Morgunblaðið - 17.09.1997, Side 30

Morgunblaðið - 17.09.1997, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ + Jóhanna Skúla- dóttir fæddist í Hólsgerði, Köldu- Kinn, hinn 1. janúar 1920. Hún lést á sjúkrahúsi Húsa- víkur 7. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigurveig Jakobína Jóhannes- dóttir og Skúli Ag- ústsson og var Jó- hanna fimmta barn- ið í röð átta systk- ina. Þau voru: Jó- hannes, Jónas, Guð- rún, Skúli, Kristveig, Þorkell og Þorsteinn. Tvö þeirra eru látin: Guðrún og Jónas. Eftirlifandi maki Jóhönnu er Jóhannes Björnsson. Börn þeirra eru: 1) Ásbjörn, f. 1942, verkfræðingur í Reykjavík. 2) Sigurveig, f. 1944, húsmóðir í Karlskrona, Svíþjóð. Maki Bengt Hultqvist. Synir þeirra: Johan Ivar, Evert Ári og Björn Arvid. 3) Guðrún, f. 1946, bóndi í Ytri-Tungu. Maki Jón Heiðar Steinþórsson. Böm þeirra: Guð- rún, sambýlismaður hennar er Arngrím- ur Arngrimsson, og Steinþór. 4) Þorgils, f. 1947, húsasmíða- meistari á Sval- barðseyri. Eigin- kona Aðalheiður Stefánsdóttir. Dæt- ur þeirra: Ásta, Hulda, Sara, Rakel og óskirð stúlka. 5) Snjólaug, f. 1949, félagsráðgjafi á Ak- ureyri. Synir henn- ar Tord Vésteinn, Finnur Ulf og Grím- ur Bjöm. 6) Helgi, f. 1950, raf- eindavirki á Akureyri. Kvæntur Elínu Sigurbjörgu Jónsdóttur. Börn þeirra: Sunna, Þrándur og Björg. 7) Hrefna, f. 1953, leik- skólakennari á Akureyri. Maki Jakob Ragnarsson. Böra þeirra Jóhanna og Hjalti. Sonur Jakobs af fyrra hjónabandi Ragnar. 8) Helga, f. 1957, kennari í Reykja- vík. Utför Jóhönnu fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. JÓHANNA SKÚLADÓTTIR Á stjörnubjörtu haustkvöldi á fjórða áratugnum eru ung stúlka og fylgdarmaður hennar á ferð yfir ísilögð vötnin í Aðaldal, Múla og Vestmannsvatn. Farin skemmsta leið milli Ytrafjalls og Lauga í Reykjadal. Þau eru gang- andi en færið er gott, norðurljós og stjörnur kasta bjarma á ísana og samræður léttar og glaðværar. Unga stúlkan er full tilhlökkunar, námið, skólafélagar og lífið sjálft. Fylgdarmaður hennar er náfrændi og húsbóndi. Á heimleið yrkir hann smákvæði sem hún lærir seinna og kunni ævilangt, þar er þetta erindi: Lokið er fylgd og leiðir tveggja skilja til leiks og starfs fer hver á sína braut. Æskan til náms en hinn má harm sinn dylja sem hirti aldrei neitt um slíka þraut. í rökkurblundi hvílir dökkur dalur með drifhvítt línið breitt á heiðararm, í dúpri þögn en sunnanblærinn svalur er sofnaður við mjúkan skógarbarm. (K.I.) Unga stúlkan var Jóhanna Skúladóttir sem hér er kvödd en fylgdarmaður Ketill Indriðason á Fjalli. Jóhönnu sóttist námið á Laugum vel. Hún var góður nem- andi, skilningur, áhugi og metnað- ur héldust í hendur og hún bjó að skólavist sinni, bæði á Alþýðuskól- anum í tvo vetur og seinna á kvennaskólanum á Laugum, alla ævi. Milli Hólsgerðis og Ytrafjalls voru sterk ættar- og vináttubönd sem aldrei hafa rofnað og gagn- kvæm aðstoð og hjálpsemi þessa frændliðs hafa fléttast saman um * KAROLINA SIG URBJÖRG JÓNSDÓTTIR + Karólína Sigur- björg Jónsdótt- ir frá Sjólyst í Grindavík fæddist, í Grindavík 30. júlí 1915. Hún lést í Dvalarheimili aldr- aðra í Grindavík 8. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar vom Sigríður Guð- mundsdóttir frá V estur-Landeyj um, og Jón Jónsson frá Grindavík. Systkini Karólínu voru átta. Fyrri sambýlismaður Karól- ínu var Guðmundur Jóhannes Jóhannesson, f. 10. október 1904, d. 8. janúar 1981. Áttu þau eina dóttur, Sædisi Eygló, f. 13. ágúst 1942, gift Kaj H. Hansen. Börn þeirra eru þijú, Sig- urjón, Karina og Linda. Karina er gift Johnny Arp og eiga þau tvö börn, Daniel og Nadia. Dóttir Karólínu, barnabörn og barnabarnabörn eru öll búsett í Dan- mörku. Seinni sambýlis- maður Karólínu var Baldur Stefánsson, f. 13. apríl 1922, d. 25. apríl 1978. Þau bjuggu nokkur ár á Vestur- braut 2 í Grindavík og síðan í Sjólyst í Grindavík í mörg ár. Útför Karólínu fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkar elskulega mamma, ' - , tengdamamma, amma og lang- amma andaðist á sjúkradeild Dval- arheimilis aldraðra, Víðihlíð, Grindavík, eftir langa legu.' Margar eru minningarnar sem við höfum. Allt Atlantshafíð var nú á milli okkar en þó höfðum við mikið og gott samband með góðum og skemmtilegum heimsóknum til hennar í Sjólyst og í Dvalarheimili aldraðra í Grindavík þar sem hún dvaldi síðustu árin. Alltaf var gam- an þegar hún kom til okkar í Dan- mörku. Orðin geta ekki lýst þeirri gleði og ástúð sem við höfðum saman en minningarnar munum við geyma og varðveita alla tíð. Kærar þakkir fyrir allt og allt. Guðs friður sé með þér. Sædís, Kgj, Siguijón, Linda, Karina, Johnny, Daniel og Nadia. MINNIIMGAR marga ættliði. Jakobína, móðir Jó- hönnu, vann systur sinni og ömmu minni Guðrúnu í Tungu á ýmsan hátt og seinna var móðir mín hjá Jakobínu. Þær systur Guðrún og Jóhanna í Hólsgerði barnfóstrur og kaupakonur hjá foreldrum mínum á Fjalli og næst kom röðin að mér að vera tíma og tíma hjá Jóhönnu í Ytri-Tungu, þegar hún var orðin húsfreyja þar. Hennar dætur komu svo í Ejall til hjálpar og öllum þess- um stundum eru tengdar góðar og hugljúfar minningar. Á hátíðisdögum og stórum stundum í lífi þjóðarinnar, heyrir maður um orðuveitingar og heið- ursmerki sem hinir og þessir eru sæmdir. Það hefur hvarflað að mér að nær væri að veita öðrum þann sóma en ýmsum embættismönnum, þó þeir hafí staðið sig sæmilega í vel launuðum störfum. Jóhanna í Tungu var í mínum augum hetja sem átti skilið æðsta heiðursmerki. Hún hefði hlegið dátt og sagt sem svo um þessi orð mín: „Ja, Asa mín, hvílík dæmalaus vitleysa sem þér dettur í hug,“ en ég held að fáir hefðu verið betur komnir að því en hún. Þau hjónin hefja búskap sinn við kreppu og erfiðar aðstæður, þau rækta, byggja allt upp á jörðinni og ala upp átta börn. Það virðist nú fullt dagsverk eitt fyrir sig en um 35 ára aldur fer Jóhanna að kenna sjúkleika sem ágerist þannig, þó hlé yrði á öðru hvoru, að hún var bundin rekkju og hjólastól u.þ.b. 30 ár. Annar fóturinn og hönd voru henni ónýt en andlegan styrk henn- ar fékk ekkert bugað. Hún lærði að hjálpa sér sjálf þar sem hægt var og stóð fast á því að gera það og slaka þar ekki á. Að koma til hennar var hrein sálubót, hún var alltaf glöð og gladdist yfir öllu sem vel gekk. Ekki aðeins hjá fjölskyldu og vinum heldur öllu sem hún heyrði að horfði til hins betra hvar sem var. Hún var úrræða- og tillögugóð, af henn- ar fundi fóru allir léttari í skapi. Það var ekki hægt annað en dást að þessari konu sem var vikið svo óvægilega af starfsvettvangi sín- um, einmitt þegar efnahagurinn fór að rýmkast og góðar vonir að nú færi að hægjast um. Hún var í Ytri-Tungu fyrir utan skamm- tímadvalir á sjúkrahúsum sér til hressingar og í þjálfun en því að- eins var dvöl hennar heima mögu- leg að Jóhannes, maður hennar, og svo Guðrún, dóttir