bragðlaukana, auk þess sem hlát- ur, gleði og grín hefur oftast ráðið ríkjum. Við höfum átt ótal ógleym- anlegar samverustundir, bæði í blíðu og stríðu, meðal annars farið í ferðir innanlands sem utan, árs- hátíðir og makalausir dekurdagar í sumarbústöðum hafa verið afar vinsælir! Síðasta ár var viðburða- ríkt í sögu klúbbsins, þegar við vinkonurnar urðum allar fertugar. Dísa hélt glæsilega afmælisveislu og komum við henni á óvart með flugeldasýningu og klæddumst bolum með mynd af „Slaufunum" henni til heiðurs. í júlí síðastliðnum var farið í okkar árlegu fjölskyldu- ferð og hvarflaði að engum að það væri síðasta ferð með Dísu. í blóma lífsins varð hún að taka þeim örlögum að greinast með ill- vígan sjúkdóm sem lamaði hana smám saman og kom henni í hjóla- stól. í baráttu sinni sýndi hún og sannaði hversu rík hún var að sálar- styrk. Hún var alltaf meira gefandi en þiggjandi. Það er engin ein leið ákveðin til þroska. Leiðin sem við veljum end- urspeglast í öllum okkar ævintýrum og upplifunum á lífsleiðinni. Dísa var alla tíð uppfull af andlegri orku, og þó líkamlega orkan hafi verið bágborin í mörg ár, þá gafst hún aldrei upp, brosti í gegnum tárin og sló á létta strengi. Dísa var hetjan okkar og dæmi um hugrekki hennar kom fram í opinskáu viðtali við hana í síðasta MND-blaði, þar sem hún segir m.a.: „Þó að það virðist svolítið klikkað þá tala ég stundum við sjúkdóm- inn; „allt í lagi, þú ræðst á líkama minn en þú skalt aldrei fá að hafa áhrif á sálina, þú skalt ekki stjórna mér þar.“ Ég held að mér hafí tek- ist það.“ Við sem stóðum henni næst vitum að það voru orð að sönnu. Að leiðarlokum viljum við vin- konumar og eiginmenn okkar þakka elsku Dísu góða vináttu og samfylgd. Við biðjum góðan guð að gefa Matta, Kristjáni og Ernu, foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum, styrk til að takast á við þeirra miklu sorg og missi. Hér áttu blómsveig bundinn af elsku blíðri þökk og blikandi tárum. ^ Hann fólnar ei en fagur geymist í hjörtum allra ástvina þinna. (H.L.) Arna, Dóra, Guðbjörg, Guðrún, Margrét K., Margrét L., Rannveig og Rósa. Fallin er hjartans fópr rós og fól er kalda bráin, hún sem var mitt lífsins Ijós, ljúfust allra, er dáin. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða, í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran) Baráttu Dísu vinkonu minnar fyrir lífínu er lokið. Hún hafði bar- ist við ólæknandi sjúkdóm, MND- hreyfitaugungahrömun, undanfarin ár, sem að lokum náði yfírhönd- inni. Það er erfitt að sætta sig við það, því svo stór hluti hefur hún verið af mínu lífí, en í annan stað gleðst ég yfír því að nú er hún laus við allar þjáningar, er fijáls eins og fuglinn, laus úr þeim Qötrum sem veikur líkami hennar var orðinn. Allir sem fylgdust með veikinda- stríðinu dáðust að kjarki hennar og æðruleysi, aldrei sýndi hún uppgjöf enda hugrökk, ákveðin og stolt. Þegar syrti að lagði hún á sig mikið erfíði ef það yrði til þess að halda sjúkdómnum í skeíjum. Fór í strangar lyfjameðferðir, nála- stungur, breytti mataræðinu og fór að leita inn á við, en allt kom fyrir ekki, en þess í stað styrkti það andlegt atgervi hennar. Hugurinn leitar til unglingsár- anna er vinátta okkar hófst og streyma hlýjar minningar fram um góða og fallega vinkonu hver af annarri. Við vorum afar ólíkar að upplagi, hún var feimin, prúð og hafði mikið dálætt á köttum. Ég var fyrirferðarmeiri, frökk og hræddist dýr. Samt áttum við svo ótalmargt sameiginlegt og aldrei bar skugga á vináttu okkar. Ung- ar hleyptum við heimdraganum og héldum til Reykjavíkur að freista gæfunnar. Við leigðum saman íbúð og þá komu mannsefnin til sögunnar. Hún kynntist Matta sín- um, en ég átti heiðurinn af þeim kynnum, því hann var vinur kær- asta míns. Nýtt tímabil hófst í lífi okkar, við stofnuðum heimili og eignuð- umst börn. Þau fluttu til Kanada þar sem Matti stundaði fram- haldsnám, en hún gætti bús og barna. Þrátt fyrir að vík væri milli vina héldum við stöðugu bré- fasambandi á þessum árum. Eftir heimkomuna áttum við hjónin með Matta, Dísu ög börnunum margar ánægjulegar stundir sem tengjast meðal annars matarboð- um og ferðalögum. Á þessum árum stofnuðum við líka sauma- klúbbinn „Slaufurnar" ásamt vin- konum okkar og hefur hópurinn haldið þétt saman í gleði og mót- læti á umliðnum árum. Hún átti sanna vini í okkur vinkonunum sem reyndum að gera henni stundirnar léttbærari þegar á móti blés. Dísa var glæsileg kona og alltaf sérstaklega vel til höfð, hún var fyrirmyndar húsmóðir, mikill vinur barna sinna og ræktaði vel garðinn sinn í orðsins fyllstu merkingu. Ég veit að það veganesti sem hún gaf börnum sínum Kristjáni og Ernu á eftir að hjálpa þeim og styrkja á lífsleiðinni. Kæra fjölskylda, sorgin er þung- bær en við verðum að lifa með henni og takast á við hana. Við getum yljað okkur við góðar minn- ingar og megi fjölskyldur okkar hér eftir sem hingað til eiga góðar stundir saman. Guð geymi elsku Dísu