Morgunblaðið - 17.09.1997, Side 35

Morgunblaðið - 17.09.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 35 > > I I I I ) f I f J ! I I ! BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Viðsemjendur leik- skólakennara hristi af sér slenið Frá Ingu G. Birgisdóttur: ÉG ER ein af þeim sem hafa ákveðnar skoðanir á mörgum hlut- um í þjóðfélaginu. Að tjá skoðun sína er stórt skref. Manni finnst maður svo lítils megnugur. Hingað til hef ég ekki látið á mér kræla en nú get ég ekki lengur orða bundist. Kjarabarátta leikskólakennara og grunnskólakennara hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu. Hvemig má það vera að fólk í því- líkum ábyrgðarstöðum fær ekki mannsæmandi laun? Það þýðir ekki að berja höfðinu lengur við stein- inn. Þetta fólk ber ábyrgð á því dýrmætasta í þjóðfélaginu, bömun- um okkar. Leikskólakennarar, þeg- ar ríður á að hlúa að þeim og sinna þroskaþörf þeirra. Kennarar, þegar kemur að því að undirbúa þau und- ir lífið með því að mennta þau. Alls staðar virðist fólk vera sam- mála. Við viljum að hæft, vel menntað fólk hugsi um börnin okkar á daginn, meðan við hin sinnum okkar eigin atvinnu. Þessar kröfur eru sanngjarnar en á móti tel ég einnig sanngjarnt að þessar sömu manneskjur eigi rétt á laun- um í samræmi við ábyrgð sína. Launanefnd og forráðamenn sveitarfélaga. Ég skora á ykkur að skoða þessi mál vel og sam- viskusamlega. Það ætti fyrir löngu að vera búið að hækka laun þessa fólks. Við eigum það öll skilið. Ekki draga málið á langinn þannig að komi til verkfalls. Foreldrar. Á ykkur skora ég að láta í ykkur heyra. Sýnum að við elskum börnin okkar. Forráðamenn foreldrafélaga í leikskólum um land allt. Hjálpið fólki að sýna samstöðu með því að útbúa undirskriftalista þar sem við tjáum hug okkar. Sendið listana síðan til Sambands íslenskra sveit- arfélaga, Háaleitisbraut 11, 108 Reykjavík, fax 568 7866. INGA G. BIRGISDÓTTIR, móðir og ferðaráðgjafi hjá SAS-flugfélaginu. Stórkostlegt sjónvarpsefni Frá Vilhjálmi K. Sigurðssyni: SJÓNVARPIÐ á miklar þakkir skildar fyrir að færa Heimsleikana í fijálsum íþróttum heim í stofu til okkar sem hafa áhuga á fijáls- um íþróttum. Þetta stórkostlega íþróttamót nálgast það að vera eins og Ólympíuleikar, þó svo sé að sjálfsögðu ekki, en Grikkir eiga mikinn heiður skilinn fyrir alla framkvæmd og stjórn leikanna, að ég tali ekki um stórkostlega verð- launaafhendingu, sem var í alla staði mjög glæsileg og ekki spilltu hinar glæsilegu grísku hofmeyjar. Vissulega eiga Grikkir skilið að fá að halda Ólympíuleikana 2004, svo glæsilega sem þeir héldu Heims- leikana, en vagga Ólympíu er í Grikklandi, og við vonum það besta. Einn þáttur má alls ekki gleymast, því frábærar lýsingar Ingólfs Hannesesonar og Samúels Erlingssonar gerðu okkur sem heima sátum kleift að vera með í öllu. Það þarf þekkingu og visku til að lýsa þessu öllu svo vel sem þeir félagar gerðu. Kærar þakkir Ingólfur og Samúel, og ég veit að ég þakka ekki aðeins fyrir mig, heldur fyrir tugþúsundir sem á horfðu. Ég vona að þeir geti síðar meir komið með heildarsamantekt frá byijun til lokaathafnar, því öruggt er að tugþúsundir misstu af vegna sumaleyfa. VILHJÁLMUR K. SIGURÐSSON, Njálsgötu 48a, Reykjavík. Bókhaldskúnstir Frá Sigurgeiri Pálssyni: 18. JÚNÍ var haldinn kynningar- fundur Mjólkursamlags KEA. Hjá öllum öðrum mjólkursamlögum eru haldnir aðalfundir og mjólkurfram- leiðendur hafðir með í ráðum. í ársreikningi 1996 hafði tölum í ’95 dálkinum verið breytt frá því sem var í ársreikningi 1995. Skamm- tímakröfur höfðu lækkað um 500 milljónir. Eigið fé lækkað úr 1.130 milljónum í 619 milljónir. Ekki var minnst einu orði á fyrr- greinda breytingu á efnahag sam- lagsins en talsvert rætt um 15 milljóna kröfu sem var afskrifuð á Verðmiðlunarsjóð. Það væri fróðlegt fyrir bændur og aðra að fá skýringu á þessum gjörningi. Rýrnun á eigin fé sam- lagsins um nærri 50% hlýtur að draga verulega úr styrk fyrirtækis- ins til að mæta þeirri samkeppni og kröfum sem fyrirsjáanlegar eru í næstu framtíð. SIGURGEIR PÁLSSON, Sigtúnum, Eyjafjarðarsveit. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Grettir Tommi og Jenni #<Jn sagfcL. X / ba& þybir .Ue'tonú SVO-tCabþfr sért&f Ukið hcismyndaA vonofastur njocu-í eCþ'tsstf )þtgarþú, þttto.Tf ) kab er tikltoa. skúrin gin. <% þesium þremvr biciu, kon FeJctsha'' L stofunnC tyjoí, _ okJcur- Ferdinand Smáfólk 5H0ULP I COME ° 6ACK TOMORROW? Spyrðu pabba þínn hvort hann viVji að ég raki saman laufunum hjá ykkur ... Laufin hjá okkur eru enn á trján- um... Þú hefur rétt fyrir þér ... Ætti ég að koma aftur á morgun? J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.