þeirra og hennar fjölskylda, væru samhent sem einn maður að annast hana. Þá var og hlutur Helgu yngstu dótturinnar stór því hún var í Tungu í öllum sínum fríum og ann- aðist þá heimilið. Ég kom í sumar til Jóhönnu eins og í flestum ferðum mínum á heimaslóð. Enn einu sinni undrað- ist ég og dáðist að frænku minni. Þrátt fyrir allt og allt sá ég í henni glöðu, hláturmildu stúlkuna sem mér þótti svo vænt um þegar ég var barn, æðrulausa og úrræða- góða húsfreyjuna með stóra barna- hópinn og mig ungling sér til hjálp- ar í heyskap, þegar frændi minn lá á sjúkrahúsi. Fróðleiksfúsa og fróða konu sem unni góðum skáld- skap og hverskyns fræðum og myndaði sér sjálfstæðar skoðanir á hveiju málefni. Ég fór þaðan klökk í huga og flyt nú þakkir fjöl- skyldu minnar bæði á Fjalli og Laugalandi og sérstaklega frá móður minni sem kveður um stundarsakir mágkonu og frænku, um endurfundi er ekki að efast. Við þökkum allar góðar stundir og biðjum guð að blessa þá sem voru Jóhönnu Skúladóttur kærir. Að lokum er staka sem faðir minn orti eftir heimsókn Jóhönnu og fjöl- skyldu hennar í Ytrafjall. Sólarlag og leikir hér lengi á sig minna. Góður dagur genginn er götu allra hinna. (K.I.) + Katrín Gísla- dóttir fæddist á Heiðarbæ í Þing- vallasveit 2. apríl 1903. Hún Iést í Reykjavík 5. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 12. septem- ber. Katrín Gísladóttir, yfirhjúkrunarkona, lést á elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund 5. september. Katrín út- skrifaðist frá Hjúkrunarskóla ís- lands í maí 1934 og var í öðrum hópi hjúkrunarkvenna sem útskrif- uðust þaðan. Eftir útskrift stundaði hún framhaldsnám í almennri hjúkrun við Vesa sjúkrahúsið í Finnlandi. 1. janúar 1935 hóf Katrín störf á Vífilsstaðaspítala. Árið 1944 var hún ráðin deildarhjúkrunarkona á skurðstofu Landspítalans en yfir- hjúkrunarkona frá 1964 og til starfsloka, að undanskildum 6 mánuðum árið 1952, er hún vann á skurðdeild Sahlgrenska sjúkra- hússins í Gautaborg. Má því segja að Landspítalinn hafí notið starfs- krafta hennar alla tíð. Ég átti því láni að fagna að kynnast Katrínu Gísladóttur. Fyrst er ég var hjúkrunarnemi á skurð- stofu Landspítalans, þar sem hún var deildarstjóri, og síðan sem sam- starfskonu í mörg ár eftir að ég kom til starfa á Landspítalanum árið 1970. Það var gott að eiga Katrínu að í starfi. Hún bar hag spítalans fyrir brjósti í hvívetna og þá þjónustu sem þar var veitt. Hún átti einnig stóran þátt í því að árið 1958 var farið í gang með sémám í skurðhjúkrun, með samþykkt stjórnamefndar Ríkisspítala og með heimild heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis. Katrín var á sínum tíma einn af umsvifamestu stjórnendum Landspítalans. Hún var stjórnandi á tímum vissrar fjarlægðar á milli yfirmanna og starfsfólks en þrátt fyrir það tókst henni að halda mikl- um og góðum persónulegum tengslum við þá mörgu starfsmenn sem hún átti samskipti við. Mann- gæska og hlýja einkenndu hana ávallt, hvar sem hún fór. Þótt nú sé nokkuð um liðið síðan Katrín starfaði á Landspítalanum eru margir sem minnast hennar með þakklæti og virðingu. Margir eru þeir hjúkrunarfræðingarnir sem hún hvatti til dáða og sjálf var hún dugleg við að fylgjast með nýjungum á sínu sviði. Þó vinnu- gleði hennar virtust lítil takmörk sett og vinnudagurinn oft langur tókst Katrínu að vinna að hugðar- efnum sínum og fylgjast með alls kyns