mína. Þín vinkona Margrét Lilja. í dag kveðjum við elskulega frænku okkar. Hún var stórkostleg persóna. Minningin um hana mun ávallt ylja okkur um hjartarætur. Það var alltaf gott að koma til Dísu, hún tók ávallt á móti okkur með bros á vör og var alltaf í léttu skapi þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm síðustu árin. Minnti hún okkur ósjaldan á ýmis prakkarastrik sem okkur systrunum tókst að framkvæma þegar við vorum yngri og hún pass- aði okkur yfir nótt eða helgi. Hvað getur maður sagt á stundu sem þessari nema þakkað fyrir allar þær góðu stundir sem við fengum að njóta með henni. Það er ljúft að þakka og muna þó að nú mér sértu íjær hve gott var hjá þér æ að una, öllum var þín návist kær. Elsku Matti, Kristján og Ema. Guð veri með ykkur og gefí ykkur styrk í sorginni. Sigríður og Karitas. Elsku Hafdís, að leiðarlokum viljum við þakka þér ánægjuleg kynni. Við áttum það sameiginlegt að vera með erfíða sjúkdóma sem við vild- um ekki láta ræna okkur lífsgleði og athafnaþrá. Á samverustundum okkar ríkti gleði og kátína, en um leið vorum við að styðja og efla hvor aðra og gefa góð ráð. Þá fund- um við og undruðumst þann mikla styrk og æðruleysi sem þú bjóst yfír. Við minnumst þín sem glað- værs og góðs félaga sem við mun- um sakna. Við vottum fjölskyldu þinni inni- lega samúð. Vertu Guði falin. Edda, Hafdís og Sigurbjörg. Hún Dísa er dáin, svilkona min, sem reyndist mér hin besta vinkona og trúnaðarvinur. Ég kynntist Dísu fyrst þegar þau Matti komu frá Kanada. Þá bjuggu þau í Garðinum og seinna í Keflavík. Við Dísa urðum þó ekki verulegar vinkonur fyrr en fjölskyldan flutti í Kópavoginn. Þangað fluttu þau meðal annars vegna tíðra veikinda Dísu, þar sem hún þurfti oft að leita til læknis auk þess sem Matti vann í Reykjavík. Þegar fyrst fór að bera á sjúkdómi Dísu, MND, missti hún stjórn á öðrum fæti, sem varð til þess að hún fór að detta auk þess sem hún hafði oft miklar kvalir í fætinum. Þá tók við hræðilegur tími rannsókna og erfiðra meðferða. Nálægt allan þann tíma er ég þekkti Dísu var hún heilsulaus. Samt hitti ég ekki lífsglaðari og jákvæðari manneskju. Það var mannbætandi að umgangast hana. Bömin mín elskuðu hana og það var alltaf vinsælt að heimsækja hana. Hún kvartaði aldrei yfír veik- indum né lét aðra finna fyrir líðan sinni. Hún gat alltaf snúið hlutunum upp í grín og komið öðmm til að hlæja. Þannig var hún eins lengi og hún mátti mæla. Síðast þegar ég heimsótti hana á spítalann gat hún ekki látið vera að grínast þótt hún ætti mjög erfitt með mál. Éftir þá sjúkrahúsvist fór hún heim í stuttan tíma en síðan lagðist hún aftur inn til dvalar meðan verið var að breyta heimilinu fyrir hana. Þá sagðist hún vera að fara í pössun. Sú sjúkralega reyndist svo banaleg- an. Það er erfítt að sjá á eftir góðum vini. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Dísu og fyrir all- ar ánægjustundimar sem við áttum saman. Elsku Matti, Kiddi og Ema, Guð styrki ykkur i sorginni. Anna. + Elskuleg móðir mín, tengdamóöir og amma, STEFANÍA JÓNSDÓTTIR frá Hrauni, Sléttuhlfð, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morg- un, fimmtudaginn 18. september, kl. 15.00. Ragna Jóhannsdóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Pétur Guðjónsson, Ragna Pétursdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. * + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR, Vanabyggð 4f, Akureyri, sem lést 12. september sl., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 19. september kl. 13.30. Valmundur Antonsson, Ásta Valmundardóttir, Jakobína M. Valmundardóttir, Knútur Valmundsson, Ingibjörg Sigfúsdóttir, Birna Valmundardóttir Driva, Stig Driva, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, HELGILÁRUSSON frá Krossnesi, Eyrarsveit, Brekkustfg 35B, Njarðvfk, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 19. september og hefst athöfnin kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á MS-félagið og Krabbameinsfélag Islands. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og systkina hins látna, Lilja S. Jónasdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNÞÓRUNN ERLINGSDÓTTIR, Bólstaðahlíð 41, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum 12. september sl., verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstu- daginn 19. september kl. 13.30. Kristfn Rygg, Olav Rygg, Hafdís Einarsdóttir, Jón Ármann Jakobsson, Elfas Einarsson, Ólöf Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúö og vi- narhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS GEIRS LÁRUSSONAR frá Vestmannaeyjum, búsettan á Dvalarheimili aldraðra, Norðurbrún 1. Sérstakar þakkir til lækna og alls starfsfólks á legudeild 11-E Land- sþítalanum. Fyrir hönd aðstandenda, Theodór Ragnar Einarsson, Sigurbjörg Ólaffa Einarsdóttir, Olaf Forberg, Elsa Dóróthea Einarsdóttir, Þorsteinn Einar Einarsson, Eygló Bogadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.