málefnum af vakandi áhuga. í vinahópi og á góðum stundum var hún hrókur alls fagnaðar. Fyrir hið fórnfúsa starf Katrínar Gísladóttur vill starfsfólk og stjórn- arnefnd Ríkisspítala þakka. Við vottum aðstandendum hennar inni- lega samúð. Guð blessi minningu hennar og það starf _sem hún vann í þágu hjúkrunar á íslandi. Vigdís Magnúsdóttir, forstjóri Ríkisspítala. Fyrir 53 árum kynntist undirrit- aður frk. Katrínu Gísladóttur. Ég var þá ungur læknastúdent að mæta á mitt fyrsta námskeið í skurðlækningum á Landspítalan- um. Þegar ég kom inn á skurðstofuganginn tók á móti mér glæsileg hjúkrunarkona í hvít- um slopp, hún kvaðst heita Katrín Gísladótt- ir og eiga að leiðbeina mér fyrstu dagana. Katrín var aðsóps- mikil, alvarleg á svip, en þó glettni í augum. Fljótt kom í ljós, að hér áttum við lækna- nemar góðan fræðara og fulltrúa, sem út- skýrði fyrir okkur starfsemi skurðstof- unnar og siðareglur. Fjöldi lækna og hjúkrunarfræð- inga stendur í mikilli þakkarskuld við Katrínu fyrir handleiðslu og kennslu. Leið Katrínar lá beint frá Heiðar- bænum í hjúkrunarnám og síðar hjúkrun og líknarstörf, sem hún stundaði alla sína starfsævi. Katrín aflaði sér sérmenntunar í Finnlandi og Svíþjóð. Hún var fædd hjúkrunarkona, með gott hjartaþel, umhyggju, hlýju og virð- ingu fyrir lífinu. Veganesti hennar fyrir hrellda sjúklinga sem áttu að leggjast undir hnífinn var hlýlegt viðtal, uppörvandi bros og fumlaus framkoma. Um skeið starfaði Katrín á Víf- ilsstaðaspítala, kynntist þar líðan og óöruggri framtíð berklasjúkl- inga þess tíma. Eftir að hafa starfað sem deildarhjúkrunarkona á skurðstof- um varð hún yfirhjúkrunarkona. Að loknu sérnámi mínu erlendis hóf ég fljótt störf á handlækninga- deild Landspítalans og þar með urðum við nánir starfsmenn næstu áratugina og aldrei bar skugga á samstarfið. Katrín var vel menntuð og fylgd- ist af áhuga með nýjungum á sínu sviði og sérstakan áhuga sýndi hún, þegar lungnaskurðaðgerðir vegna berkla voru hafnar hér í stað rifjabrottnáms (höggninga), sem áður var eina lausnin. Hún var í fararbroddi þeirra hjúkrunarfræðinga, sem hófu að aðstoða við skurðaðgerðir með því að klæðast sótthreinsuðum búningi eins og Iæknarnir. í þessu fólst mikil hagræðing og tímasparnaður. Á næstu áratugum urðu stórstígar framfarir og breytingar í skurð- lækningum með tilkomu nýrra sér- greina. Katrín fylgdist með þessu af lifandi áhuga og lagði sitt af mörkum, þegar stofnað var til sérnáms í skurðstofuhjúkrun. Katrín var skarpgreind, stjórn- söm, með mikla skipulagshæfileika, mannleg í flestum samskiptum, hún gerði vissulega miklar kröfur, en mestar til sjálfrar sín og tók undir það, að þeir einir unna ekki starfinu, sem kunna ekki að vinna, en hinum, sem það kunna e_r vinnan kærari en nokkur leikur. Á vinnu- stað var hún gleðigjafi, með trú- mennsku og dyggð helgaði hún Landspítalanum ævistarf sitt, unn- ið í kyrrþey. Hún hafði mikinn áhuga á menn- ingu annarra þjóða og ferðaðist mikið erlendis. Katrín var höfðingi heim að sækja og áttum við hjónin margar ánægjustundir á heimili hennar og þökkum henni áratuga samvinnu, fölskvalausa vináttu og hollustu. Ættingjum Katrínar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðrar og mikilhæfrar hugsjónakonu. Hjalti Þórarinsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. KATRÍN GÍSLADÓTTIR Ása Ketilsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.